Morgunblaðið - 10.12.1974, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974
— Sýningar
Framhald af bls. 14
án slíkra auglýsinga og í þeim
mæli að aðstandendur varnings-
ins geta verið vel ánægðir og
hrópað húrra fyrir landi og lýð.
Innilegar þakkir til ykkar allra er
heiðruðu okkur á gullbrúðkaups-
afmælinu 6. þ.m. með skeytum
og gjöfum.
Guð blessi ykkur öll.
Guðmundína Guð-
mundsdóttir,
Hjörtur Jóhannsson.
Nýlokið er sýningu Karls T. Sæ-
mundssonar í Bogasal Þjóðminja-
safnsins, en hann sýndi þar 29.
olfumálverk. Mér þykir tilefni til
að geta þessarar sýningar fyrir
það, hve drengilega Karl kom
fram í fjölmiðlum. Fúskarar
hvers konar, er t.d. mála Þingvelli
í metratali fyrir rammagerðir
hafa löngum komið óorði á starfs-
heitið „listmálari11, þannig að
landsþekktir sniilingar hafa svar-
ið af sér slíkt heiti sem ónefni. Ég
hefi oft bent á þetta í skrifum
mínum og þó ekki nógu oft, en nú
virðist breyting vera að koma
fram. Æ fleiri, sem halda sýn-
ingar, nefna þetta frístunda-
gaman, og segjast ekki vilja kalla
þetta list, og það er rétt, því að
langoftast er hér ekki um list
að ræða; en frístundagaman á
þessu sviði getur þó orðið list og
hefur það gerst. Vil ég aðeins
benda á sunnudagsmálarana svo-
nefndu erlendis, er halda sýn-
ingar reglulega víðsvegar og eru
sumir hverjir heimsfrægir orðnir.
Það er öllu hreinna yfir hlutun-
um, er menn koma fram eins og
þeir eru klæddir, og það er engin
vanvirða að nefnast frístunda-
eða sunnudagsmálari, því að
menn geta þar verið hvorttveggja
góðir sem lakir, líkt og til eru
hvorttveggja góðir sem slakir at-
vinnumálarar.
Ég hafði ánægju af að skoða
sýningu Karls T. Sæmundssonar
sem sýningu frístundamálara, og
nokkrar myndir svo sem t.d. nr.
19 „Mosi“, nr. 21 „1 Heiðmörk-
inni“, og nr. 32 „Vorleysing"
bentu á ótvíræða maleriska
kennd, sem er drjúgt vegarnesti í
mal frístundamálara og benti til,
að Karl geti átt landvinninga
framundan.
Bragi Asgeirsson.
— Minning
skipverja
Framhald af bls.39
legur beygur af þeim hættum,
sem á leiðinni kunna að vera.
Félagarnir þrir sem hér er
minnst hafa áreiðanlega í gegnum
árin átt margar ánægjulegar
stundir við störfin á sjónum.
Tryggð þeirra við starfið ber því
öruggt vitni að svo hafi verið.
Þegar skyldan kallaði var hik-
laust haldið úr höfn og tekist á við
erfiðleikana. Störfin leyst af
hendi með ljúfu geði og af hinni
mestu skyldurækni. Þegar útiver-
unni lauk var oft ánægjulegt að
leita hafnar á ný með góðan afla
og gleðjast við endurfundi góðra
vina.
Það er okkur dauðlegum
mönnum áskapað að einn dag
verður lagt upp í hina hinstu ferð.
Barnafatnaður
Barnasmekkbuxur
Efni: flauel
Litir: Blátt, grænt, gult og rauðbleikt.
Stærðir: Frá 1 til 7 ára. Verð frá kr. 1.050 — 1.290.
Skokkur og buxur telpna t t
Efni: Fleuel •• ' f '
Litir: Lillablátt, túrkisblátt, rautt, Ijósgrænt og bleikt.
Stærðirfrá 1 til 8 ára. Verð: Frá kr. 1.600 — 2.085.
Einnig er hægt að fá skokkana sér.
Sendum gegn póstkröfu um allt land.
Tekið við pöntunum í símum 30975 og 30980.
■ SKEIFUNNII5I1SIMI 86566
Hvenær það verður er sem betur
fer hulið á bak við tjald þess
ókomna.
Einum er það ætlað að renna
æviskeið sitt til enda um langan
veg, jafnvel svo langan að á
honum sannast máltækið að
tvisvar verður gamall maður
barn. Langir lífdagar geta endað
með þeim hætti að sá aldni er
genginn í barndóm og hann
verður að meðhöndla nánast sem
barn. Lífið hefir rænt öldunginn
öllum þrótti og myndugleik, sem
honum hafði verið gefinn, þegar
fullum þroska var náð.
Þegar svo er komið endar lifið
með þeim hætti að það veldur
þeim sem eftir lifa alla jafna ekki
miklum sársauka.
Lifið er margslungið og oft
fjarar það út á annan hátt en hér
var minnst á að ofan. Það er mikið
reiðarslag þegar ungir og hraustir
menn eru skyndilega kallaðir
burt mitt í önnum hins daglega
lífs. Öhjákvæmilega hlýtur þá að
vakna sú spurning hver sé i raun
og veru tilgangurinn með slíku.
Hvað meinar sá máttur sem stýrir
gangi tilverunnar. Hvers vegna að
láta líf kvikna og ná eðlilegum
þroska andlega og líkamlega, en
kippa því svo burt þegar mikill
áfangi er enn ófarinn. Dauðinn
veldur mönnum óhugnaði vegna
þess að þegar hann birtist þá
rofna skyndiiega ættar og vináttu-
bönd í allar áttir.
Öll tilveran er manninum
óráðin gáta og verður sennilega
svo um alla framtíð þrátt fyrir
undraverðustu framfarir á sviði
vísinda og tækni. Sá vefur sem
hverjum einstaklingi er ofinn í
taffi tilverunnar verður aldrei
rakinn og fer sennilega best á því.
Okkur er boðið að trúa því að
dauðinn i daglegum skilningi þess
orðs sé ekki til. „Dauðinn dó en
lífið Iifir,“ segir sálmaskáldið.
Margt hefir komið fram sem
sannar þá kenningu að jarðvistar-
dagar mannsins séu aðeins áfangi
á miklu lengri leið, enda væri
þetta líf harla lítils virði ef hin
jarðneska tilvera væri endir alls.
„I þúsund ár bjó þjóð við nyrstu
voga, mót þrautum sínum gekk
hún djörf og sterk“. Öldum saman
urðu íslenskir sjómenn að sækja
sjóinn á svo litlum fleytum að
sjósókn hlaut að verða takmörkuð
við firði og grynnstu mið. Þá voru
oft höggvin djúp skörð í þær
raðir, sem stóðu í fylkingarbrjósti
og er svo enn í dag þó að skipin
séu orðin stór og búin full-
komnustu tækjum sem völ er á.
Frammi fyrir þessari hættu
hafa íslenskir sjómenn staðið
síðan land byggðist og þeir orðið
að gera það, því þetta land er
óbyggilegt nema menn njóti
sjávaraflans. Þetta mun sjálfsagt
svo verða meðan nokkur íslend-
ingur leitar á djúpið til fanga.
Skipverjarnir á Guðbjörgu, sem
máttu horfa á eftir félögum
sínum yfir landamærin miklu til
hins ókunna lífs, senda þeim inni-
iegustu þakkir fyrir ánægjulegt
samstarf. Utgerð skipsins þakkar
störf þeirra og einkar góða
viðkynningu.
Dýpsta hjartans samúð er vott-
uð eiginkonum, börnum og öðrum
ættingjum. Þeim er beðið
huggunar almáttugs guðs.
Isfirsk sjómannastétt og aðrir
sem þá þekktu heiðra og geyma
minningu þessara hraustu
drengja. Minningarathöfn og út-
för þeirra félaga fór fram frá Isa-
fjarðarkirkju á laugardag.
Isafirði, 3. des.
Guðmundur Guðmundsson
Tæki til pípugerðar óskast
Sveitarfélag óskar eftir að kaupa notuð tæki til
framleiðslu á steinsteypupípum í holræsalagn-
ir. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 18. þ.m.
merkt „Pípugerð 881 7".
Rangæingar
Önnur umferð I 3ja kvölda spilakeppni sjálfstæðisfélaganna i Rangár-
vallasýslu verður i Gunnarshólma fimmtudaginn 1 2. des. kl. 21.30.
Steinþór Gestsson alþingismaður flytur ávarp. Karl Einarsson skemmt-
ir.
Sjálfstæðisfélögin.
Árg. Tegund Verð í þús
74 Cortina 1 600 680
73 Cortina 1 600 560
70 Cortina 250
74 Datsun 1 00A 630
74 Vauxhall Viva 590
74 Citroen Ami 530
73 Lada Station 430
74 Bronco 6 cyl. 880
73 Austin Mini 370
73 Escort Van 385
73 Skoda 1 1 0 L 360
72 Land-Rover 590
73 Comet Custom 890
72 Comet 690
68 Land-Rover diesel 350
71 Wagoneer 695
73 Chevrolet Nova 950
67 Merc. Benz 200 490
72 Sunbeam 1 250 330
72 Dodge Pick up 600
74 Toyota Celica 850
JJ.IJ SVEINN IÍfcJÍ1Pi EGILSSON H
FORD HUSINU
SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100