Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974 30______________ ísleifur Þorkelsson innheimtumaður, sextugur Vinur minn og samherji Isleif- ur Þorkelsson, eða „Leifi á vellin- um“, eins og flestir Reykvíkingar þekkja hann af störfum hans við íþróttavellina í Reykjavík, er 60 ára í dag. Isleifur Þorkelsson er fæddur að Reynistað i Vestmannaeyjum 6. desember 1914, sonur sæmdar- hjónanna Þorkels Sæmundsson- ar, múrara, er ættaður var frá Nikulásarhúsum i Fljótshlíð, og Oktavíu Guðmundsdóttur frá F’ljótsdal í Fljótshlið. Isleifur Þorkelsson var alinn upp í Vestmannaeyjum ásamt sex systkinum sínum til 16 ára aldurs, en árið 1932 fluttist hann til Reykjavíkur ásamt foreldrum sín- um. A unglingsárum sínum í Vest- mannaeyjum sneri hugur hans fljótt til íþrótta, enda hefur hann alla tíð síðan verið tengdur störf- um íþróttahreyfingarinnar. Hann gekk ungur í Knatt- spyrnufélagið Tý í Vestmannaeyj- um og iðkaði þar íþróttir, en eins og margir ungir drengir valdi hann knattspyrnuna, og keppti með félaginu í yngri flokkum þess. Knattspyrnufélagið Týr hafði þá verið stofnað nokkrum árum áður af ungum piltum, sem safn- ast höfðu saman úti í hrauni til að mynda með sér samtök um að stofna knattspyrnufélag. Þarna voru saman komnir ungir menn og efnilegir, sem um ókomna framtíð voru að binda saman félagsskap. Það var mikill áhugi á því í Vestmannaeyjum, að hinir ungu drengir fengju að reyna getu sína víðar en þar. Þeim var þá minnisstæð sagan um Vestmannaeyingana, sem sumarið 1912 tóku þátt i fyrstu keppni, sem háð var um „Knatt- spyrnubikar lslands“, en þar kepptu þrjú félög, Fótboltafélag Reykjavíkur, Fram og Fótboltafé- lag Vestmannaeyinga. Þetta var í fyrsta skipti, sem flokkur knatt- spyrnumanna utan af landi kom til Reykjavíkur til keppni og voru í honum vaskir íþróttamenn frá Vestmannaeyjum, sem siglt höfðu til Stokkseyrar og komið þaðan landveg til Reykjavikur. Var mörgum austanmönnum það minnisstætt, er þeir á leið sinni vörpuðu sér til sunds í Ölfusá, hjá Tryggvaskála, og virtust þeir jafn snjallir á sjó og landi. Það var hugað að því að fá íþróttamenn frá meginlandinu til að koma til Vestmannaeyja og keppa þar og þvi var það vorið 1932, að Knattspyrnufélagi Reykjavíkur var boðið að senda 2. flokk félagsins í knattspyrnu til Vestmannaeyja, en í þeirri ferð voru margir ungir snjallir dreng- ir, sem síðar áttu eftir að gera garðinn frægan í sögu íþrótta- hreyfingarinnar, eins og t.d. Gisli Halldórsson, forseti Í.S.Í., Þor- steinn Gíslason, Sigurður Guðjónsson og Kjartan Gislason. Þessi ferð K.R. átti eftir að verða stór þáttur i lífi ísleifs Þor- kelssonar, þvi nokkrum mánuð- um síðar, og rétt áður en Isleifur fluttist alfarinn frá Vestmanna- eyjum, endurguldu K.R.-ingar Vestmannaeyingum boðið. Það var þá á þessum árum ekki daglegur viðburður, að ungir drengir fengju tækifæri til að fara til Reykjavíkur, og því ríkti mikil eftirvænting til fararinnar. ísleifur Þorkelsson var einn af þeim ungu knattspyrnumönnum, sem valinn var til þessarar ferðar, og reyndust hinir ungu Vest- rnannaeyingar hinir ágætustu íþróttamenn. Vildu K.R.-ingar sýna þeim alla þá gestrisni, sem unnt var, enda áttu eyjaskeggar allt gott skilið af K.R., bæði sakir þeirra íþróttalega dugnaðar og rausnar þeirrar og velvildar, er þeir jafnan sýndu málefnum K.R. og félögum þess. Þegar Vestmannaeyingarnir stigu á land í Reykjavík, var þar mætt sveit K.R.-inga, sem tók vel og innilega á móti þeim, síðan var ferðinni heitið í K.R.-húsið gamla við Tjörnina. Vestmannaeyingarnir sváfu og borðuðu á heimilum hinna ungu K.R.-inga, sem flestir höfðu fyrr um sumarið gist Vestmannaeyjar. isleifur Þorkelsson var í fæði á Stýrimannastig 8, sem var heimili Björgvins Schram, eins besta knattspyrnumanns landsins og formanns Knattspyrnusambands íslands um margra ára skeið. Annar K.R.-ingur gekk svo úr rúmi fyrir Isleif, en sá K.R.-ingur reyndist vera Sigurður Halldórs- son, einn mikilhæfasti forustu- maður K.R. og Islenskrar iþrótta- hreyfingar, um áraraðir okkar besti knattspyrnumaður og íþróttaleiðtogi. Það voru þvi ekki neinir smá- karlar, sem ísleifur Þorkelsson kynntist fyrst innan íþróttahreyf- ingarinnar, er hann sem ungur drengur, 16 ára gamall, kom fyrst til Reykjavíkur frá Vestmanna- eyjum, enda hefur ávallt siðan verið mikil og góð vinátta þar á milli og K.R. andinn svifið jafnt og þétt. Fleirum i fjölskyldu isleifs Þor- kelssonar rann blóð til íþrótta. Tveir bræður hans voru ágætir knattspyrnumenn, sem kepptu í mörg ár með Val og K.R., þeir Þorsteinn og Skúli, en þeir voru um margra ára skeið fastir meist- araflokksmenn með félögum sín- um. Þegar Isleifur Þorkelsson var fluttur frá Vestmannaeyjum, hóf hann fyrst störf í Reykjavík sem sendill hjá Herðubreið og upp frá því sem afgreiðslumaður þar um nokkurra ára skeið. Þá réðst hann til Ragnars í Smára og vann þar við afgreiðlustörf, en árið 1946 réðst hann svo til Rafmagnsveitu Reykjavikur og hefur starfað þar síðan, eða í 28 ár. Þau störf isleifs Þorkelssonar, sem flestir Reykvikingar þekkja hann best af, eru störf hans við iþróttavellina í Reykjavík. Hann hefur starfað þar óslitið í 40 ár eða frá árinu 1935, er hann hóf störf þar, fyrst í sjálfboðaliðs- vinnu við dyravörslu, en þá útveg- uðu félögin hvert einn mann, og var Isleifur fulltrúi K.R. Þessi háttur var á hafður um nokkurra ára skeið, en nú starfar isleifur bæði á Melavellinum, og Laugardalsvellinum sem yfir- dyravörður með marga menn sér við hlið. Af þeim mörgu mönnum, sem hafa verið nánir samstarfsmenn Isleifs við störf hans á Iþróttavell- inum, eru mér sérstaklega minnisstæðir menn eins og Ágúst Eiríksson, Jóhann Jóhannesson og Guðmundur Laxdal Jóhannes- son. Ég hefi komið á iþróttavöllinn allt frá því að ég man eftir mér. Þar er alltaf ísleif að finna, sístarfandi, léttur í lund, skraf- andi við vini og kunningja, en þó kemur fyrir að brosið hverfur, en þá er ástæðan sú, að K.R. er að tapa. isleifur hefur átt því láni að fagna að hafa á Iþróttavellinum góða og ötula yfirmenn, þó hér verði aðeins minnst á Baldur Jónsson, vallarstjóra, íþróttaleg- an mikilsmetinn heiðursmann, sem er reiðubúinn að leysa úr erfiðleikum allra þeirra íþrótta- manna og flokka, sem þurfa til hans að leita. Isleifur Þorkelsson hefur hin síðari ár starfað fyrir sérsam- böndin, bæði Knattspyrnu- og Handknattleikssamband Islands, og sér hann nú um vörslu á bún- ingum Knattspyrnusambands ís- lands. Þá má ekki gleyma einum veigamesta þætti hans, en það eru störf hans fyrir gamla og góða K.R. Hann tók við þjálfun 3. flokks af Sigurði Halldórssyni og var Litmynda- bækur um Padda Perúbjörn BÖKAOTGÁFAN Örn og Örlygur hefir gefið út tvær litmyndabæk- ur um Padda Perúbjörn, en barnabækur um Padda höfðu áður komið út hjá forlaginu. Hinar nýju bækur nefnast PADDINGTON Í INNKAUPA- FERÐ og PADDINGTON 1 LOFT- FÍMLEIKUM. Þær eru ætlaðar yngstu lesendunum fyrst og með þann flokk í nokkur ár. Síðan hefur hann verið sístarfandi fyrir Fjáröflunardeild K.R., sem leitar til eldri féiaga félagsins. isleifur Þorkelsson vann mikið og gott átak, er hann framkvæmdi það, sem margir menn höfðu talað um í mörg ár, en það var að safna peningum til þess að hægt væri að kaupa og setja upp K.R. merki á iþróttahús félagsins. Þar vann hann mikið og gott starf fyrir félagið, og nú logar á vitanum í vestri. Ég átti því láni að fagna að hafa isleif Þorkelsson sem náinn starfsmann um margra ára skeið. Þar var á ferð heiðarlegur maöur, stundvis og reglusamur, trúverð- ugur með afbrigðum, maður sem ekki þurfti að hafa áhyggjur af. ísleifur Þorkelsson er kvæntur góðri og trúverðugri konu, Jó- hönnu Alexandersdóttur, og hafa þau verið samhent um að gera sér hið glæsilegasta heimili að Sörla- skjóli 28. Þau eiga tvær dætur, Minny, sem starfar hjá Kristjáni 0. Skag- fjörð h/f, og Guðrúnu, sem starf- ar hjá Loftleiðum. Ég óska þér til hamingju með afmælið Isleifur, þakka langa og góða vináttu, trygga samvinnu, sem aldrei hef ur skugga á borið. Við hyllum i dag samviskusaman góðan dreng og væntum þess að eiga lengi eftir að njóta vináttu hans. Hann mun í dag milli kl. 5 og 7 taka á móti vinum og kunningjum á heimili sínu. Sveinn Björnsson. fremst. Aftan á bókarkápu segir m.a. um þessa útgáfu: Nú eru liðin nokkur ár síðan allmerkileg- ur, ungur björn fannst innan um nokkra póstböggla á pallinum á Paddington-brautarstöðinni. Eftir það gerðist hann einn af kunn- ustu og dáðustu persónunum í bókmenntum barnanna, og einka- vinur ungra lesenda svo þúsund- um skiptir. Þessi nýi bókaflokkur hefur það að markmiði að kynna Paddington bangsa fyrir nýjum hópi, jafnvel enn yngri lesenda. Litmyndirnar sem prýða hverja blaðsiðu, og einfaldlega orðuð frá- sögn hefur verið samin með sér- stöku tilliti til þeirra sem eru að læra að lesa. Loftur Guðmundsson þýddi meginmál og var það sett i Prent- smiðjunni Odda hf. Bókin er prentuð í Skotlandi hjá Collins. FÖTIN SEM FARA VEL rAndersen Œb Lauth hf. v Vesturgötu 17 Laugavegi 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.