Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974 5 Vönduð biblíuhandbók komin út tlT er komin hjá Erni og Örlygi bókin Biblluhandbókin þin, f þýð- ingu séra Magnúsar Guðjóns- sonar, en biskupinn yfir lslandi, herra Sigurbjörn Einarsson ritar formála. Bók þessi er sænsk að uppruna, en verið er að þýða hana yfir á fjölmörg tungumál, þvf hún hefur vakið mikla athygfi bæði hjá bibfíufróðum og þeim sem lftið hafa kynnt sér hina helgu bók. Bókin er helguð minningu séra Hallgríms Péturssonar f tilefni af 300. ártfð hans. Hluti af söluhagn- aði rennur til byggingar Hall- grfmskirkju f Reykjavfk. Bókin er 308 blaðsíður og skreytt fjölda mynda. í undirtitli bókarinnar segir að hún skýri í máli og myndum heiti og hugtök í Heilagri ritningu. 1 formálsorðum sínum segir séra Sigurbjörn Einarsson biskup m.a.: Sú bók, sem hér kemur út á íslenzku, mun geta bætt verulega úr tilfinnanlegri vöntun á hjálpargögnum við lestur Heil- agrar ritningar. Sá er og til- gangurinn með útgáfu hennar. Hún hefur að geyma skrá um mikilvæg heiti og hugtök með upplýsingum og skýringum. Efninu er svo fyrir komið, að auð- velt er að finna greið svör við mörgu því, sem lesandinn staldrar við. Myndirnar eru mjög til glöggvunar og lffgunar á efninu. Myndirnar eru mjög til glöggv- unar og lífgunar á efninu. Ætla má, að öllum fróðleiksfús- um mönnum þyki fengur í þessari handhægu bók og mörgum þeim, sem nota Biblíuna að staðaldri, mun verða mikið gagn að þeirri leiðsögn, sem hér er í boði. Bókin er fyrst og fremst samin til afnota við kristinfræðinám i barnaskól- um og er prýðilega til þess fallin. En henni er einnig ætlað að leið- beina hverjum þeim, sem vili fræðast um Biblíuna, það sögu- svið, sem umlykur hana, þann boðskap, sem hún flytur. Ég þakka útgefanda og þýðanda og vona, að þessi bók fái verðskuld- aðar viðtökur og færi mörgum gleði og blessun. Þýðandinn, séra Magnús Guð- jónsson, segir í eftirmála: Megin- efni bókarinnar skiptist i rúma 50 þætti, sem gerð eru nákvæm skil. Þá eru í henni meira en 1200 uppsláttarorð í stafrófsröð, sem vísa til annarra orða, svo að gildi bókarinnar verður enn meira. Auk þess eru orðaskýringar, lit- myndir og svart-hvítar myndir, kort, línurit, ártöl, fjölda margir ritningarstaðir og margt annað, sem að gagni kemur við lestur Biblíunnar. Margur spyr f dag: Hver er hamingjuleiðin og hvar er til hennar leita? Hún er nær en nokkur hyggur. „Taktu og lestu“, var eitt sinn sagt við niður- brotinn ungan mann. Hann hlýddi, tók Bibliuna og las, og varð siðan mikill spekingur. Taktu og lestu Biblíuna, þar finnur þú hamingjuleiðina, les- andi góður. Lestur hennar verður þér auðveldari og gagnlegri, ef þú F'rá vinstri: Örlygur Hálfdánarson, séra Magnús Guðjónsson, biskup- inn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson og Hermann Þorsteins- son. Ljósmynd Mbl. Ol.K.M. hefur Biblfuhandbókina þina við höndina. Hún er vissulega upp- sprettulind mikillar visku og speki og vel þess virði, að eftir henni sé tekið. Ég lýk þessum eftirmála með hvatningarorðum spámannsins: „Ó, land, land, land, heyr orð Drottins". Setning, prentun og band « bókarinnar er unnið hjá Prent- smiðjunni Eddu hf. Hilmar Helgason gerði káputeikningu. tökum upp nýj ar vörur í allar deildir daglega til jóla. TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSiNS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20 A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.