Morgunblaðið - 22.10.1974, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 22.10.1974, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1974 23 Landsliðið fékk tap 1 nestið í Svissferðina frá pressuliðinu ISLENZKA landsliðið í hand- knattleik féll á lokaprófi sfnu fyr- ir Svissferðina, er það mætti pressuliðinu f leik, sem fram fór f Laugardalshöllinni á sunnudags- kvöld. 22—21 fyrir pressuliðið urðu úrslit leiksins, eftir mikla spennu á lokamínútunum, og það duldist engum, er á leik þennan horfði, að fslenzka landsliðið var ákaflega sundurlaust og lítið f leik þess. Það, sem skipti þó sköp- um fyrir það f þessum leik, var markvarzlan, en það heyrði til undantekninga ef landsliðsmark- verðirnir Hjalti, Guðjón og Birgir vörðu f leiknum. Hins vegar stóðu pressuliðsmarkverðirnir Ólafur Benediktsson og Gunnar Einars- son sig oft með mikilli prýði, og munurinn á markvörzlu þeirra og landsliðsmannanna var f fáum orðum sagt sem hvftt og svart. En munurinn lá reyndar ekki aðeins f þessu einu. Augljóslega hefur Birgir Björnsson landsliðs- þjálfari og einvaldur ekki hitt naglann á höfuðið sem skyldi með vali sfnu á liðinu. 1 pressuliðinu voru allmargir einstaklingar, sem voru áberandi betri en sumir landsliðsmannanna, svo áber- andi, að val landsliðseinvaldsins vekur furðu manns. Þar ber sér- staklega aðnefna f jóra leikmenn: Stefán Jónsson, Haukum, Stefán Gunnarsson, Val, Stefán Halldórsson Vfkingi, og Brynjólf Markússon, IR. Allir þessir leik- menn eru nú til muna betri en flestir landsliðsmannanna. Eng inn kom t.d.betur frá þessum leik en Stefán Halldórsson, sem sýndi hvers hann er megnugur — bæði fljótur leikmaður og laginn með knöttinn. Stafaði stöðug ógnun af leik hans og nýting hans f skottil- raunum var með afbrigðum góð. Stefán Gunnarsson sannaði einnig, að hann er enn einn allra bezti varnarleikmaður landsins — batt vörn pressuliðsins saman og stjórnaði henni með krafti sfn- um og dugnaði, og mikið má vera ef Stefán Jónsson hefur verið f öllu betra formi en hann virðist nú vera f. Þessir leikmenn, ásamt mark- vörðunum, voru beztu leikmenn pressuliðsins, en auk þeirra átti Arni Indriðason góðan leik í vörninni, og Hilmar Björnsson sýndi öðru hverju hversu góður handknattleiksmaður hann er. Fáir leikmenn skila knettinum betur frá sér en hann, en hins vegar gerir Hilmar sig stundum sekan um fljótfærni í skotum sfnum. Sá, er uppúr stóð f landsliðinu, var Viðar Sfmonarson, en hann átti mjög góðan leik, einkum f fyrri hálfleik. Þá kom Ólafur Einarsson einnig sterkur frá leiknum, átti góð skot að utan, sem höfnuðu f marki pressuliðs- ins, og er auk þess alltaf stór- hættulegur, þegar hann fer inn á Ifnuna, sökum stærðar sinnar. Það þarf tæpast að gera þvf skóna, að lið það, sem Birgir Björnsson valdi til utanferðar- innar, verði framtfðarlandslið okkar, breytingalítið. Vel kann að vera, og vonandi er, að það geti komizt skammlaust frá keppninni f Sviss, en hætt er við, að það verði að sýna annað og meira en það gerði i pressuleiknum, ef það á að sleppa með heilli há úr leikj- unum við Vestur-Þjóðverja og Ungverja. 1 landsliðið vantaði f leiknum þá Jón Karlsson og Gunnar Einarsson, en f pressuliðið þá Geir Hallsteinsson, Björgvin Björgvinsson og Gunnstein Skúla- son. Leikurinn var lengst af mjög jafn. Staðan f hálfleik var t.d. 12—10 fyrir landsliðið og um miðjan seinni hálfleik var staðan 18—14 fyrir það. Þá náði pressu- liðið mjög góðum leikkafla og jafnaði 18—18, og eftir það skildi aldrei nema eitt mark að. Mörk landsliðsins: Viðar Sfmonarson 6, Pálmi Pálmason 6, Ólafur'Einarsson 5, Einar Magnússon 1, Pétur Jóhannesson 1, Ólafur H. Jónsson 1 Bjarni Guðmundsson 1. Mörk pressuliðsins: Brynjólfur Markússon 7, Stefán Halldórsson 4, Hilmar Björnsson 2, Stefán Gunnarsson 2, Arni Indriðason 2, Hörður Sigmarsson 2, Stefán Jónsson 2, Agúst Svavarsson 1. Stefán Jónsson „tætarinn mikli“ hefur komist f gegnum vörn landsliðsins og skorar. Viðar Sfmonarson f höggi við vörn SAAB-liðsins. Ibúð í vinning — ÞAÐ ÞARF að gera stórátak f þvf að rétta við fjármál Hand- knattleikssambands Islands, sagði Sigurður Jónsson formaður sambandsins á fundi með frétta- mönnum, sem haldinn var nú í vikunni. — Við gerðum ráð fyrir þvf að afla þyrfti 6—7 milljóna króna, en nú hefur sú upphæð enn hækkað, eftir þær verðlags- breytingar sem orðnar eru. Við höfum ýmis áform á prjónunum til þess að afla fjár, en stærsta átakið verður að efna til happ- drættis, þar sem vinningurinn verður tveggja herbergja fbúð. Verður skipuð nefnd til þess að sjá um þetta happdrætti, og bind- um við miklar vonir við starf hennar. Takist vel til með þessa fjáröflun, ætti hag sambandsins að geta verið sæmilega borgið, sagði Sigurður. Happdrættismiðarnir munu kosta 200.00 kr., og verður fþrótt félögunum gefinn kostur á s selja þá og fá 50.00 kr. f sölulaii af hverjum miða. Getur þvf þarr verið um að ræða góða tekj öflunarmöguleika fyrir félögin leiðinni. — Björgvin Framhald af bls. 19 miklum ágætum. Um stöðu okkar gagnvart Norður- landaþjóðunum sagði Björg- in: „Við erum mjög álfka að getu og Finnar, en stöndum enn alllangt að baki hinum frændþjóðum okkar, hvað sem verður. Islenzkir golf- leikarar eru f stöðugri fram- för, en eðlilega eigum við erfiðara um vik, bæði hvað viðkemur okkar stutta sumri, svo og eigum við erfiðara með samskipti við — FH Framhald af bls. 17 Þórarin Ragnarsson í kviðinn. Þarna var um mjög gróft brot að ræða — brot sem vissulega hefði átt að kosta viðkomandi leikmann keppnisbann. — Hann rétti knött- inn til mín, en sló mig síðan eld- snöggt í magann, sagði Þórarinn, — Ég var gjörsamlega óviðbúinn og missti andann smástund. Dóm- arinn stóð rétt hjá okkur, og ég get varla skilið annað en að hann hafi séð hvað gerðist. Má vera að hann hafi hreinlega ekki þorað að reka Svíann út af, enda var allt á suðumarki þegar þetta gerðist. 1 STUTTU MÁLI: Laugardalshöll 20. október Evrópubikarkeppni URSLIT: FH — SAAB 16:14 (9:6) Gangur leiksins: Mfn. FH SAAB 3. Geir 1:0 4. 1:1 Jonsson 7. 1:2 Persson 10. Geir 2:2 17. Viðar (v) 3:2 20. 3:3 Persson (v) 20. 3:4 Andersson 21. Viðar 4:4 23. Viðar 5:4 25. 5:5 Fredrikson 25. Jón 6:5 28. Viðar 7:5 29. Geir 8:5 29. 8:6 Larsson 30. Viðar (v) 9:6 Hálfleikur 34. 9:7 Persson 35. 9:8 Persson 39. 9:9 Larsson 40 Viðar <v) 10:9 42. Geir 11:9 47. 11:10 Jonsson 48. 11:11 Jonsson 49. Geir 12:11 50. 12:12 Andersson 51. Viðar 13:12 52. Geir 14:12 53. 14:13 Persson 54. Geir 15:13 56l Sæmundur 16:13 58. 16:14 L. Jonsson Mörk FH: Geir Hallsteinsson 7, Viðar Símonarson 7, Jón Gestur Viggósson 1, Sæmundur Stefáns- son 1. Mörk SAAB: Bo-Lennart Pers- son 5, Per-Ove Anderson 2, Jan Jonsson 2, Greger Larsson 2, Lars Jonsson 2, Jan Aake Fredriksson 1. Brottvfsanir af velli: FH: Erl- ingur Kristiansen, Gils Stefáns- son, Jón Gestur Viggósson, Geir Hallsteinsson í 2 mín. SAAB: Jan Aake Fredrikson, og Jan Jonsson í 2 mín. Misheppnuð vftaköst: Hjalti Einarsson varði vítakast frá Pers- son á 16 mín. og dæmt var ógilt vítakast frá Viðari Símonarsyni á 47. mín. — Efniviður Framhald af bls. 19 auðvelda fólki að stunda skíði. í Reykjavík, sem lengi hefir verið eftirbátur annarra landshluta hvað skíðaiðkan snertir, fjölgar stöðugt þvi fólki sem stundar skíði, og afleiðingin verður sú, að við eignumst harðsnúinn flokk keppnismanna og stóran hóp fólks, sem iðkar skíðaíþrótt sér til ánægju. Einnig eru Austfirðingar að eignast margá áhugamenn um skíðaíþróttina, en vissulega búa þeir við erfiðari aðstæður, þar á ég við fjarlægðina, sem gerir þeim kostnaðarsamara að sækja meiriháttar mót. En það er mikill hugur í þeim fyrir austan." Að lokum sagði Hákon Ólafs- son: „Ég er vissulega bjartsýnn að framgang skiðaíþróttarinnar á tslandi. Nóg er um góðan efnivið og öll aðstaða fer stöðugt batn- andi. Víða úti um land eru skiða- lyftur í byggingu, raunar einnig hér í nágrenni Reykjavíkur. Einnig er aðstaða til að stunda skíðastökk að rísa á Siglufirði. Allt þetta gerir sitt til að ýta undir áhuga fólks á skiðaíþrótt- inni og efla framgang hennar á allan hátt.“ Lausir tímar Iþróttasfðan hefur verið beðin að vekja athygli á þvf, að nokkrir borðtennistfmar eru lausir f Vfkingsheimilinu við Hæðargarð. Þeir, sem hafa hug á að stunda þessa fþrótt, geta snúið sér þang- að á mánudaginn klukkan 19.30. — Naumur sigur Framhald afbls. 24. liðið fær meiri leikreynslu og lag- færðir hafa verið gallar f sóknar- uppstillingunni verður það mjög sterkt, það hefur til þess alla möguleika með leikmenn eins og Kristján Ágústsson, Einar Sigfús- son, Sigurð og Eirík Jónsson. Stighæstir: ÍR: Kolbeinn 29, Agnar 12, Jón Jörundsson 10. Snæfell: Einar 28, Kristján 18, Eiríkur 9. gk. — Björgvin Framhald af bls. 19 miklum ágætum. Um stöðu okkar gagnvart Norður- landaþjóðunum sagði Björg- in: „Við erum mjög álfka að getu og Finnar, en stöndum enn alllangt að baki hinum frændþjóðum okkar, hvað sem verður. islenzkir golf- leikarar eru f stöðugri fram- för, en eðlilega eigum við erfiðara um vik, bæði hvað viðkemur okkar stutta sumri, svo og eigum við erfiðara með samskipti við aðrar þjóðir en þeir golfarar sem á meginlandinu búa.“ Að lokum sagði Björgvin: „Golfið á sfvaxandi vinsæld- um að fagna hér á landi. Fólk á öllum aldrei flykkist f golfið, enda er þetta holl og góð fþrótt. En þessu ágæta fólki vil ég benda á að afla sér tilsagnar áður en anað er út á völlinn. Ef það gerir svo, má það vænta ótaldra gleðistunda við golfiðkan." — Sammels Framhald af bls. 19 enginn vandi að gera honum Ijóst, að allir leikmennirnir, að Shilton markverðinum fræga, undanskildum, eru mjög ánægðir með veruna hjá Bloomfield. 1 þvf sam- bandi má benda á orð Jon Sammels hér að framan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.