Morgunblaðið - 10.12.1974, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1974
Fliigvélarræningjarnir
sjálfviljugir til PLO?
DC—10 1 Dubai.hafa sjálfviljugir
failizt á að ganga PLO — Frelsis-
hreyfingu Palestfnu-Araba — á
hönd, að þvi er innanrfkisráð-
herra Túnis, Taher Belkhodja,
upplýsir. Sama er að segja um
Palestínu-Arabana sjö, sem verið
höfðu í fangelsum f Egyptalandi
og Hoilandi en voru fluttir til
Túnis að kröfu flugvélarræningj-
anna. Allir fóru mennirnir flug-
leiðis frá Túnis sl. laugardag, en
ekki hefur verið skýrt frá áfanga-
stað þeirra.
Þetta er talinn mikill sigur
fyrir PLO, sem hafði krafizt fram-
sals mannanna til þess að hægt
væri að láta fara fram réttarhöld í
máli þeirra, en ræningjarnir gáf-
ust ekki upp fyrir túniskum yfir-
völdum fyrr en þeir höfðu fengið
munnlegt loforð um, að þeir yrðu
ekki framseldir PLO.
Fjórmenningarnir tilheyrðu
klofningssveit frá PLO, sem er,
eins og fleiri slíkar, óánægð með
fráhvarf forystumanna PLO frá
hryðjuverkastarfsemi sem bar-
áttutæki fyrir málstað Palestinu-
Araba. PLO hefur með aukinni
viðurkenningu á málstað þeirra
snúizt æ meira yfir til diplómat-
iskra baráttuaðferða — og nýlega
lýst því yfir, að þeir muni beita
sér harðlega gegn fleiri flugvéla-
ránum.
Talsmaður PLO hefur varað
Arabaríkin vió að notfæra sér
klofning í röðum skæruliða eða
hlutast til um innri málefni
frelsishreyfingarinnar, ella muni
hún valda þeim ýmiss konar skrá-
veifu.
grafhýsi
lögðu á viðhafnarbörur í sam-
komusal. Þar höfðu þeir síðan
vörð dag og nótt þar til í gærmorg-
un, að stúdentar og búddaprestar
báru það í mikilli fylkingu til
grafhýsisins, er gert hafði verið í
skyndi í námunda við rústirnar af
byggingu stúdentafélagsins, sem
eyðilagðist í óeirðum 1962. Kista
framkvæmdastjórans var sveipuð
fána Sameinuðu þjóðanna og
henni komið fyrir á palli, sem yfir
var tjaldað gullnum dúk. Síðan
reistu stúdentar kostuna hátt yfir
höfði sér og hrópuðu: „Sigur,
sigur“.
Túnis, 9. des. AP Reuter.
PALESTÍNU-Arabarnir fjórir,
sem i sfðasta mánuði rændu
brezkri farþegaþotu af gerðinni
Nikolai
Kuznetsov
látinn
Jens Evensen hafréttarmálaráðherra Noregs, Alexander Ishkov fiskimálaráðherra
Sovétríkjanna og Eivind Bolle fiskimálaráðherra Noregs eftir fundinn í gær um
væntanlega útfærslu norsku fiskveiðilögsögunnar.
Moskvu, 9. des. Reuter.
NIKOLAI Kuznetsov flota-
foringi, sem var flotamála-
ráðherra Sovétríkjanna í
heimsstyrjöldinni síðari, er
látinn, 73 ára að aldri, að
því er Tass-fréttastofan
sovézka hermir.
Erfiðar — en
— sagði Jens Eversen, hafréttarráðherra
Noregs um viðræðurnar við Sovétmenn
áhugaverðar
Ósló, 9. des. REUTER
— NTB.
t DAG hófust I Osló viðræður
milli Norðmanna og Sovétmanna
um ýmis vandamál, sem varða
sameiginleg fiskimið þeirra í
Norður-tshafinu og um fyrirætl-
anir Norðmanna um að friða fyrir
togveiðum tiltekin svæði við
Noregsstrendur.
Af hálfu Norðmanna taka þátt í
viðræðunum fiskimálaráðherr-
ann Eivind Bolle og Jens Even-
sen, hafréttarmálaráðherra, en af
Sovétmanna hálfu Alexander
Ishkov, fiskimálaráðherra. Enn-
fremur taka margir sérfræðingar
um fiskveiði, hafréttar- og efna-
hagsmái þátt I viðræðunum, sem
Fæddi sexbura
San Jose, Kaliforníu,
des. REUTER
26 ÁRA gömul kona, sem tekið hefur frjó-
semisiyf, fæddi sexbura sl. sunnudag, fjórar
telpur og tvo drengi. Annar drengjanna lézt
rétt eftir fæðingu og talsmaður Santa Clara-
læknamiðstöðvarinnar, þar sem börnin voru
sett í gjörgæzlu, segir veika von um að hin
börnin lifL Kona þessi, Charlotte Lange að
nafni, fæddi fjórbura fyrir um það bil ári,
sem allir dóu skömmu eftir fæðinguna.
Evensen sagði I kvöld, að væru
erfiðar en áhugaverðar.
Evensen tjáði fréttamanni
Reuters, að rætt hefói verið um
hve mikinn þorsk mætti veiða á
Barentshafi án þess að stefna
þorskstofnunum i hættu. Sovét-
menn vilja, að því er REUTER
segir, miða kvótann við 950.000
lestir árið 1975 en norskir sér-
fræðingar eru þeirrar skoðunar,
að ekki megi fara upp fyrir
650.000 tonn — meiri veiði muni
skaðastofninn.
Þá hafði verió byrjað að ræða
hugmyndir Norðmanna um
friðun tiltekinna svæða, að því er
Evensen sagði, en ekkert Iét hann
uppi um afstöðu Sovétmanna í
þeim efnum. Evensen átti nýlega
viðræður viö stjórnir Bretlands
og V-Þýzkalands um þetta mál og
fékk dræmar undirtektir. Haft
hefur verið fyrir satt í Ósló, að
Sovétmenn sé hugmyndunum um
friðunarsvæðin ekki eins nei-
kvæðir.
Loks sagði Evensen, að rætt
hefði verið um hugmyndir, sem
fyrir lægju um samkomulag Norð-
manna og Sovétríkjanna í fisk-
veiðimálum en að því hafa
norskir og sovézkir sérfræðingar
unnið að undanförnu. Er haft
eftir góðum heimildum, að þar sé
meðal annars gert ráð fyrir árleg-
um viðræðum um fiskveiði- og
hafréttarmál.
NTB hefur eftir Evensen, að
norska ríkisstjórnin hafi ekki
U Thant
Jarðsettur á
háskólalóðinni
í Rangoon
Rangoon, des. AP—Reuter.
U THANT, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, var jarðsettur á sunnudág í
grafhýsi, sem stúdentar við há-
skólann f Rangoon höfðu komið
upp í flýti eftir að þeir rændu lfki
hans sl. fimmtudag. Gerðu stúd-
entarnir útför U Thants í blóra
tekið neinar ákvarðanir um það,
hvernig hegna skuli skipum, sem
virða að vettugi togveióibannið á
friðunarsvæðunum fyrirhuguðu.
Hann sagði, að sérfræðingar væru
enn að fjalla um þau ýmsu lög-
söguvandamál, sem upp kæmu,
þegar umrædd hafsvæði yrðu
friðuð, því að hluti þeirra hefði til
þessa talizt til hins alþjóðlega haf-
svæðis.
reist tvö
við vilja fjölskyldu hans, sem
vildi þiggja boð borgaryfirvalda
um að honum yrði gert grafhýsi f
námunda við Shwedagon-
pagoduna í hjarta borgarinnar,
en þar er einn helgasti staður
Búddatrúarmanna. V ar þar einnig
reist grafhýsi og þúsundir manna
söfnuðust þar saman.
Eftir að stúdentarnir höfðu
rænt líkinu á fimmtudag, að
50.000 manns ásjáandi, sem hugð-
ust fylgja U Thant til grafar í
kirkjugarði búddatrúarmanna,
fóru þeir með það til háskólans og
— Mikil aukning
Framhald af bls. 17
— Vi8 komu hersins hefur sjálf-
sagt orðið mikil aukning á starfi RK.
— Já, þegar brezkt herlið hafði
stigið hér á land, þann 1 0. maí 1 940
byrjuðu yfirvöld rikis og borgar strax
að sinna málum varðandi komu setu-
liðsins. Var leitað til RK og eftir að j
Amerfkanar koma hingað með mikið
lið og átök aukast enn í strfðinu,
einkum f ársbyrjun 1942, verður
þessi þáttur stöðugt viðtækari. Sá þá
Rauði kross Bandarfkjanna ástæðu
til að senda RKÍ mikla gjöf til aðstoð-
ar sfnu starfi. Var þessi gjöf fólgin f
um 100 bráðabirgðasjúkrarúmum
með öllum búnaði. svo og ýmsum
tækjum, sem lutu að aðgerðum og
hjúkrun sjúkra. Veitti RKÍ þessari
gjöf móttöku og voru þessar
hjúkrunarbirgðir geymdar á ýmsum
stöðum og dreift f alla landsfjórð-
unga og þá sérstaklega á þá sem
helzt þóttu geta orðið fyrir átökum,
ef til þeirra kæmi. í sambandi við
þetta má geta að i samvinnu við
Slysavarnafélagið og lögreglustöð-
ina f Reykjavík efndi RK til nám-
skeiða f fyrstu hjálp og sótti þau
mikill fjöldi manna, auk skáta. Stóðu
námskeið þessi yfir til ársloka 1943.
Þessi námskeið voru haldin i sam-
vinnu við loftvarnanefnd sem veitti
þessum málum öllum forstöðu.
— Ég tel, að starf RKf hafi verið
drjúgt á strfðsárunum. Þótt við vær-
um svo heppnir að hér f Reykjavfk
kæmi ekki til slysa eða átaka þá
stóðum við, vegna aðgerða RKÍ og
annarra ábyrgra aðila, miklu betur
að vígi en við hefðum ella gert. Og
hefði það komið f Ijós ef til átaka
hefði komið, en svo varð ekki sem
betur fer.
— Eitt má einnig nefna, sem RK
tók sér fyrir hendur, segir dr. Sigurð-
ur — eftir stríðið, en það var að
senda fulltrúa til Miðevrópu, þar
sem vitað var um nokkra íslendinga,
Bem höfðu dvalizt þar öll striðsárin,
Til þessarar farar valdist Lúðvig
Guðmundsson, skólastjóri Handfða-
skólans, en hann var þarna mjög
kunnugur, einkum i Þýzkalandi og
hafði dvalið langdvölum erlendis.
För Lúðvígs varð mjög árangursrík.
Náði hann sambandi við langflesta
íslendinga, sem höfðu dvalizt f
Þýzkalandi og Austurrfki og fleiri
Miðevrópulöndum og gat liðsinnt
þeim fyrir hönd RK á ýmsan hátt.
— Framtak
Framhald af bls. 17
ingja og kom í þær allsnægtir, sem
mér fannst vera hér. Þetta framtak
Rauða krossins að senda út leið-
angur til þess að leíta uppi og flytja
heim bágstadda islendinga f Mið-
Evrópu var merkilegt og sýndi mik-
inn stórhug og hjálparvilja, og bjarg-
aði fleirum en mér úr bráðri neyð.
— Voru fleiri íslendingar frá Mið-
Evrópu þér samskipa heim.
— Lúðvig hafði einnig haft upp á
Þorbjörgu Schweitzer hjúkrunar-
konu. sem hafði verið gift þýzkum
prófessor. Hún varð samferða okkur
Olafi, syni mínum, ásamt tveimur
ungum sonum sínum. Og ég veit að
Lúðvfg tókst að finna fleiri landa og
frammistaða hans í þvf verki, sem
honum hafði verið falið var til mikils
sóma, er mér óhætt að segja.
— Seinna fórstu svo að starfa á
vegum Rauða krossins.
— Já, ég gerði það og þegar
sérstök kvennadeild var stofnuð
innan Reykjavikurfélagsins. fyrir
átta árum — nánar tiltekið 12.
desember 1966, lenti ég f stjórn
hennar og hef verið þar sfðan. Ég get
ekki annað sagt en að þessi starf-
semi hafi veitt mér mikla ánægju.
Innan deildarinnar starfar hópur
ötulla og áhugasamra kvenna, sem
leggja fram ómetanlega sjálfboða
vinnu. Kvennadeildin hefur hrint af
stað mikilli sjálfboðastarfsemi og er
eini sjálfboðahópurinn, sem starfar
að staðaldri innan Rauða krossins. Á
annað hundrað sjálfboðaliða, svo-
kallaðir sjúkravinir — starfa reglu-
lega við sjúklingabókun spftalanna,
Landakotsspítala, Landspítala og
Borgarspftala með Grensásdeild
og I l/ítabandi, og búðir,
sem tei nar eru f Landakots-
spitala og á Grensásdeildinni. Enn-
fremur aðstoða þeir við starfsemi þá,
sem rekin er á vegum Félagsmála-
stofnunarinnar fyrir aldraða og loks
má geta þess, sem við köllum heim-
sóknarþjónustu, þ.e. heimsóknir til
aldraðra og einstæðinga. Við vonum
að sú starfsemi geti aukist og eflzt
með timanum, en verið er að reyna
að koma á skipulögðum starfshátt-
um i þvi sambandi. Greinilegt er, að
nýta má i þessum störfum margan
starfskraftinn sem annars væri
óvirkur, til hjálpar og gleði fyrir ná-
ungann, já, ég tel, að báðir — neyt-
andi og veitandi, ef svo má að orði
komast, njóti góðs af starfseminni.
- Margt gagnlegt
Framhald af bls. 17
og hefur sennilega ekki litist þær
alltof burðugar. þótt þeir hefðu ekki
mörg orð um þær. Þeir báðu okkur
að láta sig fá lista yfir það, sem við
teldum okkur vanta og gerðum við
það. Þeir létu okkur mjög fljótlega fá
800 sjúkrarúm, 300 börur, sem
liggja mátti á í neyð, teppi, súrefnis-
tæki og fleira. Þeir gerðu allt sem
þeir gátu til að við stæðum okkur, ef
til vandræða kæmi. Sem betur fer
þurftum við aldrei á þessu að halda.
Meðal annarra verka varaðskipu-
leggja notkun Rauða kross merkis-
ins, en um hana eru strangar reglur á
ófriðartima. Við útbjuggum starfs-
fólk og bila, en hafa þurfti eftirlit
með merkjunum og notkun þeirra.
Þau mátti aldrei nota nema í sam-
bandi við hjálparstarfið og undir
ströngu eftirliti RKÍ.
— Grundvallarreglur RK um hlut-
leysi og að allir væru jafnir voru
ofarlega i huga okkar. Það leiðir
aftur hugann að þvi starfi, sem unnið
var við að brúa bilið milli fólks, sem
var aðskilið vegna stríðsins. Var lögð
mikil vinna i að halda þeim leiðum
opnum. Rauði krossinn annaðist
sendingu skilaboða, bréfskeyta milli
fólks hér og frænda, vina og vensla-
manna á meginlandinu. Þá önnuð-
umst við sendingu matarpakka héð-
an og kom þá enn nokkuð sérkenni-
legt i Ijós. Ef Rauði krossinn átti að
hafa milligöngu varð hann að ábyrgj-
ast innihaldið. Ekki var nóg að skoða
í pakkana. Fulltrúi RK varð að fara í
búðir og kaupa vörurnar og velja
kassana sjálfur til að tryggt væri að
engu ólöglegu væri hægt að koma
með. Fólk skildi þetta yfirleitt. Þó
man ég eftir öldruðum manni, sem
var sár yfir þvi að mega ekki senda
niðursuðuvörur, sem konan hans
hafði annazt. Ef strangleiki var ekki
viðhafður gat leiðin lokast. Að þessu
starfaði ég fram undir stríðslok.
Starfið tók allan minn tima í byrjun,
en minnkaði þegar skipulag var kom-
ið á. Þegar Gunnar Andrew réðst í
þjónustu RK tók hann við birgðum
og skipulagi. En eftir þetta sat ég í
stjórn RKÍ, framkvæmdanefnd fyrst
og siðan i aðalstjórn.
— Minnisverðir eru mér sam-
starfsmennirnir, t.d. Gunnlaugur
Einarsson, sem var formaður i byrjun
striðsins og Sigurður Sigurðsson,
siðar landlæknir, sem tók við af hon-
um. Þorsteinn Sch. Thorsteinsson
var ákaflega góður maður Rauða
krossinum. Hann lagði sig mjög fram
fyrir félagið, lét þvi i té ókeypis
húsnæði, sótti alþjóðafundi fyrir
hönd þess, lét mikið fé af hendi
rakna og tók aldrei neitt fyrir. Vissi
áreiðanlega enginn um allt það sem
hann gerði og sizt hugsaði hann út í
það sjálfur. Hans starf I forystu RKÍ
spannar allt frá stofnun félagsins
1924 til ársins 1 961, er hann lét af
formennsku.