Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1974 5 Athugasemd við grein dr. Bjarna Jónssonar DR. Bjarni Jónsson yfirlæknir rit- ar grein í Morgunblaðið 14. sept. sl. í sambandi við auglýsingu á prófessorsembætti I barnasjúk- dómum og stöðu yfirlæknis á „Barnaspítala Hringsins“. Vegna fjarveru las ég ekki þessa grein fyrr en I dag. Þar segir: „Má geta þess hér, að Barnaspítali Hringsins er í raun barnadeild Landspltala og hefur ekki önnur tengsl við kvenfélagið Hringinn en þau, að þær konur afhentu Landspftala fé, sem þær höfðu safnað gegn því að barna- deildin yrði tengd nafni félags- ins.“ Þessi orð yfirlæknisins gætu valdið misskilningi og mætti skilja sem svo að aðalkappsmál Hringskvenna hefði verið að fá nafn þeirra tengt barnaspftalan- um, og sfðan ekki söguna meir. Nú þykist ég þess fullviss að dr. Bjarni vanmeti ekki á nokkurn hátt þátt Hringskvenna I þessu máli eða að þessi ummæli eigi á nokkurn hátt að kasta rýrð á þeirra framlag til barnaspítalans. Það er rétt meðfarið að félagið lagði fram fé er konurnar höfðu safnað til byggingar barnaspftala, þegar fyrirhugað var að stækka Landspftalann, því að álitið var að það gæti flýtt fyrir þvf nauðsynja- máli, að komið yrði þar upp barna deild. Hitt er alrangt að deildin hafi ekki önnur tengsl við Hring- inn en nafngiftina eina. Árið 1965 þegar barnaspítalinn tók til starfa höfðu Hringskonur Iagt fram 10 milljónir á móti framlagi ríkisins. Allt fram á þennan dag hefur barnaspítalinn verið okkar „óska- barn“ og reynt hefur verið eftir mætti að búa hann eins vel að nýjustu og beztu tækjum og lækn- ar deildarinnar hverju sinni hafa álitið að með þyrfti. Sama máli gegnir með „Geðdeild Barnaspft- ala Hringsins*' við Dalbraut. Auk tækjakaupa og húsbúnaðar hefur félagið séð deildunum fyrir þroskaleikföngum, svo og fært þeim börnum jólaglaðning sem þar þurfa að dvelja á jólunum ofl. Vegna hinna mörgu velunnara félags okkar, sem svo oft hafa lagt okkur lið og trúað okkur fyrir miklum fjármunum, vil ég að lok- um segja þetta: Við Hringskonur munum framvegis sem hingað til kappkosta að hlúa eins vel að okk- ar „óskabarni" og völ er á og vonum að tengslin muni aldrei rofna. Reykjavík 18. okt. 1974 Ragnheiður Einarsdóttir, formaður „Hringsins". (4, 6, 9, 12, 18 mm) Mótakrossviður plasthúðaður (12, 15, 18 mm) Combi-krossviður (greni, birki) (3, 4, 6/, 9, 12 mm) |SS|l Klapparstig 1 Skeifan 1 9 Símar 18430 — 85244 Einkaritaraskólinn Þessum nýstofnaða skóla er ætlað @ að þjálfa nemendur í a) almennum skrifstofu- störfum b) ensku c) íslenzku d) verzlunarmáli e) vélritun f) enskri og íslenzkri bréfritun g) notkun skrifstofuvéla h) bókfærslu i) hraðritun @ veita nýliðum starfsþjálfun og öryggi @ endurhæfa húsmæður til starfa á skrifstofum @ stuðla að meiri afköstum, hraðari afgreiðslu @ spara yfirmönnum vinnu við að kenna nýlið- um @ tryggja vinnuveitanda hæfari starfskrafta @ tryggja nemendum hærri laun, betri skilyrði @ spara námskostnað og erlendan gjaldeyri Nemendur velja sjálfir greinar sínar. Skólinn starfar í önnum, þannig, að hver nemandi geti með tímanum aflað sér fullra réttinda án þess að taka öll fög samtímis. Kennsla hefst 28. okt. með þjálfun í ensku samkvæmt Pitmanskerfi- inu. Skrifstofuþjálfun á laugardögum kl. 1—4 sídegis. Mímir, Brautarholt 4, sími 10004 kl. 1—7 e.h. Fleiri sólargeislar Lægra verð! Þrátt fyrir alþjóðlega verðbólgú hefur okkur tekist að lækka verðið á sólargeislanum frá Flórída. Fáið yður TROPICANA / fyrramálið. Það kostar minna en áður. SÓL HF. 88 - Handhljóðritari, léttur, lipur, öruggur. 85 - Minnistæki fyrir vasa, vönduð tegund. 95 - Minnistæki fyrir vasa, lúxustegund. 86 - Afritunartæki fyrir miníkasettur. PHILIPS sparió tíma 98 - Elektrónískur borðhljóðritari - jafnvigur til upptöku sem afspilunar (afritunar). Borðhljóðritari - hagkvæmur og hentugur, jafnt til upptöku sem afspilunar. 96 - PHILIPS-HLJÖÐRITUNARTÆKI. Hér kynnum viö nýju ,,línuna“ í hljóðritunartækjum frá PHILIPS. Þau létta starfið á hvaða vinnustað sem er. Kjarninn í kerfinu er nýja mínikasettan, sem gefur 30 mínútna greinilega upptöku (15 mínútur hvorum megin). Minna getur slíkt undratæki varla verið. Þessi PHILIPS-tæki tryggja örugga upptöku við öll hugsanleg tækifæri - við skrifborðið, í bíl eða flugvél, á eftirlitsferð um vinnustað, úti jafnt og inni - jafnvel á gangi um fjöll og firnindi, ef svo stendur á. philips kann tökin á tækninni heimilistæki sf Sætún 8- 15655 Hafnarstræti 3 - 20455

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.