Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1974 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1974 21 George Foreman, ásamt þjálfara sfnum, Dick Sadler 28. október n.k. munu þeir Muhammed AIi og George Fore- man berjast I Zaire um heims- meistaratitilinn I hnefaleikum þungavigtar. Upphaflega átti keppni þessi að fara fram 23. september sJ., en var frestað á sfðustu stundu, þar sem Foreman varð fyrir meiðslum á æfingu. Hundruð fréttamanna vfðs vegar að úr heiminum voru komin tii Zaire til þess að fylgjast með viðureign kappanna, og búið var að leggja gífurlega fjármuni I undirbúning keppninnar.Var þvf mikið um að vera, er Ijóst varð, að Foreman myndi ekki geta tekið þátt f keppninni á tilsettum tfma, en eftir mikið japl og jaml og fuður var ákveðið að fresta henni til 28. október. Skuldbundu kepp- endurnir sig til þe'ss að dveljast í Zaire fram að þeim tfma. Meðfylgjandi viðtal við heims- meistarann, George Foreman, var tekið, áður en hann hélt til Zaire, en samkvæmt nýjustu fréttum mun kappinn nú gróinn sára sinna, og kveðst hann hlakka til slagsins við Ali. Og auðvitað hefur Ali látið ýmis orð — flest stór — falla um keppnina. Og núna er bara að bfða og sjá hvað setur. Hendurnar vafðar HNEFALEIKAKEPPNI aldarinnar. Kötturinn gegn mús- inni. Ali kjaftur gegn George múmíu. Hvaða nafni sem þessi keppni verður nefnd, er eitt víst að engin hnefaleikakeppni hefur verið auglýst eins mikið og einvígi þeirra Ali og Foremans. Þessar litríku kempur, Muhammad Ali, öðru nafni Cassius Clay, og George Foreman, munu leiða saman hesta sína í Afríkuríkinu Zaire 29. október n.k. og keppa um titilinn „Heimsmeistari í þungavigt." Launin sem þeir fá fyrir að berjast verða ekki af lakari endanum — hvor um sig mun fá 5 milljónir dollara, eða um 520 milljónir króna. Mikið er I húfi og hafa báðar kempurn- ar undirbúið sig sérlega vel fyrir þessa keppni, Ali á austurströnd Bandaríkjanna og Foreman á vesturströnd- inni í litlum bæ í Norður-Kaliforníu, sem heitir Pleasanton. Við heimsóttum George Foreman I æfingabúðirnar skömmu áður en hann lagði af stað til Zaire og hafði kempan lokið við morgunæfingarnar. Hann hafði hlaupið í Hitinn var yfir 40 gráður, þegar við renndum I hlað f Pleasanton, þar sem George Foreman, heimsmeistari í hnefaleikum þungavigtar stundar æfingar. Æfingarnar áttu að hefjast kl. 2, og voru margir forvitnir áhorf- endur og blaðamenn mættir fyrir utan æfingahöllina, sem minnir mig á gamla Hálogaland. Meistarinn var ekki mættur og lftill negrastrákur spurði dyravörð- inn: „Hvenær kemur meistarinn"? Nokkrum mfnútum á eftir áætlun sást meistarinn koma akandi á brúnum Rolls Royce, og löng bflalest á eftir honum með fylgdarliðið. Þegar Foreman steig út úr bflnum ruddust krakkarnir til hans og báðu um eíginhandaráritun f bækur sem þau höfðu meðferðis. Foreman. sýndi mikia þolinmæði og gekk rólega f áttina að æfingahöllinni með lífverði f bak og fyrir. Okkur var sfðan hleypt inn f höllina, sem hafði verið Iagfærð sem æfingasalur fyrir meistarann. Dágóð stund leið þar til Foreman kom inn í salinn og gekk inn f hringinn og byrjaði að mýkja sig upp. Þjálfari Foremans, Dick Sadler, tilkynnti f hátalarakerfinu að kempan ætlaði að berjast í 12 lotur við 6 hnefaleikara, 2 lotur við hvem. Þegar Foreman byrjaði að valsa I hringnum eftir hljómlist æstust krakkarnir upp og hrópuðu: „Þú ert okkur hetja, og þú átt að lumbra á helv . . . honum Ali“. Foreman brosti bara og tók þessu öllu með jafnaðargeði og hélt áfram að dansa og nú eftir Bossa Nova. Þjálfarinn sagði mér, að þessi æfingaraðferð hefði gefið góða raun f sambandi við undirbúning fyrir keppnina, og að þeir ætluðu að halda þessu áfram. Mestarinn fór úr æfingafötunum og þjálfarinn smurði hann f framan með feiti, til að minni hætta væri á að hann fengi skrámur. Síðan gekk fyrsti hnefaleikarinn inn f hringinn og þeir byrjuðu að kljást. Það var ekkert vafamál að Foreman var f góðri æfingu og hann hafði algjöra yfirburði yfir mótherja sinn, og lék sér að honum eins og köttur að mús. Sfðan barðist hann við þá hvem af öðrum, en eftir 12 lotur sagðist hann vera orðinn þreyttur, gekk út úr hringnum f áttina að hnefaleikabolta og sagðist ætla að berja hann svolftið. Þjálfarinn studdi við pokann, en höggþunginn var svo mikill hjá Foreman, að f hvert skipti, sem hann lamdi pokann tókst þjálfarinn bókstaflega á loft. Það er haft eftir Joe Louis gamla, að Foreman sé höggþyngsti hnefaleikari sem uppi hefur verið og höggþyngri en Ingo hinn sænskí, sem lék sér þó að þvf að lemja gegnum múrsteinsveggi til þess að sýna höggkraft sinn. Þegar æfingunum var lokið náði ég tali af þjálfaranum og spurði hann, hvort ég gæti fengið viðtal við meistarann. Sadler sagði, að ekkert væri sjálfsagðara, en að ég yrði að hinkra við þangað til meistarinn kæmi út úr búningsherberginu. Áhorfendur biðu enn úti í salnum og ætluðu auðsýnilega ekki að Iáta meistarann sleppa án þess að ná tali af honum. Lffverðirnir voru á réttum stað og vörnuðu fólki að ryðjast inn f búningsherbergið. fjöllunum skammt frá heimili sínu og fengið sér síðan morgunverð, sem hver meðalstór f jölskylda hefði átt fullt í fangi með að torga: 12 egg, 8 brauðsneiðar, 1,5 1 af appelsínusafa, stór skammtur af fleski og svona til að fylla í holurnar: Vi líter af ís!! En meistarinn þarf mikla næringu, því að hann brennir miklu og æfingarnar eru sérlega lýjandi og erfiðar. George Foreman varð Olympíumeistari í hnefaleikum 1968 og á frekar stuttan iþróttaferil að baki. En hann hefur staðið sig frábærlega vel og segir sjálfur, að hann hafi aldrei verið betri en um þessar mundir, né heldur betur undirbúinn. Mótherji hans, Muhammad Ali, er einhver litríkasti íþróttamaður sögunnar. Stundum er hann kallaður Ali kjaftur. Hann varð Olympíumeistari í Róm 1960 og komst á hátindinn, þegar hann sigraði Sonny Liston í einvígi um heimsmeistaratitilinn. Yfirburðir hans voru slíkir á árun- um 1963—1965 að hann gat spáð fyrir um það, hvenær og í hvaða lotu hann mundi sigra mótherja sína. Eftir smá bið kom Foreman út úr búningsherberginu og ruddist þá fólkið að honum, tók myndir og bað hann að rita nafn sitt, og blaðamenn kölluðu til hans spurningar. Foreman tók þessu öllu með mikilli þolinmæði og þakkaði öllum fyrir að hafa komið og sýnt sér svona mikínn áhuga. Gekk hann sfðan f átt að dyrunum og sýndi á sér fararsnið. Þjálfarinn hvíslaði einhverju að honum og Foreman sneri við og sagði: „Hvar er !slendingurinn?“ Ég stóð fyrir aftan heljarmennið og kynnti mig og við gengum sfðan afsfðis með alla Iffverðina f eftirdragi. Foreman sagði þeim, að engin hætta væri á ferðum og við byrjuðum sfðan að rabba saman, fyrst um tsland og sfðan keppnina. Foreman sagðist aldrei hafa komið til fslands, en hefði hins vegar lesið um land og þjóð. — Það er sagt að tslendingar séu gáfað fólk, sagði hann. Nú minntist ég á AIi við Foreman og þau ummæli hans, að Foreman væri mú.nfa og lafhræddur við sig. — Nei, ég er ekki hræddur við Ali, sagði meistarinn og brosti. — Þetta brölt f AIi er auglýsingabreila og gefst vel. Hann er lftrfkur sprellikarl og góður hnefaleikamaður og hefur gert mikið og margt fyrir fþróttina. Við þurfum heldur ekki að kvarta yfir Iaununum sem við fáum fyrir að slást f Zaire. Sumir halda þvf fram, að AIi sé að syngja sitt sfðasta og að leikurinn verði ójafn, þér f hag? — Ég hefi aldrei vanmetið neinn af mfnum mörgu mótherjum og sfzt af öllum Ali, svaraði Foreman. — Hann er mjög teknfskur hnefaleikari og ákaflega háll og það þarf mikið til þess að sigra hann. Hann er auk þess sagður vera f m jög góðri æfingu núna. — Mundir þú vilja keppa á Islandi? — Þvf ekki það, sagði meistarinn og brosti. — Skákkeppnin tókst vel hjá ykkur, og var mikil auglýsing fyrir tsland og skákmennina báða. En áttu 10 milljónir dollara til að borga okkur? — Hvað um framtfðina? Ætlar þú eð leggja hanzkana á hilluna eftir þessa keppni eins og Ali segist ætla að gera? — Nei, þetta gengur alltof vel hjá mér til þess að ég hafi áform um slfkt núna. Ég held áfram þangað til að það fer að halla undan fæti, sem ég vona að verði ekki fyrr en eftir 2—3 ár. Þegar hér var komið sögu var þjálfari Foremans og lífverðir hans teknir að ókyrrast og gáfu honum óspart merki um að koma. Var ekki um annað að ræða en að þakka fyrir sig og óska Foreman gengis f keppninni f Afrfku. Fyrir utanbeið Rolls Royce bfllinn ásamt einkabflstjóra og meistar- inn steig upp f bflinn og veifaði til viðstaddra. Hann sat f aftursætinu og hélt á bók f hendi, þegar lestin lagði af stað. Þessi bók var greinilega biblfan. i. Kempan smurð fyrir keppnina Foreman „dansar“ i hringnum Foreman slæst við „skuggann“ tslenzkur vfkingur og meistarinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.