Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974
19
Verður leystur úr haldi:
Hefur setið inni
Michigan, 5. desember.
Reuter. AP.
TILRAUNIR eru nú gerðar til að
fá leystan úr haldi mann sem
hefur setið í rfkisfangelsinu í
Indiana f 66 ár.
Hann heitir Johnson Grigsby og
var dæmdur í ævilangt fangelsi
1908 fyrir morð. Gringsby er um
nírætt og er talinn hafa setið
lengur f fangelsi en nokkur annar
fangi í sögunni.
Samtök sem berjast fyrir um-
bótum í fangelsismálum eru von-
góð um að Gringsby verði sleppt
þegar honum hafi verið fundinn
samastaður.
Gringsby segist langa svo mikið
til að losna úr fangelsinu að hann
ætli að brjótast út úr því einn
Norðmenn halda tryggð
við kviðdómsréttarhöld
RÉTTARHÖLD fyrir kviðdómi
hafa verið mikilvægur þáttur f
norskri réttarfarshefð. Inger
Louise Walle, dómsmálaráðherra
Noregs, hefur nú ákveðið, að kvið-
dómur verði ekki afnuminn og
gildi áfram fyrir alvarleg glæpa-
mál, og gömlu hefðinni um að
sérhver maður eigi rétt á að vera
dæmdur af jafningjum sínum
þannig viðhaldið. Þar með
hafnaði norska ríkisstjórnin ráð-
leggingum lógmannanefndar,
sem árið 1969 skilaði skýrslu um
endurbætur á réttarlegri meðferð
glæpamála. I skýrslunni var m.a.
mælt með því, að kviðdómurinn
yrði afnuminn og f hans stað
skyldi koma dómstóll þriggja lög-
fræðimenntaðra dómara og sex
meðdómenda úr hópi leikmanna.
Núverandi kviðdómskerfi i
Noregi er takmarkað við alvar-
legri glæpamál, sem koma fyrir
áfrýjunarrétt. Kviðdómurinn,
sem kveður á um sekt eða sak-
leysi, er skipaður 10 mönnum.
Þeir komast að niðurstöðu sinni
leynilega og þarf samþykki sjö
kviðdómenda að vera fyrir
ákvöðrun um sekt.
Eitt markmið tillagna nefndar-
innar um endurbætur á kerfinu
var að unnt yrði að áfrýja sekt'arr
Látin en enginn
vissi í 2 mánuði
Stockport, 5. desember. AP.
HJÓN og þrjú ung börn þeirra
fundust látin á heimili sínu í
Stockport f Englandi í dag tveim-
ur mánuðum eftir að þau létust
með voveiflegum hætti.
Húsbóndinn virðist hafa látizt
af völdum of stórs skammts deyfi-
lyfja sem hann virðist hafa tekið
eftir að kona hans hafði verið
stungin til bana og börn þeirra
kyrkt.
Lfkin fundust þegar bróðir hús-
bóndans brauzt inn f húsið þegar
enginn svaraði dyrabjöllunni.
Enginn utanaðkomandi aðili
var viðriðinn morðin að sögn fjöl-
skyldunnar. Hún virtist eðlileg
og hamingjusöm að sögn
nágrannanna. Flestir héldu að
fjölskyldan væri f fríi.
Takeo Miki, sem verður væntanlega næsti forsætisráðherra Japans,
æfir sig hér f japanskri skrautskrift á heimili sfnu f Tokyo en kona
hans horfir á. Það, sem hann hcfur skrifað, þýðir: „Gef ekki kost á mér
án trúnaðartrausts.“
í66ár
góðan veðurdag. En þess virðist
sem sé ekki vera þörf.
Hann var dæmdur fyrir að
stinga mann til bana með hnifi í
áflogum í vínkrá. Þeir höfðu setið
að pókerspili þar sem 100 dalir
voru lagðir undir. Gringsby greip
til hnífsins þegar hann var sakað-
ur um að hafa rangt við.
úrskurðum, sem nú er ógerlegt
þar eð kviðdómendur þurfa ekki
að skýra frá forsendum ákvörðun-
ar sinnar í opnum réttarhöldum.
Rannsóknir hafa sýnt, að margir
kviðdómendur komast að niður-
stöðu sinni af vafasömum ástæð-
um, t.d. út frá persónuleika lög-
mannanna, o.s.frv. Valle, dóms-
málaráðherra, sagði það skoðun
ríkisstjórnarinnar, að nýju tillög-
urnar hefðu i framkvæmd leitt til
þess, að dregið hefði úr áhrifum
leikmanna þegar tekin er ákvörð-
un um sekt eða sakleysi.
Norðmenn
gæta Sato
Ösló, 5. desember, AP:
AF ótta við Rauða herinn, samtök
japanskra hryðjuverkamanna,
hafa Norðmenn gert víðtækustu
öryggisráðstafanir sem nokkru
sinni hefur verið gripið til i sam-
bandi við afhendingu friðarverð-
launa Nóbels að sögn norskra
blaða.
Vopnaðir öryggisverðir hafa
nánar gætur á Eisaku Sato fyrr-
verandi forsætisráðherra allt frá
þeirri stundu er hann stígur fæti
á norska grund á laugardaginn að
taka við verðlaununum ásamt
Iranum Sean MacBride. Allar
byggingar sem máli skipta verða
fínkembdar.
Króatarnir
fengu 12 ár
Madrid, 5. desember. AP.
HERDÓMSTÖLL i Madrid dæmdi
i dag þrjá króatíska þjóðernis-
sinna í 12 ára fangelsi hvern fyrir
að ræna þotu SAS-flugfélagsins í
Sviþjóð fyrir tveimur árum, og
neyða flugstjórann til að lenda á
Spáni.
Skip sekkur
Rotterdam, 5. desember. AP.
BREZKA flutningaskipið Tropic
Shore sökk í dag þremur klukku-
stundum eftir að það sendi frá sér
neyðarkall rúmlega 60 km frá
Cromer f Norfolk i Englandi.
Fjögurra manna áhöfn skipsins
var bjargað um borð I þyrlu rétt
áður en það sökk.
Skipið var 500 lestir, skrásett í
London.
Sylvi Kekkonen með Dóru Þórhallsdóttur, þá-
verandi forsetafrú f heimsókn á lslandi.
Sylvi Kekkonen látin
SYLVI Kekkonen, eiginkona
Urho Kekkonens, Finnlands-
forseta, lézt s.l. mánudag, 74
ára að aldri. Banamein hennar
var kransæðastffla. Sylvi
Kekkonen nam lögfræði um
tíma eftir stúdentspróf, en árið
1926 giftist hún Urho
Kekkonen, og tveimur árum
seinna ól hún tvfburasyni,
Matti og Taneli. Alla tfð hafði
hún mikinn áhuga á fagurbók-
menntum, og eftir að maður
hennar varð forseti gaf hún út
nokkrar bækur, sem viður-
kenningu hafa hlotið. Hún
þótti, — þrátt fyrir heilsuleysi
— gegna skyldum sfnum sem
þjóðhöfðingjafrú af sérstöku
yfirlætisleysi og þolinmæði.
Sylvi Kekkonen kom m.a. til
tslands með eiginmanni sfnum.
Hún leit þó á sig fyrst og
fremst sem rithöfund og um-
gekkst skáld mikið. Segir Huf-
vudstadsbladet, að Sylvi hafi án
nokkurs vafa haft áhrif á áhuga
Kekkonens á bókmenntum og
listum. Afrakstur hennar
sjálfrar á bókmenntasvidinu
Flaggað var f hálfa stöng á for-
setahöllinni eftir andlát for-
setafrúarinnar.
Nýleg mynd af Sylvi
Kekkonen.
var ekki mikill að magni. Hún
gaf út safn hugleiðinga,
smælki, tvær endurminninga-
bækur og tvær skáldsögur.
Kunnasta bók hennar, skáld-
sagan „Amalia“, hefur verið
þýdd á allmörg tungumál, m.a.
þýzku, rússnesku, pólsku og
tékknesku auk Norðurlanda-
mála. Hún þykir afar nærfærin
lýsing á lífi finnskrar bónda-
konu. Hins vegar segir Hufvud-
stadsbladet, að síðasta bók
Sylvi Kekkonen hafi verið sú
mest hrifandi. Það var endur-
minning úr æsku hennar á
prestsetri í austurhluta Finn-
lands.
Við andlát Sylvi Kekkonen
sagði Kalevi Sorsa, forsætisráð-
herra, m.a.: „Hún var vitur, hlý
og manneskjuleg kona, sem
einnig varð kunn af mikilvægu
framlagi sínu til bókmennt-
anna.“ Rithöfundurinn Eeva
Joenpelto sagði í kveðjuorðum
frá finnskum rithöfundum:
„Við finnskir rithöfundar, sem
áttum þeirri gæfu að fagna að
þekkja Sylvi Kekkonen, höfum
misst vin, sem veitti okkur
stuðning og uppörvun."
Konan með „talandi
fóstrið” handtekin
Djakarta, 5. desember.
Reuter.
INDÓNESlSK kona sem komst f
heimsfréttirnar fyrir tveimur ár-
um þegar hún hélt þvf fram að
óborið barn sitt gæti talað hefur
verið dæmd í tveggja ára fangelsi
fyrir að svfkja af fólki peninga og
önnur verðmæti.
Konan heitir Tjut Zahara og
var fundin sek um að hafa komizt
yfir 1900 pund á fölskum forsend-
um.
Hún hélt þvf fram að barnið
sem hún gekk með gæti lesið upp
úr Kóraninum. En lögreglan fann
lítið segulbandstæki falið f fötum
hennar og handtók hana.
Líkið bað um
vatn aðdrekka
Djakarta, 5. desember.
Reuter.
Ofsahræðsla greip um sig í lík-!
húsi aðalsjúkrahússins I Djakarta i
Indóneslu þegar maður sem hafði
verið úrskurðaður látinn fyrir mörg-1
um klukkutlmum staulaðist á fætur
og bað um vatn að drekka.
Honum var I flýti komið aftur i
sjúkrahúsið, en þar lézt hann,
skömmu síðar Maðurinn var 22i
ára kólerusjúklingur.