Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTOBER 1974 31 fluttur frá Svartsengi að Nesja- völlum, þar sem í vetur verða gerðar tilraunir fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Þá verður haldið áfram jarðeðlisfræðilegum rann- sóknum á Henglinum. Gerðar hafa verið tillögur um boranir f Henglinum næsta sumar, sunnar og vestar en Nesjavellir. Hengill- inn er eitt af þeim háhitasvæðum, sem gefur hátt hitastig og er því hagkvæmt til raforkuvinnslu. Margt þykir benda til þess, að heitasti hluti háhitasvæðisins f Henglinum sé nokkru sunnar og vestar eru Nesjavellir. Verður þetta rannsakað með raforku- vinnslu í huga, en afgangsvatnið frá henni mætti hugsanlega nýta til hitaveitu. — Þá var byrjað á rannsóknum f Torfajökulssvæðinu f haust, en það er stærsta háhitasvæði lands- ins. Landsvirkjun hefur látið í ljós áhuga á virkjunarmöguleik- um þar. Þarna yrði að sjálfsögðu fyrst og fremst um raforku- vinnslu að ræða, en hún á sjálf- sagt enn nokkuð langt í land, sagði orkumálstjóri. — Við Kröflu er verið að bora tvær rannsóknaholur og er önnur búin að gefur góðar vonir, eins og sagt hefur verið frá. Og á Reyk- hólum boruðum við í sumar fyrir þörungavinnsluna. Er lokið bor- unum þarna, og verið að leggja varmaveitu til þörungavinnslunn- Felaqslíf □ EDDA 597410227 — 1 □ EDDA 597410227 = 2 I.O.O.F. Rb. 1 — 12410228'/! — Spk. I.O.O.F. 8 » 1 5510238 = Rkv. Fíladetfía Almennur biblíulestur í kvöld kl. 8.30. Ræðumaður Einar Gislason. Keflavík Kristniboðsfélagið í Keflavík held- ur fund þriðjudaginn 22. október kl. 20.30 i Kirkjulundi. Reidar G. Albertsson sér um efni fundarins. Allir eru velkomnir. Kvenfélag Neskirkju Aðalfundur félagsins verður hald- inn í kvöld kl. 20,30 i félags- heimilinu. Mætið vel. Stjórnin. K.F.U.K., Reykjavík Basarnefndin sér um fundinn í kvöld, sem hefst kl. 20.30. Allar konur velkomnar. Stjórnin. Grensássókn Biblian svarar. Leshringur i kvöld i safnaðarheimilinu kl. 9. Sóknarprestur. Handavinnukvöldin hefjast í kvöld 22.10 kl. 20—22. Leðurvinnan á fimmtudaginn 24.10 kl. 20—22. Farfuglar. Stofnfundur kvennadeildar Sálarrannsóknarfélags (slands verður haldinn miðvikudag- inn 23. október kl. 5:30 i Garða- stræti 8. Áhugasamar félagskonui velkomnar. Kvenfélagið Heimaey Munið fundinn í Domus Medica, þriðjudaginn 22. okt. kl. 8.30. Stjórnin. ar. Nýlega var borað fyrir Húsa- víkurkaupstað á Hveravöllum með góðum árangri og hafa Hús- víkingar nú meira vatn er þeir þurfa. Og fleiri jarðhitarannsókn- ir eru f gangi. I Þorlákshöfn eru fyrirhugaðar boranir vegna hita- veitu á næstunni fyrir sveitar- félagið þar, á grundvelli rann- sókna, sem þar hafa farið fram. Og á Leirá eru f gangi rannsóknir fyrir Akraneskaupstað. Horfur virðast nokkuð góðar, og komið hefur til orða að bora þar með gufubor, en það er ekki ákveðið. Jakob Björnsson sagði, að Orku- stofnun væri með fjölmörg slfk borungarverkefni fyrir sveitar- félögin. Orkusjóður veitir til þeirra lán og er mikil ásókn í þau nú. Áhugi á hitaveitum hefur far- ið mjög vaxandi vegna orku- kreppunnar. — En þar höfum við lent í erfiðleikum vegna skorts á borum, þ.e. minni borum en gufu- bor, svo erfitt er að fullhægja beiðnum sveitarfélaganna, sagði Jakob. — Við erum að kaupa nýj- an bor til almennra jarðhitabor- ana til að standa betur að vígi með að veita þjónustu þeim, sem vilja koma upp hitaveitu. Kemur sá bor væntanlega með vorinu. Eins þarf að fá annan gufubor vegna Kröflu, en hingað til hefur aðeins verið til einn gufubor, sem er sameign ríkis og Reykjavfkur- borgar og hefur mikið verið nýtt- ur af Reykjavik. Við erum að reyna að fá annan, en mikil ásókn er f þá vegna olíukreppunnar. Við viljum líka fá bor, sem getur bor- að dýpra en sá, sem við eigum, helzt a.m.k. 3500 metra. Núver- andi gufubor borar 1800—2000 m. Vegna raforkuvinnslu úr jarðhita á háhitasvæðunum þurfum við hátt hitastig og við höfum grun um, að fá megi meiri jarðhita og heitari, ef við borum dýpra. Ekki er síður mikilvægt að geta borað dýpra en nú er unnt á sumum lághitasvæðunum. Með því móti kann að vera unnt að vinna meiri varma úr þeim. Það getur haft mikla þýðingu fyrir ýmsar hugs- anlegar hitaveitur, og raunar einnig fyrir sumar þeirra, sem nú starfa en þurfa á auknu vatns- magni að halda. Vitað er að þegar kemur á mjög mikið dýpi, veróur bergið vatnsþétt. Ur slíku bergi f náttúrulegu ástandi verður jaró- varmi ekki unninn þótt hitastig þess sé hátt. En þar ofan við er bergið vatnsgengt og úr þvf má vinna varma. Við þurfum að vita hve djúpt þetta vatnsgenga berg er, en engin leið er að ganga úr skugga um það nema bora hæfi- lega djúpt. Það er því mjög mikilvægt að fá nýjan og stærri bor, því næg eru verkefnin. Þarna fellum við talið í þetta sinn, en höldum áfram f næstu grein og verður þá fjallað um rannsóknir á vatnsafli til raforku- vinnslu. — E. Pá. IGNIS Kostaboð! Um leið og þeir sem kaupa IGNIS frystíkistu, ffyrir 10. november fó ókeviis dilka skrokk niðursneiddan og tilbúinn í kistuna. IGNIS Frystikista Hæð cm Breidd cm. Dýpt cm Frystiafköst 145 lítr 85,2 60 60 15,4 kg/ 24 klst. kr: 40,305 — 190 lítr 85,2 83 60 20.9 kg/ 24 klst. kr: 46.210 — 285 lítr 91.2 98 64,5 37. kg/ 24 klst. kr: 57.920.— 385 lítr 91.2 124 64,5 37 kg/ 24 klst kr: 63.750.— RAFTORG HR * RAFIÐJAN HF v/AUSTURVOLL • RV(K • SlMt 26660 VESTURGOTU11 • RVÍK • S(Mt19294 I Fallegur og nytsamur hlutur, öskubakki eða veggplatti 2 Vandaðar umbúðir, sem jafnframt eru póstkort •W' Wixvnmm.uy j . til vina og kun innan lands<se Einn.tveirog þrír kostir að minnsta kosti við þennan smekklega bakka, minjagrip Þjóðhátíðarnefndar 1974. Fast í minjagripaverslunum um ailt iand.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.