Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974 25 OFTAR en einu sinni hefur veriö staðhæft að stjórnmálaferill Franz Josef-Strauss, eldi- brandsins frá Bæjara- landi, væri á enda. Skoð- anir hans hafa verið sagðar úreltar. Hann hef- ur þótt fram úr hófi ráð- ríkur og metnaðargjarn. En Strauss hefur reynzt einn lífseigasti stjórn- málamaður VesturÞjóð- verja. Nú er spurt: verð- ur hann næsti kanslari þeirra? Þróun síðustu mánaða í Vestur-Þýzkalandi hef- ur verið hagstæð kristi- legum demókrötum: glæsilegir sigrar í fylkis- stjórnakosningum í Hessen og Bæjaralandi, vaxandi verðbólga og aukin óánægja með sátta- stefnu stjórnarinnar gagnvart Rússum. Flest- ir stjórnmálasérfræðing- ar eru sammála um að ef þessi þróun haldi áfram muni kristilegir demó- kratar sigra í þingkosn- ingum þeim sem eiga að fara fram 1976 og hreppa þar meó kanslaraemb- ættið. Þróunin hefur jafn- framt stórum bætt stöðu Strauss í baráttu, sem nú er háð í flokki kristilegra demókrata um kanslara- efni flokksins. Þær skoð- anir Strauss, sem hafa verið kallaðar gamaldags og úreltar, falla nú í góð- an jarðveg. Honum er fyrst og fremst þakkaður sá sigur flokks hans í Bæjaralandi að hljóta 62% atkvæða. Þetta er mesti sigur, sem flokkur- inn hefur unnið frá strlðslokum, og þessi sig- ur vannst í fjölmennasta fylki Vestur-Þýzkalands. Þar við bætist að kristilegir demókratar þurfa á „sterkum" leiðtoga aö halda til þess að keppa við kanslara sósíaldemó- krata, Helmut Schmidt, sem nýtur mikilla persónuvinsælda þótt þær hafi ekki nægt honum til að rétta við gengi flokksins eftir afsögn fyrirrennara hans, Willy Brandts, eins og kosningaúrslitin sýna. Árásir, sem Schmidt hefur sætt af hálfu svokallaðra ungsósialista, hafa gert hann að hálfgerðri þjóðhetju í augum miðstéttar- fólks og að dómi VesturÞjóð- verja er hann sterkur leiðtogi. Eins og nú er ástatt i flokki kristilegra demókrata er Strauss eini forystumaður þeirra sem gæti staðið Schmidt snúning. Sá leiðtogi kristilegra demókrata, sem nú er talinn liklegasta kanslaraefni flokks- VERÐUR STRAUSS KANSLARI? Franz-Josef Strauss ins, er að vísu ekki Strauss heldur Gerhard Stoltenberg, forsætisráðherra í Slésvík-Holt- setalandi. En það háir Stolten- berg að hann þykir kuldalegur í framkomu og óalþýólegur. Aðrir keppinautar Strauss eru Helmut Kohl, nýskipaður formaður flokksins og forsætis- ráðherra í Rheinland-Pfalz, og Karl Carstens, leiðtogi þing- flokks kristilegra demókrata. Carstens þykir naumast koma til greina þar sem hann er tal- inn of gamall og óákveðinn til þess að geta haft i fullu tré við Schmidt sem í gamni er kallað „járnkanslarinn". Helmut Kohl er lika fundið ýmislegt til foráttu þótt hann njóti trausts og vinsælda og sé þekktur fyrir samningahæfi- leika. En slíkra hæfileika er ekki talin þörf i baráttunni við Helmut Schmidt. Það sem kristilegir demókratar vilja við ríkjandi aðstæður er ákveðinn leiðtogi: maður sem á auðvelt með að taka erfiðar ákvarðanir og er reiðubúinn að taka á sig ábyrgð og beita þvi valdi sem kanslaraembættið veitir. Spurningin er hvort Strauss er þessi maður. Enn er hann einn umdeildasti stjórnmála- maður Vestur-Þjóóverja. Hon- um hefur oft orðið fótaskortur, oftast vegna ofstopa síns. Þann- ig var það með Spiegel-málið fræga árið 1962 þegar minnstu munaði að hann hlyti pólitískt andlát. Því var haldið fram að hann hefði reynt að afstýra því aó leynilegar upplýsingar síuó- ust út með því að fyrirskipa ólöglega handtöku eins af rit- stjórum timaritsins. Siðan hefur Der Spiegel ver- ió hatrammasti andstæðingur Strauss en varð nýlega að bíta í það súra epli að viðurkenna þá staðreynd að Strauss virðist ódrepandi með því að birta af honum mynd á forsiðu með yf- irskriftinni: „Strauss kanslari?". Nú virðist svo kom- ið að Strauss sé hetja dagsins í Vestur-Þýzkalandi þar sem margir kjósendur virðast hafa fengið sig fullsadda á undan- látssemi sem þeim finnst sósial- demókratar hafa sýnt öfga- mönnum. Margir Vestur-Þjóð- verjar virðast einnig óttast að nær óslitin velsæld í tuttugu ár hafi runnið skeið sitt á enda. Vestur-Þjóðverjar telja að þeir eigi erfiða tíma í vændum. Strauss fær því góðan hljóm- grunn þegar hann heldur því fram að kominn sé tími til að binda enda á „tilraunastarf- semi“ sósíaldemókrata og auka í þess stað aðhald í fjármálum, draga úr ríkisútgjöldum og gera nauðsynlegar sparnaðar- ráðstafanir. Andúðin á þeirri stefnu stjórnarinnar að bæta sambúðina við Rússa, hefur far- ið vaxandi þar sem mörgum þykir Vestur-Þjóðverjar bera skarðan hlut frá borði i þeim samskiptum. Alþekktur and- kommúnismi Strauss fellur því í betri jarðveg en áður. Þjóð- ernisstefna hans nýtur einnig meiri hylli en áður og vekur ekki eins mikinn ugg og fyrr. Stefna Strauss er sú að Vestur- Þjóðverjar verði að gegna meira áhrifahlutverki á vett- vangi Efnahagsbandalagsins og að þeir verði að hverfa aftur til gamaldags siðgæðis og föður- landsástar. Övissan, sem nú rik- ir i Vestur-Þýzkalandi, veldur því að áskoranir Strauss þykja sjálfsagðari en áður. Keppinautar hans, Kohl og Stoltenberg, vilja flýta þvi að ákvörðun verði tekin um kansl- araefni kristilegra demókrata en Strauss finnst ekki liggja eins mikið á þar sem þróunin er honum hagstæð. Það sem veld- ur afstöðu Kohls og Stolten- bergs er að fylkisstjórnakosn- ingar fara fram í fylkjunum þar sem þeir eru forsætisráð- herrar, í Rheinland-Pfalz 9. marz og i Slésvík-Holtsetalandi 13. april, og þeir vilja að flokk- urinn velji kanslaraefni sitt áð- ur en þessar kosningar fara fram. Þeir treysta meira á áhrif sín meðal forystumanna flokksins en kjósenda. Aftur á móti treystir Strauss meira á hylli sína meðal kjósenda og virðist ekki óttast að þessar kosningar treysti stöðu Kohls og Stoltenbergs. Ljóst er að kosningarnar geta haft úrslita- áhrif á það hver verður valinn kanslaraefni flokksins. Strauss hefur vitaskuld oft keppt að því áður að verða kanslari og venjulega hefur það orðið honum að fótakefli að kjósendur hans i Bæjaralandi eru kaþólskir og talið hefur verið að hann hafi takmarkaða möguleika á að afla fylgis í norðurhlutum Þýzkalands þar sem mótmælendur búa. Nú vega þessi rök ekki eins þungt á metunum og áður. En þótt minna sé talað en áður um það að Strauss sé lýðskrumari og „bæverskur Bismarck" er þvi ekki að leyna að grannþjóðir Vestur-Þjóðverja hafa óttazt hann því að fortíðin er ekki gleymd. Um tveggja áratuga skeið hefur Strauss haft mikil áhrif á það hverjir valizt hafa kansl- araefni og i sæti forystumanna kristilegra demókrata. Raunar eru flokkar kristilegra demó- krata tveir: það er hinn eigin- legi Kristilegi demókrataflokk- ur CDU, sem starfar i öllum tíu fylkjum Vestur-Þýzkalands nema einu, Bæjaralandi. Þing- menn þeirra mynda sameigin- legan þingflokk og þeir samein- ast um eitt kanslaraefni. Þar sem CDU hefur enga von um að fá þingmeirihluta án stuðnings bæverska flokksins hefur Strauss raunverulega haft neit- unarvald þegar kanslaraefni kristilegra demókrata hefur verió valið. Hingað til hefur þetta hlut- verk, sem Strauss hefur leikið, komið í veg fyrir að hann hafi sjálfur getað orðið kanslara- efni. En nú eru breyttir tímar. Bæverski flokkurinn hefur allt- af staðið lengra til hægri en CDU en nú hefur bilið milli þeirra mjókkað. Hægri þróun á sér stað í Vestur-Þýzkalandi vegna óánægju og kvíða vestur- þýzkra kjósenda. Áhrifa þeirr- ar þróunar gætir að sjálfsögðu í flokki kristilegra demókrata og þar við bætist að vegna skorts á hæfum leiðtogum til þess að takast á við Schmidt kanslara er tómarúm í flokknum. Þau rök sem áður hafa nægt til þess að koma í veg fyrir að ttrauss yrði kanslaraefni virðist þar af leiðandi ekki lengur eiga við. Þetta tómarúm gæti Strauss fyllt. Sá gamli draumur Strauss að verða kanslari VesturÞýzka- lands getur rætzt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.