Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974
26
— 11 ára stúlka
Framhald af bls. 44
ur Bústaðaveg um kl. 12.30, og ók
allgreitt, að sögn sjónarvotta.
Þegar bifreiðin var á móts við hús
númer 97, varð stúlkan fyrir bif-
reiðinni. Ekki er fullljóst hvernig
slysið bar að, en stúlkan kom úr
norðurátt, líklega á leið heim til
sín, en hún átti heima í Fossvogs-
hverfi. Lenti stúlkan á hægra
framhorni bifreiðarinnar og hlaut
mikinn höfuðáverka. Var hún
flutt á slysadeild Borgarsjúkra-
hússins og síðan á gjörgæzludeild
sömu stofnunar, þar sem hún lézt
um kl. 14.30.
Akstursskilyrði voru slæm,
þegar slysið gerðist, snjóföl og
mjög hált. Liggur ekki ljóst fyrir
hvort stúlkan hljóp út á götuna,
gekk eða rann. Átti eftir að yfir-
heyra vitni þegar blaðið hafði
samband við rannsóknarlögregl-
una í gær.
— Borgarstjóri
Framhald af hls. 44
ársins hefur gefið til kynna, mun
afkoma borgarsjóðs á árinu 1974
fyrst og fremst mótast af þeirri
miklu óðaverðbólgu, sem geysað
hefúr í þjóðfélaginu á þessu ári.
Þessum miklu kostnaðarhækkun-
um, sem fylgt hafa verðbólgunni,
hefur verið mætt með ýmsum
hætti, aðhaldi og sparnaði í
rekstri og verulegum samdrætti i
framkvæmdum. Þrátt fyrir það
hefur myndast verulegur
greiðsluhalli, sem þurft hefur að
brúa með lántökum.
2. Samkv. því frv. að fjárhags-
áætlun, sem hér er nú lagt fram,
munu tekjur borgarsjóðs á milli
ára hækka um 52,2%. Vakin er
athygli á því að gert er ráð fyrir
því, að útsvör verði innheimt með
10% álagi.
3. Rekstrargjöld borgarsjóðs
skv. frv. munu hækka um 44,4%
milli ára. Þótt hér sé um háa
prósenttölu að ræða, er vakin at-
hygli á því, að þessi hækkun á
rekstrarútgjöldum er vel undir
meðalhækkun verðlags, sem orðið
hefur á s.l. 12 mánuðum, að mati
borgarhagfræðings.
4. Gert er ráð fyrir, að magn
framkvæmda, bæði að því er
gatnagerð varðar svo og bygg-
ingarframkvæmdir borgarsjóðs,
muni minnka á þvi ári, sem fram-
undan er. Sérstök ástæða er til að
vekja athygli á eignabreytingalið
áætlunarinnar, þar sem um er að
ræða framlög til afborgana af lán-
um, til S.V.R. og til framkvæmda-
sjóðs. Þessir liðir hækka mjög
milli ára og raunar ekki útséð,
hver verður afkoma S.V.R. né
B.U.R., þannig að ef þessar tölur í
raun reynast hærri en áætlun
segir fyrir um, mun þurfa að
draga úr öðrum framkvæmdum
að sama skapi.
5. Þrátt fyrir magn niðurskurð
framkvæmda, ergert ráð fyrirþvi
í fjárhagsáætluninni að lögð verði
sérstök áherzla á áframhald skóla-
bygginga, einkum i nýjum
hverfum, byggingu stofnana fyrir
aldrað fólk, aukning á framlög-
um til heilbrigðisstofnana í borg-
inni, svo og allhækkuðu framlagi
til umhverfis og útivistar í sam-
ræmi við ályktun borgarstjórnar
írá því á þessu ári.
6. Ljóst er, að um ýmsar fram-
kvæmdir er borgin háð framlög-
um frá ríkissjóði, eins og t.d. á
sviði skólabygginga, íþróttamann-
virkja, dagvistunarstofnana og
sjúkrahúsa. Ég hef rítað fjár-
vcitinganefnd Alþingis sérstakt
bréf um þessi mál og gengið á
fund fjárveitinganefndar til að
skýra fjárþörf borgarsjóðs á þess-
um sviðum. Framkvæmdageta
borgarinnar og þar með nýting
þeirra. fjármuna, sem i þessari
áætlun eru ætlaðar til þessara
siofnana, mun að sjálfsögðu fara
eftir þvi, hvað endanlega verður
samþykkt á Alingi um fjárveit-
ingar úr ríkissjóðí til Reykja-
víkurborgar.
7. Allmörg fyrirtæki borgar-
innar þurfa nú á hækkuðum
gjaidskrám að halda, þrátt fyrir
það að i heild hækkuðu gjald-
skrár allmikið á árinu 1974. All-
lengi stóð hins vegar á leyfi til að
ha>kka gjaldskrárnar og á þeim
tíma hlóðst upp allverulegur
greiðsluhalli, sem hækkaðar
gjaldskrár náðu ekki að brúa,
þegar á endanum fékkst leyfi til
hækkunar. Auk þess hefur verð-
lag hækkað allnokkuð síðan gjald-
skrár hækkuðu, þannig að nauð-
synlegt er til að tryggja
greiðsluhallalaust næsta ár að fá
nokkrar gjaldskrarhækkanir, eins
og þegar hefur verið gerð grein
fyrir. Bent er á að skornar hafa
verið niður margvíslegar fram-
kvæmdir á vegum borgarfyrir-
tækjanna, sem út af fyrir sig eru
nauðsynlegar, en ekki var talið
unnt að fara í á næsta ári. Með því
hefur borgin að sjálfsögðu sýnt
vorulegan vilja til þess að halda
niðri gjaldskrám fyrirtækjanna
eins og kostur er á, þannig að það
sem um er beðið, verður að telja
algjört lágmark í þessum efnum.
Hr. forseti. Ég hef nú í stórum
dráttum gert grein fyrir þeirri
fjárhagsáætlun, sem hér liggur
fyrir til fyrri umræðu, og Iæt nú
máli mínu lokið, en legg til, aö
frv. að fjárhagsáætlun 1975 verði
að lokinni þessari umræðu vísað
til annarrar umræðu.
— Geirfinnsmálið
Framhald af bls. 44
Þegar blm. Mbl. heimsótti þá í
gær, voru þeir bjartsýnir á, að
árangur þeirrar míklu vinnu, sem
lögð hefur verið í þetta mál, kæmi
í ljós fyrr en varði. Þeir sögðu, að
vinna þyrfti þetta mál hægt og
örugglega, þeim mætti ekki yfir-
sjást í neinu atriði. í gær unnu
þeir að frekari könnun á þeim,
sem gefnir hafa verið upp vegna
simhringingarinnar úr Hafnar-
búðinni, og gerðu áætianir um
framhald rannsóknarinnar.
Skarphéðinn Njálsson lögreglu-
maður, sem unnið hefur að rann-
sókn málsins uppi við Sigöldu,
komst ekki til Keflavíkur í gær
eins og til stóð vegna ófærðar.
Hefur hann i fórum sínum ýmis
mikilvæg atriði, sem verða könn-
uð þegar hann kemur aftur frá
Sigöldu.
— Pólsku
Framhald af bls. 2
sem störfuðu i íslenzkum skipa-
smíðastöðvum, þekktu þessi skip
orðið ærið vel, því þau væru alltaf
í viðgerð. Það væri staðreynd að
ýmiskonar efni væri af mun
lakari gæðaflokki en þekktist hjá
okkur og öðrum V-Evrópulönd-
um. En ef útgerðarmenn vildu þá
gætu þeir keypt sér skip, sem
lægju bundin við bryggju í marga
mánuði eftir að þau kæmu til
landsins, en hann efaðist um, að
Norðmenn
gefa eftir
Osló, 5. desember.
NTB. Reuter.
NORÐMENN hafa ákveðið
að hætta við að banna tog-
veiðar á einu þeirra
fjögurra svæða þar sem tog-
veiðibannið átti að gilda
vegna sterkrar mótstöðu
Breta og Vestur-Þjóðverja
samkvamt áreiðanlegum
heimildum.
Bannið lekur gildi á hinum
svæöunum 15. janúar eins
og ráðgert hefur verið en þó
getur verið, að þau svæði
verði minnkuð síðar. Hins
vegar segja heimildirnar, að
Norðmenn muni ekki
krefjast þess, að þeir, sem
Drjóti bannið, hlíti norskum
lögum.
Norska stjórnin mun 1
þess stað samþykkja til eins
árs það fyrirkomulag, að
þeir, sem brjóta bannið,
vcrði lögsóttir 1 þeim lönd-
um þar sem skipin eru
skráð.
Svæðið, sem Norðmenn
hafa hætt við að banna tog-
veiði á, er undan Norður-
höfða og kallast Nysleppen.
Þetta eru talin sérlega
mikilvæg mið fyrir brezka
togara.
íslenzkir útgerðarmenn létu
blekkjast á ný.
Að lokum sagði Gunnar, að
komið hefði til tals hjá íslenzkum
skipasmíðastöðvum að neita að
gera við skip, sem kæmu ný að
utan „stórbiluð'*. Þau ætti að
senda til baka aftur til Spánar og
Póllands og síðan gætu allir séð
hvað skipin kostuðu þegar þau
kæmu aftur heim eftir gagn-
gerðar viðgerðir.
Jón Sveinsson sagði, að það
væri engin ný bóla, að sagt væri
að íslenzk skip væru dýrari en
erlend. Þetta hefði t.d. verið sagt
fyrir 2—3 árum, þegar farið var
með samninga frá Slippstöðinni á
Akureyri til Spánar meðal annars
vegna þess, að dýrt þótti að láta
byggja skipin hér heima.
Hinsvegar kom í ljós, að á nokkr-
um dögum hækkuðu skipin um 40
millj. kr. á Spáni, þar að auki var
beðið um viðbótarhækkun. Þá
væri hann hissa á því hvað
togarar væru sóttir í margar áttir.
Annars sagði Jón, að þetta benti
til þess, að haldið yrði áfram og
byggja fiskiskíp af krafti, og þá
ekki síður innanlands, því það
væri stefna stjórnvalda.
— Grænlendingar
Framhald af bls. 3
bátnum lengra en komið væri.
Bátinn töldu Grænlendingarnir
ónýtan svo sem lekinn hefði sýnt
þeim. Skipamiðlarinn og fulltrúi
eigenda, er kominn var hingað
vegna komu bátsins, reyndu að
sýna Grænlendingunum fram á,
að verið væri að lagfæra þessa
smávægilegu bilun ef bilun gæti
kallazt. En Grænlendingarnir
héldu fast við sinn keip. Hafði
Þorvaldur Jónsson nú samband
við eigendurna og skýrði þeim frá
þessari ákvörðun Grænlending-
anna. Svar útgerðarinnar kom síð-
degis í gær og var á þá leið að
skipshöfnin skyldi send til Kaup-
mannahafnar með flugvélinní,
sem fór i gærmorgun — en ný
áhöfn kæmi frá Kaupmannahöfn
og var hún væntanleg í gær-
kvöldi. Standa vonir til, að bátur-
innsigli héðan i dag eða á morgun.
— Akureyri
Framhald af bls. 4
um, og vii ég þar sérstaklega
nefna Iðju, félag verksmiðju
fólks á Akureyri, og Menn-
ingarsjóð KEA fyrir þeirra
ágætu framiög. Þökk sé þeim
öllum.
Þrátt fyrir þessi menningar-
harðindi hér í bæ, þá ættu þeir,
sem áhuga hafa á þessum mál-
um, að taka höndum saman og
hefja enn frekari baráttu fyrir
bættri meðferð mála í andleg-
um efnum hjá bæjaryfirvöld-
um og stuðla að sjálfstæðu og
blómlegu menningarlífi i höf-
uðstað Norðurlands.
Með vinsend og virðingu
Örn Ingi
— Morðbrennan
Framhald af bls. 12
ínu, én var auðvitað skyldur til að
dæma samkvæmt gildandi lögum
— og mun auk þess hafa gert sér
það Ijóst — sem og líka Grimur
Jónsson amtmaður — að aftaka
hinna dauðadæmdu mundi reyn-
ast sú viðvörun til óaldarseggja í
Húnaþingi og víðar, sem þeir
mundu láta sér helzt að kenningu
verða. Hann lagði áherzlu á það í
viðurvist fjölmennis á aftöku-
staðnum, að hinn illræmdi Holta-
staða-Jóhann stæði sem næst af-
tökupallinum, og er sagður hafa
mælt frekar ómjúklega við bónda,
sem varð á að líta undan, þegar
aftakan fór fram: „Enginn má
undan lfta.“ Einmitt þessi orð
hans eru svo heitið á hinni nýút-
komnu bók Guðlaugs Guðmunds-
sonar um þessi margumræddu
mál.
— 25 fórust
Framhald af bls. 1
kosti 3 verið bjargað úr rústunum
i kvöld, alvarlega særðum.
Sjónarvottur sagði: „Ef til vill
hefur gerzt kraftaverk en það er
ótrúlegt. Þetta eru ekki moldar-
og múrsteinsveggir eins og í þorp-
um okkar. Þakið var úr steypu og
gólfið var steinsteypt og fórnar-
Iömbin urðu á milli."
Flestir þeirra, sem af komust,
voru svo heppnir að standa á
göngum, sem lágu til aðalfarþega-
salarins í flugstöðinni þegar
þakið hrundi. Á þakinu var um
átta þumlunga snjólag. Margir
efast um, að það hafi getað valdið
hruni þaks, sem var úr stáli og
steinsteypu.
Byggingin er 20 ára gömul en
i henni var engin aðalburðarsúla
og talið er, að slysið hafi getað
orðið þar sem þakið var of veikt.
Talið er, að það geti tekið rúman
sólarhring að hreinsa svæðið eftir
slysið. Flugstöðin var stækkuð í
sumar og bætt við biðsalarrýmið.
Sumir telja, að þakið hafi veikzt
við það.
Verulegur skriður komst ekki á
björgunarstarfið fyrr en einni
klukkustund eftir að slysið varð.
Fyrst réðust menn með berum
höndum gegn þungum stálbitum
og grjóthaugum en siöan voru
fengnar stórar jarðýtur.
— Watergate
Framhald af bls. 1
ur því fram, að Nixon hafi sýnt
sér óhreinlyndi í Watergate-
málinu. Allir halda því fram, að
án vitnisburðar forsetans fyrr-
verandi muni réttarhöldunum
ljúka með gapandi eyðu í vitna-
leiðslum.
Saksóknari hefur ekki viljað
styðja tilmælin um frestun til að
fá vitnisburð Nixons, hann telur
framburð forsetans ekki líklegan
til að hafa teljandi áhrif á gang
málsins.
— Danmörk
Framhald af bls. 1
nóvember hafa 83.000 skráð sig
atvinnulausa i Danmörku. Auk
þess er talið, að 30.000 atvinnu-
lausir hafi ekki skráð sig. í
nóvember í fyrra voru 16.000 at-
vinnulausir I Danmörku.
Fréttaritari Mbl. Jörgen
Harboe, skrifar: Hartling hafði
áður lýst því yfir, að ekki mætti
lengur líta á tillögur sínar um
heildarlausn efnahagsmálanna
sem úrslitakosti heldur samnings-
grundvöll. Þegar Hartling lagði
áætlunina fram á þriðjudag sagði
hann, að framkvæma yrði alla
liði heildaráætlunar stjórnar-
innar því að öðrum kosti mundi
það spilla fyrir lokamarkmiðum
áætlunarinnar. Flestir stjórn-
málamenn túlkuðu orðalagið
þannig, að stjórnin krefðist þess,
að áætlunin yrði samþykkt í
heild, annars segði hún af sér.
Aðalatriði áætlunarinnar voru
kaupgjalds- og hagnaðarstöðvun
allt næsta ár. Meirihluti þing-
manna var einkum mótfallinn til-
lögunni um kaupgjaldsstöðvun.
Þeir töldu þetta íhlutun um
hefðbundinn samningsrétt aðilja
vinnumarkaðsins.
I ræðu sinni í lok umræðna
þingsins sagði Hartling, að áætlun
stjórnarinnar væri eina stefnan,
sem gæti útrýmt atvinnuleysi.
Hann taldi það mikilvægara en
missi samningsréttar í stuttan
tíma.
Umræðurnar í þinginu voru
nokkurs konar kosningafundur
því menn þóttust vissir um, að
Hartling hefði í vasanum bréf til
drottningar með beiðni um að
hún ryfi þing og efndi til nýrra
kosninga.
— Flugslysið
Framhald af bls. 1
meiri háttar flugslysið á tveim-
ur vikum og mun vera annað
mesta flugslys sögunnar, þar
sem ein flugvél á í hlut, hið
mesta varð í marz sl., þegar
tyrknesk þota af gerðinni DC-
10 fórst með 345 manns eftir
flugtak í Parfs.
Haft er eftir flugumsjónar-
mönnum á Bandaranaikaflug-
velli í Colombo, að flugstjóri
þotunnar hafi ekki gefið neinar
visbendingar um að hann ætti í
erfiðleikum áður en þotan
fórst.
Vélin var í eigu hollenzka
fyrirtækissins Martin Air. Hún
lagði upp frá Surabaya i
Indónesiu þar sem pílagrimarn-
ir höfðu tekið hana á leigu og
var ferðinni heitið til Jeddah.
Hún átti að hafa stutta viðkomu
í Colombo, lenda þar kl. 22.30
að staðartima og Jiafði flug-
stjórinn samband við flugturn-
inn þar fimmtán mínútum áð-
ur. Síðan heyrðist ekkert meira
frá honum. Frá Jakarta bárust
þær fregnir, að eldur hefði
komið upp í vélinni, er hún átti
ófarnar um 50 mílur til
Colombo.
— Ýfingar
Framhald af bls. 44
hefur með höndum undirbúning
þessa máls í nær þrjú ár. Sagði
Jónas Árnason m.a., að stöðvaði
núverandi orkuráðherra fram-
gang málmblendiverksmiðj-
unnar, skyldi hann lýsa þvi yfir
opinberlega, að hann væri bæði
skynsamari og farsælli i starfi en
fyrirrennari hans. ( Sjá nánar á
þingsíðu blaðsins i dag).
— Iþróttir
Framhald af bls. 43
Kristín Magnúsdóttir, TBR, unnu
Kristin Helgason og Örnu Stein-
sen, KR, 15—11 og 15—6.
Einliðaleikur drengja:
Jóhann Kjartansson, TBR, vann
Jóhann G. Möller, TBR, 5—11,
11—6 og 11—4.
Einliðaleikur telpna:
Kristín Berglind, TBR, vann
Ásu Gunnarsdóttur, Val, 11—2 og
11—2.
Tvíliðaleikur telpna:
Kristín Berglind og Kristín
Magnúsdóttir, TBR, unnu Ásu
Gunnarsdóttur og Bjarnheiði
Ivarsdóttur, Val, 15—8 og 18—14.
Einliðaleikur pilta:
Jónas Þ. Þórisson, KR, vann
Ottó Guðjónsson, TBR, 6—15,
17—16 og 15—5.
Tvíliðaleikur pilta:
Ottó Guðjónsson og Jóhann G.
Möller, TBR, unnu Jóhann Kjart-
ansson og Sigurð Kolbeinsson,
TBR, 15—6, 6—15 og 15—7.
Tvenndarleikur pilta og stúlkna:
Jónas Þ. Þórisson, KR, og Ásdís
Þórarinsdóttir, TBR, unnu Ottó
Guðjónsson og Ragnhildi Páls-
dóttur, TBR, 8—15, 15—12 og
15—11.
— Þjórsá
Framhald af bls. 31
einróma að gera ráðstafanir til
þess að varðveita og auka gróð-
urlendi landsins.
Og ég treysti því, að þeir
varðveiti öll gæði lslands i
hverri mynd sem er, fegurð
þess, hreinleika og aðrar
dásemdir fyrir Islendinga eina,
borna og öborna.
Og nú spyr ég sjálfan mig: Til
hvers er ég, hálfáttrætt gamal-
menni að skipta mér af þessu
og skrifa þessa grein?
Alla mína ævi hef ég lifað í
þessu landi. Það hefur fóstrað
mig, og ég hef notið fegurðar
þess og hreinleika. Ég hef horft
á græn engi og blá f jöll og hvita
jökla. Ég hef andað að mér ilmi
úr móa og tæru fjallalofti. Ég
hef hlustað á fossaniðinn og
fugiakliðinn og þögn öræfanna
hefur hljómað i eyrum mér.
Þetta land vil ég varðveita
fyrir þjóð mína.
„Island fyrir íslendinga" var
kjörorð okkar í æsku okkar í
byrjun þessarar aldar.
Megi svo enn vera!
26. nóv. 1974
Einar Magnússon.
Eins og dagsetningin ber
með sér, var grein þessi
skrifuð þriðjudaginn 26.
nóv. Á fimmtudaginn 28.
nóv. sýndi ég Styrmi Gunn-
arssyni greinina. En á
föstudagskvöld var birtur í
útvarpinu útdráttur úr
samingsdrögum við hið út-
lenda félag. Tölur um
stofnkostnað málmblendi-
verksmiðjurnar eru
lægri i grein minni en í
samningsdrögunum, og
sýnir það aðeins, hve allar
áætlanir eru fljótar að
verða úreltar.
E.M.