Morgunblaðið - 10.12.1974, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 10.12.1974, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974 Minninp: Agúst Höskuldsson byggingafrœðingur Fæddur: 14. september 1942 Dáinn: 30. nóvember 1974. Á kyrrum morgni kom fréttin um lát Ágústs Höskuldssonar byggingafræðings. Snögg eru umskiptin, aðeins 32 ára gamall fjölskyldufaðir er horfinn af sjón- arsviðinu og við, sem þekktum hann, eigum á bak að sjá góðum vini. Mér er efst í huga þakklæti forsjónarinnar fyrir að hafa feng- ið að kynnast Ágústi, mannkost- um hans og lífsviðhorfum. Hann verður jarðsettur í dag frá Foss- vogskirkju. Ágúst er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, fædd- ur og uppalinn á Hverfisgötunni og átti þar heima til tvítugsald- urs. Foreldrar hans voru Hösk- uldur Helgason og Gyða Agúts- dóttir. Höskuldur lést árið 1972. Þau eignuðust líka eina dóttur, Þorbjörgu listmálara, og voru þau systkinin einkar samrýmd alla tíð. Agúst mun hafa átt glaða æsku, og brá hann oft í frásögn- um sínum upp skemmtilegum svipmyndum úr hópi góðra félaga á Hverfisgötunni, með skátum, og þó einkum frá ferðum um óbyggð- ar slóðir, en hann eignaðist strax og aldur leyfði eigið farartæki. Þær munu hafa verið færri helg- arnar, sem Agúst hélt kyrru heima fyrir er nætur voru bjart- ar. Snemma þurfti hann þó að taka til hendinni og vinna fyrir sér samhliða námi, enda dugnað- ur honum í blóð borinn. Þegar skyldunámi lauk, hóf Agúst nám í húsasmíði hjá Snorra Halldórs- syni byggingameistara, og lauk hann sveinsprófi árið 1963. Um líkt leyti lauk hann einnig við Meistaraskólann. Þann 10. októ- ber 1964 gekk Ágúst að eiga eftir- lifandi konu sína, Auði Helgu Hafsteinsdóttur. Það mun hafa verið hans mesta gæfuspor, því vart er hægt að hugsa sér, að nokkur mannleg vera hefði getað stutt hann betur í langri baráttu við erfiðan sjúkdóm. Hún hefur sýnt undravert hugrekki og átti það sameigninlegt með manni sin- um að gefast ekki upp, þótt syrti i álinn. Þau hjónin eignuðust tvö börn, Hafstein Höskuld, sem nú er rúmlega 6 ára, og Auði Gyðu, sem er 4 ára. Eru þau bæði táp- mikil og efniieg. Nokkrum dögum eftir brúð- kaupið hélt Agúst með hina 17 ára gömlu brúði sina til Kaup- mannahafnar. Þar hóf hann nám í byggingafræðum og tók lokaverk- efni sitt sem byggingafræðingur árið 1967. Nú munu hinar fjöl- þættu gáfur Ágústs verulega hafa notið sín. Námsferill hans var með miklum glæsibrag, og hvöttu kennarar hans hann eindregið til þess að hefja nám í arkitektúr við Akademíuna. Byrjaði hann i und- irbúningsdeild í nokkrum grein- um, en bæði var, að f járhagur var þröngur og einnig stóðu fyrir dyr- um breytingar, sem fylgdu í kjöl- far þeirra hræringa er voru við flest alla háskóla Evrópu á þess- um árum. Þau hjón héldu því heim, vildu kanna horfur á at- vinnu og hitta ástvini sína. Hugur Ágústs stóð þó til frekara náms. Kynni okkar Ágústs hófust síðla árs 1969. Ég starfaði þá hjá Skarp- héðni heitnum Jóhannssyni arki- tekt. Skarphéðinn þurfti á traust- um manni að halda til þess að hafa umsjón með framkvæmdum við stærsta og síðasta áfanga Menntaskólans við Hamrahlíð, er þá var í byggingu. Var Agúst val- inn úr hópi rúmlega tuttugu um- sækjenda, sem allir voru þó vel hæfir til starfans. Skarphéðinn mun hafa verið glöggur þá, sem endranær. Allir, sem þekkja eitt- hvað til byggingamála, munu vita hve vandasamt starf umsjónar- manns við stóra og flókna bygg- ingu getur verið. Smáatriðin geta auðveldlega yfirsést og það valdið tjóni, að ekki sé talað um hinn mikla þátt mannlegra samskipta til að allir verkþættir tengist rétt saman og vandamál leysist í tæka tíð. Við slíkt starf er oft vanda- samt að rata meðalveginn. Það mun best lýsa mannkostum Ágústs, að ég þori að fullyrða, að öllum, sem áttu við hann sam- skipti, mun hafa verið hlýtt til hans. Alltaf leysti Agúst vanda þann, sem að höndum bar, með festu, en þó brá oft fyrir þessum sérstæða húmor, sem Agústi ein- um var lagið. Oft er í hópi gamalla vinnufélaga vitnað í hnyttin til- svör hans. Tilfinning hans fyrir hinu fagurfræðilega voru miklir, enda listrænir hæfileikar hans ótvíræðir. Þegar arkitektarnir Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson tóku að sér mörg þeirra verkefna, sem Skarp- héðinn Jóhannsson gat ekki lokið við fyrir andlát sitt, réðu þeir Ágúst til starfa og unnum við þar saman um nokkurt skeyð um nokkurt skeið. Það var oft glatt í þeim hópi á teiknistofunni á Laugarásveginum, þrátt fyrir miklar annir. Gústi, en svo kölluð- um við hann ávallt í okkar hópi var þá venjulega hrókur alls f agn- aðar. Að löngum starfsdegi lokn- um, teiknaði hann síðan langt fram á nætur á sinni eigin teikni- stofu. Mörg húsa hans bera hæfi- leikum hans glöggt vitni, má þar nefna einbýlishús við Bakkatún á Akranesi og Blikanes á Arnar- nesi. Hvað hefði honum tekizt, ef aldur hefði enzt? Eftir áramótin 1970 kenndi Agúst sér nokkurs lasleika. Eftir langvarandi rannsóknir kom í ljós, að hann var með alvarlegan sjúkdóm. Nú reyndi á kjarkinn Það var ekki vani Ágústs að gef- ast upp fyrr en I fulla hnefana Hann hafði skömmu áður fest kaup á lóð á Arnamesi og hefur flestum sennilega þótt nóg um þ.i bjartsýni hjá manni nýkomnum frá námi. Hann hófst nú handa við að byggja húsið milli þess, sem hann lá á sjúkrahúsi. Allt var vandlega undirbúið. Mörg líkön var hann búinn að gera, áður en hann byrjaði bygginguna, til þess að húsið félli sem best að um- hverfinu. Þegar fjárhagurinn er ekki rúmur, reynir því meir á hugvitið. Ágúst leysti hús sitt þannig, að hann gæti sjálfur unn- ið sem mest að framkvæmd þess. Konan hans studdi hann með ráð- um og dáð, og hikaði hún ekki við að ganga til starfa með honum að hverju sem var. Þó hygg ég, að oft hafi hún reynt að halda frekar aftur af honum heilsunnar vegna. Þortlaust erfiði hjá sjúkum manni, en ailtaf var hann aflögu- fær um hjálp og ráðleggingar til vina og kunningja, en þeir voru margir. Hve langur fresturinn yrði vissi sennilega engipn. Hver klukkustund var honum því dýr- mæt. Eigin húsbygging var að sjálfsögðu tómstundavinna, þvi sjá þurfti fjölskyldunni farborða og afla f jár til efniskaupa í húsið. Oft minntist hann á það við mig, að hann þyrfti að koma sem mestu í verk, því það létti undir með Auði síðar meir. Auk eftir- litsstarfa við Menntaskólann tók Agúst að sér umsjón á fram- kvæmdum á stórhýsinu Sunda- borg við Kleppsveg og leysti hann það starf að sjálfsögðu með prýði. Ágúst hóf störf hjá Öryggiseft- irliti ríkisins i júnímánuði síðast- liðnum og starfaði þar til dauða- dags. Þeim auðnaðist að flytja í nýja húsið sitt að Þernunesi 4 í ágústmánuði s.l., þó ekki væri það fullklárað, en húsbóndinn starf- aði meðan hann stóð á fótunum, það héldu honum engin bönd. Við hjónin vorum þeirrar ánægju aðnjótandi að geta heim- sótt þau skömmu eftir að þau fluttu inn. Þar ríkti sama kátínan og áður fyrr. Sem gestgjafar voru þau hjónin samhent og maður fór af þeirra fundi glaðari og hressari en ella. Ágúst var börnum sínum einstakur faðir. Hann hafði sér- stakt lag á að setja sig inn í hugar- heim barnsins, og var aðdáunar- vert að sjá hve natinn hann var að sinna þeim og smíða handa þeim húsgögn og leikf öng. Við Brigitte vottum þér Auður mín og börnunum dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur. Ennfremur sendum við móður hans og systur samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng lifa. Pétur B. Lúthersson. Utför Ágústs Höskuldssonar byggingarfræðings, verður gerð í dag frá Fossvogskapellunni. Agúst lést á Borgarspitalanum í Reykjavik aðfararnótt laugar- dagsins 30. nóvember, aðeins 32 ára gamall. Ég vil minnast hans, svila míns og vinar, með örfáum orðum. Agúst fæddist i Reykjavík 14. september 1942, einkasonur hjón- anna Höskuldar E. Helgasonar (d. 1972) og Gyðu Ágústsdóttur. Eina systur átti hann, Þorbjörgu Höskuldsdóttir listmálara, og voru honum í blóð bornir list- rænir hæfileikar eins og henni. Var ávallt mjög kært með þeim systkinum. Þegar kom að þeim kafla í líf- inu að velja lifsstarf kaus Ágúst sér húsasmíði og lauk námi í þeirri ión eftir tilskilinn tíma. En það var honum ekki nóg að smíða hús, hann langaði til að skapa þau líka. Það var þess vegna sem hann lagði land undir fót og hélt til Danmerkur haustið 1964 til náms í byggingarfræði. Ekki var hann þó einn í för, með honum var eiginkona hans Auður Hafsteinsdóttir, en þau höfðu þá nýverið gengið í hjónaband. För- in var því hvort tveggja i senn, brúðkaupsferð, og leggja skyldi grundvöllinn að framtiðinni. í Danmörku lauk Ágúst öllum sínum prófum með mikilli prýði, og er heim kom hóf hann að starfa í sinni grein. En því miður aldrei með þeim krafti, sem hann hafði yfir að búa, vegna þess að fljötlega eftir heimkomuna gerði sá sjúkdómur vart við sig, er nú varð honum yfirsterkari. Hvernig Ágúst barðist af alefli gegn sjúkdómi sínum, hvernig húmorinn var alltaf í lagi, jafn- aðargeðið og bjartsýnin, hvernig hann gat alltaf gert gys að sjálf- um sér, mitt í öllum erfiðleikun- um, yfir það ná ekki orð. Þegar litið er til baka er i rauninni ótrú- legt hve mikill kraftur getur búið i einum manni. 32 ára er Agúst búinn að koma miklu í verk, þrátt fyrir sinn erfiða sjúkdóm. Ljúka ströngu námi, stofna fjölskyldu, kominn langt meó að byggja yfir sig og sína fjölskyldu einbýlishús, sem þau fluttu í á síðastliðnu sumri, teikna fjölda húsa, auk þess að vera í fastri vinnu eftir því sem heilsan leyfði. Ágúst fór ekki alltaf troónar slóðir, það sýna líka húsin sem hann hefur teiknað og hann hafði sínar skoðanir og var ófeiminn að láta þær í ljós. Það var ekki alltaf logn þar sem hann fór, sem betur fer, heldur skemmtilegar og fjör- legar umræður og Ágúst kunni að koma fyrir sig orði, skemmtilega. Ég bið góðan Guð að vera með eiginkonunni, sem stóð við hlið manns síns til hinstu stundar, af slíku þreki að vakti aðdáun allra. Guð veri með börnunum þeirra, móðurinni, tengdamóðurinni og systurinni, öll hafa misst mikið, en minningin um góðan dreng lifir. I Guðs friði. Hvað er langlifi? lifsnautnin frjóa, alefling andans og athöfn þörf. Margoft tvítugur meir hefir lifað svefnugum segg, ersjötugurhjarði. jh. Páll Halldórsson. Á skammri stund skipast veður í lofti. Váleg frétt var að heyra lát starfsfélaga okkar Ágústs Höskuldssonar eftir að hafa notið svo góðrar og eftirminnilegrar kynningar og samstarfs við hann hjá öryggiseftirliti ríkisins aðeins rétt rúma 7 mánuði. Ágúst lætur eftir sig eiginkonu Auði Haf- steinsdóttur og tvö börn, Hafstein 6 ára og Auði Gyðu 4 ára. Agúst kvæntist eiginkonu sinni 10. okt. 1964 og hafa þau svo að segja frá æsku vaxið saman að verðleikum. Þegar Ágúst kom til að ræða væntanlegt starf sitt hjá Öryggis- eftirliti ríkisins, þá fann ég strax að á móti mér sat maður, sem var hreinlundaður, traustur og ein- arður en fámáll og gagnorður. Ég fann að hann vildi treysta mér og traustið varð strax gagnkvæmt því ég hef sjaldan kynnst jafn fölskvalausu viómóti sem Ágúst hafði. 1 návist hans fann maður fyrir karlmannslund og andans þreki þrátt fyrir líkamlega van- heilsu, sem þjáði hann meir en margan gat grunað. Hann vildi ekki ráða sig í starf undir fölsku flaggi og við það og heilsufar hans var ráðning hans miðuð. 14 dögum fyrir dánardægur sitt vann hann enn ótrauður að skyldustörfum sínum, en hafði þá nokkrar áhyggjur af þeim vegna vaxandi vanheilsu. Störf þau, sem honum voru falin og hann innti af hendi krefjast glöggskyggni, góðrar fagþekkingar, ríkrar rétt- lætiskenndar og þolgæðis ásamt festu í gerð og framkvæmd. Allt þetta hafði Ágúst i rikum mæli, en hugvitssemi hans kom auk þess að góðu gagni í starfi. Hann hafði góða kímnigáfu og varla hefur það dulist nokkrum, sem þekktu Ágúst að hann var listamaður í eðli sínu og reynd, þótt of fáir hafi notið þess sem annarra mannkosta þess, sem hrifinn er úr heimi hér aðeins 32ja ára gamall. Svo mikill elju- og áhugamaður var drengur þessi að þrátt fyrir það að hann vissi að heilsa hans gat brugðist til beggja vona, notaði hann allar stundir, sem hann hafði frá skyldu- störfum sínum og kraftar hans framast leyfðu, til að byggja sér og fjölskyldu sinni framtiðar- heimili. Því var svo langt komið að fjölskyldan fluttist þangað, að Þernunesi 4 í Garðahreppi i júlí- lok siðastliðinn. Þótt miklu væri enn að visu ólokið þar, fékk Agúst þó á þann hátt notið ávaxta erfiðis síns að nokkru. Sem önnur verk, vannst honum þetta ótrúlega vel þótt hann væri oftast fáliðaður. Hann var þó engan veginn einn, þvi Auður eiginkona hans mun eiga þar beint og óbeint drjúgan skerf að. S. Helgason hf. STEINIDJA ílnhoiti 4 Slmar 2S677 og 14254 t Maðurinn minn, - FRIOJÓN JÓNSSON, kaupmaður, Borgarvegi 8, Ytri Njarðvfk, lézt i sjúkrahúsi Keflavíkur að morgni laugardags 7. desember sl. Fyrir • hönd vandamanna. Jóhanna Stefánsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðír, amma og langamma, SIGRÚN JÓNSDÓTTIR, lézt á Landspítalanum, laugardaginn 7 des. Júlíus Halldórsson, Sigríður Sigurðardóttir, Ingibjörg Halldórsdóttir, Sigvaldi Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, MATTHILDUR KJARTANSDÓTTIR, Ásvallagötu 52, lézt þann 6 desember F.h aðstandenda Börnin. t Þakka hlýjar samúðarkveðjur og auðsýnda virðingu við minningu eiginmanns mlns, ÞÓRBERGS ÞÓRÐARSONAR, rithöfundar. Margrét Jónsdóttir. t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur hlýhug og hluttekningu við fráfall og jarðaför eiginmanns mins og föður okkar, JÓNS BEN. ÁSMUNDSSONAR, skólastjóra. Sérstakar þakkir eru færðar bæjarstjórn ísafjarðar. Valgerður Sigurðardóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.