Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1974 38 Sviss: Útlendinganiir fá að vera kyrrir Hjúkrunarkona við Lenox Hill sjúkrahúsið í New York leiðbeinir hér konum um hvernig finna megi krabbameinsber f brjósti. í Bandaríkjunum hefur aukizt gífurlega áhugi kvenna á að fá slíkar leið- beiningar, svo að komast megi fyrir meinið í tæka tíð. Ford Bandaríkjaforseti (til hægri á myndinni) situr í vitnastúku, rétt áður en hann kom fyrir dómsmálanefnd full- trúadeildar Bandaríkja- þings á fimmtudag. Þar skýrði hann nefndinni frá að engin undirmál hefðu verið gerð í sam- bandi við náðun Nixons. Genf, 21. okt. Reuter. SVISSNESK blöð fögnuðu í dag að úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar um brottvfsun erlendra verkamanna úr landinu, hefði verið felld með svo yfirgnæfandi meirihluta, sem raun bar vitni um. Flest blaðanna lýstu þeirri skoðun sinni að stjórnin yrði að stemma stigu við að útlendingum fjölgaði enn frá þvf sem nú væri. 1 Iandinu eru útlendingar nú alls 1.100.000 manns, en alls búa I Sviss 6.4 milljónir. Mikil þátttaka var í kosningun- um, eða um 70%, sem þykir gott þar í landi. Úrslitin urðu, sem kunnugt er, mikill ósigur fyrir Þjóðernisflokkinn, sem beitti sér fyrir að þjóðaratkvæði færi fram, því að um 1.689.870 milljón voru rfsku flugmálastjórninni og sfðan staðfest af Ford forseta. Fulltrúar félaganna náðu sam- komulagi að loknum stöðugum fundum undanfarnar vikur. Bæði félögin hafa átt vió mikla fjár- hagsörðugleika að glíma og sæta- nýting dregist mjög saman hjá þeim báðum. Hefur hallinn á rekstrinum verið um 50 millj. dollara árlega. Ef samþykktin verður staðfest verður þetta víð- tækasta samvinna á sviði farþega- flugs sem náðst hefur. Samkvæmt þessari áætlun mun Pan American hætta að fljúga til Frakklands og að mestu til Portú- gal, Spánar og Marokkó og yfir- tekur TWA þá langdrýgstan hluta farþega frá Bandaríkjunum sem ferðast til þessara staða. Pan American mun halda áfram að fljúga til Lissabon og Madrid frá Miami f Florida. Pan AM hættir einnig flugi til London, Chicago, Los Angeles og Ffladelfíu. Ferð- um yrði einnig fækkað milli Los Angeles og Hawaii. Aftur á móti ætlar TWA að hætta ferðum til Frankfurt og verður PAN AM þá eina banda- ríska flugfélagið sem flygi til Vestur-Þýzkalands. TWA ætlar einnig að hætta ferðum til Bom- bay, Bangkok, Hong Kong, Okin- awa, Taipei og Guam. Sömuleiðis Kundera fær að flytjast til Parísar Hamborg, 20. okt. Reuter TÉKKNESK stjórnvöld hafa leyft rithöfundinum Milan Kundera og kvikmyndaleikstjóranum Jan Nemec að fara frá Tékkóslóvakfu og dvelja um óákveðinn tfma á Vesturlöndum eða f allt að ár að þvf er þýzka blaðið Die Welt skýrði frá f dag. Milan Kundera mun hafa hug á að starfa í París, en Nemec í Vestur-Þýzkalandi. Kundera gat sér orð fyrir andstöðu gegn stefnu tékknesku rithöfundasamtakanna árið 1967 og lét mjög til sfn taka á stjórnartíma Dubceks. Þekktasta bók hans er „Brandarinn", en kafli úr þeirri bók birtist fyrir nokkru í íslenzkri þýðingu í Les- bók Mbl. Nýjasta verk hans er „Lífið er dálítið annað líka“. Jan Nemec er þekktastur á Vesturlöndum fyrir kvikmynd sína „Demantar næturinnar". Hann hefur ekki fengið að vinna við kvikmyndagerð í Tékkósló- vakíu nokkur síðustu ár. hættir TWA ferðum milli London og Washington. Korn til Sovét Washington, 20. okt. Reuter. SOVÉTRIKIN eiga að fá 2.200.000.- tonn af bandarfsku korni af sfðustu uppskerunni f staðinn fyrir 3.200.000 tonn, en Ford forseti tók af skarið um þann viðskiptasamning fyrir tveimur vikum. Fjármálaráðu- neytið bandarfska greindi frá þessu f dag og af þessu verða um 1.200.000 tonn hveiti og 1.000.000 tonn af mafs. Er þetta virt á 400 milljónir dollara. Fyrri viðskiptasamningur sem átti að gera og hljóðaði upp á 900 þús. tonn af hveiti og 2.300.000 tonn af maís fékkst ekki stað- festur af ótta við að það gæti valdið skorti á bandarískum markaði. Sögðu talsmenn fjár- málaráðuneytisins að engin hætta væri á kornskorti í Bandarfkj- unum með þessum samningum, því að ekki þarf að hraða af- greiðslu á þessu korni eins og hefði þurft í fyrra tilvikinu. Dulmálsvél frá Póllandi auðveldaði Bandamönnum Ný bók um gang heimsstyrjaldarinnar síðari London, 21. okt. Reuter. FREDERICK Winterbotham, fyrrverandi flugliðsforingi og háttsettur innan brezku öryggis- þjónustunnar á strfðsárunum, hefur sent frá sér bókina „A Narrow Shave“ þar sem hann segir að Bandamenn hafi unnið strfðið m.a. vegna sérstakrar dul- málsvélar, sem þeir komust yfir, og smyglað var út úr PóIIandi. Hann lýsir því að áður en síðari heimsstyrjöldin brauzt út hafi Alastiar Denniston, sem var yfir- maður dulmálsskóla brezku stjórnarinnar, farið til Póllands og smyglað þaðan glænýrri rafmagnsknúinni dulmálsvél. Vitað var að þessar vélar voru framleiddar í þúsundatali og mundu allar dulmálssendingar nasista nást á þetta tæki. Sir John Slessor, marskálkur f brezka flughernum, segir i for- mála bókarinnar að styrjöldin um Atlantshafið hafi orðið til að skera úr um hver yrði sigurvegari í styrjöldinni. Þegar að lokum þeirrar baráttu leið var nánast ekkert sem Bretar vissu ekki um kafbátana, sem Þjóðverjar not- uðu. Fimm þúsund sér- fræðingar á þing Flórens, Italfu, 21. okt. Reuter. ELLÉFTA alþjóðalega ráðstefn- an um krabbamein var sett f Flórens f dag og sitja þessa ráð- stefnu um 5 þúsund læknar og vfsindamenn úr öllum heims- hornum. Ráðstefna af þessu tagi er haldin einu sinni á fjögurra ára fresti og er þá f jallað um allar nýjustu niðurstöður varðandi krabbamein, hegðun þess og með- ferð. ,Vmsir læknar sem töluðu f dag við setningu ráðstefnunnar, þar á meðal Pierre Denoix frá Frakklandi, létu f Ijós bjartsýni um að ekki Ifði ýkja langur tími unz hægt yrði að lækna margar tegundir krabbameins. Forseti ráðstefnunnar, Pietro Bucalossi, prófessor frá Italiu, sagði að enda þótt orsökin fyrir krabbameinssýkingu væri óþekkt enn, hefði mikið áunnizt með rannsóknum, og krabbamcin uppgötvaðist nú miklu fyrr en áður og þar af leiðandi væri mjög oft hægt að lofa sjúklingunum varanlegri lækningu. á móti að útlendingarnir færu, en 878 þúsund fylgjandi þvf. Ljóst er þó að málinu verður haldið áfram og hafa nú um 50 þúsund manns skrifað undir áskorendaskjal til þingsins, þar sem þess er krafizt að um 550 þúsund útlendinganna verði vísað úr landi. Er því talið að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði höfð áður en mjög langt um líður. BANDARlSK blöð hafa skýrt frá þvf að flugfélögin Pan American og Trans World Airways hafi komist að samkomulagi um að hætta samkeppni innbyrðis á ýmsum flugleiðum frá Banda- rfkjunum til Evrópu og Asfu. Er samkomulagið gert til fimm ára og felur það í sér að þessi tvö risaflugfélög skipta í reynd ýms- um helztu ferðaleiðum bróður- lega á milli sfn, frá og með 1. febrúar næstkomandi, svo fremi það verði samþykkt af banda- Fundið allsherjar kraftaverkalyf? Moskva 20. okt. Reuter. TVEIR vfsindamenn f Síberíu hafa lýst því yfir að þeir hafi fundið upp kraftaverkalyf, sem lækni sár, komi f veg fyrir að fólk fái gigt, tryggi að uppskera korns bregðist ekki, auki hárvöxt hjá dýrum, og kunni að koma f veg fyrir skalla. Var þetta undralyf fundið upp á rannsóknarstofu tveggja prófessora við Yakutskstofnunina og heita uppfinningamennirnir Voronkov og Dyakov. Þeir segjast hafa skírt lyf þetta „Mival“. Verða nú gerðar frekar tilraunir með lyfið, en þeir eru hinir bjart- sýnustu og telja það geti valdið stórbrotinni byltingu f meðferð áður upptalinna kvilla og fleiri. r Israelsforseti í umferðarslysi Jerúsalem, 20. okt. Reuter. FORSETI Israels, Ephraim Katzir, og kona hans slösuðust f umferðarslysi aðfararnótt mánudags. Skullu þrír bflar saman f árekstri þessum og einn maður beið bana og tveir slösuðust alvarlega. Meiðsli forsetahjónanna voru Iftils- háttar og fengu þau að fara heim til sfn, eftir að gert hafði verið að sárum þeirra. Samkomulag milli PANAMogTWA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.