Morgunblaðið - 22.10.1974, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.10.1974, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 1974 Útgefandi hf. Árvakur. Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn GuSmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni GarSar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. simi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Askriftargjald 600.00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 35.00 kr. eintakið. ee 011 stærstu sveitar- félög landsins hafa átt við mikla fjárhagserfið- leika að etja á þessu ári vegna verðbólgunnar. Tekjur sveitarfélaganna eru bundnar við tekju- stofna fyrra árs, en út- gjöldin hafa hins vegar margfaldast vegna verð- lagsþróunarinnar. Verð- bólguþróunin hér hefur verið milli 40 og 50% og þarf enginn að fara í graf- götur um, að slíkt ástand hlýtur að valda miklum erfiðleikum. Að nokkru leyti hefur þessum kostn- aðarhækkunum verið mætt með lántökum, sem óhjá- kvæmilega hljóta að þyngja greiðslubyrðina og draga úr framkvæmda- möguleikum á næstu árum. Á hinn bóginn hafa sveitar- félögin ekki komizt hjá því að mæta þessum aðstæðum með samdrætti í fram- kvæmdum og aðhalds- og sparnaðaraðgerðum í rekstri. Borgaryfirvöld í Reykja- vík brugðu mjög skjótt við, þegar séð varð í hvert óefni stefndi í efnahags- málum þjóðarinnar. Þegar á sl. sumri gerði borgar- stjóri sérstakar ráðstafanir til þess að draga úr rekstrarkostnaði, m.a. var yfirvinna takmörkuð svo og ráðning nýrra starfs- manna. Þessar aðgerðir voru að sjálfsögðu gagn- rýndar af fulltrúum minni- hlutaflokkanna í borgar- stjórn, þó að þeir víti borgaryfirvöld í öðru sam- hengi fyrir eyðslustefnu. Flestum er þó ljóst, að hér var um mikilvægar og brýnar aðgerðir að ræða. Eins og sakir standa er búizt við, að fjárhagsstaða borgarinnar versni um 500 til 600 millj. kr. á þessu ári. Miðað við 40% verðbólgu hefðu rekstrarútgjöld borgarinnar hins vegar átt að aukast um 1.000 millj. kr. Þessar tölur sýna því svo að ekki verður um villzt, að með aðhaldi og sparnaði hefur borgaryfir- völdum tekizt að koma í veg fyrir 400 til 500 millj. kr. útgjaldaaukningu, sem komið hefði til viðbótar þeim erfiðleikum, sem nú er við að glíma, ef áhrif verðbólgunnar hefðu komið fram með fullum þunga. Fjárhagserfiðleikar borgarinnar væru miklu mun alvarlegri, ef þessi málefni hefðu ekki verið tekin föstum tökum frá upphafi. óneitanlega hlýtur það að téljast góður árangur að koma í veg fyrir 400 til 500 millj. kr. útgjaldaaukningu, sem verðbólgan hefði ella haft í för með sér. Þegar á þessar staðreyndir er litið, má öllum ljóst vera að ásak- anir um ráðdeildarleysi borgaryfirvalda eiga við engin rök að styðjast. Auk aðhalds- og sparn- aðaraðgerða í rekstri hefur Reykjavíkurborg aðeins ráðizt í brýnustu fram- kvæmdir á þessu ári. 1 ágúst sl. var síðan ákveð- inn talsverður samdráttur í framkvæmdum borg- arinnar. Þær ráðstafanir nægðu til þess að jafna metin miðað við fjár- veitingar til framkvæmda á f járhagsáætlun þessa árs. Gert er ráð fyrir, að bygg- ingakostnaður hækki um a.m.k. 56,5% á þessu fjár- hagsári. Slíkar óhemju kostnaðarhækkanir hljóta óhjákvæmilega að koma niður á framkvæmdum, þegar tekjustofnarnir hækka ekki að sama skapi. Þrátt fyrir árangursrík- ar aðgerðir af þessu tagi hefur ekki verið unnt að komast hjá rekstrarhalla, sem nú er áætlaður 500 til 600 milljónir króna. Þessum mismun hefur ver- ið mætt með yfirdráttar- lánum. Um nokkurt skeið hefur verið unnið að því að fá þessum yfirdráttar- skuldum breytt í lán til lengri tíma. Meðan allt var látið reka á reiðanum í landsstjórninni var nær útilokað að semja við lána- stofnanir um slik lán. Þessar aðstæður hafa nú breytzt, og búizt er við, að úr þessum vanda rætist á næstu dögum. Með því móti er þungri vaxtabyrði létt af borginni og fjár- VERÐBÓLGU MÆTT MEÐ AÐHALDIOG SPARNAÐI hagserfiðleikarnir koma ekki með jafn miklum þunga niður á framkvæmd- um næsta árs eins og verið hefði ella. Gagnrýni fulltrúa minni- hlutaflokkanna I borgar- stjórn á meirihlutann hef- ur verið harla brosleg. I síðustu viku fluttu fram- sóknarmenn t.a.m. tillögu í borgarstjórn, þar sem lagt var til, að heimiluð yrði lántaka til þess að jafna yfirdráttarskuldirnar og borgarstjóra yrði falið að taka upp viðræður við lána- stofnanir í því skyni. I greinargerð með tillögunni sagði, að nauðsynlegt væri að borgarstjórn tæki málið í sínar hendur, þar sem ekkert hafi gerzt í málinu. Sannleikurinn er hins vegar sá, að þegar í ágúst- mánuði samþykkti borgar- ráð slíka lántökuheimild og borgarstjóri hefur bæði fyrir og eftir þá samþykkt átt viðræður við lánastofn- anir um þessi málefni og þær munu nú vera komnar á lokastig. öll vinnubrögð borgar- fulltrúa minnihlutaflokk- anna eru af þessu tagi. Hitt er ljóst, að hér er við erfið- leika að etja, sem að ein- hverju leyti munu setja mark sitt á framkvæmda- getu borgarinnar á næst- unni. Mestu skiptir þó, að komið hefur verið í veg fyrir, að óðaverðbólgan og ringulreiðin I efnahagsmál- um hefðu enn alvarlegri afleiðingar í för með sér en raun ber vitni. |NeiUrJ|oTkStmei3 - ■._! ■ Eftir Hedrick Smith ííeitrJ|ork®tme0 Q Dulín verðbólga í Sovétríkjunum Moskvu — Opinberlega er engin verðbólga í Sovétríkjun- um. Samkvæmt þarlendum kokkabókum er verðbólga meinsemd í efnahagslífinu, sem vitaskuld þrifst einvörð- ungu í sjúku, kapítalistísku hagkerfi. Að undanförnu hafa sovézkir fjölmiðlar hamrað á þessu og háttsettur sovézkur embættismaður hefur jafnvel fullyrt, að smásöluverð hafi að jafnaði lækkað um 0.3% síðan 1970. En sovézkir borgarar gera hvort tveggja að henda gaman að opinberum staðhæfingum á borð við þessa og mögla yfir hækkuðu verðlagi á öllum sviðum. Matvörur hafa hækkað, svo og fatnaður, bílar, húsnæði, skemmtanir, svo og kennsla fyrir nemendur, sem ætla að þreyta inntökupróf upp í menntaskóla. Rússnesk miðaldra kona sagði nýlega, að vörur sem kostað hefðu 5 rúblur fyrir fáum árum, kostuðu nú 7 rúbl- ur. Málvísindamaður nokkur fullyrti, að helmingi dýrara væri nú að fæða og klæða fjöl- skyldu hans en verið hefði árið 1970. Hjúkrunarkona tók ekki svona djúpt í árinni og taldi, að almenn verðlagshækkun á þessu árabili, þ.e. 1970—1974, næmi u.þ.b. 20%. „Það er nú svo komið, að næstum allir vinna fyrir ein- hverjum aukatekjum til að láta endana ná saman," sagði kerfisfræðingur einn. ,,Ef þú rekst á einhvern, sem Iifir á dagvinnutekjunum einum saman, geturðu verið þess full- viss, að hann sé bláfátækur." Á Vesturlöndum eru birtar reglulega tölur um fram- færslukostnað, en engar sam- bærilegar upplýsingar er að fá í Sovétríkjunum. Rússar stæra sig af því, að verðlag í rikis- verzlununum sé fastákveðið, og mjög erfitt er að fá upp- lýsingar um verðlagshækk- anir. En almenningur gerir sér hins vegar fullljóst, að verð- bólgu hefur gætt í ríkum mæli, þar sem kaupgjalds- og verð- lagshækkanir hafa orðið tölu- verðar á undanförnum árum. Þó hefur verðbólgan í Sovét- ríkjunum ekki verið jafn hamslaus á síðasta ári og í mörgum vestrænum rfkjum. Sem dæmi má nefna, að far- gjöld með neðanjarðar- brautum í Sovétríkjunum kosta 5 kópeka, þ.e. um kr. 7.60, og það verð hefur haldizt óbreytt undanfarna tvo ára- tugi. Leiga á húsnæði í ríkis- eign er fastákveðin og mjög lág eða 10—18 rúblur á mán- uðu fyrir tveggja herbergja íbúð, en það samsvarar u.þ.b. kr. 1.550.00 — 2,890,00. Verð á mjólk hefur ekki hækkað undanfarinn áratug. Þegar kartöflur eru fáanlegar kostar kílóið aðeins um kr. 15.00, og hámarksverð á nautakjöti hefur að nafninu til haldizt óbreytt um langt skeið og er aðeins um kr. 130 hvert kíló- gramm. En þrátt fyrir þessar hag- stæðu tölur og lágt verðlag á ýmsum öðrum nauðsynjavör- um í rfkisvcrzlununum, verður þess vfða vart í smásölu- verzluninni, að verðbólga, þótt falin sé, hefur verið að verki í rfkum mæli. Hér endurspegl- ast hinir þrálátu vankantar efnahagskerfisins, þar sem framleiðsla á eftirsóttum varn- ingi getur ekki haldizt f hendur við vaxandi eftirspurn og aukna kaupgetu fólks af öllum þjóðfélagsstéttum. Verðlag, sem ákvarðað er af ríkinu, er stundum snögg- hækkað án nokkurra undan- bragða, og til dæmis um það má nefna, að sl. vetur var fyrirvaralaust ákveðið að tvö- falda verð á munaðarvarningi, svo sem kavíar, reyktum laxi, loðskinnum og skartgripum. Hitt er þó algengara, að verð- hækkanir séu slælega dul- búnar með alls kyns viðskipta- brögðum f rikisverzlununum ellegar gerist fyrir opnum tjöldum á landbúnaðarmark- aði einkaaðila og á svörtum markaði, en hann er allvel stundaður í Sovétríkjunum. Það er algeng iðnaðarbrella í Sovétrfkjunum sem og á Vesturlöndum að færa á mark- aðinn nýja tegund eða nýtt af- brigði af viðurkenndri vöru, og hækka verð hennar undir því yfirskini, að hinar og þessar breytingar og endurbætur hafi verið gerðar. Hins vegar er hækkunin í flestum tilvikum miklu meiri en kostnaði við endurbæturnar nemur. Rússar segja, að þetta komi fram á öllum sviðum framleiðslunnar, allt frá brauði og smjöri til bifreiða. Sovézkir fjölmiðlar og ýmsir háttsettir aðilar hafa tekið undir gagnrýni neytenda á framleiðendur neyzluvarn- ings, sem reyna að standast efnahagsáætlanir sínar með því að stöðva framleiðslu á ódýrum vörutegundum og snúa sér að öðrum, sem færa þeim meiri hagnað. Margár húsmæður fullyrða, að auðvelt sé að fara í kringum hið lögboðna vöruverð, neyt- endum í óhag. Ein þeirra sagði eftirfarandi: „Fyrir nokkrum árum var hægt að fá kálfakjöt fyrir 1.20 rúblur. Nú er það gersamlega ófáanlegt. Kílóið af fyrsta flokks nautakjöti kostar nú sem áður 2 rúblur, en það er ekki sama varan lengur. Nú borgar maður eina rúblu fyrir kjötið, en aðra fyrir beinin. Sokkar úr nyloni og öðrum gerviefnum koma nú algerlega í staðinn fyrir gömlu prjóna- sokkana. Verðið á þeim hefur hækkað úr 80 kópekum upp í 2.50 rúblur, að sögn rússneskr- ar konu. Önnur kona, starfs- maður á stjórnarskrifstofu, sagðist alls ekki geta fengið sér sómasamlegan kjól undir 40 rúblum, en þegar hún hafi gift sig seint á síðasta áratug, hafi hún vel getað fengið góð- an kjól fyrir 20 rúblur. I endursöluverzlunum fæst oft raunsönn mynd af hækk- uðu vöruverði. Maður nokkur keypti í slíkri verzlun fagurt skartgripaskrín árið 1969 og borgaði fyrir það 300 rúblur. Hann fór nýlega í búðina aftur og fékk skrínið endurmetið, en þá kostaði það hvorki meira né minna en 950 rúblur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.