Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1974 Hólmavík: „Rækjan er undirstaða alls” Rækjustrfðið svonefnda við Húnaflóa er nú f algleymingi og hafa hreppsnefndir Hóimavfkur, Kaldrananesshrepps og Höfða- hrepps sent frá sér ályktun um málið. Þá er von á ályktun frá hreppsnefndinni á Hvamms- tanga í dag. Ennfremur hefur rækjuvinnslustöðin á Blönduósi sent frá sér athugasemd vegna þess máls. Þvf miður er ekki hægt að birta ályktanirnar f heild f blaðinu f dag, en hér verða birtar nokkrar glefsur úr þeim. Álykt- anirnar verða hins vegar birtar f heild f blaðinu einhvern næstu daga. I samþykkt hreppsnefndar Höfðahrepps frá því sl. sunnudag segir m.a.:„Hreppsnefndin minnir á, að á Skagaströnd hefur átt sér stað um 200 millj. kr. f járfesting í rækjuiðnaðinum og 60—70 manns hafa af honum atvinnu og þýðing hans fyrir Skagaströnd því mjög mikill. Hreppsnefndin hvetur háttvirta ráðamenn þjóð- arinnar að horfa á mikilvægi at- vinnugreinarinnar fyrir þau byggðarlög er nú stunda hana og þá hættu, sem skapast ef ætti sér stað fjölgun báta og vinnslustöðva frá því sem nú er, en að mati hreppsnefndar Höfðahrepps má slíkt ekki gerast loksins þegar umrædd byggðarlög eru að ná því marki að geta veitt íbúum sínum langþráð atvinnuöryggi." Þá barst blaðinu í gær athuga- semd frá Særúnu h.f. á Blönduósi. Segir þar m.a.: „Við viðurkennum fyllilega rétt annarra byggðarlaga við Húnaflóa til þátttöku í rækju- veiðum, bæði þeirra, sem hafa stundað þær um lengri tima, eins og Hólmavíkur og Drangness og einnig hinna, sem aðeins hafa tek- ið þátt f veiðum og vinnslu 1!4—2 vertíðir, eins og Hvammstangi og Skagaströnd. Við krefjumst að- eins jafnréttis og eðlilegrar hlut- deildar í leyfðum afla, en neitum að viðurkenna, að önnur fyrir- tæki eða byggðarlög hafi einokun á rækjuveiðum og rækjuvinnslu." I ályktun hreppsnefndar Kaldrananesshrepps segir t.d.: „Málið er í eðli sínu einfalt, hagnýtingu rækjunnar f Húnaf lóa má líkja við landnám. Þeir sem fyrstir námu landið í þessu til- felli, bjargvana útkjálkamenn beggja vegna Húnaflóa, hljóta í það minnsta að eiga til þess allan siðferðilegan rétt, að fá að búa í friði að því, sem þeir hafa byggt upp og skipulagt á undanförnum árum, þegar sannarlega er ekki landrými fyrir fleiri. Kauptúnin Drangsnes og Hólmavík eiga sem áður segir, alla sína afkomu undir rækjunni. Verði teljandi röskun á þessum atvinnuvegi, eins og mál- in standa í dag, má öfgalaust telja, að forsendu fyrir áfram- haldandi byggð á téðum kauptún- um séu brostnar." Þá er hér loks brot úr ályktun hreppsnefndar Hólmavíkur: „Bendir hreppsnefndin á, að rækjuveiðar hafa verið undir- staða atvinnulífs á Hólmavík og Drangsnesi allt frá árinu 1965. Hefur öll fjárfesting í sjávarút- vegi, sem er svo til eini atvinnu- vegurinn á stöðum þessum, miðast við veiðar þessar. Nú liggur fyrir álit fiskifræðinga, að sóknin í rækjustofninn í Húna- flóa er í hámarki." Blönduós: „Krefjumst aðeins jafnréttis” t gær millilenti á Reykjavfkurflugvelli gömul orustuflugvél sem brezki sjóherinn notaði I lok strfðsáranna. Þessi vél fór til Amerfku fyrir nokkrum mánuðum og var á heimleið aftur f gær. Það var einn af gamla laginu sem orustuvélin hitti á vellinum eins og sjá má þar sem gamli Ford er að kippa vélinni inn á stæðið. Eldð á gangandi á Grindavík- urveginum Grindavík, mánudag. UNGUR piltur frá Keflavík varð fyrir bíl hér utan við bæinn að- faranótt sunnudagsins og hlaut veruleg meiðsli. Var hann meðal allmargra ungmenna sem vega- laus voru er dansleik lauk hér. Unglingarnir lögðu af stað gang- andi í þeirri von að fá bílfar. Skyggni var mjög slæmt og ísing mikil á veginum. Pilturinn, sem er um tvítugt, varð fyrir bíl og hlaut nokkurn höfuðáverka og slæmt fótbrot og kvartaði um þrautir I síðu. Hann var fluttur I sjúkrahúsið i Kefla- vík. Þetta slys varð um klukkan 2.45. Nokkru áður hafði bfll farið út af veginum, en stúlka sem hon- um ók og var ein f bílnum slapp, meiddlst ekki. pyj, Útför Þorsteins á Vatnsleysu Skálholti 21. okt. EFTIR úlfgráa rigningarviku birtust Biskupstungur í allri sinni fegurð og tign, í stafalogni var íslenzki fáninn í hálfa stöng á hverjum bæ í virðingar- og þakk- lætisskyni við látinn heiðurs- bónda, Þorstein Sigurðsson á Vatnsleysu, sem borinn var til moldar f Torfastaðakirkjugarði s.l. laugardag að viðstöddu einu mesta fjölmenni, sem sést hefur austan fjalls. Kveðjuathöfn var f Skálholtskirkju og flutti séra Guðmundur Öli Ólafsson sóknar- prestur minningarræðuna og jarðsöng. Félagar úr karlakórn- um Fóstbræður sungu. Ein- söngvari var Kristinn Hallsson, en orgelleikari Sigurður ísólfs- son. Heyra mátti m.a. lofsönginn Blessuð sértu sveitin mín. Ur kirkju báru kistuna forystu- og starfsmenn búnaðarsamtakanna. A Torfastöðum báru kistuna sveitungar og sfðasta spölinn ættingjar. Þar sungu og sveit- ungar m.a. sigursönginn Dauðinn dó, en lifið lifir, en orgelleikari var Sigurður Erlendsson. Að at- höfn lokinni bauð Ágústa Jóns- dóttir, eiginkona hins látna, og fjölskylda hennar fólki að þiggja veitingar í félagsheimilinu að Aratungu. Björn. HAFA SELT FYRIR 893 MELLJ. KRÓNA ISLENZKU sfldveiðiskipin f Norðursjó seldu alls 43 sinnum f Hirtshals og Skagen f sfðustu viku. Alls seldu skipin 2.746 lest- ir fyrir 99.7 millj. kr. og meðal- verðið sem fékkst f vikunni var kr. 36.60. Frá því að sfldveiðarnar hófust í vor og fram í lok síðustu viku höfðu skipin aflað samtals 31.611 lestir, sem selst hafa fyrir 893.3 millj. kr. og meðalverð fyrir hvert kg er kr. 28.26. Á sama tfma í fyrra höfðu skipin aflað 37 þús. lestir fyrir alls 91Ö.4 millj. kr. og Framhald á bls. 39 290 millj. kr. í innstæðu- lausum ávísunum á árinu Að kvöldi hins 18. þ.m. fór fram skyndikönnun innstæðulausra tékka á vegum Seðlabanka Is- lands. Könnunin náði til innláns- stofnana f Reykjavfk, Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavfk og Selfossi. Fram komu ails 994 tékkar án fullnægjandi innstæðu að fjár- hæð samtals 29.827.000,00, sem reyndist vera 1,34% af veltu föstudagsins í tékkum hjá ávísanaskiptadeild Seðlabankans, en hún var nánar tilíekið 2.224 milljónir króna. Ofangreint hlut- fall er löluvert fyrir ofan meðal- lag miðað við fyrri kannanir. Frá síðastliðnum áramótum hafa tékkainnheimtu Seðla- bankans borizt um 14.500 inn- stæðulausir tékkar samtals að f járhæð um 260 millj. króna, og er þá síðasta skyndikönnun ekki meðtalin. 1 fréttatilkynningu frá Seðla- banka Islands í gær um málið segir: „Af ofangreindum tölum og úrvinnslu þeirra má ráða, að hluta tékkamisfelisins megi rekja til kæruleysis reikningshafa f meðferð tékka, og á það við lægri fjárhæðir. Meginhluti heildar- fjárhæðar og stærri fjárhæðir tékka stafar af engu öðru en beinni misnotkun." Víðtækt samstarf vegna alþjóð- legs kvennaárs I Rætt við Cuðnýíu weigadóttur i MBL. sneri sér f gær til Guðnýjar Helgadóttur, formanns Kvenrétt- indafélags tslands og innti hana fregna af fyrirhuguðu vetrar- starfi félagsins, og þá sérstaklega með tilliti til þess, að Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst árið 1975 al- þjóðlegt kvennaár: — Vetrarstarfsemi Kvenrétt- indafélagsins mun mótast að verulegu leyti af hinu fyrir- hugaða kvennaári og á fyrsta vetrarfundi félagsins verður meðal annars rætt um þetta, en fundurinn verður á þriðjudaginn í næstu viku. Það var í febrúarmánuði sl. að kvennaárið bar fyrst á góma hjá félaginu, og voru þá þrjár konur skipaðar í nefnd til að gera til- lögur um með hvaða hætti félagið gæti staðið að aðgerðum vegna þessa alþjóðlega kvennaárs. Sfðar kom í ljós, að ýmis samtök önnur voru ýmist búin að skipa nefndir til að fjalla um sama mál eða bjuggust til að gera það, og var þá ákveðið að hafa samvinnu um að minnast ársins. — Hvaða samtök er hér um að ræða? — Það eru, auk Kvennréttinda- félagsins, Kvenfélagasamband ís- lands, Kvenstúdentafélag Islands, Félag háskólakvenna, Félag Sam- einuðu þjóðanna á Islandi, og loks Rauðsokkahreyfingin, sem frétt hafði af samstarfi þessu og óskaði eftir þátttöku f því. Síðan þetta samstarf hófst hafa nefndirnar allar starfað saman, en ég vænti þess, að sérstök fram- kvæmdanefnd með fulltrúum allra þessara aðila verði skipuð á næstunni, þar sem fjölmennar nefndir eru sjaldnast mjög atkvæðamiklar. Framhald á bls. 39 Kosningar í Háskólanum í kvöld I KVÖLD fara fram kosn- ingar til 1. desembernefnd- VERÐANDI: Þjóðsagan og veruleikinn HegOun VerOandi fyrir þessar 1. des.-kosningar er með eindæmum. Pélagið hefur fengið því fraingengt, að kosninga- reglugerð er túlkuð eins þröngt og unnt er. Það hefur gefið út grænan snepil, þar sem ráðizt er með avíviröingum gegn Vöku og framboöi hennar. Þá hefur Þjóðviljinn farið ham- förum gegn Vöku og Hrafni Gunnlaugssyni. Astæöan er sú, að Verðandi hefur loks ákveðið að kasta grímunni og kernur nú fram seri. strangtrúuð kommaklíka. Eínhvern grun hafa þó Veröandimenn um, að stúdentar séu ekki allir reiöubúnir til aö sitja undir útleggingum 19. aldar spekinga á sögunni, þrætubókarlist og efnishyggju Hegels, Marxs og sporgöngun.anna þeirra, seri. herrnd or upp á Islandssöguna. Vel er viö hæfi að fá skáld frernur en sagnfræðing til að ræða þetta efni þeirra, þjóðsöguna og veruleikann, og mun þjóösagan vafalau:;t .ikipa þar æöri sess. Nú bíða menn eftirvæntingarfullir eftir aö heyra, i.vort landnám Islands hafi verið þáttur í heimavaldustofnu írskra munkreglna, hvort siðskiptin hafi veriö fjárn.ögnuO af dönsku kaupmanna- valdi, hvort "jvik" Jóns Sigurössonar í fjárkláöamálinu hafi veriö rurinin undan rifjum daruka dýralæknaauðvalds- ins, hvort ekki beri á einiivorn hátt aö bæta sauðkindinni 11 alda arðrán íslenzkrar stór r>xridastéttar. En þeim stúdentum, sem ekki hafa mikinn áhuga á vanga- veltum af þessu tagi, er bent á# aö Vaka býöur nú fram undir kjöroröinu TJáNINGARFRELSl OG SKOÐANAMYNDUN og Hrafn Gunn- laugsson rithöfund sem rujöumann dagsins. Kosiö veröur á stúdentafuridi þriöjudagínn 22. okt. kl. 20. Húsinu veröur lokaö kl. 21.19-2100, og hofnt þá kosning. Listi Vöku er A - listi. VAKA ^A /WyLLVSTEINM marxismavs eða X-A 2 Hér er sýnishorn af einu veggspjaldanna, sem setja svip sinn kosningabaráttuna 1 Háskólanum. ar í Háskóla íslands. Fyrsta desembernefnd sér um hátíðarhöld og útvarps- dagskrá á fullveldisdaginn 1. desember. Tveir listar eru í kjöri A-listi Vöku og B-listi Verðandi. Kosinga- réttur er takmarkaður við þá, sem mæta á almennum stúdentafundi í kvöld, sem hefst kl. 20. Fundarsalnum verður lokað kl. 21.30, þeir, sem mæta síðar, geta ekki neytt atkvæðisréttar síns. A-listi Vöku leggur til, að fullveldisdagurinn verði að þessu sinni helgaður um- ræðum um skoðanamynd- un og tjáningarfrelsi. Til- laga Vöku er sú, að Hrafn Gunnlaugsson, rithöfund- ur, verði aðalræðumaður dagsins og Markús Möller, stærðfræðinemi, flytji ræðu af hálfu stúdenta. B-listi Veröandi leggur hins vegar til, að fullveldisdagurinn verði helgaður umræðum um Is- land — þjóðsöguna og veruleik- ann og Þorsteinn frá Hamri verði aðalræðumaður dagsins. Kosning til 1. desembernefndar fer fram á almennum stúdenta- fundi á Hótel Sögu. Fundurinn hefst kl. 20, en húsinu verður lokað kl. 21.30. Efsti maður á A- lista Vöku er Berglind Ásgeirs- dóttir, en efsti maður á B-lista Verðandi er Gylfi Páll Hersir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.