Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974 7 Frú Alvís úr Eyjum á meginlandsreisu Leikfélag Vestmannaeyja sýnir um helgina í Vík í Mýrdal, á Selfossi og Seltjarnarnesi Leikfélag Vestmannaeyja bregdur sér I sýningarferðalag upp til fastalandsins nú um helgina með sakamála- og gamanleikritið Frú Alvís, en það hefur sýnt það verk í Eyjum að undanförnu við góðar undirtektir. Fyrsta sýning Leikfélags Vestmannaeyja að þessu sinni á meginlandinu verður í Vík í Mýrdal föstudagskvöldið 6. des. kl. 21, önnur sýning verður í Selfossbíói kl. 21 á laugardags- kvöld og þriðja sýningin verður í Félagsheimilinu á Seltjarnar- nesi á sunnudagskvöld kl. 21. Höfundur gamanleikritsins Frú Alvfs er brezki leikritahöf- undurinn Jack Poppelwell, en leikstjóri er Ragnhildur Stein- grímsdóttir. Sakamála- og gamanleikritið frú Alvís er fyrsta verkefni Leikfélags Vestmannaeyja í Eyjum eftir gos, en á meðan á gosi stóð sýndi félagið leikritið Margt býr 1 þokunni bæði á meginlandinu og úti 1 Vest- mannaeyjum s.I. haust. Um jól- in hyggst Leikfélag Vest- mannaeyja efna til jólasýn- ingar ásamt Samkór Vest- mannaeyja og Lúðrasveit Vest- mannaeyja. Síðar f vetur hyggst LV sýna leikritið Hart 1 bak eftir Jökul Jakobsson. Leikarar í Frú Alvfs eru: Edda Aðalsteinsdóttir, Unnur Guðjónsdóttir, Þorvaldur Hall- dórsson, Gréta Scheving, Marta Björnsdóttir, Sigurgeir Schev- ing, Guðmundur Jensson og Þorbjörn Pálsson. Sviðsstjóri er Óli Valtýsson, ljósameistari Guðmundur Jóns- son og aðrir sviðsmenn eru Sigurjón Jónsson og Snorri Vestmann. Leikfélag Vestmannaeyja hefur starfað 1 yfir hálfa öld og ávallt hefur mikil leikgleði ríkt 1 félaginu. Ósjaldan hafa leik- félagsmenn brugðið sér til meginlandsins og sýnt fyrir landsmenn á fastalandinu við góðar undirtektir. Þorvaldur Halldórsson, Gréta Scheving og Edda Aðalsteinsdóttir. Nokkrir leikara Leikfélags Vestmannaeyja, sem leika 1 Frú Alvfs: Frá vinstri: Marta Björnsdóttir, Þorvaldur Halldórsson, Gréta Scheving, Edda Aðalsteinsdóttir, Unnur Guðjónsdóttir og Sigurgeir Scheving. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir f Eyjum. Það er bara svona, það munar ekki uili IUJU óiv.arhnykkinn. Guðmundur Jensson og Unnur Guðjónsdóttir f hlutverkum sfnum. 5 herb. íbúð til leigu i Kópavogi í eitt ár frá 1. jan. Tilboð ' sendist afgr. Mbl. merkt: X-1 20-2069 " fyrir 11. þ.m. Félag einstæðra foreldra Óskar eftir starfskröftum tii að prjóna trefla. Allar upplýsingar á skrifstofunm simi 1 1822. Leikjateppin með bilabrautum fást i Nökkva- vogi 54, simi 34391. Sendum gegn póstkröfu. Kápur og jakkar til sölu sumt á mjög hagstæðu verði. Kápusaumastofan Oiana, Miðtúni 78. Simi 18481. Barok — Roccoco — spánskur stíll Get aftur tekið að mér sérsmiði úr járni:. gluggagrindur, stofugrindur, húsgögn, lampar ofl. (innanhúss- smíði). Leifur Valdimarsson, simi 81368. Hveragerði Af sérstökum ástæðum er Fisk- búðin i Hveragerði til sölu. Uppl. i sima 4371 og4477. Til sölu tveir miðstöðvarkatlar 3Vi fm. Upplýsingar i sima 40044. Verksmiðjuútsala Anna Bergmann, Dalshrauni, 1. Hafnarfirði. Kjólar, buxur, peysur o.m.fl. Föstudaga, 2—6, laugardaga 10—4 til jóla. Góð en gömul Siemens rafeldavél, hvit með 3 hellum og loki til sölu. Litur mjög vel út. Verð kr: 22 þús. Uppl. i sima 1 5503. Hnakkur — Beizli — notað Óska eftir að kaupa notaðan hnakk og beizli. Uppl. í sima 50749. Herbergi óskast til leigu. Upplýsingar í síma 26700. Ung hjón utan af landi með eitt barn vantar 2ja—3ja herb. íbúð á leigu á Reykjavíkursvæðinu. Tilboð sendist Mbl. merkt: V- 8810. Óska eftir að kaupa Volvo Laplander. Má vera ógangfær. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Volvo — 8805" sem fyrst. Tvær 19 ára stúlkur óska eftir vinnu. Margt kemur til greina, önnur hefur bil til umráða. Upplýsingarf síma 52006 milli kl. 5 og 7. Rafha eldavél eldri gerð til sölu. Upplýsingar i síma 12621. idfci MR ER EITTHVH 7$ FVRIR RLLR á J*tor0jinbIaM& RowenfA hárþurrka á gólfstatífi. Afkastamikil þurrka. Litur: Orange. Nauðungaruppboð Nauðungaruppboð á fasteignunum Borgarbraut 33 og Kveldúlfsgötu 4 Borgarnesi sem auglýst var í 1 4., 1 6* og 1 7. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1 974 verður sett í skrifstofu embættisins í Borgarnesi miðvikudag- inn 18. desember 1974 kl. 14 eftir kröfu lögmanna í Reykjavík, innheimtu rikissjóðs í Mýra og Borgarfjarðarsýslu og sveitastjórans í Borgarnesi samkvæmt þinglýstum fjárnámsgerðum og lögtökum og síðan háð á fasteignunum sjálfum eftir nánari ákvörðun réttarins. Borgarnesi 3. desember 1974 Sýslumaðurinn í Mýra og Borgarfjarðarsýslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.