Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974 3 Sómafólkið f einum þáttanna, sem frumsýndir verða á sunnu- daginn. Ný sýning á Leikbrúðulandi sýndir um hverja helgi, — kl. 3 á KOMIN er út hjá Helgafelli bókin Gunnlaugur Scheving, eftir Matthías Johannessen. „Þessi bók er orðin til af löng- um kynnum Gunnlaugs Schevings og Matthfasar Johannessen,“ segir Kristján Karlsson bókmenntafræðingur á kápusfðu og heldur áfram: „Hún er ævisaga Schevings, ásamt merkilegum viðtölum sem Matthías átti við hann yfir árin, um æviferil hans, list hans og skoðanir. — Margt af því sem Scheving segir hér mun koma á óvænt, vegna þess að hann var mjög fálátur maður í samfélagi voru, einkum þegar á leið, hann var maður þögullar vinnu; hér talar hann opinskátt. Það er óþarft að fjölyrða um hæfileika Matthíasar til að fá fram persónu- leika og hugmyndir þess sem hann talar við; samtalsbækur hans við listamenn samtímans eru einstæð verk á íslenzku. Gildi þeirra liggur auðvitað við nánari athugun, ekki síður í lifandi þátt- töku hans sjálfs en viðmæl- andans, þegar öllu er á botninn hvolft er maður ekki siður að kynnast honum. Hér nýtur hann vináttu Schevings, en líka þess, FIMM Grænlendingar, eða allir skipverjar rúmlega 80 tonna báts frá bænum Sukkertoppen, vildu ekki sigla bát sfnum heimleiðis á miðvikudaginn og yfirgáfu þeir bátinn hér f höfninni. Bátur þessi, sem er 84 tonna rækjubátur, tréskip, liggur í vesturhöfninni. Hann heitir Kirstine Hansarak og er eign Konunglegu Grænlandsverzl- unarinnar. Hann var að koma úr viðgerð í slipp i Danmörku og var gert ráð fyrir því, er báturinn legði af stað í hina löngu heim- siglingu, að hann kæmi við á Is- landi til að taka olíu og kost. Þegar nær dró Islandsströndum hafói veður farið versnandi en einna verst var þó veðrið milli Kápusfa bókarinnar sem er mögum myndlistarmönn- um sameiginlegt, það er nauðsyn þeirra að láta i ljós hug sinn i orðum, áður en yfir lýkur. Bókin er sérkennileg heimild um innra líf eins af helztu málur- um vorum um miðbik þessarar aldar.“ Bókin er 262 bls. að stærð og skiptist í marga kafla. Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Aldrei var þó skip eða áhöfn i neinni hættu og dæla bátsins hafói vel undan dekkleka, sem gerði vart við sig. Ekki er óal- gengt, er tréskip koma úr slipp, að vert verði leka meðan þau eru aftur að jafna sig og þéttast á ný. Hér i Reykjavík annaðist hvers- konar fyrirgreiðslu fyrir bátinn Þorvaldur Jónsson skipamiðlari og voru viðgerðarmenn komnir til starfa á miðvikudaginn. Þann sama dag, er farið var að ræða heimsiglinguna til Sukkertoppen, sem er allnorðarlega á vestur- ströndinni, kom í ljós, að skips- höfnin hreinlega neitaði að sigla Framhald á bls. 26 100 þús. í Eþíópíu- söfnun Kvenfélagið Hringurinn hefur gefið 100 þús. krónur i Eþíópíu- söfnunina, sem nú stendur yfir. Fénu verður varið til kaupa á brýnustu nauðsynjum, t.d. tepp- um eða matvælum. Hjálparstofnun kirkjunnar þakkar þetta lofsverða framlag. SJ samein- uðust ekki SFV Alþýðublaðið greinir frá þvf í gær, að svonefnd Samtök jafnaðarmanna, sem áttu aðild að framboði F-listans f alþingis- kosningunum f júnf sl., hafði ekki sameinast Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna. Alþýðu- blaðið hefur eftir Helga Sæmundssyni, að slfk ákvörðun hafi ekki verið tekin af Samtök- um jafnaðarmanna. Helgi Sæmundsson segir enn- fremur í samtali við Alþýðublað- ið; „Til þess hefði þurft að halda um það fund i Samtökum jafnaðarmanna. Slikur fundur hefur ekki verið haldinn. Samtök jafnaðarmanna eiga því enga aðild að Samtökum frjálslyndra og vinstri manna, tóku engan þátt i landsfundi þeirra og hafa ekki aðra samvinnu átt við SFV en þá, að Samtök jafnaðarmanna gáfu á sl. vori út yfirlýsingu um, að þau styddu framboð F-listans f al- þingiskosningunum." Morgunblaðið bar þessi um- mæli undir Kristján Bersa Ólafs- son sem er í Samtökum jafnaðar- manna og var kjörinn i fram- kvæmdastjórn SFV á landsfundi þeirra um sl. helgi. Hann sagði, að þetta væri út af fyrir sig rétt sem Helgi segði. Aðild að Samtökum frjálslyndra og vinstri manna væri einstaklingsbundin og Sam- tök jafnaðarmanna hefðu ekki gengið i SFV, enda væri gert ráð fyrir því að félagar í þeim gætu verið í fleiri en einum stjórnmála- flokki. A SUNNUDAGINN verður frum- sýning á þremur nýjum leikþátt- um hjá Leikbrúðulandi að Frf- kirkjuvegi 11. Fyrsti þátturinn, Norður kaldan kjöl, er eftir Ragn- ar Jóhannesson, var sýndur f Norræna húsinu f haust f sam- bandi við leikbrúðusýningu, sem Jón E. Guðmundsson hélt þar. Hinir tveir þættirnir hafa ekki verið sýndir áður, — annar þeirra byggist að mestu leyti á töfra- brögðum, dansi og söng, en hinn er um Meistara Jakob, þá frægu persónu úr brúðuleikhúsi. Leikbrúðuland var stofnað fyrir sjö árum, og hefur það haft reglulegar sýningar undanfarin tvö ár. Mestan þátt í starfseminni eiga Bryndís Gunnarsdóttir, Erna Guðmarsdóttir, Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen, en að þessu sinni hefur Brynja Benediktsdóttir aðstoðað við upp- setningu sýningarinnar. Leiktjöld hafa Jón E. Guðmundsson og Þor- björg Höskuldsdóttir gert. Eins og áður segir, verða sýn- ingarnar að Fríkirkjuvegi 11, þar sem er húsnæði Æskulýðsráós Reykjavíkur. Leikbrúðuland hefur fengið afnot af húsnæðinu endurgjaldslaust, en að sögn að- standenda Leikbrúðulands, væri starfsemin óhugsandi án þessarar fyrirgreiðslu. Fyrir jól verða tvær sýningar, en eftir áramót verða þættirnir sunnudögum og laugardögum. Baldursmenn selja perur A morgun, laugardag, munu félagar úr Lionsklúbbnum Baldri selja ljósaperur á götum borgar- innar, eins og þeir hafa gert á hverju hausti undanfarin ár. Ágóðinn af þessari perusölu er notaður til að greiða gjörgæzlu- tæki þau, sem Baldur færði Fæðingardeild Landspitalans að gjöf nýlega og ætluð eru fyrir nýfædd börn á svokallaðri „vöku- deild“. Fullt verð þessara tækja er 1,8 millj. kr. og því treysta félagar i Baldri nú á samborgara sina, að þeir sýni stuðning sinn við gott málefni með því að kaupa af þeim ljósaperur. Hannes Jónsson af- henti trúnaðarbréf Hannes Jónsson afhenti hinn 4. desember 1974 Pal Losonczi, forseta rikisráðs Al- þýðulýðveldisins Ungverja- lands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra lslands f Ungverja- landi með aðsetri í Moskvu. Fréttatilkynning. Bók um Gunnlaug Scheving eftir Matthías Johannessen Grænlendingamir >íirgáfu bátinn í Reykjavíkurhöfn Nýkomið glæsilegt úrval af ‘ vörum fyrir þau yngstu: Fínflauelsbuxur, terylenebuxur, kuldajakkar. Glæsilegar peysur &..*»■ jr~r og drengj askyrtur. Bergstaðastræti sími 14350. Bankastræti. sími 28350 9 “W’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.