Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 8. SlÐUR MnaMHBnBBBHBHnnBMaNonir'^ .yem*. tiimiMM ragwa—>■——a—■ I AF | GEFNU TIL- EFNI Leyfist undirrituðum að bera fram eftirfarandi spurningu til Ellerts B. Schram, formanns K.S.Í., af gefnu tilefni: Var Bjarni Felixson fararstjóri KSÍ í landsliðs- ferðinni til Danmerkur og Austur-Þýzkalands, eða var hann ef til vill fréttamaður Sjónvarpsins, svo sem halda mætti eftir að Bjarni hefur fjallað um annan þennan landsleik f sjónvarpinu? Hafi Bjarni verið fararstjóri í ferð þessari, mun gjaldkeri KSt, Friðjón Friðjónsson, sjálfsagt harma misnotkun þá er þarna hefur átt sér stað, og stendur honum Morgunblaðið opið til þess að koma túlkun sinni á málinu á framfæri, *’v ' • - ■ MMWMBMWOTMtlKffUaHB— FH í aðra umferð STÓRLEIKUR Geirs Hallsteins- sonar fleytti FH-insum f aðra um- ferð f Evrópubikarkeppninni f handknattleik, en úrslit f leik FH og SAAB, sem leikinn var f Laugardalshöllinni á laugardag- inn var 16:14 fyrir FH. Naumari gat sigurinn þvf ekki verið. Sam- anlögð markatala úr leikjunum tveimur 37:36 fyrir FH. En það var heldur ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur. Sænsk- ur handknattleikur hefur lengst af veríð sá bezti á Norðurlöndun- um, og sænsk lið jafnframt þau Norðurlandalið, sem lengst hafa náð að jafnaði f Evrópubikar- keppninni. Erfiður hjalli er þvf að baki hjá FH-ingunum, og verði liðið ekki sérlega óheppið, þcgar dregið verður f annarri umferð, þá á það að eiga góða möguleika á að komast lengra. Það var auðséð á leiknum á laugardaginn, að mikið var í húfi og að engum ofsögum hafði verið sagt af hörkunni f leik liðanna f Svíþjóð. Þarna var leikinn hand- knattleikur af grófustu gerð, og verður að segja eins og er, að þar átti sænska liðið algjörlega frum- kvæðið. Sænsku blöðinn sögðu eftir hinn nauma sigur SAAB í leiknum i Svfþjóð, að þeirra lið hefði verið „rotað út úr Evrópu- keppninni," en við það má bæta, að það hafi sannarlega kunnað að berja frá sér á móti. Svíarnir léku leikinn á laugar- daginn án tveggja beztu manna sinna, Björns „risa“ Andersson, sem verður frá keppni vegna meiðsla fram í desember, og E3fström, sem handarbrotnaði í leik SAAB og Hellas í sænsku 1. deildar keppninni helgina áður. Þeim leik tapaði SAAB 17:12, enda augljóst að Hellas liðið er miklu betra um þessar mundir. En FH-inga vantaði einnig tvo menn. Ólafur Einarsson var sem kunnugt er dæmdur í keppnis- bann eftir leikinn í Svíþjóð, og í leiknum á laugardaginn kom strax í ljós, að Gunnar Einarsson mundi ekki geta leikið. Hann sneri sig á æfingu daginn fyrir leikinn, og var það aðeins tilraun hjá þjálfara FH-inganna, Birgi Björnssyni, að láta hann byrja í leiknum. En draghaltur var Gunnar ekki mikils virði fyrir FH-ingana og var honum fljótlega kippt útaf. Að sögn munu meiðsli Gunnars þó ekki vera alvarlegs eðlis og standa vonir til að hann geti leikið í landsleikjaferð þeirri sem fslenzka landsliðið heldur nú í. Slakur leikur Það væru hreinustu öfugmæli að segja að meistarabragur hafi verið á leik FH og SAAB á laugar- daginn. I heild var leikurinn ákaf- lega slakur og stundum næsta leiðinlegur á að horfa. Leikmenn beggja liðanna gerðu sig seka um klaufalegar vitleysur og hefur þar sennilega valdið bæði æfinga- leysi hjá liðunum og svo tauga- spenna, sem var gífurlega mikil hjá báðum aðilum. SAAB-liðið er greinilega mjög vant þvi að leika á útivelli, og lék það lengst af skynsamlega, reyndi að halda knettinum eins mikið og því var mögulega unnt, og skjóta ekki fyrr en sæmileg færi gáfust. Hnoðaði það mikið inn í vörn FH- inga, enda greinilega næsta fátækt af langskyttum. Bauð þetta upp á mikið brölt og átök, sem stundum urðu í grófasta lagi. Þann góða handknattleik sem sást í þessum leik sýndu FH- ingar, og maðurinn á bak við allt spil liðsins var Geir Hallsteinsson. Furðaði marga á þvf, að Svíarnir skyldu ekki freista þess að taka hann úr umferð, sem sennilega hefði verið eina ráðið til þess að stöðva hann. Geir segist sjálfur ekki vera kominn f nógu góða æfingu, en samt sem áður var hann inná allan leikinn, og var engin þreytumerki á honum að sjá. Þvert á móti virtist hann magnast f seinni hálfleik, og þá sýndi hann a.m.k. tvívegis svo glæsileg markskot, að sjaldan hef- ur annað eins sézt f Laugardals- höllinni. Hann skaut utan frá punktalínu svo föstum skotum, að varla var hægt að eygja knöttinn fyrr en hann söng í marki Sví- anna. Auk þess er svo tækni Geirs með knöttinn áberandi betri en hjá flestum öðrum íslenzk- um handknattleiksmönnum, en stundum virtust félagar Geirs í FH tæplega fylgjast með þvf hvað hann var að gera, og leikbrögð hans nýttust þess vegna ekki sem skyldi. Enginn virtist taugaspenntari í leik þessum en Viðar Símonarson, enda hefur Viðar sennilega sjald- an gert eins margar villur í leik. Hvað eftir annað reyndi hann að skjóta úr harla vonlitlum færum, og skot hans voru einnig óvenju- leg, laus og óörugg, einkum í fyrri hálfleik. Víðar náði sér svo á strik þegar á leikinn leið og skoraði þá falleg mörk, auk þess sem hann skilaði knettinum sérstaklega vel frá sér til samherjanna. Mestu munaði í þessum leik um markvörzlu liðanna. Hans Jons- son f sænska markinu var bezti maður liðs síns og varði hvað eftir annað sérlega vel. Hins vegar er Jonsson greinilega mjög skapstór, og þegar halla tók undan fæti hjá SAAB-Iiðinu lét hann það fara afskaplega í taugarnar á sér og varði eftirleiðis ekki eins vel. Hjalti Einarsson var í FH-mark inu. Til að byrja með varði hann nokkuð vel, en sfðan virtist hann „detta úr stuði“ og fékk á sig ódýr mörk. En á sfðustu sekúndum leiksins tókst honum að bæta fyr- ir þessi mðrk með þvf að verja, er Svíarnir náðu hraðaupphlaupi og tryggði hann þar með tveggja marka sigur FH — það sem þurfti til þess að komast áfram. Reyndar hefði FH komizt í aðra umferð þótt markamunurinn hefði orðið aðeins eitt mark, þar sem þá hefði gilt reglan um fleiri mörk á úti- velli. Mikil stemmning var í Laugar- dalshöllinni á meðan á leiknum stóð og fögnuður í leikslok ólýsan- legur. — Þetta er sannarlega heimavöllur, varð einum sænska leikmanninum að orði eftir leik- inn, og bætti því við, að áhorfend- ur hefðu verið mjög erfiðir fyrir SAAB-leikmennina í þessum leik. — Þeir öskruðu stöðugt á okkur og höfðu mjög truflandi áhrif með klappi sínu og stappi, sagði hann. Norskir dómarar dæmdu þenn- an leik. Hlutverk þeirra var ekki öfundsvert, en þeir sluppu þó nokkuð vel frá því. Að mátti finna, hversu þeir létu leikmenn SAAB komast upp með mikið og stöðugt röfl. Einnig fannst manni furðulegt, að þeir skyldu ekki vfsa beinustu leið útaf þeim leik- manni SAAB-liðsins, sem barði Framhald á bls. 23 Geir Hallsteinsson — Það var meiri spenna f þessum leik en leiknum í Svf- þjóð á dögunum, sagði Geir Hallsteinsson eftir leikinn á laugardaginn, þar sem hann sannarlega sýndi sfna gömlu, góðu takta, og var tvfmæla- laust maðurinn sem fleytti FH-ingum yfir hjallann. — Markvörðurinn þeirra var okkur mjög erfiður f þessum leik, bjargaði oft mjög vel, og auðvitað hafði það meira en Iftið fyrir okkur að segja, að missa Gunnar Einarsson úr liðinu. — Ég á töluvert eftir til þess að komast f mitt bezta form, sagði Geir, og bætti þvf við að hann væri æfingalftill, hefði verið frá æfingum f röska fjóra mánuði vegna veikinda, sem hann kvaðst nú vonast eftir að hann væri að yfirstfga, þannig að hann gæti einbeitt sér betur að æfingum. — Þetta var mjög erfiður leikur fyrir mig, sagði Geir, — þar sem ég varð að vera inná allan leik- inn. Geir kvaðst sannfærður um að FH-ingar ættu eftir að komast lengra f keppninni að þessu sinni. — Við eigum að geta gert miklu meira en við höfum sýnt að undanförnu, sagði hann. Birgir Björnsson — Ég er ekki ánægður með leikinn, en hins vegar mjög ánægður með sigurinn, sagði Birgir Björnsson, eftir leikinn á laugardaginn. — Þetta var svipaður leikur og úti f Svf- þjóð, a.m.k. hvað hörkunni við- kom, — munurinn var bara sá, að þessi Ieikur var langtum betur dæmdur. Birgir sagði að miklu hefði munað fyrir FH-liðið að þeir bræður Gunnar og Ölafur gátu ekki leikið þennan leik með liðinu. — þegar þeir koma inn f liðið aftur er ég viss um að við eigum eftir að gera betur f næsta Evrópubikarleik, hvaða liði svo sem við mætum, en Birgir sagðist ekki hafa eitt lið frekar öðru á óskalistanum yfir næsta mótherja f keppn- inni. LIÐ FH: Hjalti Einarsson 1, Geir Hallsteinsson 4, Sæmundur Stefánsson 2, Gils Stefánsson 3, Jón Gestur Viggósson 2, örn Sigurðsson 2, Viðar Sfmonarson 2, Þórarinn Ragnarsson 2, Gunnar Einarsson 1, Erling Kristensen 1. LIÐ SAAB: Hans Jonsson 4, Greger Larsson 2, Jan Jonsson 3, Jan Aake Fredrikson 2, Per-Ove Anderson 2, Klas Lagerström 1, Bo Lennart Persson 3, Kent Gustavsson 2, Lars Jonsson 2, Rolf Jonsson 1, Mikael Nystrand 1, Mats Sjöberg 1. Geir Hallsteinsson sýndi enneinu sinni hversu mikill afburðarmaður hann er f handknattleik á laugardaginn. Það var hann sem átti mestan heiðurinn af þvf að FH komst f aðra umferð Evrópubikarkeppninnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.