Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 20
‘2,0 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar hf Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10 100. Aðalstræti 6. simi 22 4 80 Askriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 35.00 kr. eintakið. Ikjaramálaályktun sam- bandsstjórnar Alþýóu- sambands íslands, sem samþykkt var um sl. helgi, segir, aó þaó sé grund- vallarkrafa verkalýðssam- takanna aó fullri atvinnu verði haldió uppi. Flestum ætti að vera ljóst eins og nú er ástatt í efnahagsmál- um, aó brýnasta verkefni stjórnvaldaer aðgera nauó- synlegar ráóstafanir til þess að tryggja rekstrar- grundvöll atvinnufyrir- tækjanna og fulla atvinnu. ]>ær aógerðir, sem ríkis- stjörnin hefur beitt sér fvrir til þess aó bægja frá þvi hættuástandi í efna- hags- og atvinnumálum, sem hér hefur ríkt, hafa allar verið miðaðar vió þetta höíuómarkmið. Á sl. sumri gat engum dulist, aö vió blasti stórkostlegur samdráttur í atvinnustarf- seminni og jafnvel stööv- un mikilvægra atvinnu- greina, ef ekki yrði gripió í taumana. Þær endurreisnarað- geröir, sem nú hafa verið framkvæmdar, hlutu að hafa kjaraskerðingu í för með sér því að óðaverð- bólgan og efnahagsringul- reiðin hafa óneitanlega þrengt kost bæði atvinnu- fyrirtækja og launþega. Með öllu var útilokað að halda uppi óskertum kaup- mætti miðað við kjara- samninga þá, sem gerðir voru í febrúar enda hafói sá kaupmáttur skerzt veru- lega á síóustu mánuðum vinstri stjórnar. Efnahags- aógerðir ríkisstjórnarinn- ar miða hins vegar við það, að kaupmáttur launa hald- ist svipaður og hann var á síóasta ári. Miðað við það hrikalega ástand, sem hér hefur ríkt, veröur að telja það góóan árangur, en það getur oltiö á góðri sam- vinnu aðila vinnumarkað- arins og ríkisvaldsins, hvort unnt reynist aö halda í horfinu. Bráðabirgöaaðgerðir þær, sem vinstri stjórnin hugðist koma fram sl. vor miðuðu einnig aó því að halda hjólum atvinnulífs- ins gangandi. En þá var stefnt að langtum viðtæk- ari kjaraskerðingu en nú hefur átt sér stað. Þannig stóðu ráðherrar Alþýóu- bandalagsins að stjórnar- frumvarpi, sem gerði ráð fyrir að allar kauphækkan- ir, er samió var um í febrú- ar og fóru yfir 20%, yrðu afnumdar með lögum. Efnahagsaðgerðir núver- andi ríkisstjórnar eru hins vegar við það miðaðar að allar umsamdar grunn- kaupshækkanir komi til framkvæmda. Á þessu tvennu er regin munur. Á sl. vori setti vinstri stjórnin bráðabirgðalög um afnám vísitöluuppbóta á laun, en hluta þessarar kjaraskerðingar var mætt með niðurgreiðslum á land- búnaðarvörum. Engar ráð- stafanir voru hins vegar gerðar til þess að bæta hag þeirra, sem lakast voru settir í þjóðfélaginu. Að þessum aðgerðum stóðu ráðherrar Alþýðubanda- lagsins og gerðu engan ágreining. Þegar núver- andi ríkisstjórn tók við völdum leyfðu aðstæður ekki, að þeirri ákvörðun vinstri stjórnarinnar að banna vísitöluuppbætur á laun, yrði breytt. Hins veg- ar setti núverandi ríkis- stjórn löggjöf um víðtækar launajöfnunarbætur til þess að bæta aðstöðu lág- launafólksins jafnframt því sem niðurgreiðslum var haldið áfram. í bráða- birgðalögum vinstri stjórn- arinnar var sett bann við hækkun fiskverðs. Núver- andi stjórn ákvað á hinn bóginn 11% hækkun fisk- verðs og bætti þar með kjör sjómanna frá því sem verið hafði. Það er því fremur kaldhæðnislegt, þegar talsmenn Alþýðu- bandalagsins tala nú um kaupránsstefnu rétt eins og þeir beri ekki ábyrgð á þeirri efnahagsringulreið, sem hér hefur ríkt. Allar aðstæöur í efna- hags- og atvinnumálum hafa leitt til þess að við verðum fyrst um sinn að sætta okkur við svipaðan kaupmátt og var á síðasta ári til þess að ná því höfuð- markmiði að tryggja fulla atvinnu. Hitt er augljóst, að keppa verður að því að vinna þetta bil upp á nýjan leik svo fljótt sem að- stæður leyfa. I kjaramála- ályktun Alþýðusambands- ins segir að nú séu ekki efni til almennrar kröfu- gerðar varöandi kaupgjald, en mióa verði við, að verka- fólk nái sem fyrst þeim kjörum, sem samningarnir frá því í febrúar mæltu fyrir um. Ljóst er að þessu mark- miði verður ekki náð í einu vetfangi. En það er rétt stefná hjá Alþýðusam- bandinu, við núverandi að- stæður, aó leggja megin- áherslu á að treysta stöðu láglaunafólks. Þá er það einnig athyglisvert að Al- þýðusambandið skuli vera reiðubúið að meta aðrar að- gerðir en beinar kaup- hækkanir sem lið í almenn- um kjarabótum. í því sam- bandi hefur einkum veriö minnst á úrbætur í hús- næðismálum og skattamál- um. Þá hlýtur verðtrygg- ing lífeyrissjóóanna einnig að koma hér til álita, en þingsályktunartillaga um það efni hefur nú verið flutt á Alþingi af nokkrum þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins. Flestar þjóðir búa nú við mikla efnahags- og at- vinnuörðugleika, og spáö hefur verið vaxandi erfið- leikum og atvinnuleysi. Þegar litið er á þessar staö- reyndir má öllum vera ljóst, að okkur er mikill vandi á höndum, ef við eig- um að komast hjá þeim al- varlegu áföllum, sem slík kreppa getur haft í för með sér. Hagsmunahópar verða að sýna gætni í kröfugerö, hvort sem þar eiga í hlut atvinnurekendur eða laun- þegasamtök. En megin- markmiðið hlýtur að vera full atvinna fyrir alla. Meginmarkmiðið er full atvinna AKUREYRARBÓK Bðkmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON □ AKUREYRI ANI) THK PICTl JRKSQUE NORTH. □ Introducet by Kristján frá Djúpa- læk. □ Translation: Ma.v and Hallberg Hall- mundsson. □ Layout: AugívMiigasíofan h.f., •'•ísii R. Kjörnsson. QJ Iceland Review l‘)74. I>AD var vel til fuiulid art fá Kristján skáld frá Djúiiala’k til aú scmja inngang Akureyrar- bókar á ensku. Kristján er hressilegur og lipur penni, mátulega skrýtinn til aö vera ekki leióinlegur. llann er nianna ólíklegastur til aö láta orð sín drukkna í merkingar- lausu mála'öi um sjálfsagða tiluti. Fundvís er hann á hiö smáa, sem getur oröiö stórt pegar kunnáttumaöur fjallar um þaö. Sagan, þjóótrúin, skáldskapurinn er sú þrenn- ing, sem á hug hans allan. Inngangur Kristjáns frá Djúpalæk, sem snýsl ekki ein- ungis um Akurevri, heldur Noröurland yfirleitt, einkum Eyjafjiiró o« Pingeyjarsýslu, tiefst á skáldlegu tilhrÍKÓi sköp- unarsöpunnar. þar sem Eyja- fjöióur er miópunkturinn. Síöan er sagan rakin frá land- námi Ilelga magra til Kauófé- lags Eyfirðinga. P’élagsmálum Eyfiröinga og Þingeyinga eru gerð góð skil, enda af miklu aó taka. Merkisstaðir, náttúrufeg- urö og atvinnuvegir veróa að sjálfsögöu ekki útundan, hvorki i innganginum eða myndavali. í kaflanum Men of Letters er sagt frá þremur rithöfundum, sem mest hafa komiö við sögu Akureyrar. Breiðfirðingurinn Matthías Joehumsson var fyrsti heiðursborgari Akureyrar. Þar orti hann i húsi, sem heitir Sigurhæðir, en það ertáknrænt nafn fyrir lif hans og skáld- skap. En það voru ekki aðeins samtímamenn Matthíasar á Akureyri, sem hann hafði sam- neyti við. Meðal bestu vina hans voru Shakespeare, Byron, Ibsen og Tegnér. Þeim kynntist hann með því að þýða verk þeirra. Annar Akureyrarhöfundur var ekki siður heimsborgari en Matthías. Jón Sveinsson, Nonni, bjó lengst af fjarri bernskustöðvum sínum, samdi bækur sinar einkum á þýsku, en gleymdi ekki upprunanum eins og þær vitna um. 1 Nonna- bókunum verður Akureyri og Eyjafjörður ævintýraheimur. Það er áreiðanlega rétt hjá Kristjáni frá Djúpalæk að margir erlendir aðdáendur Nonna leggja leið sína til Akur- Kristján frá Djúpalæk Kápa Akureyrarbókarinnar eyrar til að skoða bernskuheim- ili hans og vettvang bókanna. Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi orti marga ástaróði til Eyjafjarðar eins og Kristján frá Djúpalæk bendir á. Á yngri árum var hann víðförull og opinn fyrir áhrifum umheims- ins. Þegar árin liðu einangrað- ist Davíð. Hann lokaði sig inni í húsi sínu á Akureyri með bók- um sínum og munum, leit sam- tíð sína með vaxandi tortryggni og snerist öndverður gegn nýj- ungum i bókmenntum. Akureyringar eiga mikinn heiður skilinn fyrir að sýna rit- höfundum sinum þá virðingu að varðveita hús þeirra. Það er gaman að koma í þessi hús. Þau eiga sinn ríka þátt í að á Akur- eyri er litið sem gamalgróin menningarbæ. Ég hefði kosið að Kristjánfrá Djúpalæk hefði sagt nokkuð frá menningarlífi Akureyringa eins og það er nú. Að vísu ber- ast fréttir um erfiðleika mynd- listarmanna, en yfir leikhúslíf- inu er að minnsta kosti reisn. Brautryðjandastarf Leikfélags Akureyrar að ráða rithöfund gagngert til að semja leikrit fyrir félagið telst til merkra tiðinda. Kristján frá Djúpalæk hefði i kaflanum Men of Lett- ers einnig mátt víkja að þeim rithöfundum, sem nú búa á Akureyri, en meðal þeirra er hann sjálfur í fararbroddi. Akureyri and the Pictures- que North er fyrst og fremst myndabók. Margir ljósmynd- arar eiga myndir i bókinni; flestar eru eftir Mats Wibe Lund, en einnig má nefna Gunnar Hannesson, Ævar Jó- hannesson og Ásgrim Ágústs- son. Nokkrar gamlar myndir eru úr Minjasafni Akureyrar. Á einni þeirra sést bílalest Krist- jáns tíunda á feró hans um Eyjafjöró 1926. Heldur eru nú bílarnir fornfálegir og sveita- bærinn á myndinni lágreistur. Við vegbrúnina situr maður með hatt og fylgist með þessum merkisatburði. Önnur mynd sýnir garðveislu heldri borgara á Akureyri á öldinni sem leið. Konurnar drekka kaffi, en karl- mennirnir hafa fengið í staup- inu eins og sést á svip þeirra sumra. Það er ákaflega fínn menningarblær yfir hópnum, sennilega danskættaður eins og svo margt á Akureyri. Myndavalið í Akureyri and the Picturesque North er hefð- bundið. Um það er litið að segja. Myndirnar eru flestar gott handverk. Þær koma ekki á óvart að neinu leyti, en eru yfirleitt trúverðugar heimildir um náttúru og mannlif Norðan- lands. Bókin er tilvalin gjafa- bók handa erlendum vinum, ekki sízt vegna inngangs Krist- jáns frá Djúpalæk. Væntanleg er íslensk útgáfa bókarinnar gefin út af Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri í sam vinnu við Iceland Review.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.