Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 32
.‘32 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974 Vilborg Sigurðar- dóttir—Kveðja Fædd 20.4. 1926. Dáin 23.11. 1974. Þann 3.12. var til moldar borin systir mín Vilborg eða Lilla eins og hún var alltaf kölluð. Hún var yngri dóttir foreldra okkar Sigurðar Sigurðssonar skipstjóra á b/v Geir til dánardægurs 1943 og Agústu Jónsdóttur frá Brunn- holti hér í borg, síðar kallað að Brekkustíg 11. Þar vorum við öll systkinin, ásamt móður okkar, fædd og áttum heima fyrstu árin. Systir mín Lilla var einstaklega skemmtilegt barn, góðlynd, kát og ' fjörug, sem ung stúlka varð hún mjög glæsileg og sérstaklega eftirsóknarverður kvenkostur. Sis, eins og ég kallaði hana oftast, hafði allt það til að bera, sem best má prýða eina konu. Hún gekk ekki menntaveginn umfram venjulega skólaskyldu, en það háði henni ekki, því ég held að meðfæddir hæfileikar hafi verið þeir að hjálpað hafi uppá það sem á menntun skorti. Ung að árum giftist hún Gunn- laugi Björnssyni, mesta ágætis manni og átti með honr.m sex mjög efnilega og mvndarlega syni. Þeir eru: Sigurður f 6.7. r45, nú stýrimaður á Grjótjötni, kvæntur Oddnýju Sturludóttur og eiga þau eitt barn, son átti hann áður. Björn fæddur 10.11 ’47 rennismíð- ur að mennt, kvæntur Sigrúnu Petersen og eiga þau 2 börn. Gunnlaugur f. 24.11.’49 verkstjóri hjá Eimskip, kvæntur Margréti Halldórsdóttur og eiga þau tvö börn; dóttur átti hún áður; þau búa í Hafnarfirði. ívar f. 27.7.’51 stýrim. hjá Eimskip, kvæntur Björgu Gunnarsdóttur og eiga þau eitt barn. Ásgeir f. 8.10.’52, stýrimaður hjá Eimskip, kvæntur Þórunni Lúðvíksdóttur barnlaus, en hún átti barn áður, sem er hjá þeim. Kristinn f. 7,10.’56 og ungur að árum enn. Hann hafði nýlega verið í skipsrúmi hjá mér en ákveðið að fara í land og byrja að læra. Það má segja að samskipti syst ur minnar og Gunnlaugs hafi ver ið mjög góð og ánægjuleg framai af árum, en svo fór að þau slitv samvistir. Þá kom los á fjölskyldi systur minnar, en vegna sam heldni og samvinnu hennar, son; hennar, móður okkar, Siggu syst- ur og að ógleymdu öllu starfi mágs míns Helga Sveinssonar, tókst þeim að koma sér upp íbúð i Árbæjarhverfi, þar sem þau voru unz drengirnir fóru að búa sjálfir. Eftir þetta vann hún við ýmis störf, og er mér kunnugt um að hún kom sér alls staðar vel og vann samviskusamlega að sínum störfum. Um margra ára skeið átti hún við mikla vanheilsu að stríða svo það :ná ef til vill segja að hún hafi Ef liðsinnt ég gæti Samtalsþættir eftir Valgeir Sigurðsson fengið kærkomna hvíld frá þessa heims amstri ég persónulega held það sjálfur. Hún var sátt við guð og menn, vissi syni sina með góð- um konum og börnum og yngsta soninn á góðum stað. Ég veit að það er erfitt fyrir aldraða móður okkar að sjá á eftir sinu fyrsta barni. Eg bið systur minni allrar bless- unar yfir móðuna miklu til nýrra heimkynna. Farðu í friði. Ingi. Bókaútgáfan Skuggsjá sendi nýlega frá sér bókina „Ef liðsinnt ég gæti“ eftir Valgeir Sigurðsson blaðamann, sem er viðtöl við 15 landskunna menn og aðra minna þekkta, eins og segir á bókarkápu. Um viðmælendur sína segir höfundur í formála: „Stundum leitaði ég eftir æviatriðum manna og lýsingu þeirra á horfinni tíð og þá helzt á þann hátt, að þær frásagnir ættu um leið erindi við nútímann. Sumir ræddu við mig um tómstundavinnu sina og hugðarefni, aðrir töluðu um vandamál og viðfangsefni líðandi stundar.” Nafn bókarinnar segist höfundur ekki hafa valið út i bláinn, en tekið orðin úr kvæðinu Vetrarríki eftir Stephan G. Stenhansson, til að benda á til- ganginn með skrifunum. Bókin er 214 siður, sett og prentuð í Skuggsjá, en bundin í Bókfell H/F. Karl Guðmundsson verkfrœðingur, kveðja Hið skyndilega fráfall Karls Guðmundssonar framkvæmda- stjóra, kom okkur starfsfólki Tékkneska bifreiðaumboðsins og Skodaverkstæðisins mjög á óvart. Karl var maður á besta aldri, mik- ill athafnamaður og hafði starfað af mikilli atorku að uppbyggingu fyrirtækisins í þau 18 ár frá því hann hóf þar störf. Verður þvi vafalaust seint fyllt það skarð, sem myndast við fráfall hans. Við viljum þakka Karli sam- starfið á liðnum árum, og vottum fjölskyldu hans og ástvinum okkar innilegustu samúð. Starfsmenn Tékkneska bifreiðaumboðsins og Skodaverkstæðisins. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast f sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. + Hjartkær eigirtkona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma GUÐRÚN ÓLAFÍA ÞORSTEINSDÓTTIR, Sólheimum 30, er látin. Jarðarförin fór fram í kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu Páll Þ. Ólafsson, Margrét Pálsdóttir, Elfnborg S. Pálsdóttir, Sigurður S. Pálsson, Kristín A. Jóhannesdóttir, Guðrfður Pálsdóttir, Ólafur Pálsson, Páll Þ. Pálsson, og barnabörn. Victor S. Guðbjörnsson, Ffdilfa Pálsson, Anna S. Agnarsdóttir, t Eiginkona mín, ÞÓRUNN GUNNLAUGSDÓTTIR, Flatey, Breiðafirði, andaðist að Hrafnistu að morgni 5 desember. Finnbogi Guðmundsson. + Útför eiginmanns míns og föður okkar GUÐBRANDARGUÐJÓNSSONAR. múrara Laugateigi 10 fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 7. des. kl vinsamlegast afþökkuð 10 30 Blóm Guðrún Þorvaldsdóttir og börn. Útför + GUÐRÚNAR EINARSDÓTTUR, Laugum, Hrunamannahreppi, fer fram frá Hrunakirkju laugardaginn 7. desember kl 2. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á sjúkrahús Suðurlands. Sætaferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 1 1 f.h. sama dag. Vandamenn. + Hjartkær eiginmaður minn og sonur, ÞORLEIFUR GUÐJÓNSSON, skipstjóri frá Reykjum Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 7. desember kl. 2. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á SÍBS eða aðrar liknarstofnanir Rannveig Unnur Sigþórsdóttir, Bergþóra jónsdóttir. + Kveðjuathöfn um bróður okkar. EMIL JÓNSSON frá Borgarfirði eystra. fer fram frá Kópavogskirkju i dag kl. 1 3 30 Jarðsett verður austur á Borgarfirði Svava Jónsdóttir, Halldór Pétursson, Ólína Jónsdóttir, Filippus Sigurðsson, Björn Jónsson. Þorbjörg Jónsdóttir, Anna Jónsdóttir, Sveinn Bjarnason. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, systur og mágkonu, HELGU SESSILÍUSDÓTTUR, Grettisgötu 79. Guðjón Guðjónsson, Sigriður Ragna Sessilfusdóttir, Jóhanna Margrét Sessiliusdóttir, Gfsli O. Sessilfusson, Ágúst Sessiliusson, Helgi K. Sessilíusson, og bræðrabörn. Kolbrún Hermannsdóttir, Halldóra Kristjánsdóttir, Hallfríður Stefánsdóttir. + Ég þakka öllum nær og fjær innilega samúð og vinarhug við andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns, LOFTS ERLENDSSONAR, varðstjóra, Langholtsvegi 69. Sérstakar þakkir færi ég yfirmönnum Slökkvistöðvar Reykjavikur og öllum starfsmönnum hennar fyrir virðingu honum sýnda. Fyrir mína hönd og systkina hins látna. Jónfna Einarsdóttir. Ægisútgáfan: Fárviðri í Norðursjó S.O.S. Bókin Fárviðri í Norðursjó, sem komin er út hjá Ægisútgáfunni er eftir höfundinn Tryggve Nordanger. Við þekkjum Norður- sjóinn bezt sem gjöfulan af fiski en í þessari bók er annað upp a teningnum. Þegar Norðursjórinn fer í ham eru engin skip óhult í öldum hans. Þessi bók fjallar um stórviðri sem geisaði samfleytt i meira en viku á Norðursjónum og varð fjölda skipa örlagaríkt. Mikil björgunarafrek voru unnin, en samt voru þeir, sem aldrei höfðu frá tíðindum að segja eftir þann hildarleik. TRYGVE NORDANGER ráRvioR c f NOMVRSM + Konan mfn, INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR frá Völlum f Svarfaðardal, andaðist i Landspltalanum þ.m. Fyrir hönd vandamanna Pétur Hólm + Þökkum innilega auðsýnda sam- úð og vinarhug við andlát og jarðarför bróður okkar, GÍSLA GÍSLASONAR, Árbæjarhelli. Guðmundur Gfslason, Guðbjörg Gfsladóttir, Valdfs Gfsladóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.