Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974 43 Leeds vann Tottenham LEEDS sigraði Tottenham með einu marki gegn engu í leik lið- anna í ensku 1. deildar keppninni í knattspyrnu sem fram fór á heimavelli Leeds í fyrrakvöld. Leikur þessi átti upphaflega að fara fram 25. september, en þá varð að fresta honum. Leeds hefur því hlotið 20 stig í 1. deildar keppninni og er því að- eins fimm stigum á eftir Stoke sem er í forystu í deildinni. Er greinilega of snemmt að afskrifa meistarana frá baráttunni um titilinn í ár, þótt illa vegnaði þeim í upphafi keppnistfmabils- ins. Þá fóru þrír leikir fram í deiidarbikarkeppninni í fyrra- kvöld og lyktaði þeim öllum með Fum og mistök Framhald af bls.42 Gróttu sem upp úr stóð í þessum leik og var raunar bezti maður vallarins í honum, var hinn ungi markvörður liðsins, Guðmundur Ingimundarson, sem gerði marga hluti mjög laglega. Þar er mikið efni á ferð, sem á ugglaust fram- tíðina fyrir sér, fái hann þjálfun við hæfi. Annars virðist svo sem markvarzlan sé yfirleitt betri hjá liðunum nú í vetur en verið hefur að undanförnu, og er vonandi aó það haldist þar sem markvarzlan hefur löngum verið veikasti hlekkurinn i islenzkum hand- knattleik. En þegar á heildina er litið — það sem af er Islandsmótinu, verðu ekki annað sagt en að það sé með lélegra móti. Einhver deyfð er yfir liðunum og fátt nýtt hefur komið fram hjá þeim, sem orð. er á gerandi. Má ætla að bót verði á, þegar á mótið liður og leikmennirnir komast almennt í betri þjálfun en þeir eru i núna. I STUTTU MALI: Laugardalshöll 4. desember Islandsmótið 1. deild (JRSLIT: Valur — Grótta 17—15 (7—8) Gangur leiksins: Mín. Valur Grótta 5. ólafur 1:0 7. 1:1 Björn 10. 1:2 Atli 11. Steindór 2:2 12. 2:3 Magnús 15. 2:4 Björn 19. Ágúst 3:4 23. 3:5 Ámi 23. Jón K. 4:5 24. 4:6 Björn 26. Stefán 5:6 28. Ólafur 6:6 28. 6:7 Magn ús 29. 6:8 Björn 30. Jón K. 7:8 Hálfleikur 33. Stefán 8:8 35. Ágúst 9:8 38. 9:9 Ámi 39. Bjarni 10:9 42. 10:10 Sigurður 42. Stefán 11:10 45. Jón P. 12:10 45. Jón P. 13:10 46. 13:11 Björn <v) 48. 13:12 Atli 48. ólafur 14:12 50. 14:13 Kristmundur 50. 14:14 Axel 51. Jón P. 15:14 53. 15:15 Kristmundur 57. Bjarni 16:15 60. Jón P. (v) 17:15 Mörk Vals: Jón P. Jónsson 4, Stefán Gunnarsson 3, ólafur H. Jónsson 3, Ágúst Ögmundsson 2, Jón Karlsson 2, Bjarni Guð- mundsson 2, Steindór Gunnarsson 1. Mörk Gróttu: Björn Pétursson 5, Magnús Sigurðsson 2, Axel Friðriksson 2, Árni Indriðason 2, Sigurður Pétursson 1, Atli Þór Héðinsson 1. Brottvisun af velli: Gunnsteinn Skúlason, Ölafur H. Jónsson og Jón P. Jónsson, Val i 2 mín. og Halldór Kristjánsson, Gróttu i 2 mín. Misheppnuð vitaköst: Ólafur H. Jónsson skaut yfir úr viti á 53. min. Dómarar: Hannes Þ. Sigurðsson og Karl Jóhannsson. Þeir virtust draga dám af vitleysum leik- mannanna og voru nokkuð mis- tækir i dómum sinum. Ekkert var það þó sem úrslitaáhrif hafði í leiknum. —stjl. LIÐ VALS: Jón B. Ólafsson 2, Björn Björnsson 1, Geir Þorsteins- son 2, Gunnsteinn Skúlason 1, Steindór Gunnarsson 1, Stefán Gunnarsson 2, Agúst Ögmundsson 2, Ólafur H. Jónsson 2, Jón P. Jónsson 1, Jón Karlsson 1, Bjarni Guðmundsson 2. LIÐ GBÓTTU: Guðmundur Ingimundarson 3, Kristmundur As- mundsson 1, Garðar Garðarsson 1, Björn Pétursson 2, Atli Þór Héðinsson 2, Sigurður Pétursson 1, Arni Indriðason 2, Halldór Kristjánsson 1, Grétar Vilmundarson 1, Magnús Sigurðsson 1, Axel Friðriksson 2. — FH-ingar sterkari Framhald af bls. 42 Mörk FH: Viðar Simonarson 8 (1 v) Þórarinn Ragnarsson 6(1 v), Geir Hallsteinsson 3 (1 v), örn Sigurósson 2, Gunnar Einars- son 1. Brottvísanir af velli: Stefán Hafstein Ármanni i 4 mín., Hörður Kristinsson, Björn Jóhannsson, og Jón Hermannsson úr Ármanni, 2 min. hver. Arni Guðjónsson, Gils Stefánsson og Geir Hallsteinsson úr FH i 2 mín. hver. Misheppnuð vitaköst: Hörður Harðarson Armanni skaut yfir á 30. mín. og Birgir Finnbogason varði hjá sama manni á 51. mín. Ragnar Gunnarsson varði viti hjá Þórarni Ragnarssyni á 41. og 46. minútu. Dómarar: Gunnar Gunnarsson og Sigurður Hannesson, og voru þeir vægast sagt lélegir í þessum leik. Vitleysurnar voru óteljandi og sumir útafrekstrar út í hött. Er ekki fjarri lagi, að Armenn- ingarnir hafi heldur farið verr út úr vitleysunni. Vonandi taka þeir sig á þessir annars ágætu dómarar, og ná sér upp úr öldu- dalnum. Það sama má raunar segja um handknattleikinn sjálfan. — SS. Armann: Kagnar Gunnarsson 3, Olfert Náby 1, Stefán Hafstein 2, Björn Jóhannsson 2, Ragnar Jónsson 1, Hörður Harðarson 3, Pétur Ingólfsson 1, Jón Astvaldsson 2, Jens Jensson 2, Hörður Kristinsson 2, Jón Hermannsson 1, Skafti Halldórsson 1. FH: Hjalti Einarsson 1, Geir Hallsteinsson 2, Guðm. A. Stefáns- son 1, Viðar Simonarson 4, Gils Stefánsson 2, Arni Guðjónsson 1, Kristján Stefánsson 1, Jón Gestur Viggósson 1, Örn Sigurðsson 2, Gunnar Einarsson 1, Þórarinn Ragnarsson 3, Birgir Finnbogason 2. Unglingamót í badminton jafntefli. Chester, liðið sem sló Leeds út úr keppninni, náði jöfnu í leik sínum við Newcastle á úti- velli. Átti Newcastle leikinn frá upphafi til enda, en leikmenn 4. deildar liðsins börðust með kjafti og klóm i vörninni, og fá þvi New- castleliðið i heimsókn til sín, þar sem reynslan hefur þegar sýnt að það er erfitt viðureignar. Middlesbrough og Manchester United gerðu einnig jafntefli í markalausum og jöfnum leik og Norwich gerði jafntefli við Ipswich 1—1. Hajduk sigraði HAJDUK Split, liðið sem sló Keflvíkinga út í 1. umferð Evrópubikarkeppni meistaraliða sigraði í júgóslavnesku bikar- keppninni f ár. 1 úrsiitaleik mætti það 2. deildar liðinu Borac Banja Luka og urðu úrslit leiksins þau að Hajduk skoraði eitt mark gegn engu. Reykjavíkurmeistaramót unglinga í badminton fór nýlega fram f Valsheimilinu og var það badmintondeild Vals sem um mótið sá. Þátttakendur voru um 40 frá þremur félögum, Val, TBR og KR. Helztu úrslit i mótinu urðu þessi: Einliðaleikur sveina: Sigurður Kolbeinsson, TBR, sigraði .Kristinn Helgason, KR, i úrslitaleik 11—4 og 11—8. Tvíliðaleikur sveina: Agúst Jónsson og Jón Berg- þórsson, KR, unnu Kristinn Helgason og Reyni Guðmundsson, KR, 11—15, 15—7 og 15—13. Einliðaleikur meyja: Arna Steinsen, KR, sigraði Björgu Sif Friðleifsdóttur, KR, 12—9, 8—11 og 11—2. Tvfliðaleikur meyja: Arna Steinsen og Björg Sif Friðleifsdóttir, KR, unnu Þórunni Öskarsdóttur og Guð- björgu Jónsdóttur, KR, 15—8 og 15—5. Tvenndarleikur sveina og meyja: Sigurður Kolbeinsson og Framhald á bis. 26 Leiðrétting í FRÉTT Morgunblaðsins um verðlaunaafhendingu Rótarí- klúbbs Kópavogs til Karls West Fredriksen var ekki rétt farið með nafn formanns klúbbsins. Hann heitir Guðmundur Arason. Biðjumst við velvirðingar á mis- tökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.