Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1974 íslandsmótið í körfuknattleik: Hver sigrar — hver fellur? MENN EKKI Á EITT SÁTTIR FREKAR EN FYRRI DAGINN 1. deildar keppni tslandsmótsins I körfuknattleik hófst um helg- ina. Þar með hðfst að margra áliti mest spennandi körfuknattleiks- keppni, sem fram hefur farið hérlendis, og vissulega er ekki fjarri sanni að ætla, að keppnin f vetur verði skemmtileg og jöfn. Mótið f fyrra var einstaklega jafnt, fyrir tvo sfðustu leikina f mótinu áttu f jögur lið möguleika á að sigra, og svo fór, að úrslitaleik þurfti um Islandsmeistaratitilinn milli KR og Ármanns. Sá leikur var f framhaldi af spennunni, sem áður hafði verið f mótinu, og réðust úrslitin ekki fyrr en að leiktfma loknum. — Talsverðar manna- breytingar hafa átt sér stað milli liðanna sfðan f fyrra, og er óhætt að fullyrða, að þær breytingar gera keppnina á botninum spenn- andi. HSK, sem undanfarin ár hefur verið neðarlega án þess þó að falla, hefur farið verst út úr þessu. Þeir hafa misst tvo af sfnum bestu mönnum, þá Þröst Guðmundsson og Ólaf Jóhannesson. Breiddin hefur aldrei verið mikil f þvf liði, en f uppbót fyrir þessa leikmenn hefur liðið fengið I sfnar raðir Stefán Hallgrfmsson úr KR. — Snæfell teflir fram óbreyttu liði frá þvf í fyrra, nema hvað þeir skiptu um félög Magnús Valgeirsson framherji þeirra, og Eirfkur Jónsson stórskytta úr UMFG. IR verður að öllum Ifkindum með sama lið, og sömu sögu er að segja um Armann. IS hefur fengið liðsauka, þar ber fyrsta að nefna Jón Héðinsson miðherja frá I.M.A., Jón M. Indriðason og Frits Heineman, sem verður nú með á ný. UMFN verður óbreytt nema Stefán Bjarkason kom yfir til þeirra frá Val. Auk þess að missa Stefán eru Valsmenn Þórislausir þessa dagana, en hann mun e.t.v. leika með áður en langt um Ifður. Islandsmeistarar KR missa Hjört Hansson og Guttorm Ólafsson, en fá I staðinn þá Þröst Guðmundsson og Braga Jónsson frá UMFS. — Og hvaða áhrif hafa þessar breytingar svo á leik liðanna f vetur, hverjir koma sterkastir út úr þeim? Hverjir sigra f 1. deild og hverjir falla? Þessar spurningar og fleiri ræddum við við einn leikmann frá hverju félagi og báðum þá að spá um röð liðanna f mótinu f vetur. Auk leikmannanna svarar spurningu okkar einn kunnur áhugamaður um fþróttir, sem óþarft er að kynna lesendum nánar. Baldur Helgason: — Það verða þrjú lið I fallbar- áttu og ég veit ekki hvert þeirra fellur niður. IR vinnur mótið eftir harða keppni við KR, síðan kemur Valur (félagið mitt), þá Ármann og síðan IS. Þau þrjú, sem eftir eru, verða í baráttunni niðri, og ég þori ekki að spá meira fyrir þig núna. — Agnar Friðriksson IR: — Þetta hefur aldrei verið eins tvísýnt. Ég hef ekki séð utan- bæjarliðin en leikir Rvíkurlið- anna geta allir farið á hvorn veginn sem er. Ég hef mun meiri trú á ÍR-liðinu en í fyrra. — Agnar þorði ekki að spá um úr- slitin, en setti Reykjavíkurliðin í sæti 1 til 5, UMFN í 6. sætið, síðan Snæfell og spáði HSK falli. Stefán Hallgrímsson HSK: — Efstu félögin verða að mínu mati KR sem sigrar, IR f öðru sæti, Ármann og síðan ÍS. Allir leikir þessara liða innbyrðis verða úrslitaleikir. Nú, við í HSK verðum skammt á eftir, sfðan kemur Valur, þá HSK og UMFN fellur. En ég vildi ekki hafa lifi- brauð af þvf að veðja á leiki móts- ins. — Kári Marfsson Val: — Ég held, að iR-ingarnir verði sterk- astir, og endurheimti Islands- meistaratitilinn. Valur kemur næst, eftir harða keppni við KR og Ármann. Leikir þessara liða verða jafnir og reyndar úrsiita- leikir allir saman. Því næst koma UMFN og ÍS álík að styrkleika en HSK fellur niður því ég held, að Snæfell eigi eftir að koma á óvart. Birgir Guðbjörnsson KR: — Þetta verður jafn erfitt og í fyrra. Ármenningar verða okkur erfiðastir þótt við náum sigri í mótinu annað árið í röð. Ég hef trú á, að Valsmenn spjari sig og lendi í 3. sæti, síðan kemur IR- liðið, sem verður slakara en í fyrra og á eftir þeim kemur IS. Njarðvikingarnir verða sterkir en komast samt ekki ofar en í 6. sætið. HSK liðið verður slakt í vetur og kemst ekki hjá falli, því ég held, að Snæfellsliðið spjari sig. Jón Sigurðsson Ármanni: — IS verður erfiðasti keppi- nautar okkar f vetur, þeir eru sterkir líkamlega og gefast aldrei upp. KR liðið nær ekki lengra en þeir hafa þegar komist, og IR- ingar eru í mannahraki. Valsliðið virkar baráttulaust. Okkar sterk- asta vopn f vetur verður maður á mann vörnin, og á henni ætlun við að vinna íslandsmótið í fyrsta skipti. Spá mín er þessi: Ármann, IS, KR, Valur, UMFN, HSK og Snæfell fellur strax niður. Gunnar Þorvarðsson UMFN: — Það, sem ég hef séð til lið- anna, lofar spennandi leikjum. KR sigrar, við ætlum okkur 2. sætið á undan ÍR-ingum, sfðan kemur Ármann og svo IS. Þessi 5 lið skera sig úr í vetur. Valur verður nr. 6, sfðan Snæfell, en HSK fellur nú loks enda hafa þeir ekki sama mannskap og áður. Bjarni Gunnar ÍS: — Baráttan verður milli IS, KR og Ármanns, og IR hefur alla möguleika á að verða með í henni ef Birgir Jakobsson kemur inn í lið þeirra. Baráttan á botninum verður milli HSK og Snæfells. Mfn spá er þessi: ÍS, KR, Ármann, IR, Valur, UMFN, Snæfell, HSK. Einar Sigfússon Snæfelli: — Eg er bjartsýnn fyrir okkar hönd. Það eina, sem háir okkur, er það að fá enga leiki áður en mótið hófst. Samt sem áður ætlum við okkur ekki að verða neðar en i 6. sæti, á undan UMFN og HSK, sem fellur. Ég hef trú á, að IS vinni mótið, en IR getur orðið sterkt. B í Arsþing Borðtennissam- bands tslands verður haldið 9. nóvember n.k. f Leifsbúð, Hótel Loftleiðum. Hefst þingið kl. 14.00. Fara ber eft ir reglunum Eins og áður hefur komið fram var Haustmót BLl haldið um síðustu helgi með þátttöku 12 liða, sem kepptu í 4 riðlum. Áður en úrslitakeppnin hófst á sunnudaginn kom f ljós við nán- ari athugun, að b-lið ÍS var ólöglegt. Það var b-lið Vfkings sem bar fram mótmæli gegn því að b-lið IS fengi að halda áfram f úrslitakeppninni, en þessi tvö lið léku f sama riðli og sigraði IS-b á hagstæðara stigahlut- falli. Víkingar fóru fram á það við iS-b, að þeir hættu þátttöku í mótinu, þar sem fyrir lá viður- kenning fyrirliða liðsins á, að lið hans væri ólöglegt, þar sem einn útlendingur, Norðmaður, lék með því. Samkvæmt reglum ISl verð- ur útlendingur að sækja um leyfi hjá viðkomandi sérsam- bandi, sem síðan sendir beiðn- ina áfram til ISÍ, um hvort hann megi leika með íslenzku liði í opinberri keppni. Þetta mun ekki hafa verið gert með umræddan leikmann. Þótti mörgum sem beint lægi við að b-lið IS drægi sig út úr mótinu, en málinu var vfsað til stjörnar Blaksambandsins, sem var stödd á mótsstað og hélt hún fund á staðnum. En við- brögð hennar voru þau, að hún tók enga afstöðu, heldur vísaði þvf til Blakdómstóls BLl. Hvort stjórn BLl hafi ekki viljað taka fram fyrir hendurnar á dómstól BLl, sem réttilega á að fjalla um þessi mál, skal látið ósagt, en nauðsynlegt var að ákveðið yrði, hvort liðið fengi að halda áfram keppni. Halldór Jónsson þjálfari IS sagðist geta fallizt á tillögu sem fram kom á áðurnefndum skyndifundi BLI, að víta IS fyrir athæfið, þ.e. að vera með ólöglegt lið. IS-b Iék svo í úr- slitum keppninnar með hinn ólöglega leikmann I öllum leikj- um sfnum. Kærumál eru alltaf fremur leiðinleg, en spurningin er, hvort lið eigi að komast upp með að brjóta settar reglur. Þessi mál hafa verið það mikið til umræðu undanfarnar vikur, að óþarfi er að bæta þar neinu við. Hver svo sem dómur Blak- dómstólsins verður, þá mun hann ekki hafa áhrif á úrslit mótsins, en ef b-lið Víkings hefði leikið í úrslitunum, hefði mótið getað farið á annan veg. En úr þvi fæst sennilega aldrei skorið, þar sem úrslitakeppnin verður sennilega ekki leikin upp aftur. pól. TÉKKNESKUR LANDSUDSÞJÁLFARI — Við gerum okkur góðar vonir um að fá tékkneskan þjálfara til þess að vera með landsliðið frá áramótum og fram yfir Olympíu- keppnina, sagði Bergur Guðna- son, formaður tækninefndar Handknattleikssambands ts- lands, á fundi sem stjórn sam- bandsins boðaði til með frétta- mönnum ás.l. miðvikudag. — Það er ekkert leyndarmál, að okkur gekk mjög erfiðlega að fá landsliðsþjálfara, sagði Bergur, — fyrst var reynt að fá erlendan þjálfara, en þegar það gekk ekki var leitað til þjálfara innanlands og tókst að Iokum að fá Birgi Björnsson til þess að bjarga okk- ur fram yfir áramót. Bergur sagði, að þessi mál hefðu komið til umræðu á þeim fundum sem fulltrúar HSl hafa setið erlendis að undanförnu. Þar hefðu þeir leitað eftir ráðum og þjálfara. Væri nú svo komið að líkur væru til þess að þjálfari fengist frá Tékkóslóvakíu, en sem kunnugt er þá er handknattleik- urinn orðinn mjög þróuð íþrótt þarlendis og mikið um vel- menntaða þjálfara. Þannig er einnig t.d. í Rúmeníu og Júgóslavíu, en þaðan er enga þjálfara að fá, þótt gull sé í boði, a.m.k. ekki fyrst um sinn, þar sem allir þeir þjálfarar þessara landa sem starfað hafa erlendis hafa verið kallaðir heim, fram yfir Olympíuleikana 1976. Þá sagði Bergur, að Islendingar mundu hafa möguleika á að senda tvo þjálfara á námskeið til Rúmeníu, er haldið verður í apríl — maf, og færi svo illa að ekki tækist að fá erlendan þjálfara til starfa, mundi HSl leggja á það áherzlu að senda íslenzkan þjálfara til náms erlendis með það fyrir augum að hann tæki sfðan við þjálfun landsliðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.