Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1974 27 — Fréttabréf Framhald af bls. 13 FERÐAMÁL: Allmikil umferð hefur verið um sunnanverða Vestfirði i sumar og vegir yfirleitt verið góðir, þ.e.a.s. þeir sem búið er að leggja. Allmiklar vegabætur hafa verið gerðar i sumar á Barðaströnd og má segja að kominn sé ágætis vegur frá Vatnsfirði til Patreksfjarðar ef frá er talin neðsta brekkan á Kleifaheiði Patreksfjarðarmeg- in. Brýn nauðsyn er að leggja þar nýjan veg hið bráðasta, þar sem brekkan er oft stórhættu- leg á vetrum, en reynt er að halda Kleifaheiði opinni yfir veturinn, þar sem verulegur hluti neyslumjólkur Patreks- firðinga kemur af Barðaströnd- inni. Búist er við mjög aukinni um- férð um alla Vestfirði næsta sumar með tilkomu hringvegar- ins um Vestfirði, þegar Djúp- vegurinn verður endanlega opnaður fyrir umferð. Hótel Bjarkalundur lokaði 1. okt., en Hótel Flókalundur er enn opinn. Páll Ágústsson. — Um gullkrýnda . . Framhald af bls. 28 að hér væri um vænan dilk að ræða, En það er misskilningur: „ ... mynd af sauð, er snýr höfði til vinstri handar ...“ seg- ir í lýsingu merkisins og þar með er í eitt skipti fyrir öll endanlega skorið úr um kyn — eða kynleysi skepnunnar. Þann 20. október árið 1911 klukkan 6.30 sfðdegis sótti það fyrirtækið, sem fyrirferðar- mest hefur orðið íslenzkra fyr- irtækja og jafnframt stærsti iðnrekandi landsins um sitt merki. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan, en þannig leit fyrsta merki Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga út í þá daga. Nú eru tæplega 6400 vöru- merki á skrá hér á landi og það er erfitt að segja hvert sé frægast þeirra allra. En hvað sem því líður, þá eiga öll merk- in það sameiginlegt, að i bókum vörumerkjaskrárritarans er að finna nákvæma lýsingu á útliti þeirra — lýsingu eins og þessa á einkar frægu íslenzku merki, sem var skrásett 6. júní 1914: „ ... kross með hökum og eru hakarnir á lengd helmingur af lengd hverra hinna fjögurra krossálma og jafnir þeim á breidd, en breidd hverrar krossálmu er helmingur af lengd hennar ....“ Kannski hljómar þetta eins og óleysanlegt stærðfræðidæmi eða þá atómljóð, en vitanlega á lýsingin við Þórsmerki Eim- skipafélags tslands. Ó.S. LESIÐ -- --J ™J«ön(hnj. , <etn„ ------ DRGLEGn KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Kaupmenn athugið Félag matvörukaupmanna og félag kjötverzlana boða til almenns félagsfundar að Marargötu 2, miðvikudaginn 23. okt. n.k. kl. 20.30. Stjórnirnar. Fiskiskip til sölu 150 lesta nýtt skip til atnhendingar strax. 270 lesta loðnuskip byggt 1968, 207 lesta 1963, 190 lesta 1960 með nýlegri vél, nýrri loðnudælu, mikið at veiðarfærum fylgir, 165 lesta 1962 með nýjum loðnuútbúnaði, 129 lesta með nýrri vél (Alfa 600) og nýjum tækjufn, 105 lesta 1967, mjög gott togskip, 140 lesta byggður 1962, ný endurbyggur með nýja vél. 101 lesta og 7 5 lesta A-þýzkir stálbátar, einnig eikarbátar 38 lesta 1954, 20 lesta 1961 með nýlegri vél, 1 7 lesta 1972 (frambyggður). Fiskiskip AUSTURSTRÆTI 14, 3JA HÆÐ. SÍMI 22475, HEIMASÍMI 13742. Heilsuræktin Heba, Auöbrekku 53, Kópavogi Nýir tímar í megrunarleikfimi hefjast aftur 4. nóv. 4 vikur og 6 vikur í senn. Dagtímar og kvöldtímar, tvísvar og fjór- um sinnum í viku. Sauna, sturtur, sápa, sjampó, Ijós, olíur, gigtarlampi hvíld og nudd. Upplýsingar og innritun í síma 42360 og 43724. Hafið þér skoðað lituðu borð- og stóla- settin okkar? ATVIU ATVIU ATVin Hreinleg og samvizkusöm aðstoðarstúlka á tannlækningastofu í miðbænum óskast. Skrifleg umsókn sendist Mbl. fyrir 24. þ.m. merkt: „Klínikdama 4636" Sendisveinn Sendisveinn óskast, hálfan eða allan daginn. Upplýsingar á skrifstofunni. Skrifs to fu vélar h f., Hverfisgötu 33, Sírnar: 19853—20560. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.