Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1974 29 fólk — fólk — fólk — fólk 1 á Þórður Skúlason sveitarstjóri ásamt börnum sfnum tveim. Mikill kraftur í byggingarmálum á Hvammstanga Rætt við Þórð Skúla- son sveitarstjóra ÞEGAR blaðamaður Mbl. var staddur á Hvammstanga fyrir nokkru, hitti hann að máli Þórð Skúlason sveitarstjóra, og spurði almæltra tfðinda úr hér- aðinu. „Það er bezt að byrja á bygg- ingarmálunum, enda hefur aldrei verið eins mikið byggt hér og nú,“ sagði Þórður. „I sumar var byrjað á 16 íbúðar- húsum, með samtals 18 íbúðum. Þá er byrjað á byggingu nýs slátur- og frystihúss nyrzt í þorpinu, og er það bygging upp á tugi milljóna. Það er Kaup- félag Vestur-Húnvetninga, sem byggir. Þetta verður glæsilegt og vel búið hús, og það mun uppfylla allar erlendar gæða- kröfur. Hafin er bygging nýrr- ar rækjuverksmiðju fyrir Mel- eyri .hf-, og I vor var byrjað að stækka mjólkurstöðina, en það verður helmingsstækkun. Hreppurinn hefur mikinn hug á byggingu leiguíbúða, og er ætlunin að byggja 4 fbúðir ef fjárveitingavaldið gefur grænt ljós. Af þessarri upptalningu má sjá, að það er mikill kraftur f byggingarmálunum hér, og það eina, sem skyggir á, er skortur á iðnaðarmönnum, aðallega smiðum. — Hér á Hvammstanga búa nú um 400 manns, og hefur fbúum heldur farið fjöigandi uppá síðkastið. Nokkuð hefur verið um það, að aðkomufólk vildi setjast hér að, en hús- næðisskortur hefur háð okkur eins og fleiri kauptúnum. Það hefur verið næg atvinna hér við verzlun og þjónustu, útgerð og fiskvinnslu, mjólkurstöðina og smáiðnað. Héðan verða gerðir út 5 bátar á rækju I vetur. Þeir eiga stutt að sækja á góð rækju- mið, rétt út fyrir Heggstaðanes. Sfðasta vertfð var mjög góð, og við gerum okkur vonir um, að þessi vertíð verði einnig mjög góð. Það eina, sem skyggir á, eru slæmar horfur f markaðs- málum. — I sumar var unnið að dýpk- un hafnarinnar hér. Sprengt var sker sunnan við bryggjuna og dýpkað meðfram henni. Við þessar framkvæmdir jókst við- legupláss í höfninni, en hún er samt sem áður mjög opin og þvf ekki örugg. Ef gerir stórveður þurfa bátarnir að fara frá og halda sjó inni í fjarðarbotni. Það er mjög aðkallandi að fá garð, sem lokar höfninni. Slíkur garður er kominn inn á áætlun, og bezt væri ef fram- kvæmdir gætu hafizt á næsta ári. Höfnin er ekki aðeins notuð af Hvammstangabátum, heldur landa hér einnig rækjubátar frá Skagaströnd, og er aflinn fluttur þangað landleiðina. Frá Skagaströnd eru gerðir út 7 bátar á rækju. -SS. Lambaskrokkar með hverri frystikistu, sem seld er ÞEIR, sem kaupa sér frystikistu hjá fyrirtækjunum Rafiðjunni og Raftorgi á næstunni, fá góðan kaupbæti með kistunum, þvf með hverri frystikistu, sem seld verður fram til 10. nóvember, fylgir einn lambsskrokkur. Páll Stefánsson, forstjóri inn- flutningsdeildar fyrirtækjanna, sagði I samtali við Morgunblaðið í gær, að þeim hefði dottið þetta í hug fyrir stuttu, enda reiknuðu þeir með, að nú í dýrtíðinni reyndu allir að spara, og því mætti búast við, að þetta mæltist vel fyrir. Hann sagði ennfremur, að frystikistur ryddu sér sífellt meira til rúms og það væri áber- andi hvað fólk væri farið að læra betur að meðhöndla mat. Það væri kannski eftirsjá í súr, — reyk og saltmatnum, en það væri líka mikill kostur að geta haft matinn ávallt fersljan. Og þar hefði frystingin sína'yfirburði. Þá sagði Páll, að sala á Ignisvðr- um hefði gengið mjög vel á þessu ári og um mánaðamótin ágúst- september hefði verið búið að selja jafn mikið og allt árið í fyrra. Ignisverksmiðjurnar voru stofnaðar skömmu eftir stríð og eru nú stærstu verksmiðjur Evrópu I kæli — og frystitækjum. Það er eftirtektarvert, að á höfuðborgarsvæðinu selst mest af kistum, sem eru af stærðinni 285 lítrar, en úti um land selzt mest af 385 lítra kistum. Trommueinvígi í Austurbæjarbíói Hinn kunni bandaríski trommu- leikari Robert Grauso, sem dvelur nú hérlendis I boði Félags fs- lenzkra hljómlistarmanna, hefur skorað á tvo íslenzka kollega sína, trommuleikarana Guðmund Steingrímsson og Alfreð Alfreðs- son, til nokkurs konar einvígis í trommuleik. Guðmundur og Alfreð hafa tekið áskoruninni og mæta til leiks á sérstökum ein- vigishljómleikum, sem FlH efnir til f Austurbæjarbfói f kvöld kl. 11.15. MÆTIR 20 ARUM OF SEINT! Þegar Bob Grauso var síðast hérlendis, var ákveðið að efna til tónleika f Austurbæjarbíói, þar sem Grauso og Guðmundur Stein- grímsson ætluðu að leiða saman hesta sfna f trommuleik. Þetta var árið 1954. Bob Grauso var þá að ljúka herskyldu f bandaríska flughernum og dvaldi á Kefla- vfkurflugvelli. Þegar til kom fékk hann ekki leyfi yfirmanns síns til að koma fram á hljómleikum f Reykjavík, og þar við sat. Grauso varð að sitja heima á meðan kunningjar hans fslenzkir spiluðu á hljómleikunum. Nú er Grauso mættur til leiks, — og hefur heitið því að mæta í þetta sinn. HEIMSÞEKKTUR TROMMARI Á þeim 20 árum sem liðið hafa siðan Grauso var hér síðast hefur hann leikið með kunnum tón- listarmönnum, bæði í jazzheimin- um og poppheiminum, þ. á m. Sonny Stitt, Frank Sinatra, Conny Francis o.fl. Þá er hann ekki sfður þekktur fyrir hönnun á nýtfzku trommum, hinum svonefndu FIBES trommum, sem margir þekktir slagverksleikarar leika á í dag. Framhald á bls. 39 STANLEY Næst þegar þú kaupir verkfæri, vertu viss um að þaðsé

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.