Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 18
X g MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974 Málmblendiverksmiðjan á Alþingi: Að vera skynsamari og farsælli fyrri ráðherra FJÖRKIPIMR fúru um þingsali og hnútar flugu um borö, er um- ræöur urðu um fyrirspurn um ráðgeröa málmblendiverksmiðju í Hvalfirði, í neðri deild Alþingis í gær. Jónas Árnason (K), fyrirspyrj- andi, hóf mál sitt með frásögn frá Leirárfundi daginn áður, þar sem tveir ráðherrar (orkumála og samgöngumála), ásamt formanni stóriðjunefndar og nokkium hópi sérmenntaðra fræðimanna, hefði farið hinar mestu hrakfarir, að sögn þingmannsins, fyrir heima- fólkí i Borgarfirði og gagnorðum gestum, langt að komnijm. Sagði Jónas þetta sögulegasta fund i Borgarfirði frá öndverðu og bæri stjórnvöldum nú skylda til að hverfa frá verksmiðjubrölti sínu, eins og hann komst að orðí. V'æri ekki vansalaust, að þetta mál hefði svo lengi verið í undirbún- ingi og stefnt að ákveðnum að- gerðum, án samráðs við heima- aðila, sem einskis hefðu verið spurðir um málmblendimengun- ina. Gunnar Thoroddsen, orkuráð- herra, las upp fyrirspurn þá, er á dagskrá var, þar eð fyrirspyrjandi sjálfur hefði gleymt þvi meginer- indi sinu í ræðustólinn, í ákefð sinni og frásagnargleði af Leirár- fundi. Hann gat þess, að fyrrver- andi orkuráðherra, Magnús Kjartansson, hefði haft undirbún- ing þennan með höndum i þrjú ár, allt frá því hann skipaði stór- iðjunefndína 28. september 1971, og nær því til þessa dags. Asakan- ir um, að allan þennan tima hafi ekki verið leitað umsagnar heima- aðila beindust því einvörðungu að honum. Verkefni þessarar nefndar hefði verið að kanna möguleika afsetningar raforku frá Sigöldu og hefði niðurstaðan m.a. orðið málblendiverksmiðja, sem reisa skyldi að Grundartanga í Hval- firði, með minnihlutaeign tiltek- ins bandarísks stóriðjufyrirtækís. 7. ágúst 1973 hefði svo ráðherra heimilað nefndinni að ganga frá undirbúningsdrögum samnings við Union Carbide, samkvæmt gagnkvæmum viljayfirlýsingum þessa fyrirtækis og þáverandi stjórnvalda, sem ráðherrann var í forsvari fyrir. Samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir lægju í ráðuneytinu, hefðu átt sér stað viðræður við hlutað- eigandi bændur, 7. desember 1973, auk þess sem þáverandi fjármálaráðherra og núverandi samgönguráðherra hefði rætt við eigendur Grundartanga. Auk stóriðjunefndar, sem dr. Jóhannes Nordal veitti for- mennsku, hefði starfað önnur nefnd, sem Ólafur S. Valdimars- son, deildarstjóri í samgöngu- ráðuneytinu var formaður fyrir, er kannaði hafnarstæði við Grundartanga og öll mál þar að lútandi. Ráðherrann sagði, að eftir að hann hefði tekið við þessum mál- um úr hendi fyrirrennara síns, hefði fljótlega verið ákveðið að halda kynningar- og viðræðufund meó heimaaðilum um málið. Sá fundur hefði þó orðið með öðru sniði en til stóð, m.a. fyrir tilstilli tveggja þingmanna Alþýðubanda- lagsins, Jónasar Arnasonar og Stefáns Jónssonar. Hefðu þeir komið á fundinn, ásamt fylgdar- Gunnar Thoroddsen, orkuráð- herra. liði úr Mývatnssveit og Reykja- vík, sem m.a. hefði tekið upp ræðutíma heimaaðila, sem við átti að ræða. Að því leyti hefði fundurinn verið sérstæður og sögulegur. Gunnar sagði, að auk sín og samgönguráðherra hefðu mætt á fundinum dr. Jóhannes Nordal, formaður stóriðjunefndar, Baldur Johnsen, læknir, forstöðumaður heilbrigðiseftirlits ríkisins og dr. Gunnar Sigurðsson, verkfræð- ingur, sem haft hefði með hönd- um rannsóknir og hönnun hafnar- svæðis. Gunnar gerði síðan grein fyrir áliti sérfræðinga, sem að rann- sóknum málsins hefðu unnið, og sýndi, að mengunarhætta frá verksmiðjunni yrði nær engin. Þá gat hann þess, að sökum aðkomins liðssafnaðar hefði sá kostur verið valinn að fresta um- ræðu við heimaaðila til annars og heppilegra tækifæris. Sem dæmi um málflutning þessara manna mætti nefna, að tiltekinn Mývetn- ingur hefði sagt, að þeir norðan- menn hefði numið þann lærdóm af samskiptum við íslenzk stjórn- völd, að þau skildu aðeins eitt mál, mál sprengjunnar. Halldór E. Sigurðsson, samgöngu- ráðherra. Halldór E. Sigurðsson, sam- gönguráðherra, sagði að Borgfirð- ingar hefðu til þessa reynzt menn til að móta og túlka sína eigin afstöðu til mála, og þyrftu ekki til þess aðkominn stuðning frá liðs- safnaði Jónasar Árnasonar, norðan og sunnan. Hann ræddi og um málflutning gests úr Mývatns- sveit, sem sagði þær afleiðingar af starfsemi kísilgúrverksmiðju, að ungmennafélagið þar í sveit væri klofið, karlakór hættur að starfa og að hann, gesturinn, fall- inri vio oddvitakjör. Sami ræðu- maður talaði þó á annan veg um þetta fyrirtæki norðan heiða. Ræddi ráðherrann síðan um að- draganda málsins, undirbúning allan, gagnsemi verksmiðjunnar og fyrirbyggjandi ráðstafanir varðandi hugsanlega mengun. Jónas Árnason (K) ræddi enn um Leirárfund og meintar hrak- farir ráðherranna. Sagði hann breitt bil orðið á milli Halldórs ráðherra og Sigurðar bónda á Grænavatni. Krafðist hann svars við því, hver yrðu viðbrögð stjórn- valda, ef ábúendur Klafastaða neituðu að rýma jörð sína, en sér kæmi í hug, að þeir væru mjög Jónas Árnason, alpingismaour, niMfiGi andvígir fyrirhuguðum ráða- gerðum. — Allir þessir menn tóku aftur til máls og ennfremur Guð- mundur Garðarsson og Stein- grímur Hermannsson. Guðmund- ur sagði málflutning Jónasar Árnasonar einkennast i senn af minnimáttarkennd og hroka og nýlunda væri móðurumhyggja hans og Stefán Jónssonar fyrir eignarréttinum. Taldi hann ein- sýnt, að á einskis manns rétt yrði gengið, en leitað sátta og samkomulags um málið, eins og háttur væri I venjulegum sam- skiptum manna. Ráðherrarnir og Steingrímur Hermannsson ræddu einkum tæknilegar hliðar málsins og fyrirbyggjandi aðgerðir. Bentu þeir m.a. á, að í Bandaríkjunum giltu strangari reglur í þessum efnum en i nokkru landi öðru. Tækniútbúnaður, sem til staðar væri, útilokaði alla mengunar- hættu af verksmiðjunni. Niður- staða sérfræðinga væri á þá lund, að 99% úrgangsefna kæmust aldrei út í andrúmsloftið, og það 1%, sem þangað færi, væri með öllu hættulaust. Verksmiðjan væri háð skilyrðum heilbrigðis- eftirlits íslenzka ríkisins, auk þess sem íslendingar ættu meiri- hluta fyrirtækisins, svo þeim væri í einu og öllu í sjálfsvald sett að búa þann veg um hnúta, er þeir sjálfir kysu og tryggði fullkomið öryggi. Halldór E. Sigurðsson sagðist hafa orðið að taka upp málsvörn fyrir fráfarandi orkuráðherra, Magnús Kjartansson, á Leirár- fundi gegn flokksbræðrum hans. Og Gunnar Thoroddsen hafði eftir Jónasi Arnasyni, að ef hann stöðvaði framgang málmblendi- verksmiðju, skyldi hann lýsa því yfir opinberlega, að núverandi orkuráðherra væri bæði skynsam- ari og farsælli 1 starfi en fyrir- rennari hans. Ný þingmál Landmælingastjórn ríkisins. Olafur G. Einarsson og Ellert B. Schram (S) flytja tillögu til þingsályktunar um landmælinga- stjórn ríkisins. Gerir tillagan ráð fyrir því, að ríkisstjórnin láti semja löggjöf um þetta efni. Skal m.a. að því stefnt, að undir land- mælingastjórn heyri stjórnun þri- hyrningamælingá á Islandi, hæðarmerkjakerfis, kortamæling- ar og kortaútgáfa ríkisstofnana. Öryggisþjónusta Landssímans. Gunnlaugur Finnsson (F), Páll Pétursson (F) og Þórarinn Sigur- jónsson (F) flytja þings- ályktunartillögu um öryggisþjón- ustu Landssímans. Samkvæmt til- liigunni skal Landssíminn gera áætlun um öryggisþjónustu þann- ig að fullnægt verðí ákvæðum 42. gr. laga um heilbrigðis- þjónustu, nr. 56 frá 1973. Kram- kvæmd áætlunarinnar hafi for- gang. Breyting á lögum um dýralækna. Krumvarp til laga um breytingu á dýralæknalögum (flm. Gunnlaugur Finnsson (F) hljóðar svo: L gr. 4. Töluliður 2. gr. laganna hljóði svo: Snæfellsnesumdæmi: Snæfells- nes- og Hnappadalssýsla, Klat- eyjahreppur. 6. töluliður sömu gr. hljóði svo: Barðastrandarumdæmi: Múla- hreppur í Austur-Barðastrandar- sýslu og Vestur-Barðastrandar- sýslu. 7. töluliður sömu gr. hljóði svo: Isafjarðarumdæmi: ísafjarðar- kaupstaður, Bolungarvík, Vestur- og Norður-tsafjarðarsýslur. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Greinargerð. Við setningu núgildandi laga er ljóst, að ekki hefur verið tekið nægilegt tillit til landfræðilegra aðstæðna varðandi skiptingu landsinsi dýralæknaumdæmi. I sumum umdæmum voru þá ekki starfandi dýralæknar. Svo var t.d. í Patreksfjarðarumdæmi, en þar hóf dýralæknir störf á þessu ári. Patreksfjarðarumdæmi nær samkvæmt gildandi lögum allt norður til Önundarfjarðar, en Ijóst er, að mun greiðari samgöng- ur liggja frá ísafirði til syðri hluta Vestur-ísafjarðarsýslu en frá Patreksfirði. Á sama hátt eru mun greiðarí samgöngur frá Stykkishólmi til Flateyjarhrepps en frá Patreks- firði. Rétt þykir því að lögfesta nýja umdæmaskiptingu fyrir þetta svæði og er frumvarp þetta flutt að ósk forráðamanna á viðkom- andi svæðum. Meira skattfrelsi. Sighvatur Björgvinsson (A) o.fl. flytja breytingartillögu varð- andi frumvarp Guðlaugs Gíslason- ar um skattfrelsi tekna bátasjó- manna af bolfiskveiðum. Gerir hið nýja viðbótarfrumvarp ráð fyrir því, að skattfrelsi tekna nái einnig til fólks, er vinnur í fiskiðnaði, þ.e. fyrir nætur- og helgidagavinnu. Verðjöfnun á flugvélabensíni. Steingrímur Ilermannsson (K) flytur tillögu til þingsályktunar þess efnis, að framkvæmd verði verðjöfnun á flugvélabensíni, þann veg, að útsöluverð slíks varnings verði hið sama á öllum útsölustöðum landsins. Fyrirspurnir: Frá Stefáni Valgeirssyni. 1. Hvaða vatnsvirkjunar- rannsóknir með raforkufram- leiðslu fyrir augum eru lengst komnar á Norðurlandi? 2. Hvenær væri hægt að hefja virkjunarframkvæmdir ef rann- sóknum yrði hraðað eins og kost- ur er? 3. Liggja fyrir níðurstöður um stærð fyrsta áfanga Dettifoss- virkjunar? 4. Hafa verið gerðar athuganir á, hvaða orkufrekur iðnaður kæmi helst til greina á Norður- landi með Dettifossvirkjun fyrir augum eða aðra stórvirkjun þar? II. Til iðnaðarráðherra um lagningu byggðalínu til Norður- lands. Frá Stefáni Válgeirssyni. 1. Er búið að ákveða, hvenær hafist verði handa um iagningu byggðalínu frá Hvaifirði að Varmahlíð? 2. Hvenær er fyrirhugað að því verki verði lokið? III. Til iðnaðarráðherra um rannsóknir og virkjunarundir- búning á Kröflusvæðinu. Krá Inga Tryggvasyni. Hversu langt er komið rannsóknum á háhitasvæðinu í Kröflu og hver er árarigur þeirra rannsókna, sem fram hafa farið? Hvenær verður ákvörðun tekin um kaup á vélum í væntanlega Kröfluvirkjun og hvenær er áætlað að hún taki til starfa? IV. Til iðnaðarráðherra um rannsókn á virkjunarmöguleikum í Skjálfandafljóti. Frá Inga Tryggvasyni. Hvað liður rannsókn á virkjunarmöguleikum í Skjálf- andafljóti við íshólsvatn? V. Til iðnaðarráðherra um virkjunarrannsóknir á Dettifoss- svæðinu. Krá Inga Tryggvasyni. Hversu lengi hafa rannsóknir á virkjunarmöguleikum við Detti- foss staðið, hversu miklu fé hefur verið varið til þessara rannsókna og hverjar eru niðurstöóur þeirra? Þriðja þing Rafiðnaðar- sambandsins Þriðja þing Rafiðnaðarsam- bands íslands verður haldið í Reykjavik dagana 6.—8. þessa mánaðar og helztu mál þingsins verða kjara-, atvinnu- og fræðslu- mál. Þingið sitja um 45 þingfull- trúar víðsvegar að af landinu. Formaður Rafiðnaðarsambands Islands er Magnús Geirsson. Breyting á útvarps- lögum í Þingsjá I Þingsjá útvarpsins, sem er á dagskrá kl. 19.45 í kvöld, segja þeir Njörður P. Njarðvík, formað- ur Utvarpsráðs, og Magnús Þórðarson, sem er einn ráðs- manna, álit sitt á frumvarpi því, sem fram kom á Alþingi í fyrra- dag, og fjallar um breytingu á útvarpslögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.