Morgunblaðið - 06.12.1974, Side 2

Morgunblaðið - 06.12.1974, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974 Þjóðverjar klæða vörp- með 40 mm neti ur Patreksfirði, 1. des. FJÚRIK stórir bátar róa nú meó Hnu frá Patreksfirði og 3 frá Tálknafirði. Afli er heldur tregur 4 til 5 iestir í róðri, en var skárri fyrr í mánuðinum allt upp í 8 lestir. Undirritaður hafði tal af Erlingi Guðmundssyni skipstjóra á m/b Örvari BA 14 um 300 lestir að stærð. Erlingur sagði að þýzkir togarar væru ekki að veióum i Vfkurál nú sem stæði, en hefðu verið þar fyrir stuttu. Meðfylgjandi net er stykki úr stærra neti, sem þeir á Örvari fengu upp á Iinuna fyrir nokkrum dögum 32 mílur NV af Blakk. Net Olögmæt prest- kosning í Hall- grímsprestakalli Talning í prestkostningunum í Hallgrímsprestakalli fór fram á skrifstofu biskups í gær. Umsækjendur um prestakallið voru tveir, séra Karl Sigurbjörns- son og séra Kolbeinn Þorleifsson. Á kjörskrá voru 4638 manns. At- kvæði greiddu 1938 eða um 40% kjósenda, var því kosningin ólög- mæt. Atkvæðin skiptust þannig, að séra Karl Sigurbjörns^son hlaut 1359 atkvæði og séra Kolbei.m Þorleifsson hlaut 525 atkvæði. Auðir seðlar voru 46 og ógildir 8. Fundur Norður- landaráðs í Þjóðleikhúsinu NORÐURLANDARÁÐ kemur saman til fundar i Reykjavík dag- ana 15,—20. febrúar n.k. Fundir ráðsins verða haldnir í Þjóðleik- húsinu eins og þegar fundur þess var haldinn síðast í Reykjavik. Reynt verður að nota sama fyrir- komulag og þá, eftir því sem hægt er. Nefndarfundir verða haldnir í húsakynnum þeim, sem eru í tengslum við Þjóðleikhúsið. Ekki er enn vitað hve margir koma til með að sækja fund ráðsins að þessu sinni og verður það vart ljóst fyrr en eftir áramót. Selja sælgæti LIÖNSKLUBBUR Reykjavíkur verður með sælgætissölu í skó- búðinni að Laugavegi 1 frá kl. 17—22 í dag föstudag og á morg- un frá kl. 13—15. Á boðstólum verður vandað erlent sælgæti, en allur ágóði rennur til Líknarsjóðs félagsins. A undanförnum árum hefur þvi fé, sem safnazt hefur í Líknarsjóðinn, fyrst og fremst verið varið til að stuðla að bættum högum blindra. Meðal annars gaf klúbburinn augnskurðartæki til Landakotsspítala og verður haldið áfram á þeirri braut að kaupa tæki til notkunar fyrir blínda á sjúkrahúsum. þetta er mjög smáriðið eóa aðeins 40 mm riðill. Telur Erlingur að þýzku togararnir klæði poka á vörpum sfnum með þessum netum, sem vitaskuld brýtur í bága við öll lög og reglugerðir um möskvastærð botnvarpa í Norður- höfum. Páll. Séra Sigfinnur Þorleifsson prest- ur að Stóra-Núpi A SUNNUDAGINN var prest- kosning í Stóra-Núps prestakalli í Árnesprófastdæmi. Umsækjandi var einn, séra Sigfinnur Þorleifs- son, settur prestur. Á kjörskrá voru 368, en atkvæði greiddu 197 og var kosningin lögmæt. Atkvæði voru talin á skrifstofu biskups i gær og hlaut séra Sig- finnur 196 atkvæði, 1 seóill var auður. Haukafell SF-III, myndin er tekin meðan báturinn var á Skagaströnd og hét Ilúni 2. Ljósm. Snorri Snorrason. Rækjustríðið hafið á ný: Blönduósbátar landa heinta og rækjuvinnslan komin í gang RÆKJUSTRtÐIÐ svonefnda hefur nú blossað upp á nýjan leik á Húnaflóa. Þeir tveir bátar frá Blönduósi, sem fengið höfðu leyfi til að landa á Hvammstanga, hættu því skyndilega í fyrrakvöld og byrjuðu í gær að landa á Blönduósi og þá um leið tók rækjuverksmiðjan Hafrún til starfa þar. Ekki er enn vitað hvað gerist ( málinu, en allt bendir til að bátarnir tveir verði sviptir veiðileyfum. Karl Sigurgeirsson á Hvamms- tanga sagði, að Blönduósbátarnir Aðalbjörg og Nökkvi hefðu komið til Hvammstanga í fyrradag og landað þar samkvæmt venju, nema hvað þeir hefðu sent um 20 kassa hvor, um 400 kg af rækju, til Blönduóss. Skyndilega, þá um kvöldið, er bátarnir hefðu verið búnir að taka nýja kassa um borð, hefðu forráðamenn þeirra komið og sagt, að bátarnir væru hættir viðskiptum og var kössunum skilað aftur. Með því að segja upp viðskiptunum hér, teljum við, að veiðiheimildir bátanna séu brostnar, og veiðar þeirra verði stöðvaðar. Það væri hreint furðu- legt, að mennirnir gerðu þetta. Aðalbjörg og Nökkvi hefðu setið við sama borð og aðrir Hvamms- tangabátar og því ekki haft undan neinu að kvarta. Þá mætti geta þess, að fyrir um það bil vikutíma hefði verið skipt um skipstjóra á Aðalbjörgu og nú væri 19 ára réttindalaus maður með bátinn. Pólsku togararnir jafn dýrir þeim íslenzku EINS og fram kom í Mbl. í gær, þá hafa 4 aðilar farið þess á leit við rfkisstjórnina, að þeim verði heimilað að Iáta byggja 4 skut- togara um 450 brúttórúmlestir að stærð f Póllandi. Einn þessara aðila lét hara eftir sér, að það væri miklu ódýrara að láta byggja skipin f Póllandi en á lslandi, þó svo að hann vildi ekki láta neitt uppi um væntanlegt kaupverð. Af þessu tilefni hafði Morgunblaðið samhand við þá Gunnar Ragnars forstjóra Slippstöðvarinnar á Akureyri og Jón Sveinsson for- stjóra Stálvíkur í Arnarvogi. Gunnar Ragnars sagðí m.a., að það væri alveg ljóst, að pólsku samningarnir virtust við fyrstu sýn vera ódýrari á pappirnum en þeir íslenzku en ekki væri vitað um hve mikinn mun er að ræða. Svona yrði það á meðan íslenzk skipasmíði væri ekkert styrkt. 1 mörgum tilfellum þyrftu íslenzku stöðvarnar að borga söluskatt. Það ætti reyndar að heita svo, að þær fengju hann endurgreiddan, en oft gengi það frámunalega illa. Þá sagði hann, að við gætum litið á þá togara, sem við hefðum keypt frá Póllandi. Það væri sjálf- sagt hægt að byggja ódýrari skip ef íslendingar fengju að afhenda þau eins og Pólverjar gerðu. Þeir, Framhald á bls. 26 Þórður Ásgeirsson, skrifstofu- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði, að heyrzt hefði, að rækju- vinnslustöðin Hafrún væri búin að fá vinnsluleyfi frá Fiskmati ríkisins, en aðeins munnlegt og taka bæri fram, að sjávarútvegs- ráðuneytið hefði aldrei sett verk- smiðjunni stólinn fyrir dyrnar að öðru leyti en því, að hún sæktist ekki eftir hráefni úr Húnaflóa, hægt væri t.d. að fá það úr Djúp- inu. Bátarnir tveir hefðu greini- lega brotið sín veiðileyfi, og við þvi væri ekkert nema venjuleg viðurlög, — leyfissvipting. Annars vildi Þórður lítið tjá sig um málið. Kári Snorrason hjá rækju- vinnslunni Hafrúnu á Blönduósi sagði er við ræddum við hann að þeir væru þegar búnir að vinna svolítið magn rækju. Fiskmatið væri búið að taka út húsið og hefði ekkert fundið að því. Hvergi væri að finna neitt, sem bannaði rækjulöndun á Blönduósi og þvi væru þeir alveg óhræddir við að hefja vinnslu, þótt einhverjir menn i sjávarútvegsráðuneytinu reyndu aó klóra í bakkann. Þá hefði ráðuneytið ekki talað við þá nema í gegnum fjölmiðla, sem þeim fyndist mjög einkennilegt. Það myndi líka einhverjum finn- ast það skrítin stjórn ef sjávarút- vegsráðuneytið stjórnaði algjör- lega löndun loðnubátanna og þeir fengju hvergi að landa, nema þar sem loðna væri fyrir hendi. Þá sagði hann, að á sama tima og þeir byggðu þessa verksmiðju, lánaði byggðasjóður í rækju- verksmiðju í Djúpuvík, án þess að nokkuð væri sagt, en hinsvegai hefðu forráðamenn Hafrúnai ekki farió fram á neina fyrir greióslu. Eins hefði komið fyrir, að bátur frá Akureyri hefði feng- ið að veiða á Húnaflóa og fanð meó rækjuna til Akureyrar. Hver bátur hefur rétt til að veiða 50 lestir af rækju i Húna- flóa í vetur og sagði Kári, að það myndu Blönduósbátar gera. Þá myndu 15 konur vinna i verk- smiðjunni á einfaldri vakt. Asthildur Pétursdóttir formaður Eddu AÐALFUNDUR sjálfstæðis- kvennafélagsins Eddu var nýlega haldinn. Formaður var kjörinn Asthildur Pétursdóttir. 1 frétta- bréfi frá félaginu segir, að 10. desember n.k. verði haldinn jóla- fundur f Sjálfstæðishúsinu við Borgarholtsbraut. Á dagskrá jólafundarins verður jólahugvekja, sem séra Þorbergur Kristjánsson flytur og sýnd verður gerð jólaskreytinga. A dagskrá félagsins er ennfremur fundur með sjálfstæðiskonum i Hafnarfirði og fundur um bæjar- Nýtt met í Grimsby: Haukafellið fékk 112,35 kr. fyrir kílóið HAUKAFELL SF-111 fékk í gær hæsta meðalverð, sem fengizt hcfur á almennum ísfiskmarkaði, 112 75 kr. kiló, cn skipið seldi þá i Grimsby. Alls seldi Hauka- fcllið 527 kit eða 33.4 tonn fyrir 13.798 sterlíngspund eða 3.7 miilj. kr. isl. Hæsta meðalverð, sem áður hafði fengizt í Grimsby og þar meó á Bretlandseyjum, fékk Ottó Wathne frá Seyðisfirði fyrir stuttu, kr. 103.25 fyrir hvert kg. Sigurbergur frá Hafnarfirði seldi einnig í Grimsby í gær. Hann seldi þá 46.4 lestir fyrir 15.663 sterlingspund eða 4.2 millj. kr. og var meðalveðið kr. 91.66. í upphafi átti Sigurbergur að selja í fyrradag, en vegna tveggja tog- ara, sem komu skyndilega inn með fisk, var báturinn látinn bíða með að selja í einn sólarhring og hefur það eflaust haft einhver áhrif á söluna. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk hjá Jónasi Haraldssyni hjá Landssam- bandi ísl. útvegsmanna í gær, fékk Haukafellið að meðaltali 85 kr. fyrir hvert kg af þorski, 101 kr. fyrir hvert kg af ýsu, 133 kr. fyrir hvert kg af kola og 161 kr. fyrir hvert kg. af lúðu. Báturinn hefur verið á togveiðum að undanförnu og 18 tonn af aflan- um voru koli og ufsi. Fregnir frá Grimsby herma, að verð á fiski þar sé mjög gott, en eins og framangreint bendir til, aðeins ef fiskurinn er góður. Skipstjóri á Haukafellinu er Eymar Ingvarsson. Haukafellið er 103 rúmlesta tréskip, smiðað 1963 og var um tíma er það hét Húni 2. i eigu Björns Pálssonar og fleiri. Síðan var báturinn seldur til Hornafjarðar og er nú i eigu Einis h.f. málefni og landsmál. I frétta bréfinu segir ennfremur, að fyrir hugað sé að hafa tómstundafund einu sinni í mánuði. Auk Asthildar Pétursdóttui eiga sæti í stjórn Eddu: Björ; Pétursdóttir, Jóhanna Guðmunds dóttir, Jónína Júlíusdóttir, Guð rún Gisladóttir, Sigriður Péturs dóttir og Guðný Berndsen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.