Morgunblaðið - 06.12.1974, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.12.1974, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974 Tveir Breiðfirðingar Q Bergsveinn Skúlason: Q] UT- SKÆFUR. □ Þættir úr Breiða- firði. Q Leiftur 1974. []] Sigurður Sveinbjörnsson frá Bjarneyjum: □ BJART ER UM BREIÐAFJÖRÐ. □ Frásagnir og minningabrot frá Breiða- firði. □ Leiftur 1974. RITSAFN Bergsveins Skúla- sonar um Breiðafjörð og Breið- firðinga er orðið allmikið að vöxtum. I þvi eru eftirtaldar bækur: Sögur og sagnir úr Breiðafirði, Breiðfirzkar sagnir 1—3, Um eyjar og annes 1—2, Áratog, Lent með birtu og loks Utskæfur. Um efnið i siðast- nefndu bókinni kemst Berg- sveinn þannig að orði að það hafi viljandi eða óviljandi orðið útundan í bókum sínum, en annað orðið til eftir að bækurn- ar voru prentaðar. Utskæfur bera þess merki að þær eru samtiningur. Sumir kaflar bókarinnar eru léttvæg- ir. Nokkuð er um endurtekn- ingar og mörgu af því, sem fram kemur í bókinni, hefur Bergveinn áður gert betri skil. En Bergsveinn kann vel að segja frá og þegar hann vandar sig tekst honum að draga upp ljóslifandi myndir af eyjalíf- inu. Fyrsti hluti bókarinnar, sem Bergsveinn kallar Öllu gamni fylgir nokkur alvara, er bæði fróðlegur og skemmtilegur af- lestrar. Það eru einkum bernskuminningarnar, sem gefa Utskæfum gildi, til dæmis þáttur um leiki og leikföng barna í eyjum. Þegar ég var hræddur við örninn, Dauði Stautu, Helliseyjar vass, vass og Sögukorn úr þokunni, eru frásagnir, sem veita lesandan- um innsýn i daglegt líf Breið- firðinga. Frásögn af frostavetr- inum mikla gegnir sama hlut- verki og ekki spiila hin grá- glettnu innskot, sem eru ein- kennandi fyrir Bergsvein Skúlason þótt hann haldi oft aftur af sér. Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Bergsveinn Skúlason getur sagt þannig frá mataræði í eyj- um að vatn komi í munninn. Meðal daglegrar fæðu á bernskuárum hans voru hertir þorskhausar. „Þá var það enn dyggð að fara vel með mat,“ segir Bergsveinn: „Tálknin voru rifin upp og roðin af gelgj- unum, baulubeinunum, borðuð eins og aðrir hlutar af þorsk- hausnum, sem tönn á festi.“ Þegar búið var að vinna að baulubeininu voru kerlinga- prjónarnir losaðir af því og bú- in til úr þeim leikföng. 1 öðrum og þriðja kafla bók- arinnar er sagt frá ferðalögum höfundar og þeim fylgja eins og vera ber lýsingar á kaffi- drykkju og kökuáti. Það kalla ég vel af sér vikið að á sumum siðum bókarinnar er tvisvar sest að slikum veisluborðum. Þau vitna um hina frægu islensku gestrisni, en hefði ekki verið hollara að bjóða til dæmis upp á hertan þorskhaus. Bókin endar á ferðasögu úr Borgarfirði. Á heimleiðinni er áð í Bolabási: „Þar var drukkið brúsakaffi og bragðaðist vel,“ segir Bergsveinn. Fararstjóran- um er hrósað „þó að hann hefði af okkur kaffi á nokkrum bæj- um.“ Bjart er um Breiðafjörð í minningu Sigurðar Svein- björnssonar frá Bjarneyjum. Sigurður er gamall maður og ekki jafn ritfær og Bergsveinn Skúlason. 1 bók hans eru marg- ir fróðleiksmolar um breið- firska náttúru og mannlíf. Sagt er frá ýmsum sérkennilegum mönnum, sjóferðum, dýrum, draumum og sýnum. Þrír Breið- firðingar berjast við hóp Frans- manna undir Látrabjargi og ráða niðurlögum þeirra. Það eru þó ekki frásagnir af slíkum hetjúdáðum, sem Sigurður Sveinbjörnsson leggur mesta áherslu á í bók sinni, heldur er honum í mun að bjarga ýmsu frá glötun. Sumt af því er nú reyndar klíningur, svo að stuðst sé við orð, sem Sigurður notar sjálfur sem kaflafyrir- sögn. Bækur eins og Utskæfur og Bjart er um Breiðafjörð gera nokkurt gagn. Auk þess sem gaman er að glugga í þær eru þær framlag til hins mikla heimildasafns um íslenskt þjóð- líf. Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON Georges Simenon: VEGAMÖT 1 MYRKRI. 111 bls. I HELGREIPUM EFANS. 124 bls. AB Rvík. 1974. HVAÐA kröfu skal gera til reyfarahöfundar? Að hann stæli Sherlock Holmes sögurnar? Að sögur hans séu spennandi, æsi- spennandi? Að hann dragi lesand- ann hæfilega á leyndarmálinu án þess þó að þreyta hann með mælgi? Að hann haldi lesandan- um vió efnið þar til að lestri lokn- um? Haldi honum æstum og vak- andi? Að sjálfsögðu er reyfarahöf- undi ætlað að segja svo frá að saga veki þægilegan taugahroll og veiti þar með útrás því reyfara- eðli sem sumir telja að blundi í undirdjúpum sérhverrar sálar og leiti — ef ekki svo saklausrar — þá hugsanlega einhverrar vafa- samari útrásar. Þetta tekst Simenon. Hann er ekki heimsmeistari reyfarans, í fremri röð þó. Sögur sínar samdi hann leifturhratt. Samt er hann ekki hroðvirkur. Imyndunaraflið er ekki fjölbreytt, en úthaldsmik- ið innan sinna marka. Aðferðin er í sjálfu sér einföld þó hver saga sýnist býsna margslungin að bygging. Lesandinn verður að hafa hug- ann við söguna, satt er það. En að því tilskildu mun hún ekki reyn- ast flóknari en svo að hann mun hvorki villast í nafnaþulum né atburðaflækjum. Aðalpersónan er ávallt ein: Maigret leynilög- reglumaður. Undir hann eru svo settir tveir eða þrír lægra settir lögreglumenn sem gegna smá- hlutverki hver um sig. Fórnar- lömbin geta verið: eitt, tvö eða litið eitt fleiri, og er smábreyti- legt frá bók til bókar. Þrjótarnir eru álíka margir, yfirleitt þó ívið fleiri en fórnarlömbin. En stund- um fer þetta líka saman: þrjótur verður fórnarlamb. Persónur þær, sem lesandinn verður að festa sér í minni eigi hann að festa hugann við söguna, eru því sjaldan miklu fleiri en tugur talsins. Sá voveiflegi at- burður (eða atburðir) sem spennu valda, gerast alla jafna snemma i sögunni. Stundum af- brot, stundum aðeins grunur um afbrot eða líkleg orsök af afbroti. Leynilögreglumaðurinn fer á stúfana. Skuggalegar karlpersón ur og dularfullar kvenpersónur verða á vegi hans. Hvenær sem er verður hann að vera við því búinn að kúla þjóti með eyrum hans. Líka má hann ganga að því vísu að reynt verði að villa honum sýn, blekkja hann, tæla hann. Menn láta kumpánlega og bjóða upp á glas; segjast vilja vera vinir hans. Og konurnar oh lá lá! Kannski eru þær eins og fyrir tilviljun klæddar slopp einum fata þegar hann kemur í heimsókn og svo „opnast sloppurinn að framan“ og dýrðin blasir við þegar hann verð- ur hvað helst að einbeita sér — að öðru! En Maigret er fastur fyrir sem klettur. Það sem blasir við innan undir sloppnum raskar ekki ró hans. Og heppni hans má sömu- leiðis treysta: kúlurnar munu all- ar þjóta hjá höfði hans. (þó bæri- lega gangi að hæfa fórnarlömbin í fyrsta skoti). Framan af sögu virðist Maigret oft hegða sér furðulega. En undir sögulok sést að hann hefur alltaf verið á réttri leið, aldrei gert neitt að óathuguðu máli, aldrei unnið neitt óþarft. Að lokum upp- lýsist allt. Þrjóturinn fær makleg málagjöld, hann lendir í tugthús- inu — eða dauðans greipum ef lagavörðum og dómurum þóknast að líta svo á að hann hafi til þess unnið. Spilin eru lögð á borðið, lesandanum gefið tækifæri til að átta sig; svona lá þá í því öllu saman! Raunar er þetta reseft ekki einstakt fyrir Simenon, miklu fremur getur það talist venjuleg- ur gangur málanna í réyfara af gamla skólanum. Óteljandi höfundar hafa spreytt sig á að semja svona sög- ur. Aðeins örfáum hefur tekist að öðlast nafn fyrir það, einn þeirra Simenon. Hví? Hvað hefur hann fram yfir marga aðra? Því er ekki auðvelt að svara. Ef til vill eru sögur hans skemmti- legri en annarra. Ef tii vill skír- skota þær með einhverjum óskýranlegum hætti — fremur en aðrar slíkar — til hins dæmigerða reyfaralesanda. Miklu veldur örugglega aö Simenon þræðir f im- lega meðalveginn milli hins sennilega og lygilega, reynir á ímyndunarafl lesandans — eða þjónar þvi réttara sagt án þess að ofbjóða þvi á nokkurn hátt, mað- ur lifir sig inn í söguna, flyst inn á vettvang hennar og verður ósýni- legur áhorfandi, en þó ekki allt of öruggur; getur jafnvel orðið hræddur með sjálfum sér. Afbrot þau sem simenon velur eru dæmigerð. Umhverfið er kunnug- legt flestum vesturlandabúum, að minnsta kosti evrópubúum: stór- borg eða nágrenni stórborgar; hótel, þjóðvegir, umferð. Fjör og athöfn er í sögunum, alltaf eitt- hvað að gerast, dauðir púntar fá- ir. Persónurnar eru fábrotnar, en samt gefin nokkur mannleg ein- kenni. Þær eru meðalmenn á flesta lund, hversdagsfólk eins og þú og ég. Þær eru líka fólk i vanda sem höfðar til samúðar eða andúðar. Lítt skín i félagslegan bakgrunn, en þó leitast Simenon við að mynda nokkurt samhengi á því sviði, enda spyr Maigret tíðum um stétt og stöðu og lætur ekki villa sér sýn í þeim efnum fremur en öðrum. Dæmi: Kona nokkur segir við hann að hún hafi alist upp í höll og verður tíðrætt um. Maigret hlustar. Þegar allt er komið upp trúir hann henni fyrir að þar hafi henni heldur betur orðið á i messunni: fólk sem alist hafi upp í þvílíku sloti eins og hún hafi lýst gumi síst af slíku. Já, Maigret og aftur Maigret! ekki telst hann meðalmaður, ekki er hann eins og þú og ég. Hvað er hann þá? Ef til vill það sem þú og ég kysi að vera, þegar maður lend- ir í klandri, hinn agðrulausi, óskeikuli. Hann er „kaldur“ bæði í eiginlegri og óeiginlegri merk- ing orðsins, það er að segja kjark- mikill og traustur eins og sérhver maður gæti óskað sér að vera, en einnig laus undan fargi hvers konar tilfinningasemi. Ekki kem- ur fát á hann þó byssu sé miðað. Hvergi bifast hann þó kvenslopp- ur opnist á gátt fyrir augum hans. Ekki klökknar hann þó blóð fljóti. Hann er verndari lítilmagnans, hins góða og saklausa, og refsi- vöndur yfir hinum seka, illa. Hann er sú ýtrasta mannleg full- komnun sem hægt er að hugsa sér; goðsaga, ásaþór sniðin'fyrir stássstofufólk tuttugustu aldar. Auðvitað óskar lesandinn slíkum sigurs og beinlínis krefst þess af höfundinum að sér verði að ósk sinni. Eitt er það atriði í sögum Simenons sem kann að þykja ótrúlegt og er það líka vafalaust miðað við gang mála í raunveru- leikanum, en það er sá kaflinn, aftarlega í sögu hverri, er Maigret safnar saman hinum seku og sak- lausu og skýrir fyrir þeim „mis- tök“ sín á móti dásamlegum klókindum sjálfs sin. Hvaða til- gangi þjónar slíkur fundur? Lík- ast til að deyfa, slaka á. Lesand- inn er búinn að biða, æstur og spenntur, eftir uppljóstrununum. Hann er löngu farinn að trúa sög- unni, lifa sig inn í hana, og stendur því í sporum venjulegs borgara sem þyrstir eftir sem ýtarlegustum fregnum sé um raunverulegt sakamál að ræða (sem fjölmiðlarnir sjá honum fyr- ir í raunveruleikanum). Eftir að Maigret hefur skýrt fyrir honum rás atburðanna, þá fyrst getur hann lokað bókinni rólegur, fyrr ekki. Þessar tvær sögur Simen- ons, sem Almenna bókafélagið hefur nú gefið út, eru að sumu leyti innbyrðis ólíkar, miðað við höfundinn sem heíld. Hin eldri, Vegamót i myrkri, var samin um 1930, 1 Helgreipum efans þrjátíu árum siðar. Eldri sagan er fersk- ari, höfundurinn yngri, reyfara- öldin einhvern veginn nær; meira náttúrlegt rökkur, borgirnar ekki orðnar eins skerandi bjartar og þær eru nú; og tæknin enn á því stigi að vekja undrun og gleði; bíllinn til að mynda nokkuð sem enn var horft á til að dást að. „Þekkið þér alla bílana, sem fara hér um?“ er þá spurt i útjaðri Parisar! Hulda Valtýsdóttir hefur þýtt báðar bækurnar. Textinn er slétt- ur og felldur, ekki alveg hnökra- laus þó, en hugsanlega er þetta, svo dæmi sé tekið,' prentvilla: „Konur... geta ýmist valdið losta eða föðuriegar kenndir hjá karl- mönnum." Orðið „pappirskilja" fyrir „paperback“ þykir mér ljótt og langt, en ekki mun þýðandi bera ábyrgð á að það varð til. Nýyrði eiga að vera stutt eins og „þota“ en ekki löng eins og áætlunarlangferðabifreið eða þetta — pappirskilja! A einum stað stendur „byrgir" fyrir „birgir", og á öðrum stað „La Mans“ fyrir „Le Mans“. Fleiri staðanöfn frönsk þykja mér vafa- samlega rituð án þess ég treystist til að sanna neitt í þeim efnum hér og nú. Utlit og frágangur bókanna sýnist miðaður við jólagjafamark- að, þær eru bundnar i rautt og gylltar á kili, og geta því skartað í bókahiilum við hliðina á öðrum gjafabókum jafnskjótt sem þær hafa lokið hlutverki sínu sem skemmtiefni. Að lokum þetta: uppljóstrun sakamála er rándýr og gildir því, hjá Maigret, eftirfarandi höfuð- regla sem við Islendingar mætt- um gefa gaum að á þessum síð- ustu og verstu tímum: „Sá seki dæmist til að borga öll útgjöld sem lögregluforingjar, fulltrúar og tæknimenn hafa orðið fyrir við rannsókn málsins." Sá seki dœmist

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.