Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974 GLUGG EKKI er laust við, að innihald fréttatíma sjónvarpsins hafi breytzt til batnaðar með nýjum umbúðum. Nú fáum við að sjá allt liðið í viðbragðsstöðu í upphafi fréttanna, siðan fréttaágrip, og loks fréttirnar sjálfar. Og þær hafa verið ferskari og safameiri undanfarið eftir að þessi andlits- lyfting var gerð. Enda gátu nú fréttamennirnir varla verið þekktir fyrir að iesa ágrip þeirra frétta, sem boðið var upp á í sum- ar. Manni hefur fundizt vera allt- of mikið af uppþuldum rútínu- fréttum í sjónvarpinu, og nokkuð skorta á sjálfstæð, myndræn inn- grip í líðandi stund. Mikið virðast sjónvarpsmenn hrifnir af bandarískum stríðs- myndum. Fyrir skömmu fengum við makalausa nasistamynd á laugardagskvöldi, svo tilfinn- ingasama Kirk Douglas-mynd úr síðari heimsstyrjöldínni, og nú á miðvikudaginn i síðustu viku hundgamla fangabúðamynd úr fyrri heimsstyrjöldinni. Þetta er eiginlega fullmikið af því góða. Annars var þessi miðvikudags- mynd alls ekki svo leiðinleg á að horfa, og snöggtum manneskju- legri en þessar nýlegu sjónvarps- myndir Hollywoodmaskinunnar, sem sligað hafa miðvikudagana í haust með fádæma meðal- mennsku. Þessi mynd einkennd- ist að vísu af þjösnalega grófum leik í flestum hlutverkum, pínu- lítið pappalegri fangabúðaleik- mynd, átakanlega neyðarlegum senum, t.d kveðjustund hetjunn- ar, Leslie Howard, og unnustu hans á brautarpallinum og mér leizt satt að segja ekkert á þetta í upphafi. En þegar líða tók á myndina fór þessi gamla drama- tíska formúla, þar sem teflt er saman ólíkum persónuleikum í einangrun, t.d. fangabúðum, smátt og smátt að ná tökum á manni. Fangabúðalíf, flótti úr þeim í kjölfar gaumgæfilegs og hættulegs undirbúnings, hefur veríð næstum því óbrigðul efnis- uppistaða tuga afþreyingarmynda og er svo enn. Þetta var að vísu tekið frumstæðum tökum í þess- ari mynd, en það kæmi mér ekki á óvart að árið 1933 hefði myndin um margt þótt jafnvel frumleg, t.d. varðandí það, að gera Banda- menn ekki bara hvíta og Þjóð- verja ekki bara svarta. Hins vegar vekur það að sjálfsögðu kátínu, að blessaðir Bandaríkjamennirnir þurftu að gera brjálaða morðingj- ann og nauðgarann að Rússa... Óneitanlega hefur kvikmynda- val sjónvarpsins sett mjög ofan undanfarna mánuði frá því sem var í fyrravetur, þegar næstum því hvert sígilda meistaraverkið rak annað. Og slikar hrákasmíðar sem bandarísku sjónvarpsmynd- irnar hjálpa ekki til. Á sunnudaginn var Vigdís Finnbogadóttir með sinn fyrsta þátt undir nafninu „Það eru komnir gestir". Það má marg; gott um þennan þátt segja, og Vigdís er að mörgu leyti prýðileg- ur sjónvarpsmaður, afslöppuð og hressileg. Hún var nokkuð höró í spurningunum við yngri gestina á sunnudagskvöldið, Önnu Björns- dóttur og Magnús Kjartansson, — jafnvel óþægilega hörð. Það er allt í lagi og ágætt að koma á rökræðum í svona þætti, en ekki bara skiptum á spurningum og svörum. Hins vegar held ég að heppilegra sé, að þær rökræður verði á milli gestanna innbyrðis, en ekki stjórnanda og gests. Alla vega þyrfti stjórnandi að fara fínt og ísmeygilega í rökræóur við gest sinn. Mér fannst hálfpartinn eins og Vigdís væri að móralisera yfir þeim Önnu (fyrir að velja tizkustörf en ekki framhaldsnám) og Magnúsi (fyrir að telja sígilda tónlist óþarfa í nútímanum). Mikill fengur er að Þórbergs- mynd Ósvalds Knúdsen. Þótt hún um margt sé ófullkomin, er hún skemmtileg heimild um karakter- inn Þórberg, einkum ytri siði hans og kátlegan leikaraskap. Mig minnir að fyrir nokkrum árum hafi verið sýndur viðtalsþáttur Magnúsar Bjarnfreðssonar við Þórberg í flokknum „Maður er nefndur". Væri ekki veitilfundið í framhaldi af mynd Ósvalds að endursýna þennan þátt? Þar kynni að fást einhver innsýn í þankagang meistarans. Sænska leikritið á sunnudags- kvöldið var ómerkilegt bull, — sama gamla rauðsokkaplatan á fóninum enn einu sinni, án nokk- urra þeirra tilbrigða við stefið, sem fengur var í. — A.Þ. P.S. Auglýsingarnar í sjónvarp- inu eru nú að vera í hálftíma samtals á hverju kvöldi. Er það of mikil bjartsýni að vona að tekj- urnar af þeim nýtist til að hleypa nýju lífi í innlent efni sjónvarps- ins eftir áramótin? Fflahirðirinn er vinsæll hjá yngri sjónvarpsþrælunum. Miðvikudagur kl. 18.40. r Á SUNNUDAGSKVÖLD kl. 21.20 verður sýndur fyrsti þáttur af sex úr finnskum myndaflokki um HEIMS- MYND j DEIGLU, en i þessum þátt- um er fjallað um visindamenn fyrri alda. Þessir þættir eru gerðir i tilefni af þvi, að 500 ár voru liðin frá fæðingu Nikolausar Kopernikusar 19. febrúar á siðasta ári. Greinir myndaflokkurinn frá þeim breytinq- um, sem orðið hafa á heimsmynd manna fyrir tilstilli visindamanna i aldanna rás. Fyrsti þátturinn, sem sýndur verð- ur á sunnudaginn, fjallar um þá flóknu heimsmynd sem þróaðist með heimspekikenningum fornaldar. Annar þátturinn greinir svo frá Kopernikusi og rannsóknum hans. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að sólin væri miðpunktur atheimsins og að jörðin snerist um möndul sinn og umhverfis sólina. Þriðji þátturinn segir frá Dananum Tycho Brahe og stjörnufræðiathugunum hans. Brahe tókst að reikna út nákvæma stað- setningu stjarnanna. Fjórði þátturinn er um Johann Kepler, lærisvein Brahes ■ Prag. Kepler var Þjóðverji, og kom fram með splunkunýja heimsmynd. Hann innleiddi eðlis- fræði í stjörnufræðiina með því að velta fyrir sér spurningunni um ferðir reikistjarnanna og sporbauga þeirra. i fimmta þætti segir frá Galileo Galilei, fyrst stjörnufræðingnum, sem notaði stjörnukíki við rannsókn- ir sínar. Myndaflokknum lýkur svo á þætti um Isaac Newton og upptövun þyngdarlögmálsins. Lesley Warren og John Forsythe I miðvikudagsmyndinni BRÉFIN. Þetta er bandarisk sjónvarpsmynd. eins konar þríleikur, sem greinir frá ferli þriggja bréfa, sem finnast þar sem flugvél hefur hrapað til jarðar og komast á leiðarenda ári síðar. Þar með breytist lif viðtakenda á ýmsan hátt. Af öðrum leikurum má nefna Barböru Stanwyck og Idu Lupino. HVAÐ EB AÐ SJA? Á SUNNUDAGSKVÖLD kl. 21.35 sýnir sjónvarpið norskan þátt um norska hljómsveitarstjórann og tón- skáldið OLAV KIELLAND. Byggir þátturinn bæði á viðtölum og sýnis- honum af afurðum Kiellands á tón listarsviðinu. Olav Kielland starfaði m.a. hér á íslandi. og var þvi sem næst fastráðinn hlómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar jslands í nokk- ur ár upp úr 1952. Siðar kom hann oftar en einu sinni sem gestastjórn- andi. „Það þótti mikill fengur að fá Kielland hingað." sagði Gunnar Guðmundsson, f ramkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar i stuttu spjalli. „Hann var mikill og ákveðinn temjari. Kielland var stórbrotinn karakter, og það stóð alltaf nokkur styr um hann. Það er alltaf varið í þannig menn". Olav Kielland er fæddur árið 1901. Hann hóf fyrst að nema arkitektúr, en sneri sér síðan að tónlistarnámi og útskrifaðist frá há- skólanum i Leipzig, þar sem Felix Weingartner var meðal kennara. Hann var hljómsveitarstjóri ýmissa hljómsveita, t.d. við Stora Teatern í Gautaborg. við Filharmonisk Selskap i Ösló, Sinfóniuhljómsveitina í Þrándheimi. Harmonien i Bergen o.fl. Þá hefur hann heimsótt London, Paris, Berlin, Brússel, New York m.a. borga sem gestastjórnandi. Frá árinu 1955 fór Kieiland I vax- andi mæli að láta að sér kveða sem tónskáld. Hann hafði áður lagt kapp á að kynna sér einkenni norskra þjóðlaga, og þau hafa haft áhrif á hans eigin tónsmiðar. Margar af þeim hafa hlotib verðlaun, t.d. Overtura tragica og Sinfonía II. Kiel- land fastskorðaði sig ekki innan áveðinnar tegundar tónlistar, gat skapað jafnt innan rómantískrar norskrar hefðar og persónulegrar fantasiu. Olav Kielland fékk árið 1 960 lista- mannalaun norska rikisins og hefur að mestu helgað sig tónsmiðum sið- an. Getraunaleikurinn UGLA SAT Á KVISTI er á dagskrá i þriðja sinn á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ kl. 21.00, og er með sama sniði og áður. Þátt- takendur að þessu sinni eru starfs- fólk hjá Agli Vilhjálmssyni, verzlun Sláturfélags Suðurlands að Lauga- vegi 116, og prentsmiðjunni Guten- berg, og skemmtikraftarnir eru Dixielandhljómsveit Árna isleifsson- ar. „Þetta gengur ágætlega," sagði Jónas R. Jónsson, umsjónarmaður þáttanna, þegar við ræddum við hann. „Þetta er svona að komast i gang. Jú. það er töluvert mikið um það. að starfshópar sendi okkur bréf og bjóði sig fram til þátttöku, og það má gjarnan koma því á framfæri. að þeir, sem hafa áhuga á sliku, eru beðnir um að hafa samband við okk- ur bréfleiðis hið fyrsta. Þetta eru talsverðir peningar, sem i boði eru. Það er hægt að fá allt upp I 140 þúsund en með einfaldasta kerfinu er vinningsupphæðin 80 þúsund." Jónas kvaðst frekar reikna með þvi, að þetta form yrði á Uglunni i vetur, en þó væri það óráðið enn þar eð hann væri aðeins ráðinn fram að áramótum. Hann sagði, að þegar væri búið að taka upp jólaugluna, og væri hún í sama dúr, en með jólasvip þó. Þar koma fram til skemmtunar Þrjú á palli. LAUGARDAGSMYND sjónvarpsins er að þessu sinni, — sem oftar —, bandarisk að ætterni. gerð árið 1942 og nefnist á frummálinu THE TUTTLES OG TAHITI. Eins og flestar af kvikmyndum þeim, sem sjónvarp- ið hefur boðið upp á að undanförnu, er hér tæpast á ferðinni eitt af önd- vegisverkum kvikmyndasögunnar. En engu að siður er hugsanlegt. að af þessari framleiðslu megi hafa nokkurt gaman. Myndin gerist I Suðurhöfum, og ætti kannski að geta bjargað ein- hverjum frá islenzkum skammdegis- leiða. Hún fjallar um höfuð stórrar fjölskyldu. sem býr á þessum slóð- um. Sá heimilisfaðir er ekkert allt of hrifinn af þvi að hreyfa sig sérlega mikið i hitanum, og tekur lifinu með mestu rólegheitum. Þetta er sem sagt útgangspunktur efnisins, og það eina, sem við vitum um það, og væri synd að segja við hefðum þar feitan gölt að flá. Biblían okkar gefur myndinni þrjár stjörnur og telur hana hafa talsvert skemmtigildi. Í aðalhlutverkinu er meistari Charles Laughton. og að- eins hans vegna er það þess virði að skrúfa frá tækinu á laugardagskvöld- ið. Laughton er einn af mikilhæfustu leikurum kvikmyndanna fyrr og sið- ar. Hann var brezkur að uppruna, og hóf að leika í kvikmyndum árið 1928 þá 39 ára, fyrir hvatningu Elsu Lanchester, sem hann kvæntist ári siðar. Meðal kunnustu mynda hans voru „Uppreisnin á Bounty", „Hringjari'nn i Notre Dame", „Canterville draugurinn", „Vitni saksóknarans" og siðasta mynd hans „Advise and Consent", en þessar tvær siðastnefndu voru ný- lega sýndar i sjónvarpinu. Laughton lézt úr krabbameini 1963. Hann leik- stýrði einni kvikmynd, stórmerkri fantasiu. „Nótt veiðimannsins", sem var sýnd í sjónvarpinu i fyrra- vetur. Aðrir helztu leikarar i laugardags- myndinni eru John Hall og Peggy Drake. Leikstjórinn er Charles Vidor, ungverskur maður, sem starfaði bæði i Evrópu og Hollywood, kunnur fyrir glysmikla „rómansa," gjarnan með mörgum stórstirnum. Af mynd um hans má nefna „Hans Christian Andersen", „The Mask of Fu Manchu", „The Swan" og „Fare- well to Arms" (Vopnin kvödd). Þess má geta, að myndin er byggð á sögunni „No more Gas" eftir Charles Nordhoff og James Norman Hall, höfunda „Uppreisnarinnar á Bounty", en þessi saga kom út i islenzkri þýðingu Karls ísfelds, og nefndist „Liljur vallarins". Úr laugardagsmyndinni „The Tuttles of Tahiti" með Charles Laughton. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974 23 SÝNISHORNIÐi Þráinn Jónsson, Egilsstööum: Svo við tökum sjónvarpið fyrst þá vil ég geta þess, að mér þótti þátturinn frá Bakkafirði til sérstakrar fyrirmyndar. Þá þykir mér Onedin alveg frábær þáttur, en við misstum nú af honum sl. mánudag vegna bilana hér austanlands. Þá þótti mér þátturinn um Raufarhólshelli sl. laugardag sérlega athyglisverður og ljóm- andi góður. Það þyrfti fleiri slíka þætti. Okkur hér úti á landsbyggðinni líkar bezt við mannlífsmyndirnar utan af landinu og að sunnan einnig og náttúrulífs- og lands- lagsmyndir. Maður er nefndur finnst mér góður þáttur. Það hafa allir gott af að kynnast þessu fólki, sem farið er að eldast, venjulegu alþýðufólki, sem hefur komizt áfram. Stúdentar hafa að minnsta kosti gott af því. Það var mikil raun að hlusta á kommún- istasamkomuna úr Háskólabíói sl. sunnu- dag og hún hneykslaði mið mikið þótt ég sé ýmsur vanur. Það ætti að banna svona ósóma og áróður í útvarpi landsmanna. Fólk almennt hefur engan áhuga á að velta sér upp úr slikum skít, né láta hann dynja ásér. Hins vegar er mér mjög minnisstætt erindi Vigdísar Finnbogadóttur um dag- inn og veginn. Það var gott erindi og skynsamlegt og með því minnisstæðara, sem ég hef heyrt. Unnur Helgadóttir, Vighólastig 6: Ég horfi mikið á sjónvarp á kvöldin, af því þá hefi ég tíma og sit venjulega og sauma. Stóllinn minn er í stofunni, þar sem sjónvarpið er og ég fylgist mismikið með, eftir því hvaða efni er. Onedinskipa- félagið heldur athygli minni, mér finnst það ágæt dægrastytting. Eins horfi ég jafnan á þáttinn Heimshorn, ef ég er við sjónvarpið. Sl. sunnudag var ágætur þátt- ur, Það eru komnir gestir, sem Vigdís Finnbogadóttir var með. Eg hefi ekki á móti neinu sérstöku i sjónvarpinu, finnst ágætt að þættir séu á milli, sem halda ekki athyglinni, og þá hvílir maður sig og snýr að saumunum eða einhverju öðru. Á útvarp hlusta ég lítið, vegna þess að á daginn er ég önnum kafin t.d. lítið heima eftir hádegið og á kvöldið er sjónvarpið og því ekki opnað útvarp. Ég efast ekki um að maður missi þannig af ýmsu, sem maður ætti að heyra. Það er aðeins á fimmtudagskvöldum, sem ég hefi opið út- varp. Og ástæðan er sú, að þá eru leikrit, sem ég hefi gaman af að hlusta á, ef þau eru góð. Siðasta fimmtudag voru tvö leik- rit eftir islenzka höfunda, sem ég hlustaði á, en vöktu ekki áhuga minn. I GLEFS I •fc Magnús Bjarnfreðsson er farinn að kynna VIKUNA FRAMUNDAN í útvarpi og sjónvarpi á laugardags- eftirmiðdögum. Það var full þörf á því að ríkisútvarpið kynnti dagskrá hins helmings síns, sjónvarpsins, — þótt sú kynning hljóti alltaf að verða ófullkomnari en útvarpskynn- ingin. Þáttur Magnúsar er ósköp sléttur og felldur. Magnús sjálfur er traustur að vanda og duglegur við að smala til sín viðmælendum, en viðtöl hans eru það, sem mér finnst bezt takast í þessum þætti. Hins vegar er eins og eitthvað fjör vanti í heildarframleiðsluna. Þetta er tæp- ast nógu slípað og snaggaralegt. T.d. mætti nota sýnishorn úr dag- skránni og músíkinnskot í meira mæli. Og kannski væri ekki vitlaust að hafa einhvern snefil af gagnrýni á dagskrána í hverjum þætti. Mikil breyting til batnaðar hefur orðið á leiklistarumfjöllun útvarpsins með LEIKLISTARÞÆTTI Örnólfs Árnasonar. Þáttur Örnólfs er ólíkt áheyrilegri en hinn misheppnaði „Leikhúsið og við'' sem var í gangi í fyrra.' Örnólfur er hressilegur út- varpsmaður, tekst að forðast hinn hrútleiðinlega jarðarfaralega „menn- ingar'tón, sem oft sligar svona þætti. Það virðist samt há leiklistar- þættinum núna hversu fá ný leikrit hafa verið sett upp í Reykjavík það sem af er leikárinu, og i þættinum í síðustu viku var upptugga um „Ertu nú ánægð kerling", sem fyrir löngu er búið að gera góð skil. Hins vegar var þarna fróðlegt spjall um leik- starfsemi á Hornafirði, og mætti vissulega gera meira af þvi að leita fanga úti á landi þegar slíkt efnis- hallæri er í Reykjavík. _ r „ÞETTA er nú fyrst og fremst heppni," sagði Dagur Þórleifs- son, blaðamaður á Þjóðviljanum, þegar við spjölluðum við hann um fádæma frammistöðu hans í spurn- ingaþættinum ÞEKKIRÐU LAND? á sunnudagskvöldum kl. 19.25. ,.Ég hef starfað mikið i erlendum fréttum og hef alltaf haft mikinn áhuga á alls kyns efni utan úr heimi og lesið mikið þar um. Þetta liggur nokkuð ofarlega i huganum. En i svona spurningaþætti, þegar maður hefur stuttan umhugsunartima, er þetta einkum heppni. Það er fjarri því, að ég liti á þetta sem nokkurt gáfna- próf". Og Dagur er farinn að stunda heljarmikla útþenslu á sunnudög- um, þvi hann er á dagskrá siðar um kvöldið, kl 20 30 með fyrri þátt sinn og Ólafs Gislasonar kennara, um KÚBU „Ég fór ásamt þremur öðrum islendingum í mánaðartíma til Kúbu í sumar," sagði Dagur þegar við spurðum hann um þennan þátt og aðdraganda hans. „Vináttu- félög Kúbu á Norðurlöndum skipu- leggja hópferðir af þessu tagi á hverju ári. Þetta var bæði vinnu- og kynnisferð Við unnum þarna aðal- lega i byggingarvinnu, og eitthvað að ávaxta- og akuryrkju, sóttum fræðslufyrirlestra, og skoðuðum landið og nokkrar stofnanir." Dagur kvað þennan fyrri þátt þeirra taka einkum sögu Kúbu til meðferðar, sérstaklega sjálfstæðis- baráttuna á siðustu öld. Hinn siðari væri svo i meiri beinum tengslum við dvöl þeirra á Kúbu i sumar, um uppbyggingu kúbansks þjóðfélags og byltinguna Þættirnir eru byggðir upp á upplestri, t.d. er vitnað í rit ýmissa höfunda, og eru lesarar Dagur, Ólafur og Guðrún Jónas- dóttir, sem einnig var með I ferðinni. „En i þáttunum höfum við líka ívaf með kúbanskri tónlist, sem er ákaf- lega fjölbreytileg, allt frá nútíma byltingartónlist til afrískrar negra- tónlistar, mjög trúarlegs eðlis". Dagur var að lokum að því spurður hvað honum hefði litizt bezt á Kubu og hvað verst. „Þetta var nú of stuttur tími til að manni tækist að fá nógu góða heildarmynd," sagði Dagur Þorleifsson „En í fljótu bragði held ég. að mér hafi fallið bezt hversu greinilega er búið að útrýma allri þeirri neyð, sem til skamms tima var á Kúbu, hungri og ólæsi, og heilbrigðismálin virðast llka vera i góðu lagi. En um það vonda er það að segja, að ég held ég hafi verið þarna of stutt til að verða var við eitthvað, sem sló mig veru- lega illa En i þessu landi hljóta auðvitað að vera gallar eins og annars staðar" Örnólfur Árnason sér um LEIK- LISTARÞÁTT í útvarpinu kl. 22.15 annað hvert MIÐVIKUDAGSKVÖLD Örnólfur var ekki búinn að ákveða hvað yrði á boðstólum í þættinum á miðvikudaginn þegar við spjöll- uðum við hann. „En aðalmarkmiðið með þættinum er fyrst og fremst kynning á leiklist, — ekki gagnrýni eða útblástur á áliti mlnu á hinu og öðru Ég vil aðeins gefa fólki tæki- færi til að fylgjast með þvi, sem er að gerast í leikhúsunum, bæði hér i Reykjavík og úti á landi, og jafnvel öðru hvoru í nágrannalöndunum, t d því, sem kemur upp i Skandina viu, London og Paris", sagði Orn- ólfur. „Og ég vil reyna að hafa frekar mörg atriði i hverjum þætti fara svolitið vitt á þessum hálftíma." „Mig langar einnig til að kynna hlustendum vinnuaðstöðu og hugs- anagang þeirra, sem vinna i leikhús- unum, — hluti, sem ekki blasa við leikhúsgestum þegar þeir koma á leiksýningar Ég ætla þannig að reyna að tala ekki aðeins við leikara, leikstjóra og höfunda, heldur líka t.d. við leiktjaldamálara, og þá, sem nú eru að nema leiklist í leiklistar- skólunum. Mig langar sem sagt til að skyggnast svolítið bak við tjöldin " Örnólfur viðurkenndi, að það hefði verið fátt um fína drætti i leikhúsunum hér i Reykjavík það sem af er leikárinu, og aðeins tvær frumsýningar (auk Kardemommu- bæjarins). „Þetta er alveg eins- dæmi," sagði Örnólfur. „En baeði leikhúsin hér i Reykjavik og úti á landi eru i svo miklum fjárhags- örðugleikum, að þeu hreinlega neyðast til sð setja upp svona heldur billega farsa Mér finnst þetta fjári vont mái Maður fer að missa trúna á að leikhúslff okkar sé í framför. Hins vegar er útlitið mjög gott eftir áramótin, og sérstaklega gaman að Þjóðleikhúsið ætlar að færa upp á ný verk eftir þrjá islenzka höfunda i Þjóðleikhúskjallaranum. Þetta er ánægjuefní, ekki slzt vegna þess, að menn voru hræddir um að leikhúsin myndu fara i bindini á íslenzk verk eftir að hafa sýnt óvenjumörg slík í fyrravetur." Á FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ kl. 20.00 verður flutt 12. leikritið i flokki islenzku leikritanna, sem leik- listardeild útvarpsins býður upp á I tilefni þjóðhátlðar. Hér er um að ræða leikrit, sem er alveg nýtt af nálinni, sérstaklega skrifað fyrir út- varp af einu af okkar virkustu yngri leikskáldum i dag, Oddi Björnssyni. HVERNIG HEIÐVIRÐU KAUP- SÝSLUMAÐUR FÆR SIG TIL AÐ NEFBRJÓTA YNDISLEGA EIGIN- KONU SlNA í VIÐURVIST ANN- ARRA nefnist leikritið og munuvart önnur Islenzk leikrit bera tilkomu- meira nafn Og undirtitil hefur leik- ritið llka: Tiltölulega meinlaus þriller eða leikur að kvikasilfri fyrir hljóð- varp. „Þetta er enginn afspyrnu- þriller," sagði Oddur ( stuttu rabbi, „en þarnaær eins konar spenna, að visu anzi llflega blönduð gamni mundi ég halda. Þetta mundi nú sennilega flokkast undir kómedíu " „Þetta kemur svolitið inn á upp- eldismál," svaraði Oddur er við reyndum að grennslast frekar eftir efninu. „Það er famelia, sem er að gera sjálfa sig upp, og koma þar jafnt til framliðnir sem aðrir til þess að fá þetta frá sem flestum sjónar- hornum Þessi famelía býr I ákaflega fornemu þorpi, sem lítíð er orðið eftir af á fslandi Nei, þetta er ekki Reykjavík Reykjavík yrði afskaplega hættuleg borg fyrir þetta fólk." Einnig mun efni verksins að veru- lega leyti felast I nafni þess og þetta gæti orðið spennandi á fimmtudags- kvöldið. Leikstjóri er Bríet Héðins- dóttir, og í aðalhlutverkum eru Rúrik Haraldsson, Gisli Halldórsson og Þóra Friðriksdóttir. I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I Dagur — Kúba i nútið og fortið Örnólfur — hvað er á seyði i leiklistinni? Oddur — af nefbroti yndislegrar eiginkonu HVAÐ ER AÐ HEYRA? TÓNHORNIÐ A LAUGARDAGSKVÖLDIÐ hefst í útvarpinu flutningur á spunkunýrri upptöku á MEIST- ARASÖNGVURUNUM FRA NÖRNBERG, óperu Richard Wagners. Verður upptakan flutt i þremur hlutum, og er annar hlut- inn á dagskrá á sunnudag kl. 15.00 og sá þriðji á næsta sunnu- dág, 14. desember. Það er Þor- steinn Hannesson, sem kynnir óperuna, en upptakan er frá hinni árlegu Bayreuth-hátíð í Þýzka- landi í sumar. Bayreuth var litið þorp í Frank- en, þegar Wagner ákvað að þar skyldi hann reisa óperuleikhús — óperuleikhús, sem hæfði sérstak- lega hinum dramatísku óperum hans. Þar var hornsteinninn lagð- ur árið 1872 og með stuðningi Lúðvíks II, kóngs af Bayern, tókst að ljúka byggingunni 1876. Það var vígt með sýningu á Niflunga- hringnum. Og þessi ópera, Meist- arasöngvararnir, var frumflutt þar árið 1891. Þar hafa nú um langt skeið verið haldnar sumar- hátíðir Wagner til heiðurs, en stjórn óperuhússins hefur verið í höndum af komenda tónskáldsins. Meistarasöngvararnir eru af mörgum taldir hápunktur sköp- unargáfu Wagners, ásamt Tristan og Isolde — þróttmesta tjáning snilligáfu hans. Hljómsveitarstjóri þessarar uppfærslu er Silvio Varviso, en með aðalhlutverkin fara Theo Adam (Hans Sachs), Jean Cox (Walter) og Hannelore Bode (Eve). Það er skemmtileg tilvilj- un í sambandi við flutning út- varpsins á óperunni nú, að Waiter í Meistarasöngvurunum var ein- mitt eitt helzta hlutverk Þorsteins Hannessonar í Covent Garden i Lundúnum. A MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ kl. 22.25 er íslenzkur jazz á dagskrá sjónvarpsins í þættinum EINS KONAR JAZZ. Þetta er annar þátturinn undir þessu nafni, og var sá fyrri á dagskrá fyrir u.þ.b. mánuði. Sá þáttur tókst sérlega vel, og fór saman þrællif- legt lagaval, pottþéttur flutning- Wagner — enn á dagskrá I Bayreuth sem vfðar ur og prýðileg upptaka. Flytjend- ur voru blásararnir Halldór Páls- son og Rúnar Georgsson, bassa- leikarinn Sigurður Arnason og píanó- og orgelleikarinn Guð- mundur Ingólfsson. Einnig söng Jónas R. Jónsson eitt lag. Liðið i þessum þætti er að mestu óbreytt, en i stað Ásgeirs er Erlendur Svavarsson setztur við trommu- settið og Janis Carol syngur eitt lag. Þetta er lið, sem kemur sitt úr hverri áttinni með það sameigin- legt að hafa gaman af að spila eins konar jazz. Meðal laga er Rhapsody in Blue. Við áttum þess kost að hlýða á kempurnar á æf- ingu, og getum lofað stuði og sveiflu í þættinum á miðvikudag- inn. Upptökunni stjórnaði Egill Eðvarðsson. Halldór Pálsson með flautuna og Rúnar Georgsson með saxófóninn f „Eins konar jazz“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.