Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974
41
Evelyn
Anthony:
LAUNMORÐINGINN
Jóhanna
Kristjönsdöttir
þýddi
67
stendur gagnvart honum. Þú hef-
ur fariö um kirkjuna. Er allt með
ró og spekt?
— Eins og venjulega.Löggurnar
eru á verði. Þeir hafa verið að
snuðra, sennilega að leita að
glæpamönnum sem liggja í leyni
sagði Jameson háðslega. Enda
þótt pólitísk morð væru framan i
Bandaríkjunum var það enginn
raunveruleiki fyrir Jameson.
Honum þótti ekkert óliklegra en
að nokkuð gæti gerzt í kirkjunni
þeirra. Regazzi vissi hver skoðun
hans var og að sumu leyti var
hann sama sinnis. Dauðinn kom
þegar hann ætlaði sér það og eng-
inn gat neitað honum um inn-
göngu. Vegna þessarar afstöðu
hans og forlagatrúar var erfitt að
veita honum raunhæfa vernd.
— Eina morðið sem framið
verður hér á morgun, verður þeg-
ar þér hefjið ræðuna, yðar heilag-
leiki, sagði Jameson. Hann varp
öndinni þunglega. — Þeir verða
allir diplómatarnir líka, bætti
hann við. Þeir verða ekki hrifnir
af því sem þér segið.
— Þar held ég að þér skjátlist
sagði Regazzi. — Ég held að Fað-
irinn verði að minnsta kosti snort-
inn af því sem ég segi. Og sann-
aðu til Patrick, að sá dagur renn-
ur upp að svartur maður mun
sitja i minum stól og kaþólikki
ræður ríkjum í Hvita húsinu. Með
guðs hjálp mun John Jackson
skríða á fjórum fótum útúr kirkj-
unni á morgun.
— Þér verðið ásakaður fyrir að
svipta hann möguleikum til for-
setaframboðsins, sagði Jameson.
— Það er einmitt það sem fyrir
mér vakir! Regazzi leit niður á
handritablöðin. — Þakka þér fyr-
ir, Patrick, ég þarf að kveða fastar
að orði um það.
— Má ég fara í rúmið núna.
Þurfið þér á mér að halda í kvöld,
heilagleiki?
— Nei, okkur er ekkert að van-
búnaði. Morgundagurinn getur
orðið ykkur erfiður. Góða nótt og
guð blessi þig.
Og yður líka, hugsaði Jameson
með sjálfum sér, þegar hann gekk
rólega frá skrifstofunni til svefn-
herbergis síns. Menn hafa verið
drepnir fyrir minna en það sem
þér ætlið yður að segja á morgun
hugsaði hann. Það var ekki sér-
lega róandi tilhugsun fyrir svefn-
Keller fór af hótelinu klukkan
hálf niu um morguninn. Hann
hélt á peningunum undir hend-
inni, vöfðum inn i pappir. Hann
var nýrakaður og var klæddur í
dökku fötin sem hann hafði verið
i, þegar hann kom til Bandarikj-
anna. Hann var hreinn og snyrti-
legur og vantaði ekki annað en
myndavéiina dinglandi framan á
sér til að vera reglulega sannfær-
andi útlendur ferðamaður. Hann
hafði lent í nokkrum vandræðum
með peningana. Hann gat ekki
verið viss um að sér gæfist timi til
að fara aftur á hótelið. Ef hann
skildi þá eftir myndi húsvörður-
inn finna þá. Þó hafði hann heyrt
að engum yrði hleypt inn í dóm-
kirkjuna með nokkrar föggur,
hversu lítið sem það var.
Það var svalt og hann óskaði
þess að frakkinn sem hann hafði
keypt fyrir hvatningu Elizabethar
hefði verið hlýrri og þykkari.
Hann stakk höndum i vasana til |
að hlýja sér. Fingravettlingarnir
voru verra en ekkert.
Hann hafði lagt leiðina vel á
minnið. Þegar klukkan var korter
yfir níu var hann staddur hjá
kaffihúsi, aðeins spottakorn frá
dómkirkjunni. Hann var svangur,
en þó gat hann ekki hugsað sér að
koma matarbita inn fyrir varir
sér. Hann fékk sér kaffi sem hon-
um fannst þunnt og svo át hann
eina samloku. Hann sá áletrun á
hurðinni fyrir enda veitingasaiar-
ins, sem gaf til kynna að þarna
væru salerni. Stúlkan benti hon-
um til vegar, þegar hann spurði
hana um snyrtiherbergi karla.
Hann faldi peningapakkann fyrir
ofan ofninn. Svo gekk hann fram
og lauk við kaffið. Þessu hlyti að
vera óhætt þarna í bili. Hann
hefði getað hent peningunum í
ruslatunnu á leiðinni. En hann
hafði gert samning og peningarn-
ir voru hluti þess samings. Og
hann hafði að minnsta kosti hugs-
að sér að halda eftir þeim hluta
sem honum hafði verið fenginn í
hendur. Honum hafði verið borg-
að fyrir að drepa mann og hann
hafði hugsað sér að standa við
það.
Keller hafði keypt sér dagblað.
Á forsíðu var stór mynd af John
J ackson og síðustu glamuryfirlýs-
ingu hans. Hann hirti ekki um að
lesa það. Þessi mál komu honum
ekki við og skiptu hann engu
máli. Hann skoðaði þó myndina af
Jackson: Þetta kom allt vel heim
og saman fannst honum. Hann
hafði hugsað málið frá öllum
sjónarhornum kvöldið áður og
reynt að forðast að hugurinn
reikaði til Souha. Hann hugsaði
með nokkurri kaidhæðni að hann
ætlaði sér að eyðileggja alla
áætlunina sem þeir höfðu skipu-
lagt svo vendilega með því að ráða
hann til að myrða kardinálann.
Þarna var mynd af honum líka,
mun minni en af forsetaframbjóð-
andanum — en tekið var fram
hversu mikill og eindreginn bar-
áttumaður fyrir bættum kjörum
hinna lægra settu hann hafði alla
tið verið. Þegar Elizabeth hafði
sagt Keller, að hann væri að vinna
fyrir kommúnista, hafði hún sagt
orðið á þann hátt að það hafði
ekki skipt hann neinu máli á
þeírri stundu. Það var bara annað
orð yfir atvinnumennina. Keller
vissi lítið annað um kommúnisma
en það sem hann hafði séð við
Dien Bien Puh og hann hafði ekki
ALLTAF
EITTHVAÐ
NÝTT:
VELA/AKANDI
Velvakandi svarar i síma 10-100
kl 1 0 30 — 11.30, frá mánudegi
til föstudags.
0 Skipt um
símanúmer
Sveinn Indriðason skrifar:
„Velvakandi.
Þann 18. nóvember barst mér
undirrituðum bréf, undirritað af
skrifstofustjóra Bæjarsima
Reykjavikur, sem hljóðaði á þá
leið, að þar sem ég væri búsettur
á svæði Breiðholtsstöðvar með
símanúmer frá Grensásstöð, væri
nauðsynlegt að skipta um síma-
númer og yrði breytingin fram-
kvæmd 30. nóv.
Þetta þótti mér stuttur fyrir-
vari, þar sem minn sími er mikið
notaður sem heimasimi hjá fyrir-
tæki sem ég starfa við og þannig
hittist á, að verið var að enda við
að prenta ársbirgðir af pappirum
fyrirtækisins með mínu gamla
númeri sem heimasíma.
Þann 30. nóvember var síðan
síminn tekinn úr sambandi
snemma dags hjá mér og öðrum í
hverfinu og vorum við sambands-
laus fram á nótt.
Ekki sáu stjórnendur simans
ástæðu til að segja frá þessu í
fjölmiðlum, eða auglýsa þessa
framkvæmd á þessum tima, og
enginn gat gefið upplýsingar um
tímann sem þetta tæki í síma
bæjarsímans. Þeir vita sém er, að
þeirra er mátturinn en okkar rétt-
leysið.
0 Saltaustur á
götur borgarinnar
Að undanförnu hefur verið svo
góð tið hér á landi voru, að elztu
menn rámar varla i annað eins.
Það hefði þvf ekki átt að vera
óþrifalegt í kringum okkur hér í
Reykjavík, sem nefnd hefur verið
heimsins hreinasta borg. En það
er nú öðru nær. 1 þessu góðviðri
að undanförnu hefur stundum
hélað á jörð, eða slett úr éli, og þá
eru saltpækilmeistarar borgar-
innar komnir í gang, með þeim
árangri, að nánast verður ófært
um borgina sæmilega þrifnu
fólki. Pækill þessi veldur því að
helzt þarf að þvo bila þrisvar á
dag, þvo gólf verzlana og annarra
opinberra staða ennþá oftar,
fleygja gólfteppum nokkrum
sinnum á ári og svona mætti lengi
telja.
Sennilega kaupum við íslend-
ingar fleiri neglda hjólbarða en
nokkrir aðrir (naglahjólbarðar og
slit þeirra á gatnakerfinu er
reyndar sér kapituli), svo við ætt-
um að geta ekið á milli húsa án
þess > þrifnaðar, sem allur þessi
saltaustur á stræti borgarinnar
skapar. Það mun fleirum en mér
finnast mál til komið, að þeir, sem
þessu stjórna, athugi á hvaða leið
þeir eru.
Svcinn Indriðason."
Átöppuð
samvizka.
Velvakandi fær heldur betur til
tevatnsins hjá Guðna Björgúlfs-
syni á Þorfinnsstöðum f Vestur-
Ilúnavatnssýslu.
Bréf Guðna fer hér á eftir:
„Um árabil hefir sami maður
séð um þátt í Morgunblaðinu, er
nefnist „Velvakandi'1. Er ekki
nema gott eitt um það að segja —
sérhæfingin blívi.
Hitt er svo annað mál, að „vei-
vakandi" þessi er farinn að taka
hlutverk sitt svo alvarlega, að
varla berst orðið nokkurt bréf í
þessa dálka hans án þess að við
þau séu ekki prjónaðir hinir
afkáralegustu afturkreistingar. í
gegnum siðustu tvö ár hafa útúr-
dúrar og umþenkingar Velvak-
anda keyrt fram ú öllu hófi. Eru
þeir oft á tiðum hinir fúlmannleg-
ustu, en í bezta falli heimskulegir.
0 Dæmi um
„stíl og
vinnubrögð“.
Velvakandi krefst þess, að bréf
til hans séu rituð undir fullu
nafni, sjálfur setur hann fram
skoðanir sinar undir dulnefni.Svo
dæmi sé tekið um stil og vinnu-
brögð Velvakanda er hér smá-
klausa úr pistlum hans þriðjudag-
inn 26.11. — Er þar rætt um
áfengisneyzlu i Þjóðleikhúsinu og
rætt um Þjóðleikhúskjallarann
einnig í því sambandi. Um þetta
mál segir Velvakandi í einhverj-
um eftirminnilegasta hortitt, sem
frá honum hefir komið: „1 siálfu
sér sjáum við (?) ekkert athuga
vert við það, að fólk fái sér hress-
ingu í leikhléum, jafnvel þótt
dreytillinn sé áfengur, meðan
ekki verður eitthvert allsherjar
fyllirí, sem spillir friði fyrir leik-
húsgestum.“
0 Hér er margt
að athuga.
Eg vil taka það fram, að sjálfur
er ég enginn bindindismaður, en
hér er þó margt að athuga og
raunar eru orðin i þessari setn-
ingu hverju öðru verri. — Fyrst
er að fá svar við þvi, hverjir þess-
ir „við“ eru. 1 öðru lagi hvort
þessi átöppun á samvizku manna
sé launað trúboð eða hvort siða-
prédikunin borgi sig sjálf. I
þriðja lagi hvort ritskoðun af
þessu tagi sé ekki þegar betur er
að gáð nákvæmlega sú sama og
svo oftlega hefir verið deilt á hjá
austantjaldsþjóðum i sömu dálk-
um.
Ég hirði svo ekki um að gera þvi
skóna hvað verður um leikhús-
menningu okkar, ef vitund
manna sljóvgast svo-mikið sem
ivitnuð orð greina. Drykkja getur
aldrei og verður aldrei annað en
drykkja og veiti sér þann munað
hver sem vill, en hugarstarf er
krefst fullrar dómgreindar og ein-
urðar þarf einskis við — það er og
verður fullt starf meðan á þvi
stendur.
0 Þjóðleikhúsið —
Öldurhúsa-
menning.
Það er skömmogsvivirðaef
Þjóðleikhúsið verður öldurhúsa-
menningu að bráð. Óska ég því
einskis frekar en að drukkna hið
fyrsta í brennivíni sinu ef svo á að
verða, ennfremur að leikskólar og
leikendur hverfi úr sögunni, —
en fagna aftur þeirri upprisu
sólarinnar, ef ný lög um Þjóðleik-
húsið hefðu að geyma ákvæði, er
bönnuðu þá starfsemi, sem hér er
gerð að umtalsefni, — hefðu að
geyma ákvæði er auðvelduðu leik-
skólum og leikurum starf sitt, —
er hefðu að geyma ákvæði er
tryggðu reisn Þjóðleikhússins um
ókominn tíma.
Guðni Björgúlfsson,
Þorfinnsstöðum, V-Hún.“
Svo mörg eru þau orð. önnui
verður nú athugasemd Velvak-
anda ekki að þessu sinni.
SIGGA V/öGA g ‘A/LVEgAk
&im mi m skom
$vowi gveuw mw.