Morgunblaðið - 03.05.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1975, Blaðsíða 1
40 SIÐUR 96. tbl. 62. árg. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Tugþúsundir flóttamanna sióleiðis frá S-Víetnam Atvinnuieysið í Danmörku: „£g vil fá vinnu, Anker" hrópaði ungi maðurinn fyrir miðju á myndinni, er hann réðist að Anker Jörgensen, for- sætisráðherra Danmerkur, þar sem hann beið þess að halda ræðu sfna f tílefni hátlðahaldanna f Kaupmannahöfn 1. maf. Atvinnuleysi fer nú stöðugt vaxandi f Danmörku og veldur stjórninni þar miklum áhyggjum. Washington, Singapore, Bankok, 2. maí AP — Reuter — NTB • 1 KVÖLD upplýsti bandaríska utanríkisráðuneytið, að tala þeirra flóttamanna frá S-Vietnam, sem vænta mætti, að óskuðu hælis f Bandaríkjunum, væri komin upp f 117.000. Hafði verið reiknað með 80.000 flóttamönnum f gær, en f dag fréttist, að um 30.000 maifns til viðbótar hefðu lagt frá landi f S-Vietnam f 26 skipum og bátum og væri fólk þetta flest á leið til Filippseyja. • Hugsanlegt er, að tala flóttamanna hækki enn, þvf eftir þvf sem fregnir hafa borizt um f dag hefur fólk flúið á litlum fiskibátum og prömmum eftir að skipalestin bandaríska lagði frá S-Vfetnam. Margs- konar erfiðleikar hafa hrjáð þetta fólk. Samkvæmt ákvörðunum bandarfska þingsins getur stjórnin f Washington aðeins tekið á móti 129.000 manns frá S-Vietnam, en stjórnir Astralfu, Kanada og Frakklands hafa þegar lýst sig reiðubún- ar að taka við takmörkuðum fjölda flóttamanna. 0 Byltingarstjórnin í S-Vfetnam staðhæfir, að hún hafi nú tögl og hagldir í landinu öllu en f gær hermdu fregnir frá Singapore, að enn væri barizt f kínverska borgarhverfinu og þrjár herdeildir fyrrverandi stjórnvalda f Saigon veittu enn viðnám f Mekong-óshólmunum. Rauði krossinn í Genf upplýsir, að byltingarstjórnin i S-Vfetnam Sjö fórust Vechta, V-Þýzkalandi, 2. mai AP—REUTER—NTB 0 BELGlSK orrustuþota af gerðinni Mirage hrapaði niður f þyrpingu fbúðarhúsa í bæn- um Vechta í V-Þýzkalandi f dag með þeim afleiðingum að sjö manns, að minnsta kosti, létu lffið og átta særðust alvar- lega. Meðal þeirra, sem fórust var flugmaður þotunnar; hafði hann gert tilraun til að skjóta sér út úr henni, en of seint, að þvf er v-þýzka lögreglan upp- lýsti. Tvö fbúðarhús eyðilögðust með öllu og hið þriðja laskað- ist mikið, er flugvélin hrapaði. Kviknaði f þeim öllum og tók slökkviliðið margar klukku- stundir að ráða við eldinn. Samkvæmt NTB fréttum í kvöld höfðu allir fundizt, sem saknað var. Lögreglan v-þýzka hafði áð- ur upplýst, að tvær herþotur hefðu rekizt á yfir bænum og báðar hrapað, önnur yfir íbúðarhúsinu, hin i akur skammt utan við bæinn. Sam- kvæmt heimildum þar voru báðar þoturnar belgiskar, en talsmaður belgíska sendiráðs- ins í Bonn sagðist hafa fregn- að, að önnur hefði verið af gerðinni Starfighter F 100. og Hanoistjórnin hafi farið fram á aöstoð sem nemur rúmlega sex milljónum sterlingspunda til handa fólki, sem flýði heimili sín eftir síðustu bardagalotu i Víet- nam. Hefur Rauði krossinn gert ráðstafanir til að gera orðið við þessari beiðni. Frá Singapore og Bangkok herma fregnir, að ástandið i Saigon sé svipað og var i Hanoi eftir að Ho Chi Minh náði þar völdum 1954, helzti munurinn sé sá, að andkommúniskum mennta- mönnum þar hafi verið leyft að Framhald á bls. 22 Vaxandi spenna í Portúgal eftir framkomu kommúnista 1. maí Lissabon, 2. maí NTB—REUTER—AP 0 TUGIR þúsunda stuðnings- manna sósfaldemókrata f Portúgal fóru fjöldagöngur f Lissabon og fleiri borgum f kvöld til að mótmæla ofrfki þvf, sem leiðtogi þeirra, Mario Soares, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, og nú ráðherra án ráðu- neytis, varð fyrir af hálfu komm- únista við 1. maf hátfðarhöldin f gær. Var honum þá meinaður að- gangur að fþróttavelli, þar sem hátfðarhöldin fóru fram, en þau höfðu verið skipulögð af verka- lýðssamtökunum Inter-Syndical, sem eru undir algerri stjórn kommúnista en hafa af hálfu her- foringjanna, sem ráða lögum og lofum f landinu, verið lýst einu löglegu vcrkalýðssamtök þess. Siðustu fréttir: t Reutersfrétt f gærkvöldi var sagt, að Mario Soares, leiðtogi sósialdemókrata f Portúgal, hefði beygt sig fyrir hcrvaldi landsins eftir þriggja klukkustunda fund með forsetanum og fyrirskipað, að fjöldafundinum f Lissabon skyldi hætt og þátttakendur hverfa hver til sinna heima. 0 Um það bil 30.000 manns tóku þátt f mótmælafundi sósfaldemókrata f höfuðborginni, sem haldinn var á svonefndu Rossiotorgi eftir 1500 metra langa göngu eftir strætinu Avenida da Liberdade. Um 200 hermenn, vopnaðir vélbyssum og með brynvarðar bifreiðar, röðuðu sér umhverfis torgið meðan fundurinn fór þar fram. 0 Mikil spenna var i Lissabon i dag eftir atburði gærdagsins og fór hún vaxandi er á feið og flokksmenn Soares tóku að aka um götur Lissabon i bifreiðum með gjallarhornum og hvetja fólk til að safnast saman í miðborginni í kvöld. Af hálfu hersins var á það Framhald á bls. 22 77-hópurinn afhendir samningsuppkast: Strandríkíð eitt ákveði rétt ann- arra til veiða innan 200 mílna Ákvæðið sett inn að ósk fulltrúa íslands Genf, 2. maf frá Matthfasi Johannessen, ritstjóra 0 UMRÆÐUNEFND þróunar- rfkjanna, 77-hópurinn svonefndi, hefur nú afhent formönnum aðal- nefndanna þriggja á hafréttarráð- stefnunni hér f Genf samnings- uppkast sitt. Þar er að sjálfsögðu gert ráð fyrir 200 sjómflna efna- hagslögsögu og þau réttindi, sem aðrir skulu hafa innan þessarar lögsögu, skulu eingöngu vera bundin við þróunarrfki. Að þessu leyti cru tlllögur umræðuhóps 77 hagstæðari en þær tillögur sem Evensensnefndin afhenti for- manni annarrar nefndar, eins og áður hefur verið skýrt frá. 0 I tillögum Evensensnefndar- innar, sem er sjötta samningsupp- kast hennar, endanlega samið af formanni norsku nefndarinnar hér, Evensen hafréttarráðherra Noregs, er að sjálfsögðu einnig gert ráð fyrir 200 mílna efnahags- lögsögu, en um það atriði fjallar 2. grein tillagnanna, þar sem sagt er að efnahagslögsagan skuli ekki vera stærri en 200 sjómílur frá grunnlinum þeim, sem landhelgin er miðuð við. Lögð er áherzla á rétt strandrikis innan efnahags- lögsögunnar, t.a.m. rætt i 5. grein um réttindi þess til að ákveða leyfilegt aflamagn og i 6. grein segir, að strandríkið skuli veita öðrum ríkjum leyfi til að veiða þann hluta aflamagnsins, sem það getur ekki nýtt sjálft — en bætt er við eftirfarandi klausu, sem islenzki fulltrúinn kom inn i til- lögurnar: Strandríkið eitt skal Framhald á bls. 22 Ottast um flóttafólkið úr franska sendiráðinu í Kambódíu Bangkok, 2. maf AP — Reuter — NTB % SAMKVÆMT NTB-frétt í gærkveldi voru flóttamennirn- ir frá franska sendiráðinu f Phnom Penh, höfuðborg Kambódfu, staddir um 48 km frá landamærum Thailands, að þvf er fulltrúar núverandi stjórnvalda f Kambódfu höfðu tjáð sérstökum fulltrúa frönsku stjórnarinnar, Marc Bonnefous, sem nú er kominn til landamæranna ásamt franska sendiherranum f Thai landi, og bfður nú flóttafólks- ins eða fregna af því. 0 Sfðustu AP-fréttir hermdu hinsvegar, að ekki væri vitað, hvar flóttafólkið væri niður komið en áður hafði frétzt að bensínleysi hamlaði för þess. 1 Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.