Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22-. OKT0BER 1974 Sagnarandinn eftir ÓSKAR KJARTANSSON var að sækja peningana. Síðan batt Nonni aftur fyrir pokann og lét hann standa á gólfinu, eins og ekkert hefði í skorist. Var það hægt, af því að belgurinn var úr skinni. Síðan tók Nonni af sér skóna og læddist á sokkaleistunum út. Hann óttaðist mest, að hundarnir færu að gelta, en þeir létu ekki á sér bæra. Nonni hljóp beint yfir túnið, með skóna sína í höndunum, því að hann gaf sér ekki tóm til þess að setja þá á sig. Niður við ána beið Daði með Bleik. Þegar drengur- inn kom, steig Daði á bak og lét Nonna setjast fyrir framan sig. „Bleikur ber okkur báða“, sagði hann og hleypti hestinum af stað. Þeir félagar mæltu ekki orð frá munni, fyr en þeir voru komnir á bak við háls nokkurn, sem skyggði á bæinn að Bakka. En þá gátu þeir ekki setið lengur á sér. Þeir veltust um að hlæja, svo að hross eitt, sem lá þar úti í haganum og svaf, hrökk upp af værum blundi og leit stórum augum á þessa kátu félaga. Þegar þeir komu heim að Teigi, var fólkið enn vakandi, því að það var orðið hrætt um Nonna. Þegar þeir komu nú, Daði og Nonni, og sögðu frá öllu, varð heldur glatt á hjalla, eins og nærri má geta. Daði var á Teigi um nóttina, en snemma næsta morgun reið hann heim. Það er frá Gvendi að segja, að honum varð ekki svefnsamt um nóttina, því að hugsunin um andann í pokanum hélt fyrir honum vöku. Braut hann heilann um það, hvað hann ætti nú að spyrja sagnarandann um, og datt margt í hug, sem engum nema heimskingjum gæti látið sér til hugar koma. Eldsnemma löngu fyrir fótaferðatfma reis Gvend- ur úr rekkju, því að óþolinmæðin rak hann á fætur. Hélt hann, að andinn mundi nú vera útsofinn og gekk inn í baðstofu, þar sem hann fann pokann, eins og hann hafði skilið við hann síðast. Gvendur opnaði munninn og ætlaði að tala til andans, en hann lokaði honum þó strax aftur, án þess að segja orð, því að honum flaug í hug, að ekki væri nú víst, að andinn væri vaknaður. Og Gvendur mundi vel, hve höstugur andinn hafði verið í máli, þegar hann kvartaði um ónæði, og nú þorði hann ekki fyrir nokkurn mun að raska svefnró þessa nýja heimamanns síns. Gvendur sat því lengi og beið þess, að andinn vaknaði, en það leit úr fyrir, að hann væri morgun- svæfur í meira lagi. Heimilisfólkið var nú komið á fætur og farið til vinnu sinnar. Hélt þá Gvendur, að sér væri óhætt að ávarpa kunningja sinn í pokanum: „Ertu vaknaður, herra sagnarandi?“ spurði hann. Ekkert svar. Þessi andi var mesta svefnpurka, það var auðséð. Gvendur beið enn lengi, þangað til hann áræddi að ávarpa andann aftur. „Ertu vaknaður?“ Nei, hann var ekki vaknaður, því að ekkert svar kom. Gvendur beið enn drykklanga stund, þangað til hann spurði andann aftur, hvort hann væri vakn- aður, en andinn steinþagði. Loks fór að síga í Gvend, og þegar reiðin fór að ná tökum á honum, óx honum svo hugrekki, að hann einsetti sér að vekja svefn- ANNA FRÁ STÓRUBORG SAGA FRÁ SEXTÁNDU OLD eftir Jón Trausta í kyrrþey fyrir það, sem þú hefir gert — þó að það verði til þess, að menn viti, hvar þú dvelur. Þá verða fleiri þér til liðs en þú veizt nokkum tíma af. Því aS á endanum er það kœrleikurinn, sem sigrar heiminn.1‘ Hjalti hlýddi á þetta eins og hann heyrði ekki nokkurt orð af því. En hann heyrði það samt. Það beit sig meira að segja undarlega fast í huga hans. Hann hafði oft heyrt hana tala eitthvað líkt þessu, en aldrei með annarri eins ákefð, öðrum eins hita og í þetta skipti. „% ætla að segja þér ofurlitla sögu,“ mælti Anna og reyndi aftur að gera sig glaðlega. „Einu sinni var riddari. Hann var ákaflega mikill maður og hraustur. Hann hafði strengt þess heit að þjóna einum höfðingja, sem öllum væri meiri og engan hræddist. Hann flakkaði víða tun veröldina, og alltaf hitti hann einn öðrum meiri, svo að alltaf var haxm að hafa vistaskipti. Loks réðst hann hjá einum höfðingja, sem enginn maður hafði nokkurn tíma yfirunnið og ekki var við nokkurn mann hræddur. En eitt sinn sá hann þennan nýja húshónda signa sig. Riddarinn spurði, hvers vegna hann gerði það. Höfðinginn sagðist gera það til varnar gegn óvini sáln- anna. Ertu þá hræddur við hann? spurði riddarinn. Hans vald stenzt enginn mannlegur máttur, mælti höfðinginn. Þá vil ég honum þjóna, mælti riddarinn, og skildu þeir við það. Riddarinn reið þá út á þjóðveginn, til að leita uppi hinn nýja húsbónda sinn. Ekki hafði hann riðið lengi, áður riddari kom til hans og sagðist vera sá, sem hann leitaði að. Riddarinn lét sér það vel líka og réð sig þegar í þjónustu hans. Ekki höfðu þeir lengi farið, er þeir komu að vegamótum. Krosstré stóð á vegamótunum, og þegar kölski sér það, hrekkur hann úr vegi. Riddarinn spyr, hvers vegna hann geri þetta. Hvort hann sé hræddur við spýturnar þær ama. Ekki er ég það, segir kölski, en á svona krosstré var versti óvinur minn liflátinn. Ertu hræddur við þann óvin? spurði riddarinn. Ekki er ég það, mælti kölski, en ekki er mér um hann, og tennumar í honum glömruðu af skjálfta. Þá vil ég honum þjóna, mælti riddarinn og skildi þegar við kölska. Lengi fór hann um og spurði alla, sem hann hitti, hvemig hann mætti þjóna Kristi hinum krossfesta. Enginn gat sagt honum það, fyrr en hann hitti einsetumann langt frá mannabyggðum. Hann sagði honum, að hann skyldi setjast að við fljótið, sem rynni þar skammt frá, og bera fótgangandi menn yfir það. Með því þjónaði hann Kristi hinum krossfesta. Riddarinn gaf hest sinn og reiðtygi, brynju sína, sverð og burtstöng, .allt til guðsþakka, og byggði sér kofa frammi við fljótið. Hann bar gangandi menn yfir fljótið, og gerði það með því meiri ljúf- leik, sem þeir vora fátækari og vesalli, og hann fann, að það átti vel við krafta hans og hreysti að fást við strangt og ískalt fljótið. Aldrei tók hann nein laun fyrir starfa sinn og lifði af ölmusum góðra manna. Einn dag hafði hann borið óvenju marga menn yfir fljótið og var yfirkominn af þreytu. Veður var hið versta og fljótið í vexti. En þegar hann var lagztur til hvíldar, heyrir hann kallað til sín með veikri barns- rödd. Hann fer út, en sér engan. Fer því inn aftur og legg- ur sig til hvíldar, en þegar hann ætlar að fara að sofna, er mcÖtnorgunlKiffinu Ha — voru þetta tjald hælarnir? Það ykkar, sem át þvottakonuna fær ekki mat í kvöld. Enn sá ilmur — minnir mig á baðsaltið mitt heima. Ég segi það, Siggi, að að því kemur, að hinn furðulegi húmor þinn kemur þér í vandræði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.