Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 40
2WoT0imMaí>ií> RucivsincnR ^-»22480 26.0KT. laugardagur Merkjasala til styrktar geösjúkum ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1974 Háhymingsbúrið verð- ur í togi — Búið að ríða háhymingsnótina Filippus hertogi frá Bretlandi kom við í Reykjavík i gær á heimferð sinni frá Ameríku. Hann kom hér við á vesturleið fyrir viku og stanzaði þá stuttan tima á Reykjavíkurflugvelli. 1 gær staldraði hann við í hálfa klukkustund og tók Einar Ágústsson utanrikisráðherra á móti honum og kaffi þá hertoginn I skrifstofu Agnars Kofoed-Hansen flugmálastjóra. Filippus flaug vél sinni sjálfur hingað, en hann flýgur mikið. Á meðfylgjandi mynd er hertoginn t.v. með flugmálastjóra á leið I kaffisopann. Kanna ódýrari leiðir fyrir fréttir NTB „NTB VERÐUR ekki beðin um að hefja sendingar frétta hingað til Islands fyrr en kannað hefur verið með hvaða hætti ódýrast er að fá þessa þjónustu fyrir landið,“ sagði Höskuldur Jónsson í fjár- málaráðuneytinu í gær þegar Morgunblaðið leitaði frétta af gangi þessara mála. „Við höfum greitt upp allt sem við skulduðum til lokunardags," hélt Höskuldur áfram, „en það var tímabilið 1. júní — 15. okt. og gjaldið á því tímabili var liðlega 700 þús. kr. Þetta er því dýr þjónusta, en Póst- ur og sfmi kannar nú hvort hægt sé að fá fréttir sendar á streng og á hvaða verði. Ætti það ekki að takalangan tíma.“ Kjarvalsmyndirnar: Matsmenn kvaddir til MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við Knút Hallsson í menntamála- ráðuneytinu og spurði hvað liði ákvörðunum um Kjarvalsmyndirnar i vinnustofu meistarans við Austurstræti. Knútur sagði að mennta- málaráðuneytið hefði beðið borgardómara að kveðja til matsmenn, sem eiga að skera úr um eignarrétt á myndunum. 40 millj. kr. bryggja fyrir Akraborgina inni einni. Við bryggjuna yrði einnig aðstaða fyrir smábáta. Þegar þessum framkvæmdum á Akranesi verður lokið, mun öll Framhald á bls. 39 Viðhorf Þjóðverja könnuð I DAG fór íslenzk sendinefnd utan til Bonn í Þýzkalandi til við- ræðna við Þjóðverja um land- helgisdeiluna. Morgunblaðið 1 hafði i gærkvöldi tal af Einari Ágústssyni utannkisráðherra og innti frétta af væntanlegum við- ræðum: „Við sendum ekki neinar tillögur," sagði utannkisráðherra, „því fyrst og fremst er verið að kanna viðhorfin hjá Þjóðverjum. Við höfum ekkert rætt við þá síðan í maí, en verksmiðjutogar- arnir og stærri togararnir eru ennþá aðalmálið hjá okkur. Við vitum ekki þeirra viðhorf, en í sendinefnd okkar eru Hans G. Andersen, Már Elísson, Jón Arnalds og Kristján Ragnarsson." „VIÐ ERUM nú að klára að útbúa veiðarfærið sem við munum sfðan reyna að veiða háhyrninga f,“ sagði Konráð Júlfusson skipstjóri á Sigurvon AK 56 þegar við hringdum f hann til Stykkishólms f gær. „Netið er búið til úr þorsk- trollsefni og er hringnót, sem er 37 m á dýpt og 130 m á lengd. Við áætlum að fara til Eyja f vikunni, en þar munum við stoppa f 1—2 daga til þess að útbúa búr fyrir væntanlegan afla. Búrið, sem við munum draga á eftir skipinu, munum við búa úr 20 tómum olfu- tunnum, plönkum og netum, en það verður sett þannig saman að innanmálið verður 15x15 metrar. Það verður spennandi að prófa þetta, en hins vegar höfum við reknetin með, svo allt er klárt f sfldina einnig ef færi gefst.“ Konráð sagði að ef þeir veiddu háhyrning yrðu þeir að koma honum f búrið við skipshlið og draga sfðan búrið til hafnar. Sfðan yrði væntanlega að flytja háhyrninginn flugleiðis til fram- andi landa. Skothvellir dundu yfir Laugarvatni „VIÐ HÖFUM rætt hér um al- menna áskorun til rjúpnaskytta að fara hvergi um landsvæði án heimildar og þá sérstaklega hérna f kring um Laugarvatn", sagði Framhald á bls. 39 Wm ■' • Þeir voru með vel hlaðið á bflnum heyflutningamennirnir skammt frá Breiðholti f gær, en eitthvað gekk úrskeiðis f stabbanum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. UM ÞESSAR mundir er unnið að gerð viðlegukants fyrir Akraborg- ina á Akranesi. Verk þetta var hafið sfðla sumars, og mun vart Ijúka fyrr en í vor. Enn er ekki Ijóst, hve mikið verk þetta muni kosta, en gert er ráð fyrir 40—50 millj. kr. samkvæmt núverandi áætlun. Magnús Oddsson, nýráðinn bæj- arstjóri á Akranesi sagði í samtali við Morgunblaðiðígæraðnú væri1 unnið að sprengingum í höfninni. F’yrst hefði verið ekið uppfyllingu í hluta af höfninni, en er þvf hefði lokið hefði verið borað nið- ur f gegnum uppfyllinguna niður í klöpp, sem er undir henni. Nokkur hundruð slíkar holur hefðu þurft að bora og sfðan væri klöppin sprengd og því næst er uppfyllingarefninu og sprengdu klöppinni mokað burtu. Þá sagði Magnús, að núverandi áætlun gerði ráð fyrir, að verkið kostaði góðar 40 millj. kr. En þessi aðstaða kæmi, sem betur fer, fleirum til góða, en Akraborg- „Sœmileg vísbending um gott veður nœstu 3 árin " — segir Páll Bergþórsson veðurfrœðingur LOFTSLAG á Islandi í 11 aldir hét fyrirlestur, sem Páll Berg- þórsson veðurfræðingur flutti á Sögusýningunni á Kjarvals- stöðum sl. sunnudag. Þar bend- ir hann á að veðurfarsbreyting- ar á Islandi og Spitzbergen séu um margt eins, nema að þær komi fram á tslandi þremur árum seinna. Við höfðum sam- band við Pál f gær og spurðum hann hvernig veðri hann spáði á Islandi næstu þrjú ár miðað við þessa kenningu. „Ég spái sæmilegu veðri næstu þrjú ár,“ svaraði hann, „þolanlegu, þótt þetta kunni auðvitað alltaf að breytast, en sfðustu þrjú ár á Spitzbergen voru nokkuð dærnigerð fyrir hitatfmabilið 1931—1960. Það er þvf sæmileg vfsbending um gott veður. Á Spitzbergen var byrjað að mæla veður fyrir aldamót, en skýringuna á skyldleika með hitabreytingum hér og þar tel ég vera að hinir norðlægu straumar sem koma frá Spitz- bergensvæðinu eru 1—4 ár á leiðinni til Islands, en vega- lengdin er um 2000 km.“ Fyrsti rækjuaflinn frá K0LBE3NSEY Tveir bátar á rækju við Grímsey Tveir bátar, Þorsteinn Vald. frá Hrfsey og Sæþór frá Dalvík, hafa að undanförnu stundað rækju- veiðar við Grímsey með góðum árangri að sögn Kristjáns Jóns- sonar hjá K. Jónsson á Akureyri í gær. „Dalvíkurbáturinn hefur nú verið að reyna rækjuveiðar við Grímsey annað slagið undanfarin tvö ár, en nú hefur verið veitt þar síðan í ágúst,“ sagði Kristján, „og rækjan þarna er mjög góð og stór. Veðráttan vill hins vegar hafa mikil áhrif á veiðarnar þarna úti á opnu hafi og tíðin hefur verið fremur slæm upp á síðkastið. Þegar veður hefur gefið er afli hins vegar ágætur. Þá var Sæþór að koma með ljómandi góðan afla, sem fékkst við Kolbeinsey, en þetta er fyrsti rækjubáturinn, sem veiðir þar sfðan rannsóknar- skipið Hafþór fann góð rækju- mið þar að sögn skipsmanna. Annars vinnum við stöðugt í niðursuðu hér, á loðnu fyrir Japansmarkað, kavíar búum við til og eitt og annað, en nú vinna hér um 80 manns að staðaldri og við erum alltaf í gangr.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.