Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 14
L4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974 THANT NÝLEGA lézt f New York fyrrverandi framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, U Thant, 65 ára að aldri. Krabbamein lagði hann að velli eftir langvarandi baráttu, sem meðal annars kom i veg fyrir, að hann gæti skrifað endurminningar sínar, svo sem hann hafði í hyggju, þegar hann lét af starfi sínu hjá S.Þ. árið 1971. U Thant gegndi framkvæmdastjórastarfinu í áratug, tók við þvi eftir fráfall Dags Hammarskjölds, er fórst, þegar flugvél hans var skotin niður í Kongó. Það var ekki heiglum hent að taka við þessu starfi um þær mundir. Kom þar hvorttveggja til, að Dag Hammarskjöld hafði verið ákaflega sérstæður maður og notið geysilegrar virðingar og aðdáunar, en jafn- framt höfðu margar ráðstafanir hans í embættinu orðið um- deildar mjög og leitt til hörku- deilna um eðli framkvæmda- stjórastarfsins. Þótti mörgum sem Hammarskjöld ætlaði sér völd um of og að hann væri full óráðþæginn. — og Sovét- stjórnin vildi breyta skipulagi starfsins á þá lund, að það yrði leið að krefjast þríeykisstjórnar Sameinuðu þjóðanna og U Thant var einróma kjörinn til starfsins árið 1962. Hann var endurkjörinn 1 966 og lagt fast að honum að gegna starfinu þriðja kjörtímabilið en til þess treysti hann sér ekki af heilsu- farsástæðum. Frá upphafi þótti það ein- kenna störf U Thants, að hann gekk að hverju máli með opinn huga án nokkurra hleypidóma. Hann var reiðubúinn að hlusta á hvers manns ráð og kynna sér sjónarmið allra, er hlut áttu að máli. Slík afstaða kom sér mjög að ósekju, því að sam- kvæmt samningi Egyptalands og Dags Hammarskjölds frá 1956 um vist gæzluliðsins gat U Thant ekki með neinum laga- legum rétti vísað á bug kröfu Egyptalands um að friðar- gæzluliðið hyrfi á brott. Eitt átti U Thant sameigin- legt með Dag Hammarskjöld. Báðir voru þeir menn innhverfir og dulir og báðir höfðu þá venju að taka sér reglubundnar stundir til heimspekilegra og trúfræðilegra þenkinga. Hammarskjöld norrænn dul- hyggjumaður, U Thant búdda- trúar. í hugþjálfun sína sóttu þeir styrk, sem setti sérstakan svip á framkomu þeirra og störf. í ýmsu þóttu lífsskoðanir þeirra líkar en þar sem þeir voru sprottnir úr svo ólíkum jarðvegi horfðu þeir yfir vett- vang heimsmálanna hvor frá slnu sjónarhorni, ef svo mætti segja. U Thant í Háskóla íslands. ekki lengur I höndum eins manns heldur þriggja. U Thant var I starfið kjörinn til bráðabirgða meðan deilur um framtíðarskipan þess væru óútkljáðar — og varð þá fyrir valinu vegna þess, að hann var svo til eini maðurinn, sem stór- veldin gátu komið sér saman um. Hann var þá fastafulltrúi lands síns, Burma, hjá S.Þ., ákaflega hæglátur maður og alvarlegur, mikill diplómat, en menn vissu lítið um hann að öðru leyti. Það þótti kostur, að hann var frá hlutlausu eða óháðu ríki og gerðu stórvéldin sér þvi vonir um, að hann yrði hlutlaus í átökum þeirra. Þar varð þeim að ósk sinni. Tæpast hefði mörgum mönn- um öðrum tekizt að halda slíku jafnvægi gagnvart forystu- mönnum Austurs og Vesturs eða öðrum, sem illdeilur stund- uðu á þessum árum. Þó hikaði hann ekkí við að gagnrýna stór- veldin sem önnur ríki, þegar hann taldi þau leggja steina í götu starfs samtakanna. Enda hættu Rússar áður en langt um ákaflega vel eins og á stóð í svo flóknum vandamálum, sem til kasta samtakanna komu á þessum árum. Af minnisstæðustu heims- málum, sem U Thant hafði afskipti af, mætti nefna Kongó, sem enn var eins og eldfjall er stöðugt kraumaði í og gaus öðru hverju; Kúbudeiluna, þar sem Kennedy og Krúsjeff stóðu hvor andspænis öðrum með kjarnorkuhnefana reidda; Viet- namstyrjöldina, þar sem U Thant gerði margar tilraunir til að stilla til friðar en átti óhægt um vik m.a. vegna þess að tveir hlutaðeigandi aðila, Norð- ur-Vietnam og Kína, áttu ekki aðild að Sameinuðu þjóðunum og því vantaði formlegan vett- vang til viðræðna við þá; sömu- leiðis styrjöld Indlands og Pakistans árið 1965 og sex daga stríðið i júní 1967 milli ísraels og Arabaríkjanna, þar sem mjög var gagnrýnd sú ráð- stöfun U Thants, að kalla frið- argæzlulið samtakanria frá vopnahléslínunni á Gazasvæð- inu og á Sinaiskaga — og Eftir a8 U Thant lézt lá kista hans i nokkra daga á viðhafnarbörum I aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Mynd þessi var tekin þegar verið var að flytja hana þangað. Enda þótt U Thant tækist svo vel í sínu starfi sem raun bar vitni að halda jafnvægi milli andstæðra pólitískra aðila, taldi hann sjálfan sig lýðræðislegan sósíalista. Hann var og þeirrar skoðunar, — sem glöggt kom fram í fyrirlestrinum, sem hann hélt í Háskóla íslands er hann kom hingað sumarið 1966 — að Vesturlandabúum væri ekki síður þörf á að læra eitt og annað af Austurlandabúum en öfugt. Hann sagði eitthvað á þessa leið: Á Vesturlöndum hefur allt kapp verið lagt á tæknimenningu og framfarir og menntun að mestu verið við það miðuð. Meðal austrænna þjóða hefur markmið mennt- unar fyrst og fremst beinzt að leit að sannleikanum innra með oss, könnun á því, sem gerist í hugskoti og sálarlífi manneskj- unnar en jafnframt hafa stað- reyndir hins ytra lífs, og þar með tækniþróun umhverfisins, að miklu leyti verið virtar að vettugi. Ég er þeirrar skoðunar, að á þeim tímum streitu, marg- háttaðra erfiðleika og flókinna vandamála, sem við nú lifum, sé nauðsynlegt að finna ein- hverskonar málamiðlun milli þessara tveggja menntunar- miða." U Thant var sjálfur ekki lang- skólagenginn á vestræna vísu. Hann hafði að vísu hafið há- skólanám í Rangoon að loknu menntaskólanámi í heimabæ sínum Pantanaw, en hann var ekki nema tvítugur, þegar hann hóf þar kennslu og skóla- stjóri menntaskólans varð hann þremurárum síðar. Á þessum árum hófst náin samvinna hans við U Nu, síðar forsætisráðherra Burma, sem var tveimur árum eldri en U Thant og einnig starfandi kenn- ari I Pantanaw. Þeir tóku sam- eiginlega þátt I pólitískri bar- áttu á fjórða tug aldarinnar og jafnframt því að gegna ýmsum opinberum embættum eftir að Burma varð sjálfstætt rlki (— hann var m.a. blaðaf ulltrúi ríkisstjórnarinnar, útvarpsstjóri ráðuneytisstjóri I menntamála- og forsætisráðuneytinu og framkvæmdastjóri félagsmála- og efnahagsmálaráðs landsins) var U Thant náinn ráðgjafi U Nus eftir að hann tók við stjórn landsins, skrifaði m.a. ræður hans og þýddi á ensku- og fylgdi honum á fjölþjóðaráð- stefnursem hæqri hönd hans. Eðlilega hafði U Thant mikinn áhuga á vanþróuðu ríkjunum svonefndu og barsér- staklega fyrir brjósti þá starf- semi Sameinuðu þjóðanna, sem laut að aðstoð við þau. U Thant skrifaði nokkrar bækur, áður en hann varð framkvæmdastjóri S.Þ., þeirra á meðal bók um Þjóðabanda- lagið og tveggja binda verk um sögu Burma eftir heimsstyrjöld- ina svo og bækur um skólamál, þ. á m. um lýðræði I skólum. Það, sem öðru fremur þótti einkenna U Thant sem mann- eskju fyrir utan hægláta fram- komu og hljóðláta — var rót- gróin tilfinning samúðar og mannúðar og hve gersamlega laus hann virtist við hégóma- skap og hroka. U Thant var kvæntur konu frá Burma og áttu þau tvö börn. Sonur þeirra fórst af slys- förum I Rangoon, þá korn- ungur námsmaður, en dóttir þeirra Aye Aye er gift og búsett I Bandaríkjunum. — mbj. Þegar U Thant kom í heimsókn til íslands t júlimánuði 1966 ferðaðist hann um nágrenni Reykjavíkur ásamt Emil Jónssyni, þáverandi utanrlkisráðherra og fleiri tslenzkum ráðamönnum. Þá var komið við í Hveragerði, þar sem þeir Emil og U Thant skiptu með sér tslenzkum banana. U Thant heimsótti einnig þáverandi forseta Islands. Ásgeir Ásgeirsson, að Bessastöðum og sat þar veizlu hans og hélt fyrirlestur i Háskóla Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.