Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 44
 Ronson Electronic gjöfin, sem vermir RONSON FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974 Lagarfljótsvirkjun í 500 Töfin á byggingu virkjunarinnar kost- ar Austfirðinga 55 millj. kr. á 7 mán. m. kr.? Snjór hefur fallið víða um sunnanvert landið að undan- förnu, þótt ekki sé það mikið. En trén þurfa ekki mikla skreytingu til að fá nýjan svip f snjónum, eins og þessi mynd Hermanns Stefánssonar sýnir. EINS og Mbl. hefur skýrt frá áð- ur, þá hafaorðið miklar seinkanir á byggingu Lagarfljótsvirkjunar, en upphaflega var gert ráð fyrir, að virkjunin ta-ki til starfa í júlí s.l. Nú er hinsvegar vitað, að virkjunin tekur aldrei til starfa fyrr en f byrjun marz og margir segja ekki fyrr en í vor. Þessi seinkun hefur kostað Aust- firðinga gífurfegar upphæðir, þvf ef gert er ráð fyrir, að virkjunin hefði tekið til starfa á tilsettum ! tíma, og annað þeirri raforku- framleiðslu, sem dfsilvélarnar fyrir austan gera nú, f stað febrúar-marz, þá hefðu sparazt 55 millj. kr. f olíukaupum. Erling Garðar Jónasson, raf- veitustjóri Austurlands, sagði i samtali við Morgunblaðið á dögunum, er við spurðum hann hvað dísilvélarnar notuðu mikla ER SA EFTIRLYSTI Á RAUFARHÖFN? RANNSÓKN Geirfinnsmálsins var haldið áfram af fullum krafti í gær. Var m.a. grennslazt eftir þeim tveimur mönnum, sem lýst hefur verið eftir í sambandi við málið. Hvorugur þeirra hafði gefið sig fram, þegar Mbl. náði tali af Hauki Guðmundssyni rannsóknarlögreglumanni f gær- kvöldi. Grunur leikur á, að mann þann, sem kom á G-bfl á smur- stöðina á Akureyri, sé að finna á Kaufarhöfn. Lögreglumaður frá Húsavík fór til Raufarhafnar í seinnipartinn f gær til að kanna málið. Þeir Haukur og Valtýr Sigurðs- son hafa undanfarið unnið að rannsókn málsins í Reykjavík, ásamt tveimur öðrum lögreglu- mönnum. Hafa þeir fengið sér- staka aðstöðu i Lögreglustöðinni. Framhald á bls. 26 olíu á sólarhring, að ef þær fram- leiddu um 100 þús. kw á hverjum sólarhring þyrfti til þeirrar fram- leiðslu um 30 þús. lítra af oliu, eða 210 þús. lítra á viku. Þetta olíumagn kostaði nú 3,5 millj. kr. Aðspurður sagði hann, að sam- kvæmt fyrirspurn Sverris Hermannssonar á Alþingi fyrr á þessu ári hefði Magnús Kjartans- son þáverandi orkumálaráðherra sagt, að virkjunin hefði átt að taka til starfa í júlí. Töfin á virkj- unarframkvæmdunum væri orðin mjög dýr og yrði sifellt dýrari. Ef miðað væri við, að meðalorku- framleiðsla dísilvélanna væru 1.6 GWH á mánuði, og virkjunin tæki ekki til starfa fyrr en í febrúar- lok, þýddi það, að dísilvélarnar framleiddu 11.2 GWH á þessu 7 mánaða tímabili, vegna tafa við byggingu orkuversins. Til þess að framleiða 11.2 GWH þyrfti 3.2 millj. lítra af olíu, sem kostaði 55 millj. kr. Þá hefur blaðið fregnað, að hámarkssektir, sem Rafmagns- veitur ríkisins geta farið fram á vegna tafa, séu um 10 millj. kr. og að fullbúin muni virkjunin kosta yfir 500 millj. kr., en átti að kosta á milli 200 og 300 millj. kr. í upphafi. ■ 4 Xl 'fr.p ai 'i, /• -irr5?' f ,t \ .ii / 'V- • 4*'í4r'\:i t / f > * 4 L ' p \ l/ '\ í ,%;•' >.r„ <*, Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri: Haukur Guðmundsson rann- sóknarlögreglumaður við vinnu sína I Lögreglustöðinni I gær. Ljósm. Mbl. Emiiía. Megináhersla lögð á skóla og stofnanir fyrir aldraða Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri mælti á fundi borgarstjórnar I gærkveldi fyrir frumvarpi að f járhagsáætlun fyrir Reykjavíkurborg árið 1975. t ræðu borgarstjóra kom m.a. Ýfingar á Leirárfundi RAÐHERRARNIR dr. Gunnar Thoroddsen og Halldór E. Sig- urðsson efndu til fundar sl. mið- vikudag að Leirá, þar sem þeir og Jóhannes Nordal, formaður stór- iðjunefndar, Baldur Johnsen, yfirlæknir, forstöðumaður Heil- brigðiseftirlits ríkisins, og Gunnar Sigurðsson, verkfræð- ingur, sem m.a. hefur haft með höndum könnun á væntanlegu hafnarstæði, gerðu grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum við málmblendiverksmiðju á Grundartanga I Hvalfirði, og fyrirbyggjandi ráðstöfunum til útilokunar á mengunarhættu. Talsverðar ýfingar urðu á fund- inum. sem sóttur var af fólki úr nágrannahrepputn, sem og liðs- safnaði, bæði úr Mývatnssveit og Reykjavík. Baldur Johnsen, forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits ríkisins, rakti i stuttu máli sögu málmblendi- iðnaðarins i heiminum, einkum i Noregi og Bandaríkjunum. Gerði hann ítarlega grein fyrir þeirri skaðsemi, sem fylgt hefði eldri málmblendiverksmiðjum, áður en hreinsitæki komu til, bæði í land- spjöllum og á heilsu starfsmanna. Þessi skaðsemi hefði kallað á þá tækniþróun og þær fyrirbyggj- andi aðgerðir, sem nú væru til staðar, og útilokuðu bæði um- hverfismengun og heilsuspillandi áhrif. Þegar að því kæmi, að verk- smiðjan yrði byggð, myndu af hálfu Heilbrigðiseftirlitsins sett þau skilyrði, að fylgt yrði ströng- ustu varúðarreglum i þessu efni, er fyrirbyggðu hugsanlega meng- unarhættu. Þetta hefði tekizt er- lendis og yrði einnig tryggt hér. Það vakti athygli á fundinum, að málflutningur Alþýðubanda- lagsmanna beindist ekki síður að fráfarandi orkuráðherra, Magnúsi Kjartanssyni, sem haft Framhald á bls. 26 fram, að rekstrarútgjöld hækka um 44,4% frá f járhagsáætlun þessa árs og er það talsvert undir meðalhækkun verðlags á þessu ári. Þrátt fyrir minnkun fram- kvæmda að magni til sagði borgarstjóri að lögð yrði sérstök áhersla á áframhaid skólabygg- inga, byggingu stofnana fyrir aldrað fólk, aukningu á framlög- um til heilbrigðisstofnana og hækkað framlag til umhverfis- og útivistarmálefna. Áður hefur verið greint frá helstu niðurstöðum frumvarps- ins. Hér fer á eftir lokakaflinn I ræðu borgarstjóra í gærkvöldi, þar sem hann gerði grein fyrir TÆPAR TVÆR VIKUR TIL STEFNU í JÓLAKEPPNINNI KANNSKI allir krakkar hafi ekkí tekið eftir tilkynningunni um verðlaunakeppnina sem Morgunblaðið efnir til fyrir yngri lesendur sina, svona til þess að stytta þeim stundirnar fram að jólum ef mögulegt væri: þær eru víst nógu lengi að liða samt! Það var stóreflis auglýsing um keppnina í Dagbókinni síð- astliðinn miðvikudag, en kannski það sé samt vissara að endurtaka hana. Verðlaunakeppninni okkar er skipt i þrennt til þess að sem allra flestir krakkar geti tekið þátt í henni. Verðlaun verða veitt fyrir eftirfarandi: 1) Bestu teikningarnar eða lit- uðu myndirnar. 2) Bestu sögurnar. 3) Bestu Ijóðin. Við ætlum að útbýta einum þrjátíu bókum til þeirra hlut- skörpustu, svo að vinnings- möguleikarnir eru hreint ekki litlir! Við segjum nánar frá þessum bókum alveg á næst- unni, og við munum kappkosta að hafa þær vandaðar. Skilafrestur er til 18. þessa mánaðar, og myndirnar ykkar og sögurnar og ljóðin mega nánast vera um hvað sem er: þar hafið þið alveg óbundnar hendur. Þið megið samt ekki gleyma að láta nafn ykkar og heimilis- fang fylgja, og svo viljum við endilega fá að vita hvað þið eruð gömul. Loks skrifið þið utan á þetta til Morgunblaðsins og merkið umslagið: ALLIR KRAKKAR. helstu einkennum frumvarpsins og afkomu ársins 1974: Að lokum vil ég með nokkrum orðum reyna að draga saman þau atriði, sem helzt einkenna þessa fjárhagsáætlun og afkomu ársins 1974. 1. Eins og hin erfiða greióslu- staða borgarsjóðs á síðari hluta _____________Framhald á bls. 26 11 ára stúlka lézt eftir umferðarslys BANASLYS varð I umferðinni í Reykjavfk f gærdag. 11 ára stúlka varð fyrir bifreið á Bústaðavegi. Hún hlaut mikil höfuðmeiðsli og lézt nokkru sfðar á Borgarsjúkra- húsinu. Samkvæmt ósk rannsókn- arlögreglunnar verður nafn stúlk- unnar ekki birt að svo stöddu. Nánari atvik voru þau, að Volkswagenbifreið var á leið vest- Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.