Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 14
J 4. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1974 — Björn Olafsson fyrrverandi ráðherra -Minning Björn Ölafsson, fyrrverandi ráðherra og stórkaupmaður, var um langt skeið áhrifamikill forystumaður Sjálfstæðisflokks- ins. Hann var ótrauður baráttu- maður frjálsrar verzlunar á Is- landi í ræðu, riti og starfi, m.a. sem viðskiptaráðherra þótt við ýmsa erfiðleika væri þá að etja eins og bæði fyrr og síðar. Björn Ölafsson naut ekki Iangr- ar skólagöngu frekar en margir gáfaðir jafnaldrar hans, en hann gekk menntaveginn engu að síður í lífi sínu og varð ekki sízt virtur sem menntamálaráðherra. Björn Ólafsson var um langt skeið einn af aðaleigendum dag- blaðsins Vísis og skrifaði um ára- bil mikið í blaðið. Hann var afar ritfær, fslenzkumaður mikill, hafði fornsögur að bakhjarli og nútlmaleg viðhorf til nauðsynjar alþjóðlegra viðskipta og sam- vinnu. Um nokkurt árabil stóð tölu- verður styrr um Björn Ólafsson innan Sjálfstæðisflokksins. Hann var ekki viðmælandi allra við fyrstu kynni, þótti stundum þurr á manninn, jafnframt því, sem hann var ákveðinn í skoðunum. Við frekari kynni ávann Björn sér þó slíkt traust og virðingu að mikil eftirsjá þótti, þegar hann hætti afskiptum af stjórnmálum. Mér er sérstaklega minnisstætt, að Bjarni heitinn Benediktsson lét þau orð falla við mig eitt sinn, að fáa samstarfsmanna sinna í stjórnmálum virti hann meira en Björn Olafsson eftir samstarf þeirra í ríkisstjórn, en áður höfðu þessir flokksbræður og forystu- menn ekki ávallt átt samleið I stefnumótun og aðgerðum á stjórnmálasviðinu. Björn Olafsson var íþrótta- maður, höfðinglegur I framgöngu og setti svip á umhverfi sitt. Hann var sjálfum sér samkvæmur í lífi sínu og skilaði landi sínu slíku starfi, að lengi verður minnzt. Geir Hallgrfmsson. KYNNI mín af Birni Ólafssyni fyrrv. ráðherra hófust, þegar ég var á æskuárum, faðir minn og hann voru miklir vinir þótt aldursmunur væri talsverður. Björn Ólafsson var sjálfmennt- aður maður og lagði ungur að árum út í verzlunarrekstur og má telja hann í brautryðjendastarfi íslenzkrar verzlunar. Það leið ekki á löngu að eftir Birni yrði tekið, hugur hans spannaði vftt svið, hann starfaði að stofnun Ferðafélagsins, hann hafði mikinn áhuga á heilbrigðis- málum og var um tíma formaður Bálfararfélagsins og mikinn áhuga sýndi hann félagsmálum. Hann sat í bæjarstjórn Reykja- víkur, síðan á Alþingi og ráðherra var hann lfka. Af þessu má sjá, að hann var mjög til forustu fallinn og á hverju verki, sem hann tók, var það unnið af miklum myndar- skap. Um slfka menn stendur oftast nokkur styr. Hann var skoðana- fastur og fór stundum ótroðnar slóðir og sýndi þar kjark og skör- ungsskap. Hann var höfðingi hinn mesti og vammlausari maður hygg ég að sé vandfundinn. Konu sína, Ástu Pétursdóttur, missti hann fyrir allmörgum árum, og voru þau mjög samlynd og tregaði Björn hana mjög. Með Birni Ólafssyni er genginn einn af beztu sonum Islands. Hörður Þórðarson. Kveðja frá Ferðafélagi tslands. Sunnudaginn 27. nóvember 1927 var fundur haldinn í húsi Eimskipafélags tslands. Fundar- boðandi var Björn Ólafsson stór- kaupmaður. Á þessum fundi var Ferðafélag Islands stofnað og samþykkt lög fyrir það. Ekki fer á milli mála, að Björr Ólafsson var annar aðalhvata maður að stofnun Ferðafélagsins, þótt hann telji að Sveinn Björns- son fyrrverandi forseti ætti hug- myndina að félagsstofnuninni. Björn hafði ferðazt mikið um landið, og hann hafði mikla trú á gildi slíkra ferðalaga. Hann vildi kenna mönnum að ferðast, eink- um um óbyggðirnar, með op- in augu fyrir fegurð og tign landsins, gróðri þess og nátt- úrufari. En á þeim tímum var ekki jafnauðhlaupið að þesshátt- ar ferðalögum og nú og fróð- leik og leiðsögn um landið var raunar hvergi að fá í bókum. Þvf var það, að hann gekkst fyrir stofnun Ferðafélags Islands til þess „að vekja áhuga félags- manna á ferðalögum um landið, sérstaklega þá landshluta, sem lítt eru kunnir almenningi, en eru fagrir og sérkennileg- ir. Til þess gefur það út ferða- lýsingar um ýmsa staði, ger- ir uppdrætti og leiðarvísa" eins og segir í fyrstu lögum félagsins og mun hér koma fram skoðun Björns og ferðafélaga hans. Og f ræðu, sem hann hélt, þegar Ferðafélag Islands var 25 ára, sagði hann meðal annars: „Eg taldi þá og tel enn höfuð- nauðsyn að glæða áhuga æsku- lýðsins fyrir ferðalögum um landið, svo að hann geti kynnzt hinni fögru og stórbrotnu náttúru þess. Þetta land kann enginn að meta sem skyldi, fyrr en hann hefur séð það, og hin sterku áhrif náttúrunnar hafa mótazt f sál hans“. Björn Ólafsson var kosinn vara- forseti í fyrstu stjórn Ferðafélags- ins og sfðan forseti þess f 4 ár. Á þessum tíma mótaðist starfsemi félagsins og að þvf hefur það búið sfðan. Og þótt að Björn hætti þátt- töku í stjórn félagsins, þá fylgdist hann af áhuga með störfum þess og gengi og ævinlega átti félagið hauk í horni þar sem hann var. Um leið og við Ferðafélags- menn sendum aðstandendum Björn Ólafssonar innilegar samúðarkveðjur við fráfall hans, þökkum við honum giftusama leiðsögn á fyrstu árum félagsins, minnugir þess að lengi býr að fyrstu gerð. Gfsli Gestsson. Þorsteinn Kristinsson við Kristsmyndina, ásamt yngsta syni sfnum. Sýning á mósaík-myndum: Steinar frá Tasmaníu Á LAUGARDAG var opnuð sýn- ing á „grjótmyndum", en þær hef- ur Þorsteinn Kristinsson gert. Sýningin er í húsakynnum verzlunarinnar „Heimilið" að Sogavegi 188. Þorsteinn Kristinsson fluttist til Astralíu ásamt konu sinni, Ólöfu Óskarsdóttur, og sex börn- um þeirra árið 1969. Fjölskyldan er nú komin aftur hingað til lands. Þorsteinn settist að í Strathgordon, sem er á eynni Tasmaníu og starfaði þar við orkuver. Efnið í myndirnar fann hann í námunda við virkjunina, en þar er mikið um litríkar stein- tegundir. Myndir Þorsteins voru sýndar víðsvegar í Tasmaniu, og tók hann meðal annars þátt í „sam- keppnis-sýningu" þar sem Krists- mynd hans fékk fyrstu verðlaun. Var sú mynd síðan send víða til sýningar. Á sýningunni hér eru um fimmtán myndir. Sýningin verður opin á verzlunartíma fyrst um sinn. Islenzkur málari sýnir 1 Sviss Kári Eirfksson, listmálari, sýndi dagana 10. september til 5. október 26 olfumálverk f Galerie Atrium Artis í Genf f Sviss. Hlaut sýningin góða dóma. 28. september var 15 mfnútna þáttur f sjónvarpinu um Kára og tvo aðra listamenn, en það var f fyrsta skiptið, sem sjónvarpið gerði sýningu frá Atrium Artis svo hátt undir höfði. Blaðið Tribune de Geneve birti í syrpu með gagnrýni um sýningar í Genf umsögn um sýningu Kára, sem blaðið kallar „Lifandi litabletti": Kári Eiríks- son er íslenzkur, fæddur 1935 á Dýrafirði og hefur stundað nám í Reykjavík og síðan í listaskólan- um í Kaupmannahöfn og Flórens. Hann sýnir nú í fyrsta skipti fyrir almenning í Genf f Galerie Atri- um Artis í skiptum fyrir Pierre Vogel sem fór með nokkur verka sinna til sýningar á þessari fjar- lægu eyju. Kári Eiríksson sýnir olíumálverk, nafnlaus, abstrakt að gerð, lifandi litabletti, sum gerð af ábúðamiklum innblæstri, ef maður vill kalla það svo, önnur samansett af ströngum geometrískum formum. Enn önn- ur hafa til að bera þessa grásvörtu hraunbletti, sem fyrir skömmu gleyptu lítinn bæ á eyj- unni.“ Monique Priscille skrifar í blað- ið La Suisse 25. septemtíer um Karl Eiriksson: „Liturinn, sem sprautast úr túbunni, fer um léreftið og skilur eftir kynlega samtvinnun, er minnir á þornaða og harðnaða vafurjurt. Undir þessu flókna mynstri greinir mað- ur stórar borgir, heitar sólir og báta, f dálftið leiksýningar- kenndri skiptingu milli skugga og birtu. Kári Eiríksson er íslenzkur. Innblástur hefur hann fengið frá ættjörð sinni. Þaðan þessi eld- gosalogar, þetta stirðnaða hraun, þessi mosaskófir á steinum og vatnið að mæta eldinum. Hann notar dökka hreina liti. Agnirnar, sem breiðast yfir sjálft léreftið, gefa hugmynd um steingervinga. Þrjár myndir halda sérstaklega athyglinni. Þær sameina leit list- málarans: dökk form og lóðrétt á samfelldum glampandi lita- grunni. Áhrif svarts og heitra lita eru auðveld, en hér er byggingin falleg, túlkunin er þétt í sér. I öðrum myndum Kára Eiríkssonar finnst manni eins og hann hafi látið dragast út í hið auðvelda, sem hefur þá yfirhöndina yfir umhugsun og leit. Liturinn er stundum, vel að merkja, þurr og fráhrindandi. Hinn 25. september birtist önn- ur umsögn um Kára í blaðinu Tribune de Geneve, skrifuð af Dominique Bord í syrpu af um- sögnum. Þar segir: „Það lítur út fyrir, að það, sem Galerie Atrium Artis sýnir, beri nafnið „mál- verk“. Það er út af fyrir sig að hugsa sér, að það skuli hafa verið sjómenn á bátum, liggjandi við akkeri í íslenzkri höfn, sem hafa innblásið Kára Eiríkssyni svona drjúpandi abstaktlist, en að viður- kenna, að þessi tegund af verkum eigi heima við hlið mynda eftir Fautrier og Plattner á því minningarspjaldi, sem kallast list- rænt, það jarðar við hreina fjar- stæðu." Œuvres récentes du peintre Islandais eiriksson Du 10 septembre au 5 octobre 1974 GALERIE ATRIUM ARTIS Sýning Kára f Sviss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.