Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974
ÍÞRdTTAFRÉTTIR MORGUNBIAflSIIVS
FH-ingar sterkari
á lokasprettinum
Ármann — FH 15:20
LENGI vcl leit út fyrir, að Ármenningum ætlaði að takast hið
ómögulega, að sigra sjálfa Islandsmeistara FH. í leik liðanna i
fyrrakvöld, höfðu Armenningar algjöra yfirburði í fvrri hálfleik, léku
sér að meisturunum eins og börnum og höfðu um tíma fjögurra marka
forystu. En Ármenningar sprungu á limminu i seinni hálfleik FH-ing
arnir fóru í gang og sigu framúr hægt og rólega og unnu stóisigur,
20:15. Virðist það sama ætla að verða upp á teningnum og í fyrra,
engum tekst að leggja FH-inga að velli, en oft sleppa þeir naumlega.
Leikur Ármanns og Víkings telst ekki til stórleikja í handknattleikn-
um, en stóð þá langtum framar fyrri leik kvöldsins að gæðum leik
Vals og Gróttu. Dómarar leiksins, Gunnar Gunnarsson og Sigurður
Hannesson, settu nokkuð svip sinn á leikinn með slakri dómgæzlu.
Leikurinn var í jafnvægi í byrj-
un, en þegar 10 minútur voru af
leik, tóku Ármenningar góðan
sprett, skoruðu 4 mörk i röð og
sýndu stórgóðan sóknarleik,
góóan varnarleik, og markvarzla
Ragnars var eins og fyrri dagitin
alveg frábær. Á þessu tímabilí
reyndu FH-ingar þá varnarað-
ferð, að taka tvo Ármenninga úr
umferð, þá Jón Ástvaldsson og
Björn Jóhannsson. Ekki gafst
þessi aðferð sérlega vel, því aðrir
varnarmenn FH réðu ekki við þá
Jens Jensson og Hörð Harðarson,
sem voru haútulegustu sóknar-
menn Armanns á þessu tímabili.
Breyttu FH-ingar um varnarað-
ferð seinna í hálfleiknum, enda
hafði þessi siður en svo gefist vel.
Tveimur minútum fyrir leikslok
hafði Ármann yfir 10:6, en
Þórarni Ragnarssyni tókst að
minnka muninn í 10:8 á þessum
mínútum með tveimur góðum
mörkum.
Valsstúlk-
urnar urði
meistarar
Valur varð Reykjavíkur-
meistari 1 handknattleik kvenna,
sigraði Ármann f úrslitaleik, sem
fram fór í Laugardalshöllinni í
fyrrakvöld með sex mörkum gegn
fimm. Leikur þessi var heldur
tilþrifalitill og mikið um mistök
hjá báðum liðum. Þannig
glopruðu t.d. Ármannsstúlkurnar
knettinum tvivegis í hendur Vals-
stúlkum er staðan var 5:5 og
skammt til ieiksloka. Nægðu
þessi mistök Ármannsstúlknanna
Val til sigurs.
Annars virtist Valsliðið heldur
skárri aðilinn í þessum leik —
hafði vfir fleiri stúlkum að ráða
sem gátu skotið en Armannsliðið
og því meiri ógnun í leik þess.
Lokastaðan í Reykjavfkurmóti
kvenna varð þessi:
Valur 5 4 0 1
Armann 5 4 0 1
Kram 5 3 0 2
VfkinKur 5 2 0 3
KH 5203
ÍH 5 0 0 5
(Jrslitaleikur: Valur
Ármann 6—5.
Player sigraði
S-Afríkubúinn Gar>' Player
sigraði í opna brasilíska meistara-
mótinu i golfi, en því lauk í fyrra-
dag. I.ék Player á samtals 267
höggum. Bandaríkjamaðurinn
Hayes varð annar á 272 höggum,
Garaialde frá Frakklandi þriðji á
280 höggum og Gonzalez frá
Brasilíu fjórði á 280 höggum.
Fyrstu minútur seinni hálfleiks
var leikurinn enn í jafnvægi, en
brátt fóru FH-ingar að síga fram-
úr, og eftir 10 minútna leik höfðu
þeir náð forystunni 13:12. Upp
frá því var aldrei vafi hvorn
megin sigurinn lenti, aðeins
spurning hve stór sigur FH yrði.
Viðar Simonarson lék stórt
hlutverk hjá FH þessar minútur
sem liðið var að ná afgerandi for-
ystu, og hann var tvímælalaust
bezti maður liðsins. Einnig áttu
þeir Þórarinn og Geir góðan leik.
Gunnar var lítið með en þegar
hann var inná ásamt Viðari og
Geir náði liðið oft frábærlega fal-
legum leikfléttum, sem ekkert lið
nema FH getur státað sig af.
Vörnin var sterk hjá liðínu, og
það sama var uppi á teningnum
hjá Armanni lengst af. Ragnar
Gunnarsson varði mjög vel
framan af, en dalaði svo þegar á
leið. Hörður Harðarson og Jens
Jensson voru drjúgir framan af,
en i seinni hálfleik fór Jens illa
með tækifæri sín og Hörður var
furðulega lítið notaður, og það
sama má segja um Jón Ástvalds-
son. Þá hefði gjarnan mátt nota
meira þegar verst gekk hjá liðinu
i s.h.
I STUTTU MÁLI:
Islandsmótið 1. deild.
Laugardalshöll 4. des.
(Jrslit: Ármann — FH 15:20
(10:8).
Gangur leiksins:
Min. Armann tll
1. 0 i Vi-'
3. Jens 1:1
4. 1 - (#iii
6. Hördur H M
6. 2:3 Yiðar
9. Hörður H(v) 3:3
11. Hörður II 4:3
14. Jens 5:3
16. Hörður II (v) 6:3
20. 6:4 Viðar (v)
21. Hörður II (v) 7:4
23. 7:5 Cíeir
24. Jón Astv. 8:5
25. Björn 9:5
26. 9:6 Þórarinn
28. Jens 10:6
29. 10:7 Þórarinn(v
30. 10:8 Þórarinn
Hálfleikur
32. 10:9 Þórarinn
32. Björn 11:9
35. 11:10 Geir
36. Hörður H. 12:10
37. 12:11 Þórarinn
39. 12:12 Örn
40. 12:13 Þórarinn
41. Stefán 13:13
42. 13:14 Viðar
44. 13:15 Viðar
50. 13:16Geir (v)
54. 13:17 Viðar
55. Jón Astv. 14:17
56. 14:18 Viðar
57. 14:19 Viðar
57. 14:20 Gunnar
60. Jón Astv. 15:20
Mörk Ármanns: Hörður
Harðarson 6 (3 v), Jens Jensson
3, Jón Ástvaldsson 3, Björn
Jóhannsson 2, Stefán Hafsteín 1.
Framhald á bls.43
Atli Þór Héðinsson sleppur framhjá Bjarna Guðmundssyni, en mis-
-----;----tókst að skora að þessu sinni.
Leikur fums og mis-
taka er Valur vann
Gróttu
SÁ handknattleikur sem Valur og Grótta buðu áhorfendum uppá er
liðin mættust i 1. deiJdarkeppni Islandsmótsins í handknattleik í
Laugardalshöllinni í fyrrakvöld var ekki sæmandi liðum sem telja
verðurtvö af átta beztu handknattleiksliðum hérlcndis, samkvæmt
stöðu sinni. Engu var líkara en leikmenn beggja liða væru að koma
utan úr stórhríð, og væru krókloppnir og stirðir af kulda. Einkenni
leiksins voru hver mistökin af öðrum, — rangar sendingar, ekki gripið,
tekin skref o.s.frv. Verði ekki á stórbreyting til batnaðar hjá þessum
liðum þurfa þau ekki að gera því skóna að fá mörg stig í viðureignum
sínum við önnur lið i deildinni, jafnvel þótt þau séu nú flest hver
heldur slakari en verið hefur.
Viðar Sfmonarson var Armenningum erfiður i leiknum
glufu og skorar. Ljósm. Mbl. Friðþjófur Helgason.
íyrraKvoia. tier nefur nann sioppið í gegnum
En það verður Jíka að segjast
eins og er, að þetta er slakasti
leikurinn sem Valur og Grótta
hafa átt á þessu keppnistímabili.
Einkum voru Valsmenn svipur
hjá sjón, og leikur liðsins
óburðugur. Taugaspenna virtist
hrjá leikmennina alvarlega, enda
allt annað en gaman fyrir lið sem
flestir áttu von á að yrði í baráttu
um islandsmeistaratitilinn í ár,
að hafa ekkert stig hlotið úr
þremur fyrstu leikjum sínum. Má
vel vera að Valsmenn hafi loksins
stigið yfir múrinn með sigri i
þessum leik og leikmennirnir fari
nú að öðlast trú á að þeir geti
eitthvað. Reyndar var varnar-
leikur Valsmanna ekki svo ýkja
slakur í leiknum, en sóknin var
hins vegar i algjörum molum.
Stöðugt hnoðað ofan í vörn Grótt-
unnar, og ekki virtist vera neinn
maður i liðinu sem bar sig til þess
að reyna að skjóta með langskot-
um, nema Ólafur H. Jónsson, sem
virðist vera þyngri og seinni i
hreyfingum en hann hefur oftast
verið, enda átt við meiðsli að
stríða að undanförnu. Stefán
Gunnarsson átti einnig þokka-
legan leik að þessu sinni. Hann
stendur alltaf bærilega fyrir sínu
í vörninni, og í sóknarleiknum
reyndi hann að reka sína menn
áfram.
Sennilega hefði Gróttuliðið átt
góða möguleika á að vinna
þennan leik, hefði það leikið jafn
yfirvegað og skynsamlega og það
hefur stundum náð að leika, eins
og t.d. er það gerði jafntefli viö
Fram. Nú var oft um of mikla
skotgleði að ræða hjá einstökum
leikmönnum, og mistök í sending-
um alltof tíðar. Sá leikmaður
Framhald á bls.43