Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 4
1
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUUAG'JR 6. DESEMBER 1974
LOFTLEIÐIR
BILALEIGA
CAR RENTAL
TT 21190 21188
LOFTLE/Ð/R
Feröabílar hf.
Bilaleiga S—81260
5 manna Citroen G.S fólks og
stationbílar 1 1 manna Chervolet
8 — 22 manna Mercedes-Benz
hópferðabílar (með bílstjórn)
BILALEIGAN
51EYSIR
CAR RENTAL
24460
28810
PIOfXJGGlR
Útvarp og stereo kasettutæki
BILALEIGA
Car Rental
SENDUM
41660— 42902
W\H ALLS r / , .
uaskeis ^
Vélapakkningar
Dodge '46—'58, 6
stokka
Dodge Dart '60—'70,
6 — 8 strokka.
Fiat, allar gerðir.
Bedford, 4 — 6 strokka,
dísilhreyf ill.
Buick, 6 — 8strokka.
Chevrol '48—'70,
6— 8 strokka
Corvair
Ford Cortina '63— '71
Ford Trader, 4 — 6
strokka.
Ford D800 '65—'70.
Ford K300 '65—'70
Ford, 6 — 8 strokka,
'52—'70
Singer - Hillman - Rambler
- Renault, flestar gerðir
Rover, bensín- og dísil-
hreyflar.
Skoda, allar gerðir
Simca
Taunus 12M, 1 7M og
20M
Volga
Moskvich 407 — 408
Vauxhall. 4—östrokka.
Willys '46— '70.
Toyota, flestar gerðir
Opel, allar gerðir
Þ. Jónsson & Co
Símar 84515—84516
Skeifan 1 7
STAKSTEINAR
Auðlindir jarðar
ganga til þurrðar
Orkan er möndullinn I at-
vinnulífi þjóðanna og undir-
staðan í velmegunarþjóðfélag-
inu. Sú staðreynd, að þær auð-
lindir jarðar, sem eru og verið
hafa orkugjafar mannkynsins,
olla og kol, eru ekki ótæmandi
og að langt er gengið á tiltækar
birgðir, er þjóðum heims alvar-
legur hættuboði. Olíukreppa
sú, sem yfir hefur gengið og
valdið alvarlegum vanda í öll-
um kimum jarðar, hefur og
gjörbreytt viðhorfum og mati
flestra hugsandi manna.
En fiskimiðin og frjósemi
jarðar eru ekki einu kostir
lands okkar. Sú líftrygging
þjóðarinnar, sem felst í auð-
lindum fallvatna og jarðvarma,
vegur ckki minna á mctum. Þar
er að finna orkugjafa, sem enn
eru að mestu óvirkjaðir, þó stór
spor haf i verið stigin í rétta átt.
Hitaveitur
Virkjun jarðvarma, hitaveit-
ur, hafa fært þjóðinni langa og
dýrmæta reynslu. Reykjavíkur-
borg hefur í þessu efni gefið
gott fordæmi, sem vakið hefur
athygli um veröld alla. Fjöl-
mörg byggðarlög hafa fylgt því
fordæmi til ómetanlegs hag-
ræðis fyrir íbúa sína og þjóðar-
búið í heild. Nauðsynlegt er að
kanna til hlítar alla möguleika
í þessu efni og vinna skipulega
að nýtingu þeirra valkosta, sem
fyrir hendi eru.
Ummæli Matthfasar Mathie-
sen, fjármálaráðherra og 1.
þingmanns Reyknesinga, í um-
ræðum um nýtingu innlendra
orkugjafa í neðri deild Alþing-
is sl. miðvikudag, vöktu því
þjóðarathvgli. Hann fullyrti:
1. að fráfarandi orkuráð-
herra, Magnús Kjartansson,
hefði margtafið framkvæmdir
hitaveitu fyrir Garðahrepp,
Hafnarfjörð og Kópavog, með
því að draga ítrekað afgreiðslu
á gjaldskrármálum Hitaveitu
Reykjavíkur, sem er fram-
kvæmdaaðili f umræddri hita-
veitugerð.
2. að sami ráðherra hefði
jafnframt verið dragbítur á
hitaveituframkvæmdir fyrir
Suðurnes, sem nú er unnið að
við Svartsengi.
Þessar tafir, sem seinkað
hafa verulega nýtingu innlends
orkugjafa í greindum byggðar-
lögum, hafa að sjálfsögðu stór-
aukinn stofnkostnað í för með
sér, vegna þeirrar óðaverð-
bólgu, sem tröllriðið hefur
þjóðfélaginu undanfarið.
Raforkan
Nýting raforku (frá gufu- og
vatnsaflsvirkjunum) til húsa-
hitunar, hefur hvergi nærri
verið nægur gaumur gefinn.
Þar, sem jarðvarmi er ekki til
staðar, ber hiklaust að stefna
að nýtingu raforku, sem inn-
lends orkugjafa, til húsahitun-
ar. Þetta leiðir hugann að þvf,
að raforkumálum er mjög
ábótavant víða á landinu, eink-
um og sér í lagi í Norðlendinga-
fjórðungi.
Lárus Jónsson, þingmaður
fyrir Norðurland eystra, gerði
þessi mál að umræðuefni f um-
ræðum um innlenda orkugjafa
á Alþingi nýverið. Sagði Lárus
forystumenn Norðlendinga
hafa átt f hinu mesta strfði við
fyrrverandi orkuráðherra í
þessum málum, en hann hafi
sniðgengið vilja Norðlendinga f
einu og öllu. Margir virkjunar-
möguleikar væru fyrir hendi á
Norðurlandi, sem ekki hefði
verið sinnt, en þyrfti að huga
að jafnhliða línulögn milli
landshlutanna. Fráfarandi
orkuráðherra hefði ekki sinnt
að tilnefna framkvæmdaaðila
til að sjá um línulögn norður;
það hafi fyrst verið gert, er
Gunnar Thoroddssen tók við
því ráðherraembætti.
Njarðvík neitar
að svara
Morgunblaðið beindi ofur
eðlilegri fyrirspurn til Njarðar
P. Njarðvfk, formanns útvarps-
ráðs, f tilefni frumvarps til laga
um kjör nýs útvarpsráðs. For-
maðurinn neitaði hreinlega að
svara á miður háttvfsan máta.
Bar hann við gagnrýni á störf
sín í blaðinu. Þessi opinberi
starfsmaður sýnir hér fáheyrt
athæfi, sem stangast á við
frjálsa umræðu og skýlausan
rétt fslenzkra blaðalesenda, og
er einsdæmi, jafnvel f íslenzka
embættismannakerfinu.
Akureyri
Menningarlíf á þjóðhátíðarári
ÞAÐ er ef til vill að bera í
bakkafullan lækinn að fara
skrifa meira um myndlistarmál
hér í bæ en orðið er, en að minu
mati er þó enn töluvert ósagt og
ýmsum spurningum ósvarað.
Bæjarstjóri hefur aðspurður
i blaðaviðtali sagt, að dauði
Myndlistafélagsins hafi verið
þvi að kenna, að félagsmenn
hafi ætlað sér um of, en verið of
fáir til verka og þvi farið sem
fór. Ekki ætla ég að andmæla
þvi, að ýmsar ráðagerðir félags-
ins voru í djarfasta lagi, en
náðu þó fram að ganga þrátt
fyrir fámenni. En ég vil leyfa
mér að andmæla harðlega þess-
um ummælum bæjarstjóra fyr-
ir þá sök, að dánarorsök Mynd-
listafélagsins voru vonbrigði og
gremja þegar Akureyrarbær yf-
írtók Myndsmiðjuna og afhenti
Námsflokkum Akureyrar til
notkunar þótt svo Myndlista-
skólinn hafi fengið þar einnig
inni við þröngan kost. Akur-
eyrarbær hefur andmælt þvi að
hafa keypt húsið, og ég játa það
fúslega, að ég veit ekki lengur
hverjum trúa skal um það mál,
en mikið væri gaman að fá að
sjá fullgildan leigusamning við
Verzlunarfél. Niðurstaða og
aóalatriði þessa máls er svo
auðvitað það, að enginn sýning-
arsalur er lengur til staðar í
bænum. Ég á afskaplega erfitt
með að skilja það, að Akur-
eyrarbær, sem hafði aðstoðað
við að standsetja sýningarsal-
inn þegar félagsmenn voru í
timahraki vegna sýningar er
kom frá Norræna húsinu, „7
ungir Danir“, skuli taka þá af-
stöðu að eyðileggja þessa einu
sýningaraðstöðu er til var hér i
bæ, en það hljóta auðvitað að
liggja ærnar ástæður fyrir því.
Ef Myndlistafélagið hefði
verið hagsmunafélag þeirra
manna, er að þvi stóðu, þá væri
það sjálfsagt lifandi enn, en svo
var ekki, og var það í raun og
veru þjónustufélag fyrir bæjar-
félagið á sviði Myndlistamála,
sem bærinn sjálfur ætti að
standa betur að en verið hefur.
Eins og fram hefur komið
hafa komið i ljós mjög athyglis-
verð málverkakaup Akureyrar-
bæjar af Sigtryggi Júliussyni, 5
málverk á einu ári. Á sama ári
voru settar upp allmargar mál-
verkasýningar hér i bæ, en þá
var enginn frekari áhugi fyrir
auknum málverkakaupum, má
þar nefna sýningu á verkum
Þorvaldar Skúlasonar og Sam-
sýningu 9 listamanna frá
Reykjavik auk annarra sýninga
er hlutu mjög góða aðsókn.
Fróðlegt væri nú að vita hvort
þessi umræddu málverkakaup
voru gerð af Menningarsjóði
Akureyrar eða eftir einhverj-
um öðrum leiðum, og ef svo er,
þá hverjum?
Menningarsjóður Akureyrar
er nú óstarfhæfur (frá síðustu
bæjarstjórnarkosningum) og
hef ég fregnað að ástæðan sé
aðeins sú, að bæjarstjóri hefur
ekki kallað nefndarmenn sam-
an til fyrsta fundar, þar sem
formaður sjóðsins yrði kosinn
og væntanlega lögð um leið
stefnumarkandi lína um menn-
ingarmál almennt, sem síðan
yrði farió eftir. (Veit ég til
þess, að fleiri nefndir í bæjar-
málum hafa ekki komið saman
af sömu ástæðu).
Mig langar til að vekja máls á
þvi, að hér í bæ hafa risið tveir
nýir barnaskólar þó ekki séu
þeir fullbyggðir, en samkvæmt
byggingarlögum slíkra skóla-
bygginga frá 1967, er gilda um
land allt, segir, að heimilt sé að
veita fé til skreytinga, börnun-
um til ánægju og örvunar, allt
að 2% af byggingarkostnaði, þó
eigi hærri upphæð en kr.
500.000.00, en samkvæmt nýj-
ustu verðbólgumælingum er sú
upphæð nú um kr. 2.500.000.00.
Nú hefur því verið ákaft haldið
fram, að þessar nýreistu skóla-
byggingar séu með afbrigðum
ódýrar og hagkvæmar á allan
hátt, og er það sjálfsagt alveg
rétt, en hvers vegna getum við
ekki farið að dæmi nágranna-
héraða okkar og hagnýtt okkur
þessar ágætu reglur, þar sem
það hlýtur að vera afar hag-
kvæmt fyrir bæjarfélagið þegar
ríkið greiðir helming af kostn-
aði vió gerð slíkra skreytinga.
Þeir, sem teiknuðu þessar um-
ræddu byggingar, Haukur
Haraldsson tæknifræðingur og
Ágúst Berg arkitekt, hafa ýms-
ar góðar hugmyndir um þessi
mál en hafa ekki fengið grænt
ljós til framkvæmda.
Svo vikið sé að fegrun bæjar-
ins hvað snertir uppsetningu
listaverka á opinberum stöðum,
þá má sjá, að bæjaryfirvöld
hafa tekið mjög skýra og hnit-
miðaða stefnu í þeim málum,
en hún er sú að þiggja skuli
allar góðar gjafir, sem í boði
eru, með þakklæti og virðingu,
en á móti velja þeim stað og
fjármagna uppsetningu þeirra.
Um það þarf ekki að fara mörg-
um orðum, en það liggja auðvit-
að sterk rök fyrir slíku kerfi,
þótt smánarlegt sé.
Eina umtalsverða framtak
bæjarins í þessum málum var
uppsetning styttunnar af þeim
sæmdarhjónunum Helga magra
og Þórunni hyrnu fyrir tu.þ.b. O
árum, gerð af Jónasi Jakobs-
syni er þá var búsettur hér á
Akureyri. Ef nokkur hefur
veitt styttunni athygli nýlega
hefur hann sjálfsagt séð, að
myndin liggur undir stór-
skemmdum svo miklum að grát-
legt er á að horfa og auðséð að
litið hefur verið hugsað fyrir
viðhaldi hennar, en í þess stað
verið gróðursett falleg blóm við
fótstallinn á hverju vori. Hvort
hægt er að bjarga myndinni frá
algerri eyðileggingu er vafa-
mál, en það þarf að fá sérfróða
menn aó skera úr því og ætti
tafarlauSt að athuga möguleika
á björgun myndarinnar.
Að öllu þessu framansögðu
og viðbættu því er áður hefur
komið fram um þessi mál, er
ljóst að bæjaryfirvöld eru og
hafa verið afar mistæk i þess-
um efnum, en ef forráóamenn
bæjarins þekkja eitthvað til
jafnvægiskenninga byggða-
stefnunnar, þá ættu þeir að
vita, að menningarmál skipta
þar afar miklu máli. Ég ætla
mér ekki að leggja dóm á ástæð-
ur bæjaryfirvalda til slíks tóm-
lætis á menningarmálum bæj-
arins en hygg þó, að í eftirfar-
andi orðalista megi finna orð er
lýsa þeim vel: áhugaleysi —
virðingarleysi — þekkingar-
leysi — féleysi — viljaleysi —
ráðleysi — áhyggjuleysi — að-
geróarleysi — skilningsleysi —
tímaleysi — skipulagsleysi —
allsleysi —vonleysi.
Það verður einnig aó segjast,
að félagið mætti líka skilningi
og hjálpsemi hjá ýmsum félög-
um, fyrirtækjumogeinstakling
Framhald á bls. 26
Stéttarfélag barnakennara í Reykjavík:
Vill fella niður söluskatt af bókum
AÐALFUNDUR Stéttarfélags
barnakennara í Reykjavík var
haldinn í Breiöagerðisskóla 30.
október s.l. Á fundinum voru
þessir kosnir í stjórn: Klfn G.
(Hafsdótlir formaður og með-
stjórnendur Guðrún Þórðar-
dóttir, Njáll Guðmundsson,
Tómas Kinarsson og Sigrún Jó-
hannesdóttir.
A fundinum var samþykkt
eftirfarandi tillaga:
„Aðalfundur Stéttarfélags
barnakennara i Reykjavík,
haldinn 30. okt. 1974, gerir
eftirfarandi ályktun végna
bókaútgáfu i landinu:
Allt útlit er fyrir verulegan
samdrátt í bókaútgáfu lands-
manna á næstu árum vegna
mjög aúkins kostnaðar.
Fundurinn telur þvi nauðsyn-
legt að viðkomandi stjórnvöld
taki þegar ákvörðun um að
fella niður söluskatt af íslenzk-
um bókum og vill i því sam-
bandi benda á eftirfarandi stað-
reyndir:
a) Söluskatturinn er orðinn
það hár, að hann hefur afger-
andi áhrif á verð bóka og þar
með bókakaup almennings.
b) Allir áhrifamestu fjölmiðl-
ar landsins eru undanþegnir
söluskatti.
Fundurinn telur, að eigi
þurfi að rökstyðja þá höfuð-
nauðsyn, að hlúa beri að bóka-
útgáfu í landinu og vanda hana
sem mest —jafnframt því, sem
hagur íslenzkra rithöfunda
verði bættur frá því sem nú
er.“