Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÖBER 1974 7 THE OBSERVER Friðsamleg sambúð í Laos Eftir Mark Frankland Ég var kominn til Vientiane og stóð við gluggann í hótel- herbergi mínu horfandi á mó- rauðan elg Mekongfljótsins þegar athygli mín beindist að fjórum gangandi mönnum á árbakkanum. Þeir gengu í einfaldri röð, búnir ilskóm og grænum skyrtum og buxum. Þeir gengu svo til í takt. Húfurnar, sem þeir báru, komu upp um þá. Það voru litlar derhúfur með mjúkum toppi, eins og tíðkast nokkuð hjá brezkum sveitaaðli. Einu mennirnir í Laos, sem bera þesskonar höfuðbúnað, eru félagar í Pathet Lao. Aðrir vegfarendur niður við ána skiptu sér ekkert af þeim. Jafnvel leigubflstjór- arnir, sem biðu í makindum fyrir framan hótelið litu ekki einu sinni upp. Samsteypu- stjórn hefur tekið við f Laos — og með henni hafa um 1.000 Pathet Lao hermenn tekið við störfum sem lög- reglumenn á höfuðborginni — og Laosbúum þykir þetta allt ósköp eðlilegt. Örstutt héðan, í lestrarsal upplýsingamálaráðuneytis- ins, eru þessi umskipti skráð með Ijósmyndum, og koma þær þeim nokkuð á óvart, sem muna fyrri tíma þegar styrjöld geisaði í Laos. Þá prýddu veggi ráðuneytisins myndir af handteknum her- mönnum frá Norður-Viet- nam, af flóttamönnum og af særðu fólki og látnu. í stað þeirra mynda eru komnar myndiraf nýju ríkisstjórninni, sem lítur helzt út eins og ánægð og endursameinuð fjölskylda. Þar ber ekki á siðareglum kommúnista, því fulltrúar Pathet Lao eru eins klæddir og allir hinir, í hvítum kyrtlum og silkibux- um, en þesskonar klæðnaðar er krafizt við hirð Laoskon- ungs. Ráðherrar Pathet Lao haga sér einnig að öðru leyti eins og hinir ráðherrarnir. Þeir aka til vinnu í Mercedesbif- reiðum f vestrænum fötum og með bindi. Og þeir búa einnig í úthverfunum, sem risu upp meðan Frakkar fóru með stjórn landsins, og eru nú samastaður yfirstétta og auðmanna. Sumir vilja í bjartsýni sinni halda því fram að hóglffið í Vientiane hafi spillt þessum kommúnistum. Líklegraerað þeir kæri sig ekki um að styggja félaga sína að" óþörfu. Ef þeir klæddust Mao jökkum og lifðu áberandi meinlætalífi, ættu aðrir Laos- búar erfiðara með að um- gangast þá. Það væri einnig hálfkjánalegt, því flestir ráð- herrar Pathet Lao eru af svip- uðum uppruna og aðrir ráð- herrar stjórnarinnar, það er að segja þeir eru prinsar, aðalsmenn, eða að minnsta kosti af þekktum millistéttar- fjölskyldum komnir (sem er talsverð upphefð í bænda- þjóðfélagi eins og Laos). Öðru máli gegnir um al- menna félaga Pathet Lao. Þeir eru flestir búlduleitir og unglegir sveitastrákar. Þá má sjá í varðstöðu við hús Pathet Lao ráðherranna, og þeir virðast jafn rólegir og væru þeir að fylgjast með eykjum sínum á ‘engjunum. Þeim hlýtur að þykja Vientiane stór og lífleg borg eftir lífið í rúst- um þorpa og bæja á yfirráða- svæði Pathet Lao. Þeir aka rússnesku jeppunum sínum með varúð um göturnar; heima í höfuðborg þeirra Sam Neua er vart nokkur umferð. Enginn veit hve mikil alvara er á bak við þessa hóflegu framkomu Pathet Lao. Fremsti maður þeirra innan ríkisstjórnarinnar er Phoumi Vongvichit utanríkis- ráðherra (sem dvalizt hefur í New York til að sitja Alls- herjarþing Sameinuðu þjóð- anna), og gerir hann sitt bezta til að sannfæra alla um að hér sé ekki um neitt áróð- ursbragð að ræða. „Aðal- atriðið er," segir hann, „að brjóta niður þann sálræna múr, sem risið hefur milli Laosbúa, svo við getum gleymt því liðna. Sumir ótt- ast hefndaraðgerðir, en við höfum lýst því yfir að ekki verði um neinar hefndir að ræða. Við verðum allir að standa saman sem Laos- búar." Framkoma Phoumis er jafn hógvær og orð hans. Hann er hávaxinn en lotinn, og sagður þjást nokkuð af þung- lyndi. Til að sjá ætti hann vel heima í evrópskum háskóla- bæ, til dæmis sem prófessor í asískri heimspeki. Þó er hann einn af sex áhrifamestu kommúnistum Laos, og dvaldist um árabil í óbyggð- um þar sem hann þurfti oft að hafast við í hellum til að forðast loftárásir Bandaríkja- manna. Hann er ólíkur Souphanouvong prins, þekktasta leiðtoga Pathet Lao, að því leyti að hann er laus við allan hroka. Hann játar að Laos sé vanþróað land, en segir: „Við urðum seinna til en aðrar þjóðir" — og bætir þv! kurteislega við að öll aðstoð sé vel þegin, hvaðan sem hún komi. Hann kvaðst ekki bera neitt hatur til þeirra auðugu fjölskyldna, sem margfölduðu auð sinn í styrjöldinni. „Nú þegar friður er kominn á aukast viðskipta- tækifærin, og þær fá tæki- færi til að verða enn auð- ugri." And-kommúnistar í Vienti- ane virðast ánægðir með framkomu Pathet Lao. Þó óttast þeir að Norður-Viet- namar, sem enn hafa her- sveitir í Laos andstætt ákvæðum vopnahléssamn- ingsins, knýi kommúnista ! Laos til að taka upp harðari stefnu. Tveir æðstu leiðtogar Pathet Lao hafa enn ekki látið til sín taka, heldur halda þeir sig í gömlu aðalstöðvum miðstjórnarinnar uppi í fjöllum, en báðir eru sagðir mjög á bandi kommúnista- stjórnarinnar í Hanoi, höfuð- borg Norður-Vietnams. Enn sem komið er hefur þó vopnahléssamningurinn verkað betur í Laos en nokk- ur þorði að vona þegar hann var undirritaður. Vientiane er eina höfuðborgin í Indókína, sem er vænlegt að heim- sækja. Þegar ég fór þaðan var ég hættur að taka eftir Pathet Lao hópunum, sem voru á eftirlitsferðum framhjá hótelglugganum mínum. Smyrnateppin vinsælu komin aftur. Ekta Ryagarn, ready cut. ílöng og rúnn, ótrúlegt úrval. Hof, Þingholtsstræti 1. Skrifstofustarf óskast Óska eftir skrifstofustarfi hálfan daginn. Hef kvennaskólapróf og margra ára reynslu i alm. skrif- stofustörfum. Upplýsingar í sima 31395. Hálfir grísaskrokkar Nýslátraðir grisaskrokkar, skorið, hakkað og merkt eftir óskum kaup- anda. 488 kr. kg. Kjötmíðstöðin Laugalæk, sími 35020. Brotamálmar Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓTATÚN 27, Simi 25891. Hálfir nautaskrokkar úrvals nautakjöt í hálfum skrokk- um tilbúið í frystikistuna. 397 kr. kg-* . Kjötmiðstöðin * sími 35020. eNmRRCFRLDRR 7( RIRRHRÐ VÐRR Flugfreyjufélag íslands Fundur verður haldinn að Hagamel 4 22. október kl. 20.30. Fundarefni: Ymis mál. Stjórnin. GAFNALJOS m BEKKJARINS... \ \ Pað er langt síðan myndvarpan varð óhjókvæmileg við kennslu. Eftirtektin eykst, nemandinn skilur og man betur — þvílíkur munur að kenna með eða ón myndvörpu. Það er því óríðandi fyrir nemendur og kennara að nota bestu tegund. MODEL 299 fró 3M uppfyllir þær óskir: Hún blindar ekki. Myndir og teksti koma skýrt fram ó tjaldinu — sömuleiðis litir. Rykfrí „Fresnel" linsa. Minni hiti, en meira Ijós. Auðveld og örugg í notkun. ** Hljóðlaus. ■ Góð þjónusta ef eitthvað bregður útaf. Biðjið um sýningarheimsókn ón skuldbindingar, 3M-UMBOÐIÐ Á ISLANDI: G. ÞORSTEINSSON & JOHNSON H/F. ÁRMÚLA 1 — REYKJAVlK, SlMI (91)85533 SÖLUUMBOÐ OG ÞJÖNUSTA: FILMUR & VÉLAR S/F. SKOLAVORÐUSTIG 41, REYKJAVlK, SIMI (91)20235. ELDTRAUSTIR SKJALASKÁPAR 3ja og 4ra skúffu. SÆNSK GÆÐAVARA E. TH. MATHIESEN H.F. STRANDGÖTU 4, HAFNARFIRÐI SÍMI 51 91 S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.