Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974
12
Morðbrennan og aftökurnar í Húnaþingi Fyrri hluti
ÞEGAR ég var tíu ára, var mér
trúað fyrir að vaka yfir vellinum í
Lokinhömrum aðra hverja nótt,
meðan þess var talin þörf. Yfir-
leitt sinnti ég vel þessu starfi,
enda hafðist ég oftast við í svo-
kölluðu Pálshúsi úti á Hjallahóli,
en af þeim hóli sást bezt til ferða
túnþjófa. En þess minnist ég, að
þegar ég tvílas Söguna af Þuríði
formanni og Kambránsmönnum,
sem ekki var til á heimilinu, en
móðir mín hafði fengið að láni,
kom það nokkrum sinnum fyrir,
að þegar ég uggði að mér, voru
allmargar túnsæknar ær teknar
að gæða sér á þeim gróðri, sem ég
átti að verja. Þótti mér sagan
engu síður fróðleg og áhrifarík en
meginþorri Islendingasagna, og
fékk ég mikið dálæti á höfundi
hennar. Síðan var keypt þýðing
hans á Sögu Jósefs Garibalda,
sem varð mjög vinsæl, Dulrænar
smásögur Brynjólfs, Bólu-
hjálmarssaga — og loks saga
Natans Ketilssonar og Skáld-
Rósu. Ég hafði lesið frásögn
um „Fjárdrápsmálið“ í Húna-
þingi og ennfrémur frásögn
af ráni af dauðvona og
deyjandi erlendum sjómönn-
um, sem rekið hafði á fjörur
þar nyrða. Minntist ég svo þess
sem sagt er frá i Sögunni af
Þuriði formanni og Kambráns-
mönnum, og velti ég því mikið
fyrir mér, án þess að komast að
niðurstöðu, hvað vaidið hefði
þeirri óöld, sem ríkti samtimis i
Húnaþingi og Árnessýslu. Það
man ég glöggt, að i þessum tveim-
ur afbrotasögum fékk ég mest
ógeð á tveimur konum, Þorbjörgu
Halldórsdóttur og Kristínu Gotts-
vinskonu, eins og ég heyrði hana
kallaða, þá er um Kambsránið var
rætt. Þessar tvær konur minntu
mig á Hallgerði langbrók, þó að
mjög skorti þær á þann glæsi-
leika, sem höfundur gæðir hana.
Seinna hef ég svo gert mér
ljóst, hver hafi verið orsök ódald-
ar þeirrar, sem þeir brutu niður í
sínum umdæmum Þórður sýslu-
maður Sveinbjörnsson og yfir-
valdið i Hvammi í Vatnsdal,
Björn„ Auðunarson Blöndal og
komu í veg fyrir að slik bylgja
siðleysis og lögbrota bryti yfir
landið allt. P'relsishreyfingar
þær, sem fóru um mikinn hluta
Norðurálfu eftir stjórnarbylting-
una frönsku höfðu áhrif allt út
til íslands, og samtímís gerðist
það hér á landi, að hinn hámennt-
aði og valdamikli Magnús
Stephensen beitti sér ekki aðeins
fyrir mannúðlegri refsidómum,
heldur og skynsemitrúnni, sem
kippti fótum undan þeim trúar-
setningum sem voru hjá miklum
fjölda manna verndun ábyrgrar
breytni og siðgæðis. Meðal al-
mennings ríkti hin sárasta fátækt
samfara furðulegu félagslegu
réttleysi. Samfara fátæktinni
ríkti hjá almenningi fáfræði um
flest og þá ekki sízt, hvers boð-
endur frelsis og aukins réttar
hinna kúguðu væntu sér á sviði
þjóðfélags- og menningarmála í
ennþá allfjarlægri framtið. Ein-
stakir menn hér og þar, sem voru
öðrum ófyrirleitnari, sakir eðlis,
uppeldis og aðstæðna töldu sér
trú um, að nú mundi komið tæki-
færi til að brjóta af sér fjötra
löghlýðni og kirkjulegra kreddna,
og ekki hefur þurft marga gikk-
ina í hverri veiðistöð til þess að
villa um fyrir öðrum, sem hafa
fundið hvíla á sér þjakandi höml-
ur, hafa þráð að njóta aukins
frjálsræðis og lífsgæða og helzt ná
að hefna sin á umhverfi sínu. Og
þetta var það einmitt, sem gerðist
i Arnessýslu og i Húnaþingi á
fyrslú áratugum nítjándu aldar-
innar.
Saga Natans Ketilssonar og
Skáld-Rósu, sem var síðasta meiri
Guðlaugur Guðmundsson.
háttar ritverk hins mikla
sagnameistara, Brynjólfs frá
Minna-Núpi, vakti mikið umtal
vestur í fjörðum og meira en ella
fyrir það, að Vatnsenda-Rósa kom
þar við sögu. Yfir henni var
rómantískur bjarmí, og ollu því
frásagnir um ástir þeirra Páls
Melsteðs hins eldra og vísur Rósu,
em voru á hvers manns vörum.
En auðvitað var einnig rætt um
morðbrennuna og aftökurnar,
sem aðeins elzta fólkið minntist
Hið mikla
geymir
minningin
en mál er
að linni
að hafa heyrt sagnir af. Á suma
hafði sagan slik áhrif, að það syrti
yfir þeim, þegar á hana var
minnzt. Það má svo nærri geta, að
sagan hafi komið illa við afkom
endur þeirra Ketilssona, Natans
og Guðmundar, og Katanesfólks-
ins, þar eð i Húnaþingi hafa hinir
hryllilegu atburðir verið mörgum
í ljósu minni af frásögnum afa og
ömmu. Ég, fjórtán ára piltur vest-
ur í fjörðum, táraðist yfir visun-
um, sem fóru á milli Rósu og
Agnesar. Rósa kvað:
Undrast þarft ei, baugabrú,
þó beiskrar kenni pínu:
hefur burtu hrifsaó þú
helft að iffi mfnu.
Agnes svaraði þegar í stað:
Er mfn klára ósk til þfn,
angurs tárum bundin:
ýfóu ei sárin sollnu mfn,
sólar báru hrundin
Sorg ei minnar sálu herð,
seka drottinn náðar
af því að Jesús eitt fyrir verð
okkur keypti báðar.
Einnig varð mér sérlega
minnisstæð þessi vísa Guðmundar
Ketilssonar, og hún ómaði siðan í
huga mér undir gömlu rímnalagi,
þegar ég svipaðist um á Illuga-
stöðum nærri hálfri öld síðar:
Þegar nafn mitt eftir á
allra þögn er falið,
Illugastaða steinar þá
standið upp og talið.
Það hefur vissulega dregist, aó
nafn þessa sérstæða manndóms-
manns hafi falizt „allra þögn“.
Næst eftir Brynjólf frá Minna-
Núpi var það dönsk skáldkona,
sem olli því, að hinir hörmulegu
atburðir voru almennt rifjaðir
upp og ræddir. Hún hét Eline
Hoffmann, var gift góðskáldinu
danska, Kai Hoffmann, og móðir
Ulfs Hoffmanns, sem enn er á lífi
og þykir allgott ljóðskáld. Eline
Hoffmann var uppalin á Patreks-
firði og talaði því og las íslenzku.
Hún var dóttir hins sérkennilega
Fischers, sem var alllengi sýslu-
maður Barðstrendinga. Af honum
heyrði ég ýmsar kátlegar sögur á
bernskuárum minum, en einnig
sögu af þungum hörmum, sem
sýslumannsfjölskyldunni hafði að
höndum borið. Eline Hoffmann
hefur ef til vill á unglingsárum
sinum vestra heyrt getið hinna
sorglegu atburða, sem gerðust í
Húnavatnssýslu því sem næst
hálfri öld áður en hún fæddist, en
það veit ég, að hún fékk í hendur
sögu Brynjólfs frá Minna-
núpi um Natan og Skáld-Rósu
og að eftir frú Hoffmann
var haft, að efni sögunnar og
geró og örlög þeirra persóna,
sem þar er einkum frá sagt,
hefðu snortið hana svo mjög,
að þeim hefði aftur og aftur skot-
ið upp í huga hennar, svo að loks
hefði hún tekið sér fyrir hendur
að skrifa um þær leikrit. Þetta
leikrit var þýtt á íslenzku og
heitir Dauði Natans Ketilssonar.
Það var gefið út á Akureyri árið
1928 fyrir tilstilli Haralds Björns-
sonar leikara, sem setti það á svið
í Reykjavík, þá nýkominn frá
námi í Danmörku. Leikritið var
og leikið á Akureyri og á Isafirði,
þótti ekki merkilegt skáldrit en
BöKmenntir
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
vakti allmikla athygli vegna þess
efnis, sem þar var uppistaðan.
Sex árum síðar var mikið fjall-
að um morðbrennuna og aftök-
urnar, jafnt í ræðu og riti. Þá
gerðist það, sem samfellt var frá
sagt í grein eftir Grétar Fells í
Lesbók Morgunblaðsins 2. desem-
ber 1934. Þar er þetta meðal ann-
ars tekið upp úr dagbók
Guðmundar Hofdals:
„Síðdegis í dag var sú ákvörðun
tekin, að ég legði af stað snemma í
fyrramálið norður í Húnavatns-
sýslu. Tilgangurinn er sá að leita
að dys þeirra Agnesar Magnús-
dóttur og Frióriks Sigurðssonar,
er tekin voru af lífi í Vatnsdals-
hólum 12. janúar 1830 vegna
morðs á Natan Ketilssyni og grafa
upp likamsleifar þeirra til endur-
greftrunar í vígðri mold. Tildrög
þessa máls eru þau, að því er ég
bezt veit, að Agnes og Friðrik
hafa sjálf í gegnum ósjálfráða
skrift, óskað, ásamt mörgu fleira,
eftir uppgreftri beina sinna og
jarðsynging þeirra i kirkjugarði
Tjarnarkirkju á Vatnsnesi..
Það var húnvetnsk kona í
Reykjavík, Sesselja Guðmunds-
dóttir, sem skrifaði ósjálfrátt —
að hennar sögn samkvæmt for-
sögn þeirra Agnesar Magnúsdótt-
ur og Friðriks Sigurðssonar. Al-
mennt var talið i Húnaþingi, að
höfuð þeirra hefðu verið grafin í
kirkjugarðinum á Þingeyrum að
ráði heiðurskonunnar Guórúnar
Runólfsdóttur, húsfreyju tá hinu
gamla höfuðbóli. Hún hafði skip-
að einum vinnumanna sinna
að fara á laun í næturþeli,
taka höfuð þeirra Friðriks og
Agnesar af stöngunum og
grafa þau í kirkjugarði Þing-
eyra, en hins vegar kom fram
í hinni ósjálfráðu skrift Sess-
elju, að Agnes tjáði henni, að
vinnumaðurinn hefði svikist um
að grafa höfuð þeirra í vígðri
mold. Hann hefði grafið þau sem
svaraði feti norðar en dysin væri
— þar væri jarðvegurinn malar-
bornari. Ennfremur sagði hún, að
vinnumaðurinn hefði ekki tekið
höfuð hennar af stönginni, heldur
hefði hann brotið stöngina og skil-
ið brotið eftir í höfðinu. Þetta
reyndist rétt, og þótti það sanna,
að Sesselja hefði vissulega skrifað
ósjálfrátt að forsögn þeirra,
Agnesar og Friðriks. Er svo
skemmst frá þvi að segja, að öll
þau bein, sem upp voru grafin,
voru jöróuð í Tjarnarkirkjugarði
17. júní 1934 og var það séra
Sigurður í Hindisvík, sem jarð-
söng að viðstöddu allmörgu fólki.
Síðan kom fólk saman á Uluga-
stöðum, og þar bað presturinn
fyrir sálum Agnesar og Friðriks
og Guðmundur bóndi Arason
flutti stutta ræðu.
Svo liðu þá hartnær fjórir ára-
tugir, þangað til enn á ný var
fjallað í riti og manna á meðal um
óöldina í Húnavatnssýslu. 1 fyrra
kom út skáldsagan Yfirvaldið, eft-
ir Þorgeir Þorgeirsson. Um þá
bók skrifaði ég í Morgunblaðið.
Taldi ég engan efa á því, að höf-
undurinn væri gæddur skáldgáfu,
en hins vegar sýndi ég fram á, að
sagan missti marks sem ádeila á
Björn sýslumann Blöndal, sem án
efa hefur ekki meó góðu geði
kvéðið upp dómana yfir þeim,
sem sekir voru í morðbrennumál-
Framhald á bls. 26
Geir H. Haarde:
Frá Washington
RAUNIR BROWNS
HERSHÖFÐINGJA
Gcorge Brown hershöfðingi,
formaður herráðs Bandaríkj-
anna, lenti nýlega í þeirri vand-
ræðalegu aðstöðu að tala
klaufalega af sér og verða opin-
berlega að hiðjast afsökunar á
ummælum sínum um völd og
áhrif Gyðinga I Bandaríkj-
unum. Eins og komið hefur
fram í fréttum, flutti Brown (
síðasta mánuði fyrirlestur fyrir
stúdenta við Duke-háskóla. t
umræðum, sem spunnust að
ræðu hans lokinni, var Brown
spurður um deilu landanna
fyrir botni Miðjarðarhafs og
áhrif bandarískra Gyðinga á
stefnu Bandarfkjanna. Brown
lét þá svo um mælt, að áhrif
Gyðinga í Bandaríkjunum
væru hreint ótrúlega mikil og
réðu þeir bönkunum og dag-
blöðunum ( landinu. Enginn
tók eftir ummælum þessum
fyrst ( stað, eða þar til einn
stúdentanna, sem viðstaddur
var, lét stórblaðinu Washing-
ton Post í té segulbandsupp-
töku með þessum ummælum.
Blaðið birti þau umsvifalaust.
Ekki var að spyrja að afleið-
ingunum. Ásakanir bárust vfða
að um að Brown væri andsemi-
tfskur og bæri að vfkja honum
úr embætti fyrir að láta í Ijós
skoðanir sem þessar. I lesenda-
bréfi f Washington Post var t.d.
spurt, hvorum megin vfglin-
unnar Brown hefði harizt f sfð-
ustu heimsstyrjöldinni. Ford
forseti kallaði Brown á sinn
fund og veitti honum áminn-
ingu, en kvaðst ekki mundu
vfkja honum frá fyrir þessi
mistök ein sér. Og Brown
sjálfur baðst margfaldlegrar
afsökunar á að hafa sagt þetta,
kvað ummælin vanhugsuð og
ekki lýsa raunverulegum
skoðunum sfnum. Lýsti hann
þvf yfir nýlega, að hann mundi
í framtíðinni ekki fjalia opin-
berlega um önnur má! en þau,
sem beinlfnis heyra undir
öryggi og varnir Bandaríkj-
anna.
En þrátt fyrir iðrun hefur
Brown, sem er æðst setti hers-
höfðingi f Bandarfkjunum, beð-
ið mikinn álitshnekki. Hann
verður f framtíðinni varla
talinn maður mjög trúverð-
ugur, allra sfzt af Israelsmönn-
um, Aröbum eða bandarfskum
Gyðingum. Spurningin verður
því sú, hve lengi Ford forseti
treystir sér til að hafa sér við
hiið f stöðu forseta herráðsins
mann, sem þeir aðilar sem Ifk-
legastir eru til að stofna til
ófriðar f heiminum, ekki
treysta.
Við þetta má sfðan bæta þvf,
að Brown tók nýlega opinber-
lega afstöðu gegn frumvarpi
þvf f Bandarfkjaþingi sem
kallar á 200 mflna fiskveiðilög-
sögu fyrir Bandarfkin. 1 yfir-
lýsingu, sem hann gaf f opnum
yfirheyrslum fyrir hermála-
nefnd Öldungadeildarinnar og
sá sem þetta ritar hlýddi á.
túlkaði Brown, til stuðnings
skoðun sinni, dóm Alþjóðadóm-
stólsins f Haag í máli Breta og
Islendinga á þann veg, að hann
sýndi, að einhliða útfærsla lög-
sögu væri ekki f samræmi við
alþjóðalög. E.t.v. má nú að þvf
spyrja, hvort Brown ætlist til
að þessi ummæli séu tekin
alvarlega.
MILLJÓN DALIR
ÁRLEGAI
FISKSÖLUHERFERÐ
Herferð til að efla sölu fisk-
afurða úr Norður-Atlantshafi
er hafin hér vestan hafs. Að
þessari herferð standa ný sam-
tök fiskframleiðenda frá
Norðurlöndunum og Kanada,
North-Atlantic Seafood Associ-
ation. Mun ætlunin að verja um
einni milljón dala árlega til að
auglýsa upp gæði fiskafurða
Norður-Atlantshafssvæðisins. 1
fréttatilkynningu frá sam-
tökunum segir, að fjár til að
standa straum af þessum kostn-
aði verði aflað bæði hjá fyrir-
tækjum og stjórnvöldum.
Kjörorð söluherferðarinnar
útleggst „Uppgötvið sjávar-
réttina úr Norður-Atlantshaf-
inu — nýjan heim góðrar
fæðu.“ Vörurnar sem verða
auglýstar, verða jafnframt auð-
kenndar með sérstöku merki,
sem tákna á erfiði og ævintýri,
sem fylgja veiðum f NorðurAt-
lantshafi. Othar Hansson á sæti
f stjórn North-Atlantic Associ-
ation fyrir hönd Sambands fs-
lenzkra samvinnufélaga.
75000 DALIR
TIL HÖFUÐS
MORÐINGJANUM
Samkomulag hefur tekizt f
deilu kolanámamanna og
námaeigenda f Bandarfkj-
unum. Verkfall hcfur staðið
yfir f nokkrar vikur og þegar
lamað ýmsar atvinnugreinar,
sem byggja starfsemi sfna á
kolum.
Samningaviðræður aðila
fóru fram f Washington.
Á meðan viðræðurnar
stóðu yfir var einn verkalýðs-
foringinn úr viðræðunefnd
námamanna skotinn til bana f
hótelherbergi sínu. Samtök
námamanna hafa nú lagt 75000
dali til höfuðs morðingjanum
og er fénu heitið hverjum
þeim, sem gefið getur upplýs-
ingar, sem leiða til handtöku
hans. Ekki liggur ljóst fyrir,
hvort morðið var framið I póli-
tfskum tilgangi eða í auðgunar-
skyni. En morð hafa áður verið
framin f röðum forystumanna
námamanna. Tony Boyle,
fyrrum forseti samtaka þeirra,
var f fyrra fundinn sekur um að
hafa myrt mótframbjóðanda
sinn Yablonsky og fjölskyldu
hans á gamlárskvöld 1969.