Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.10.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1974 Þorkell Fjeldsted: Stjórnmálaskóli Sjálfstœðis- flokksins Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins lauk um sl. helgi. Þrjátíu nemendur tóku þátt í stjórnmálaskólanum að þessu sinni, en stjórn- andi hans var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Morgunblaðið ræddi við nokkra þátttakendur um starfsemi skólans og fara þau viðtöl hér á eftir: Lýst vel á samstarf lands- byggðarflokka Stjórnmálaskólinn hefur tvenns konar tilgang. Annarsvegar fræðsla I fundarsköpum og ræðu- mennsku, tjáningarmáta; hinsvegar fyrirlestrar um helztu þætti þjóðmála. FTæðsla af þessu tagi er hverjum manni nauðsynleg. Þá er það og mikils viriS að fá tækifæri til að kynnast persónulega ýmsum forystumönnum Sjálfstæðisflokksins og sérhæfðum mönnum á margvíslegum sviðum, sem hér hafa flutt erindi. Það, sem mér hefur fallið bezt við stjórnmála- skólann, er, hve lítil áherzla er lögð á strangpóli- tíska eða flokkslega túlkun, fremur alhliða fræðslu um málaflokka, þar sem mál eru skoðuð frá ýmsum og ólíkum hliðum. Ég er bóndi, og tók mér frí frá störfum þann tíma, er skólinn starfar. Félagsmálanámskeið á borð við þetta er strjálbýlisfólki ekki síður nauð- synlegt en öðrum. Tíminn, sem valinn var, hentar Margrét Geirsdóttir: Framhald á bls. 39 Svavar Haraldsson: Þorkell Fjeldsted Vildi kynnast gnmdvallarstefmmni Margrét Geirsdóttir Margrét Geirsdóttir er frá Hafnarfirði og er ein úr stórum hópi ungs fólks, sem að undanförnu hefur fylkt sér í Sjálfstæðisflokkinn. Hún sagði, að þessi skóli hefði borið góðan árangur og þátttak- endur væru án nokkurs vafa betur undir það búnir en áður að taka þátt í almennu félagsstarfi. Aðspurð sagði Margrét, að hún hefði haft löngun til að fræðast um grundvallarstefnu og starfshætti Sjálfstæðisflokksins. Skammt væri sfðan hún hefði byrjað að starfa í Sjálfstæðis- flokknum, og hún sagðist vonast til, að eftir að hafa verið í stjórnmálaskólanum, yrði hún nýtari þátt- takandi í flokksstarfinu. Margrét sagðist hafa unnið nokkuð í félagi ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, en sannast sagna hefði ekki verió starfað þar af þeim krafti, sem nauðsynlegur væri. Brýn þörf væri á að rffa starfið upp á nýjan leik, og þátttaka í stjórnmálaskólanum myndi vafalaust auðvelda henni að taka þátt í þvf' starti. Margrét sagðist vilja þakka Sjálfstæðis- flokknum fyrir þetta framtak, enda hefði skipu- lagning öll og framkvæmd verið eins og bezt væri á kosið. Stjómmálaskólinn verki að gegna Eg er nýfluttur í Kópavog frá Akranesi og tel mig enn Akurnesing. Ég hefi haft takmörkuð tækifæri til að sinna störfum í Sjálfstæðisflokknum bæði vegna dvalar erlendis og anna og fagnaði því stjórnmálaskólanum sem kærkomnu tækifæri til að hef ja flokksstarf með þeim hætti, sem hér er boðið upp á: alhliða fræðslu og félagsmálaþjálfun. Það er mat mitt, eftir að hafa sótt stjórnmálaskólann, að hann hafi þýðingarmiklu hlutverki að gegna, og ég er þakklátur fyrirlesurum og forstöðumanni hans. Auk alhliða stjórnmálafræðslu met ég mikils hve forystumenn Sjálfstæðisflokksins ljá þessum stjórnmálaskóla gott lið og gáfu sér mikinn tíma til að sinna honum. Kynning við þá og innbyrðis kynning þátttakenda var mjög ánægjuleg. Ég þekki betur, eftir en áður, þau málefni, sem við er að fást í þjóðfélaginu, og við erum hæfari til þátttöku í hvers konar félagsmálastarfsemi. Aðspurður um álit á núverandi stjórnarsamstarfi Framhald á bls. 39 hefur hlut- Svavar Haraldsson Stella Magnúsdóttir: Hrefna Bjarnadóttir: Takmarkið Stella Magnúsdóttir er þmgmeirihluti Ég hefi starfað nokkuð fyrir Sjálfstæðisflokkinn á undanförnum árum, aðallega fyrir og um kosn- ingar. Þetta starf mitt jók á þann áhuga, sem fyrir var, til frekari fræðslu um þjóðmál og þau undir- stöðuatriði, sem öllum eru nauðsynleg til félags- málaþátttöku. Ég tók mér því frí til að nýta þann möguleika, sem þessi skóli gaf. Þetta er heilsdags- skóli, sem starfar rúma viku, og hann á vonandi fyrir sér að vaxa og verða fastur liður f starfsemi flokksins. Hér er tvímælalaust sáð til góðrar upp- skeru og ekki skortir viljann og áhugann hjá því fólki, sem námskeiðið hefur sótt. Það er og ánægju- efni, að flestir þátttakendur skólans eru utan af landi. Þetta form á skólanum: fyrirlestrar sérhæfðra manna og síðan fyrirspurnir og umræður er mjög árangursríkt. Hér verða allir virkir þátttakendur í starfinu og fara héðan betur undir það búnir, að taka þátt í flokksstarfinu, hver á sínum stað. Hverfasamtök Sjálfstæðisflokksins í Reykjavik og heildarsamtökin mættu gjarnan gefa þessu starfi Framhald á bls. 39 Að brjóta ísinn Hrefna Bjarnadóttir frá Reykjavík sagði aðspurð, að það hefði verið mjög fróðlegt og jafnframt ánægjulegt að taka þátt í stjórnmálaskólanum. Sér- fræðingar á ýmsum sviðum hefðu flutt fyrirlestra um margvíslega þætti þjóðfélags- og stjórnmála. Með þessu móti hefðu þátttakendur fengið fræðslu um efni, sem þeir ella hefðu átt örðugt með að afla sér upp á eigin spýtur. Aðspurð um kennslu í ræðumennsku og al- mennum félagsstörfum sagði Hrefna Bjarnadóttir, að hún hefði aldrei fyrr komist upp i ræðustól. Hún sagði, að fyrir utan beint fræðslustarf um stjórn- mál og önnur þjóðfélagsmálefni, hefði þjálfun í ræðumennsku og framsögn opnað algerlega nýjan heim fyrir sig. Fyrir fólk, sem aldrei hefur flutt ræðu áður, væri óneitanlega erfitt að brjóta ísinn. En þau hefðu fengið góða þjálfun og í næsta skipti yrði þetta ugglaust auðveldara en áður var. Hún lagði ennfremur áherslu á, að mikilvægt væri að þjálfa fólk til þess að tjá sig og koma fyrir sig orði í ræðustól. A þessu námskeiði hefði verið veitt góð leiðsögn í þessum efnum, sem án vafa ætti eftir að auðvelda þátttakendum að tjá sig á fundum, þeir ættu ekki að vera jafn smeykir og áður. Þorleifur Magnússon: Lárus Ragnarsson: Hrefna Bjarnadóttir Blómlegt starf á Akranesi Þórleifur Magnússon Eg er mjög ánægður með reynsluna af stjórn- málaskólanum. Hann þarf að verða fastur og vax- andi þátturá flokksstarfinu. Fyrirlesarar hafa ver- ið valdir með hliðsjón af því, að þátttakendur fengju sem bezta innsýn í málefni einstakra at- vínnugreina og yfirsýn yfir þjóðfélagsmálin I heild. Það eina, sem ég get út á sett, er, að sumir fyrirlestrarnir hefðu mátt vera styttri og meiri tími tiltækur I umræður og fyrirspurnir um málaflokk- ana. Félagsstarf FUS á Akranesi stendur nú í miklum blóma. Eftir nokkurn öldudal hófst nýtt blóma- skeið í starfi þess fyrir einu ári eða svo, sem lofar góðu um framhaldið. Við héldum félagsmálanám- skeið með Guðna Jónssyni, sem vel tókst. Björn Bjarnason flutti fyrirlestur hjá okkur um utan- ríkis- og öryggismál nýverið. Og við höfum af og til „opið hús“, þar sem ungt fólk hefur aðgang að ýmiskonar leiktækjum og hollri tómstundaiðju, sem og margvíslegri skemmtan. Ég bið fyrir þakklæti tii allra fyrirlesara og leiðbeinenda skólans, sérstaklega skólastjórans, Framhald á bls. 39 Lýðræði og bræðralag LÁRUS Ragnarsson úr Kópavogi sagði aðspurður, að hann hefði að sjálfsögðu haft árangur sem erfiði af þvl að sækja stjórnmálaskólann. Lárus sagðist hafa haft mjög gott af því að sækja skólann, enda væri þar að fá margháttaðan fróðleik um stjórnmál og félagsmál. Hann sagðist fullyrða, að þetta væri einn besti skóli af þessu tagi, sem völ væri á hér, og í mörgu tilliti bæri hann af öðrum skólum, þó að þeir störfuðu ekki á pólitfskum grundvelli. Um gildi stjórnmálaskólans sagði Lárus, að það fælist m.a. í því, hversu rík áhersla væri lögð á tjáningarfrelsið. Nemendur fengju góða þjálfun í ræðumennsku og framsögn, og jafnframt væri lögð áhersla á, að hver og einn myndaði sér skoðanir upp á eigin spýtur og kæmi þeim á framfæri. Lárus sagði, að skóli af þessu tagi væri mikilvægur fyrir unga sjálfstæðismenn og raunar nauðsynlegur, ef þeir ætluðu að halda uppi raunhæfri og virkri baráttu fyrir þjóðfélagsumbótum. Lárus sagði, að stjórnmálaskoðanir sínar byggð- ust á hugmyndum um lýðræði og bræðralag. Þær hefði hann áþreifanlega fundið I stjórnmálaskólan- um bæði meðal forystumanna flokksins og annarra Lárus Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.