Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974 35 Ný bók um Pétur Most EINHVER þekktasti bókaflokkur unglinga viða um heim eru bæk- urnar um Pétur Most eftir Waiter Christmas. Islenzkir unglingar þurfa ekki að kvarta undan þvi að fá þessar bækur ekki hér, því nú hefur Prentsmiðjan Leiftur gefið út 5. bðkina um Pétur og nefnist hún Á vfgslóð. Þegar hér er komið er Pétur Most orðinn skipstjóri og skips- eigandi. Það er stríð. Eitt sinn er þeir sigla á Miðjarðarhafi koma þeir auga á bát með skipbrots- mönnum og bjarga þeim. Það er fólk af spítalaskipi, sem sökkt var nóttina áður. Meðal bátsverja er ung og fögur hjúkrunarkona, sem Pétur verður hrifinn af, en lætur þó lítið á því bera. Svo er siglt til Egyptalands, þar sem njósnarar beggja stríðsaðila verða á vegi Péturs, og kemst hann í kast við þá. Það er hættulegur leikur. En Pétur hefur ákveðið að frelsa bróður ungu hjúkrunarkonunnar . . . og honum tekst það eftir miklar mannraunir. VÖRBLÆMUM \ Með vor- blænum Saga U.M.F. Bjarn- ar Hídælakappa KOMIN er út bókin „Með vor- blænum“, saga ungmennafélags- ins Bjarnar Hftdælakappa f Hraunahreppi, Mýrarsýslu. Greinir þar frá sögu félagsins, allt frá stofnun 1912 og fram til 1972. Það er félagið sjálft, sem gefur bókina út. Upphaflega var svo ráð fyrir gert, að sagan kæmi út á 60 ára afmæli félagsins fyrir rúmum tveimur árum, en fjárhagur leyfði ekki útgáfu fyrr en nú. Höfundur bókarinnar er Bjarni Valtýr Guð- jónsson, Svarfhóli, Mýrum. Bókin er 311 blaðsíður, og er prýdd fjölda mynda. Prentverk Akra- ness sá um prentun og bókband. „Návígi á norðurhjara” KOMIN ER út f fslenzkri þýðingu bókin „Návígi á norðurhjara“, eftir Colin Forbes. Er þetta fjórða strfðs- og njósnabók höf- undar, sem kemur út á fslenzku. Þetta er njósnasaga, þar sem eigast við rússneskir og banda- rískir leyniþjónustumenn. Vett- vangur átaka þeirra eru íshafs- auðnirnar úti fyrir norðaustur- strönd Grænlands, þar sem menn- irnir eiga ekki aðeins í baráttu hverjir við aðra heldur einnig nistandi kulda heimskautanætur- innar. Útgefandi bókarinnar er Bóka- útgáfan örn og Örlygur. Eiginmenn Gefið konunni grávöru í jólagjöf. Cape, trefil húfu eða kollý í tízkuskinnunum. Einnig skinn í pelsa. FELDSKERINN, Skólavörðustíg 18. Sími 10840. Kuldaúlpurnar með loðkantinum Allar herrastærðir á aðeins kr. 5.400,- Klúbbfundur Heimdallur S.U.S. heldur klúbbfund i Útgarði, Glæsibæ laugardaginn 7. des n.k: kl. 1 2.00. Gestur fundarins verður Matthias Á. Mathiesen fjármálaráðherra. Mun hann ræða fjárlögin og efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar, og svara fyrir- spurnum fundarmanna. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Stjórnin. Ólafsvík. Sjálfstæðisfélag Ólafsvikur og nágrennis heldur aðalfund sunnudaginn 8. des. kl. 1 6.00 i kaffistofu Hólavalla. Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf. Rætt um hreppsmálin. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. UPP SKAL ÞAÐ Draumur að rætast Sjálfboðaliða vantar til ýmissa starfa, laugjardag kl. 13.00. Með fjárstuðningi og mikilli sjálfboðavinnu er nú lang- þráður draumur að rætast. Betur má ef duga skal Keflavík Oddur Ólafsson, alþm. verður til viðtals föstudaginn 6. desember kl. 1 7 — 1 9 i Sjálf- stæðishúsinu. Oddur Ólafsson Mosfellssveit Axel Jónsson, alþm., verður til viðtals föstu- daginn 6. desember kl. 17 — 1 9 í Hlégarði. Axel Jónsson Vogar, Vatnsleysuströnd Ólafur G. Einarsson, alþm., verður til viðtals föstudaginn 6. desember kl. 17 —19 i Val- felli, Vogum. G. Einarss. Jólagjöfin sem gleður frá tlamliörö Kaupið nytsamar jólagjafir köku, brauð og snittubakkar úr krómuðu stáli. 3. hæða kr. 2350 Sendum í póstkröfu um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.