Morgunblaðið - 06.12.1974, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER 1974
37
fclk í
fréttum
+ Helmut Schmidt á
við mikla erfiðleika að
etja hvað póstinn
snertir. 1 símaskránni
fyrir Bonn eru til 5
menn með nafninu
Helmut Schmidt og
svo virðist sem póstur
kanslaranns, sem er
með meira móti eins og
gefur að skilja, dreifist
á þá alla. Kanslarinn
skrifaði hinum fjórum
og bauð þeim, að bæta
stöóuheiti þeirra við
nöfnin í símaskránni
þeim að kostnaðar-
lausu. Tvö af bréfun-
um sem kanslarinn
skrifaði nöfnum sínum
eru þegar komin til
hans aftur...
+ Flestir þekkja hið umtalaði
„póker-andlit“ hans Omai
Sharifs. Reyndar er það nú
ekki póker sem leikarinn er
frægur fyrir, heldur bridge.
Jafnframt þvf, að vera mjög
þekktur leikari þá er hann
einnig f hópi fremstu bridge-
spilara. Það þóttu þvf nokkur
tfðindi er hann tapaði f „Ólsen-
ólsen“ fyrir frönsku söngkon-
unni Mirelle Mathieu nú fyrir
skömmu . . . Myndin hér fyrir
ofan var tekin að spili loknu, og
sýnir hún Omar Sharif þakka
söngkonunni auðmjúklega fyr-
ir spilið sem fram fór f París
+ Danska skattheimtan
hefur verið gagnrýnd harð-
lega fyrir það, að hefjast
ekki handa um aðgerðir
gegn þeim skattsvikurum
sem tóku þátt f skattsvika-
myllu Glistrups. Haldið hef-
ur verið fram, að skatt-
heimtan væri að taka minni-
háttar skattsvikara en léti
þá sem væru viðriðnir meiri-
háttar skattsvik sleppa.
Vegna þessarar gagnrýni
hefur nú verið ákveðið að
hefjast handa f máli Simon
Spies, en hann var einn af
þeim sem tóku þátt f svika-
myllu Glistrups, og er talið
að skattsvik hans nemi allt
að um 10 milljónum
danskra króna. Það þykir
svolftið sérstakt að mál
Simon Spies skuli vera tekið
fyrir nú, þar sem ekki er
búið að dæma f máli Gli-
strups, en það er einungis
gert vegna þessa orðróms
sem fyrr segir — að sögn
talsmanns dönsku skatt-
heimtunnar. Simon Spies
hefur sagt um málið, „það er
nú meira hvað hægt er að
skrifa um þetta, ég hélt að
það læsi ekki nokkur maður
svona kjaftæði. . .“
+ Það þótti svolftið sérstakt þegar þessu tank-
skipi sem við sjáum hér á myndinni, var gefið
nafn. Það er venja að nota kampavfn við þess
háttar athafnir en það var ekki gert f þessu
tilfelli heldur var notað viskf til þess arna.
Skipið er j,id ‘fnl'tl a_f sem
lenska fluuiuiKa.'®.. ._*anKS,,lívjiNV.K
LINE'S“ eignast, og var skipinu gefið nafnið
„BENVENUE".
Rol-
I-«UK BEN
Útvarp Reyhfavík
FÖSTUDAGUR
6. desember
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr.
dagbL ), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kL 7.55.
Morgunleikfimi kl. 7.35 og 9.05.
Morgunstund barnanna kL 9.15:
Sigurður Grétar Guðmundsson les
,J.itla sögu um litla kisu“ eftir Loft
Guðmundsson (3).
Tilkynningar kL 9.30. Þingfréttir kl.
9.45. Létt lög milli liða.
Spjallað við bændur 10.05.
„Hin gömlu kynni“ kl. 10.25: Sverrir
Kjartansson sér um þátt með tónlist og
frásögnum frá liðnum árum.
Morguntónleikar kL 11.00: André
Pepin, Raymond Leppard og Claude
Viala leika Sónötu ( F-dúr fyrir flautu,
sembal og selló eftir Loeillet / Margot
Guilleaume syngur þýzkar aríur eftir
Hándel við undirleik kammersveitar /
Lola Bobesco og kammarsveitin I
Heidelberg leika þætti úr Arstfðarkon-
sertunum eftir VivaldL
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: (Jr endurminning-
um Krústjeffs
Sveinn Kristinsson byrjar lestur þýð-
ingar sinnar.
15.00 Miðdegistónleikar
Suisse Romande hljómsveitin leikur
,JBIdfugIinn“, ballettsvftu éftir
Stravinsky; Emest Ansermet stj.
15.45 Lesin dagskrá næst viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15
Veðurfregnir).
16.25 Poppkomið
17.10 (Jtvarpssaga barnanna: „Hjalti
kemur heim“ eftir Stefán Jónsson
Gfslí Halldórsson les (18).
17.30 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöidsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
19.45 Þingsjá
Umsjón: Kári Jónasson.
20.10 Kórsöngur
Áraesingakórinn f Reykjavfk syngur
lög eftir Araesinga; Þurfður Pálsdóttir
stjórnar. Pfanóleikari: Jónfna Gfsla-
dóttir.
20.30 Upplýsingaskylda fjölmiðla
Páll Heiðar Jónsson stjórnar þætti f
útvarpssal.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Húsnæðis og byggingarmál
ólafur Jensson sér um þáttinn.
22.35 BobDylan
ómar Valdimarsson les úr þýðingu
sinni á ævisögu hans eftir Anthony
Scaduto og kynnir hljómplötur; —
sjötti þáttur.
23.20 Fréttir f stuttu málL Dagskrárlok.
J .
A shfanum
&
FÖSTUDAGUR
6. desember 1974
20.00 Fréttirog veður
20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar
20.40 Eldfuglaeyjarnar
Fræðslumyndaflokkur um dýralff og
náttúrufar á Trinidad og fleiri eyjum f
Vestur-Indfum.
3. þáttur af 6: KÓLIBRf FUGLAR
Þýðandi og þulur Gfsli Sigurkarlsson.
(Nordvision — Sænska sjónvarpið)
21.10 Lögregluforinginn
Þýskur sakamálamyndaflokkur.
K(JLA ÆTLUÐKELLER
Þýðandi Auður Gestsdóttir.
22.05 Kastljós
Fréttaskýringaþáttur.
Umsjónarmaður Eiður Guðnason.
Dagskrárlok um kl. 23.00
LAUGARDAGUR
7. desember 1974
16.30 Jógatil heilsubótar
Bandarfsk mynd með leiðbeiningum f
jógaæfingum.
Þýðandi og þulur Jón O. Edwald.
16.55 Iþróttir
Knattspyraukennsla.
Þýðandi og þulur Ellert B. Schram.
17.05 Enskaknattspyrnan
17.55 Blandað fþróttaefni
Meðal annars mynd frá fimleikamóti f
LaugardalshölL
Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson.
19.15 Þingvikan
Þáttur um störf Alþingis.
Umsjónarmenn Björn Teitsson og
Björn Þorsteinsson.
19.45 Hlé
20.00 Fréttirog veður
20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar
20.30 Læknir á lausum kili
Bresk gamanmynd.
UPTON SKIPTIR UM SKOÐUN
Þýðandi Jón Thor Haraldsson.
20.55 Vaka
Dagskrá um bókmenntir og listir á
Ifðandistund.
Umsjónarmaður Gylfi Gfslason.
21.35 JulieAndrews
Breskur skemmtiþáttur, þar sem Julie
Andrews og fleiri taka lagið og flytja
ýmis gamanmál.
Þýðandi Heba Júlfusdóttir.
22.25 Hvflfk eiginkona
(My Favorite Wife)
Bandarfsk bfómynd frá árinu 1940.
Aðalhlutverk Cary Grant og Irene
Dunne.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
Aðalpersóna myndarinnar er ekkill
nokkur, sem misst hefur konu sfna f
sjóslysi fyrir mörgum árum, en ætlar
nú að ganga f hjónaband f annað sinn.
En daginn eftir brúðkaupið birtist
gestur, sem veldur mikilli ringulreið.
23.50 Dagskrárlok.
fclk f
fjclmiélum
Kastljós
Kl. 22.05 er Kastljós f sjónvarpinu, og er Eiður Guðnason
umsjónarmaður þáttarins að þessu sinni. Þar verður fjallað um
afkomu togaraútgerðarinnar, rætt við Magnús Torfa Ölafsson,
nýkjörinn formann Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, og
fjallað um kjaramál. Þessar upplýsingar eru þó að sjálfsögðu
með þeim fyrirvara, að efni þáttarins geti breytzt á sfðustu
stundu.
Upplýsingaskylda fjölmiðla
1 útvarpinu f kvöld kl. 20.30 verður Páll Heiðar Jónsson með
þátt um upplýsingaskyldu fjölmiðla. Hér verður um beina
útsendingu að ræða, en þátt í umræðum taka pólitfskir ritstjórar
blaðanna og fréttastjórar tveggja dagblaða, auk annarra tals-
manna blaða og fréttastofa sjónvarps og útvarps. Þá hefur verið
leitað eftir þátttöku ýmissa aðila, sem fjallað hafa um fjölmiðla-
mál á ýmsum vettvangi. Páll Heiðar tjáði okkur, að fjallað yrði
um hverra hagsmuna blöðin þjónuðu fyrst og fremst, lesend-
anna eða ákveðinna skoðanahópa, sem standa að útgáfu þeirra.
Fréttastofum sjónvarps og útvarps ber að fara eftir settum
reglum um upplýsingaskyldu sína við almenning, og þá vaknar
sú spurning hvort blöðin eigi ekki að hlfta sömu skilyrðum,
sérstaklega eftir að farið var að styrkja þau með framlögum úr
rfkissjóði. Forsvarsmenn blaðanna verða spurðir hvernig blöðin
sjálf lfti á hlutverk sitt, og að hve miklu leyti þau séu málgögn
stjórnmálaflokka.
Meðan á útsendingunni stendur verður Kári Jónasson frétta-
maður við sfmann og tekur á móti spurningum hlustenda, sem
þeir vilja að þeir svari, sem þátt taka f umræðum f þættinum.