Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 1
44 SIÐUR
241. tbl. 61. árg.
FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974
Prentsmiðja MorgunblaSsins.
A.m.k. 25 fórust:
Gátuekkiöskrað
er þakið hrundi
Teheran, 5. desember. AP.
ÞAK flugstöðvarbyggingarinnar í
Teheran hrundi eftir mikla snjó-
komu i dag og stjórnin sagði, að
óttast væri, að 50—60 manns
hefðu beðið bana. (Sjónvarpið
sagði að minnst 25 hefðu farizt en
samkvæmt öðrum fréttum fórust
aðeins 17).
Bióð streymdi niður andiit
fólks, sem lifði siysið, þegar það
staulaðist út úr rústunum. Flug-
vellinum og leiðum til hans var
lokað og samtímis byrjað að grafa
f rústunum í frosti og snjókomu.
Fréttaritari AP var vitni að
slysinu og sá að minnsta kosti 30,
sem höfðu slasazt. Þakið hrundi
svo skyndilega, að þeir, sem stóðu
undir því, höfðu varla tíma til
þess að öskra.
Öllum millilandaflugferðum til
og frá Teheran hafði verið aflýst
vegna fannfergis svo að ekki var
eins margt manna i fiugstöðvar-
byggingunni og venjulega. Þó er
talið, að um 100 manns hafi beðið
í byggingunni eftir innanlands-
flugvélum.
Talið er, að flestir þeirra, sem
létu lífið og slösuðust, hafi verið
Persar. Vitað er, að einn Vestur-
Þjóðverji fórst og einn Banda-
rikjamaður særðist.
„Bjargið barninu mínu út,“
hrópaði kona, sem komst af.
„Var þetta jarðskjálfti?" spurði
lögreglumaður.
„Börnin mín, börnin mín þrjú,“
hrópaði sextugur maður
kjökrandi.
Lögreglumenn og hermenn
þustu til Mehrabad-flugvallar til
þess, að aðstoða við björgunar-
starfið en embættismenn efuðust
um að nokkur þeirra, sem stóðu
beint undir þakinu hefðu getað
komizt lífs af. Þó hafði að minnsta
Framhald á bls. 26
Þannig var umhorfs eftir
að þak flugstöðvarbygg-
ingarinnar hrundi í Te-
heran í gær eftir mikla
snjókomu.
Kosningar haldnar í
Danmörku 9. ianúar
Kaupmannahöfn, 5. desember.
NTB. Reuter.
POUL Hartling forsætisráðherra
boðaði i kvöld til kosninga 9.
janúar þar sem meirihluti þing-
manna vildi ekki styðja tillögur
W atergate-réttarhöldin:
Ekki beðið eftir
vitnisburði Nixons
Washington 5. des.
AP — Reuter
JOHN Sirica, dómari, hefur
hafnað tilmælum sakborninga í
Watergate-réttarhöldunum um að
gera hlé á þeim fram yfir áramót
til þess að Richard Nixon, fyrr-
verandi forseti, geti borið þar
vitni. Þetta þýðir, að réttar-
höldunum, sem hafa staðið yfir f
nfu vikur, ætti að Ijúka fyrir jól.
Sirica tiltók ekki hverjar væru
forsendur þessarar ákvörðunar,
þegar hann skýrði frá henni í dag,
en í morgun höfðu lögfræðingar
Nixons tilkynnt honum, að forset-
inn fyrrverandi mundi þurfa tals-
verðan tima eftir áramótin til að
búa sig undir að bera vitni í
réttarhöldunum enda þótt hann
kynni ef til vill að hafa heilsu til
að svara spurningum eftir 6.
janúar nk. Nefnd þriggja lækna,
sem Sirica skipaði til að kanna
heilsufarsástand Nixons, komst
að þeirri niðurstöðu einróma, að
eftir 6. janúar ætti hann að öllu
óbreyttu að hafa heilsu til að bera
vitni að heimili sínu í Kaliforníu
— en tæpast yrði hann fær um að
koma til Washington fyrr en um
miðjan febrúar i fyrsta lagi.
Þrir helztu sakborningarnir í
yfirhylmingamálinu út af Water-
gateinnbrotinu, þeir John
Mitchell, fyrrverandi dómsmála-
ráðherra, H.R. Haldeman, fyrrum
yfirmaður starfsliðs Hvíta húss-
ins, og John Ehrlichman, fyrrum
ráðunautur Nixons í innanríkis-
málum — hafa allir farið þess á
leit siðustu dagana að réttar-
höldunum verði frestað til þess að
hægt sé að fá vitnisburð Nixons.
Ehrlichman er sérstaklega um-
hugað um þetta, því að hann held-
Framhald á bls. 26
hans um neyðarráðstafanir í efna-
hagsmálunum.
Þegar þingið hafði rætt ráðstaf-
anirnar í sjö tfma bað Hartling
um tveggja tfma hlé svo að stjórn-
in gæti íhugað ástandið. Sfðan
tilkynnti hann, að tilgangslaust
væri að halda þessum umræðum
áfram þar sem þær mundu ekki
leiða til jákvæðrar niðurstöðu.
Efnahagstillögur Hartlings
verða liklega aðalmál kosninga-
baráttunar. Áður en þingið gerði
hlé á umræðum sinum benti
Hartling á, að ráðstafanirnar nytu
stuðnings aðeins 81 þingmanns af
179. Hann skorti þvi níu atkvæði
til þess að fá tillögur sínar sam-
þykktar.
Tillögur Hartlings hefðu vafa-
lítið verið felldar við atkvæða-
greiðslu, sem hefði farið fram í
þinginu í næstu viku. Þannig
bjargaði Hartling sér frá ósigri og
með þvi að boða til kosninga nú
getur verið, að hann tryggi það,
að flokkur hans, Venstre, bæti við
sig þingsætum og að hann myndi
nýja ríkisstjórn eftir kosningar.
Þannig kemst hann hjá timafrek-
um samningaviðræðum við aðra
stjórnmálaflokka.
Hartling sagði þegar hann til-
kynnti ákvörðun sína, að hann
teldi rétt, að kjósendur yrðu
spurðir hvort þeir vildu kjósa
nýtt þing, sem gæti framkvæmt
þær nauðsynlegu ráðstafanir, sem
yrði að gera i efnahagsmálum.
Hann sagði, að það væri
óverjandi gagnvart atvinnulifinu
og þeim þúsundum, sem ættu við
atvinnuleysi að striða eða ættu
atvinnuleysi yfir höfði sér, að
draga ákvarðanir á langinn með
langvarandi samningaviðræðum.
Þingmennirnir, sem Hartling
taldi fyigjandi ráðstöfunum
sínum væru úr flokki hans sjálfs
Venstre, Róttæka vinstri flokkn-
um, ihaldsflokknum, Miðdemó-
krataflokknum og Kristilega
flokknum og auk þess tveir þing-
menn, sem hafa klofið sig út úr
Framfaraflokknum.
Samkvæmt tölum frá 20.
Framhald á bls. 26
Tilraun til frelsis-
skerðingar fjölmiðla?
Helsinki, des, Reuter
DAGBLAÐIÐ „Helsinkin
Flugslysið í Sri Lanka:
Ekkert lífsmark á slmstaðnum
— að sögn
fallhlífasveita
Colombo, Sri Lanka,
5. desember Reuter — AP
ÞEGAR fallhlffhermenn komu
á slysstaðinn ( miðhálendi Sri
Lanka f morgun, þar sem hol-
lcnzk leiguflugvél af gerðinni
DC-8 fórst f gærkveldi, var þar
ekkert Iffsmark að sjá nema
hvað enn var glóð f braki þot-
unnar, tólf klukkustundum eft-
ir að hún hafði hrapað til
jarðar. Með vélinni voru 182
indónesfskir pflagrfmar á leið
til Mecca, hinnar helgu borgar
múhameðstrúarmanna, og nfu
manna áhöfn. Þetta er þriðja
Framhald á bls. 26
Samtals hafa 343 manneskjur látið Iffið í flugslysum sfðustu tvær
vikurnar, þar af 284 frá þvf sl. sunnudag. Mynd þessi er af
björgunarmönnum við flak TWA-þotunnar af gerðinni Boeing 727,
sem fórst f námunda við Washington á sunnudag.
Sanomat" gagnrýndi forystu-
menn finnsku stjórnarinnar fyrir
nokkru í ritstjórnargrein fyrir til-
raunir til að skerða frelsi
finnskra fjölmiðla að þvi er lýtur
að fréttum um erlend málefni og
um samskipti Finnlands og Sovét-
ríkjanna. Sagði þar meðal annars,
að vert væri að veita þvi alvarlega
athygli, að gerðar væru í sf-
vaxandi mæli tilraunir til íhlut-
unar í það frelsi, sem finnskir
borgarar hafi, samkvæmt
stjórnarskrá landsins, til að láta i
ljós skoðanir sínar. Þetta sagði
blaðið, að væri fyrst og fremst
gert með föðurlegum umvöndun-
um út af fréttaflutningi fjölmiðla
í sambandi við utanrikismála-
stefnu Finna — en þó sérstaklega
þegar um væri að ræða samskipti
þeirra við Sovétmenn. Blaðið sak-
ar utanríkisráðuneytið finnska —
og þá, sem ábyrgð beri á stefnu
Finnlands i utanríkismálum, —
fyrst og fremst Uhro Kekkonen,
forsota og Ahti Karjalainen utan-
rikisráðherra, um að reyna að
gera finnska fjölmiðla að mál-
gögnum stjórnarinnar og hinnar
opinberu stefnu og girða fyrir
gagnrýni á Sovétríkin.