Morgunblaðið - 10.12.1974, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974
25
•gvinsson liggur f valnum, en þeir
isson horfa á aðfarirnar.
afor-
u 15:15
næstu lið um eitt stig. Eftir þeim
leikjum að dæma sem búnir eru í
Islandsmótinu, mun baráttan um Is-
landsmeistaratitilinn í ár standa
milli FH og Fram, þó að svo geti vel
farið að önnur lið, og þá sennilega
einkum Víkingur, blandi sér í hana.
Og baráttan á botninum verður ugg-
laust ekki síður tvisýn en baráttan á
toppnum í ár. ÍR-ingar eru i þeirri
baráttu eins og er, og hafa aðeins
hlotið eitt stig eftir fjóra leiki. En
mikið má vera ef það stig sem IR
fékk í þessum erfiða leik, verður
ekki til þess að ýta liðinu af stað upp
á við. Það hefur alla burði til þess að
vera með í baráttu hinna beztu.
Stjl.
ður iR-liðsins reyndist Fram oft erfiður
i gómar hann knöttinn eftir að Björgvin
DÓMARAR í AÐALHLUTVERKI
Er Víkingur vann Hauka 18-16
ÞEIR félagar: Magnús V. Péturs-
son og Valur Benediktsson, dóm-
arar f leik Vfkings og Hauka f 1.
deildar keppni tslandsmótsins f
handknattleik, létu sér ekki
nægja neitt minna en aðalhlut-
verkið f þeim leik. Og ekki verður
sagt að niðurstaðan úr þeirri hlut-
verkaskipan hafi orðið gáfuleg.
Seinni hálfleikur þessa leiks var
tóm endaleysa, og ekki að undra
þótt einn Hallargestur spyrði að
leikslokum, hvort þessi leikur
hefði átt að kallast handknatt-
leikur eða sýning fjölleika-
manna. En úrslit leiksins verða
tekin með f reikninginn, hvað svo
sem á undan gekk og þau urðu
Vfkingum hagstæð, 18 mörk gegn
16.
Fyrri hálfleikur þessa leiks var
annars ekki sem verstur, og þá
sérstaklega fyrri hluti hans.1 Þá
léku bæði liðin ágæta vörn og
sýndu öðru hverju tilþrif í
sóknarleik sínum. Fram yfir miðj-
an hálfleikinn höfðu Haukarnir
forystuna, en þá náðu Víking-
arnir að lagfæra leik sinn, sér-
staklega i vörn, sem varð að lok-
uðum vegg, og smátt og smátt
náðu þeir yfirhöndinni og höfðu
skorað helmingi fleiri mörk en
Haukarnir er gengið var til leik-
hlés.
Og allan fyrri hálfleikinn höfðu
þeir Magnús og Valur staðið sig
mæta vel i leiknum. Það var ekki
fyrr en seinni hálfleikur hófst að
úr varð fjölleikasýning hjá þeim.
Fyrsti þáttur hennar var sá að allt
mögulegt og ómögulegt var dæmt
á Víkinga, og m.a. tveimur vísað
af velli samtímis fyrir ekkert
mjög alvarleg brot. I þessum
þætti jöfnuðu Haukarnir leikinn
8:8. Þá hófst annar þáttur, sem
var algjör öndverða hins. Hauk-
arnir máttu þá tæpast hreyfa sig
án þess að dæmd væru á þá vita-
köst og brátt kom að þvi að Vík-
ingarnir náðu aftur fjögurra
marka forystu. i þriðja og siðasta
þætti hallaði svo ekki á, en þá var
hins vegar svo komið, að aukaleik-
endurnir i verki þessu, leikmenn
Víkings og Hauka, voru orðnir
svo ráðvilltir að fátt var um fína
1. deild
kvenna
Valur — Víkingur
Á FÖSTUDAGSKVÖLD fóru fram þrlr
leikir I 1. deild kvenna. Fyrsti leikur
kvöldsins var á milli Reykjavíkur-
meistara Vals og Vlkings.
Fyrsta mark leiksins skoraði GuS-
björg fyrir Víking, og var þaS I eina
skiptið sem Vlkingsstúlkurnar höfSu
yfir. Þær náSu þó aS jafna einu sinni
2—2. Eftir það seig Valur fram úr og
hafði yfir 6 mörk gegn 3 I hálfleik.
f slSari hálfleik juku Valsstúlk-
urnar enn á forskotið, komust f 8—3
þegar tiu mínútur voru til leiksloka.
Þá loks tókst Víkingum aS skora.
Valsstúlkurnar bættu svo enn um
betur og sigruðu auðveldlega með
12 mörkum gegn 5 Vikinga.
LiS Vals virðist alls ekki eins sterkt
og fyrri ár. Stúlkurnar virðast ekki
búa yfir þeirri æfingu sem nauSsyn-
leg er. En þegar æfingin verður orSin
meiri verður Valsliðið ekki auð-
sigraS. f þessum leik sem og fyrri
leikjum Valsstúlknanna í vetur, voru
þær Sigrún og RagnheiSur at-
kvæðamestar. Annars er breiddin i
liðinu nokkuSgóð.
LiS Víkings leikur ákaflega leiSin-
legan handknattleik. ÞaS er ef til vill
skiljanlegt,þarsem engin stúlknanna
getur skotið á markiS utan af vellin-
um, og skapast þvi eintómt hnoð á
miSjunni. ÞaS er helzt aS Agnes
skeri sig úr, en hún leikur þó helzt til
gróft, og fékk tvisvar aS kæla sig,
alls 7 min. Markvarzlan hjá Vikingi
er þó all góð, og bjargar þvi sem
bjargaS verSur. En Víkingsstúlkurnar
mega aivarlega gæta sin, ef þær
drætti í leik þeirra. Höfðu Víking- ■
arnir jafnan betur í leiknum,
minnsti munur var þrívegis tvö
mörk, er staðan var 13—11,
14—12 og 18—16, en það urðu
úrslit leiksins.
Eins og fyrr er sagt dró leikur
þessi dám af dómgæzlunni, og
náðu liðin sjaldan að sýna það
sem i þeim býr. Einkum voru
Haukarnir langt frá því sem þeir
hafa bezt gert I vetur. Hingað til
hefur liðið leikið af rósemi, og
fengið það út úr leik sinum sem
mögulegt hefur verið, en að þessu
sinni var alltof mikið bráðlæti
ríkjandi, og stundum jafnvel
kæruleysi. Má vera að þetta hafi
orsakast af þvi að Ölafur Olafsson
var greinilega ekki í formi i þess-
um leik, og sat lengi á skipti-
ætla aS halda sæti sinu i deildinni.
Mörkin: Valur: Sigrún 8 (3v),
RagnheiSur 2, Elin og Halldóra sitt
markiS hvor.
Vikingur: Agnes 3 (1 v) og GuS-
björg 2.
Leikinn dæmdu þeir Jón FriS-
steinsson og Geir Thorsteinsson og
féllu I sömu gryfju og þeir sem dæma
handknattleik kvenna, aS leyfa
stúlkunum aS komast upp með ýmis
leiðinleg brot, sem spilla leikjum
þeirra mjög. Eða eru það ekki sömu
reglur sem gilda um handknattleik
kvenna og karla?
Sigb.G.
KR — UBK
ANNAR leikurinn á föstudagskvöldið
var á milli KR og Breiðabiks. Fyrir
fram höfðu menn reiknaS með auð-
veldum sigri KR-stúlknanna, ekki
sizt þar sem BreiSablik hafSi tapaS
fyrir Þór frá Akureyri á dögunum
meS helmings mun. En BreiSabliks-
stúlkurnar reyndust harðari I horn aS
taka en viS var búizt, og i lokin var
spennan i algleymingi.
KR-stúlkurnar skoruSu fyrsta
markiS, og var Hansina þar að verki.
Arndis jafnaði fyrir Breiðablik þegar I
stað. Þegar líða tók á fyrri hálfleik
virtist allt stefna að stórum sigri
KR-stúlknanna. Þær komust þrjú
mörk yfir, 6—3, en Breiðabliks-
stúlkurnar gáfu ekkert eftir og skor-
uðu tvö siðustu mörkin i fyrri hálf-
leik. þannig að staðan var 6—5 I
hálfleik KR Ivil.
Þegar tiu minútur voru liðnar af
siSari hálfleik höfðu KR- stúlkurnar
aftur náS þriggja marka forskoti, 1 0
mörk gegn 7, en BreiSablik jafnaði i
10—10, og skyndilega var komin
mannabekknum, en Ólafur hefur
oft verið sú kjölfesta i Haukalið-
inu sem úrslitum hefur ráðið. Þá
var hreyfanleiki og barátta
Haukavarnarinnar í lágmarki
miðað við það sem verið hefur,
lengst af leiknum. Aðeins Gunnar
Einarsson markvörður stóð þar
fyrir sínu, en hans hlutverk í
þessum leik var hreint ekki
öfundsvert.
Það má hverjum vera ljóst sem
ber Víkin'gsliðið nú saman við það
sem verið hefur undanfarna
vetur, að á því hefur orðið ein
meginbreyting. Varnarleikur liðs-
ins er ailur annar og betri en
verið hefur, en oft hafði það verið
sagt um Vlkingana, að þeir kynnu
hreinlega ekki að leika vörn.
Þetta verður ekki sagt lengur,
heldur þvert á móti, að vörn liðs-
ins er með ágætum. Þá var mark-
varzlan sem verið hefur annar
höfuðverkur Víkinganna oft á tíð-
mikil spenna i leikinn. Þegar ein
mlnúta var til leiksloka var enn jafnt
12—12 og KR með knöttinn. En
fumið var of mikið, aðeins örfáum
sekúndum fyrir leikslok náðu Breiða-
bliksstúlkurnar knettinum og fengu
dæmt viti. Moðan Alda Helgadóttir
var að undirbúa sig til að taka vitið
rann tfminn út. Úr vftinu skoraði
Alda svo örugglega, og fyrsti sigur
Breiðabliks var staðreynd, 13—12.
Þegar þessi tvö lið eru borin
saman virðist KR-liðið hafa yfir betri
einstaklingum að ráða. Ef til vill hafa
KR-stúlkurnar gengið til leiks með
það I huga, að þær yrðu öruggur
sigurvegari i leikslok, og þvi bara
formsatriði að Ijúka leiknum. Beztar
KR-inga voru þær Hansina og Jónína
Ólafsdóttir.
Lið Breiðabliks kom sannarlega á
óvart, og er algjörlega ástæðulaust
að vanmeta liðið eins og KR gerði i
þessum leik. Aðalkostur liðsins virt-
ist I þessum leik hve breiddin er
mikil, þvert ofan i það sem búizt var
við. Greinilegt er að liðið er á réttri
leið. Beztan leik þeirra áttu, Sigur-
borg, Alda og Margrét I markinu,
sem varði vel einkum i lok leiksins.
Mörkin: Breiðablikj Sigurborg 4,
Jóna 3, Kristin 2, Alda 2 (1 v) og
Arndis og Sigriður sitt markið hvor.
KR: Hansina 6 (2 v), Jónina Ól. 3,
Hjördís 2 og Helga eitt.
Leikinn dæmdu Eysteinn
Guðmundsson og Þorvarður Björns-
son og áttu slakan dag. Margir dóma
þeirra voru ákaflega umdeildir og
hafa ef til vill kostað KR sigurinn.
Sigs. G.
um með ágætum, en þetta tvennt
fer oftast saman — góð vörn og
góð markvarzla. Var það Sigur-
geir Sigurðsson, sem stóð I mark-
inu allan tímann og var hinum
gömlu félögum sínum i Haukum
oft erfiður. Sóknarleikur Vikings-
liðsins er hins vegar ekki eins
beittur og verið hefur, en það
atriði ætti að vera auðvelt að laga.
Stefán Halldórsson var sá er ógn-
aði mest svo og Páll Björgvinsson
meðan hans naut við, en Páll varð
fyrir því óhappi að nefbrotna í
leiknum. Kann það að reynasf:
Víkingunum afdrifaríkt, þar sem
Páll hefur verið „primus mótor“
liðsins í leikjunum að undan-
förnu. Stórskytta Víkingsliðsins,
Einar Magnússon, hefur hins
vegar lítt náð sér á strik, það sem
af er keppnistímabilinu, og virð-,
ist einkum og sér í lagi skorta
hörku og ákveðni til þess að fá
það út úr leik sinum, sem augljóst
virðist að hann eigi að geta náð.
Fram — Armann
KVENNALEIKURINN sem áhorfend-
ur biðu eftir á föstudagskvöldið var á
milli Fram og Ármanns, en þau Ii8
ásamt Val eru talin einna sigur-
stranglegust i mótinu. Þessi tiS hafa
mætzt einu sinni I móti það sem af er
vetrar. ÞaS var I Reykjavikurmótinu
og þar bar Ármann sigurorð af Fröm-
urum.
Oddný skoraði fyrsta mark leiksins
þegar aðeins rúm minúta var af leik.
Jóhanna jafnaði þegar fyrir Ármann,
og þannig skiptust liðin á um að
skora i upphafi. Siðan fóru Ármanns-
stúlkurnar að siga fram úr og höfðu
tveggja marka forskot i hléi, 7—5.
I siðari hálfleik byrjuðu Framarar á
að jafna, en Ármann skoraði siðan
tvö næstu mörk, þannig að staðan
var 9—7 Ármanni I vil þegar tæpar
tuttugu mínútur voru til leikstoka.
Fram-stúlkurnar sáu að við svo mátti
ekki una, og skoruðu fimm næstu
mörkin og gerðu þar með út um
leikinn. Eftirleikurinn var svo Fram
auðveldur, og lauk með óruggum
sigri þeirra 14 mörkum gegn 12
Ármenninga.
Framstúlkurnar hafa skemmtilegu
liði á að skipa. Breiddin i liðinu er
nokkuð mikil þó svo að nokkrar
stúlknanna skari fram úr. Oddný,
Arnþrúður, Jóhanna og Silvia voru
áberandi beztar f Framliðinu.
Lið Ármanns er sennilega með
lægstan meðalaldur i 1. deildinni.
Þvi er ástæðulaust fyrir stúlkurnar
að örvænta þó að ekki gangi allt I
haginn, framtiðin er þeirra. Erla
Sverrisdóttir sem verið hefir þeirra
skæðasta vopn undanfarið var tekin
úr umferð i leiknum eins og oftast
Framhald á bls. 27.
Hannes Leifsson skorar með geysifallegu og föstu skoti, án þess að Agúst Svavarsson (nr. 7) ogólafur
Tómasson (nr. 4) komi við vörnum.
W
Urslit samkvæmt áætlun