Morgunblaðið - 03.05.1975, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAl 1975
25
UMSJÓN: Bergljót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir,
Lilja Ólafsdóttir.
Notaóu þér hæfileika þína.
Skógurinn væri þögull,
ef enginn fugl syngi,
nema sá sem syngur best.
Um miðjan apríl fóru Berg-
ljót og Björg í heimsókn til
kvenfélags Bústaðasóknar. Á
fjölsóttum fundi var auk
venjulegra fundarstarfa, þar
sem sumarferðalag var m.a. á
dagskrá, fjallað um sameinuðu
þjóóirnar, alþjóðlega kvenna-
árið og ýmis önnur mál viðvikj-
andi stöðu kvenna í nútima-
þjóðfélagi.
Félagsleg miðstöð Bústaða-
hverfis er i kirkjubygging-
unni, sem er stórt og veglegt
hús. Formaður kvenfélagsins,
Dagmar Gunnlaugsdóttir og
Ellen Stefánsdóttir, sem einn-
ig er í stjórninni sýndu húsa-
kynni og miðluðu fróðleik um
félagsstarfið og afnotin af hús-
inu.
Félagsmenn eru nokkuð á
þriðja hundrað og var kvenfé-
lagið stofnað fljótlega eftir að
sóknin var mynduð — sem
markmið má nefna: að hlúa að
kirkjunni, að efla félagsþroska
kvennanna i sókninni.
Félagió hefur aðstöðu í fé-
lagsheimili, sem er í tengslum
við kirkjusalinn, en verið er að
hefjast handa við innréttingu
á baðstofu tii fundarhalda og
eldhús. Leiðir til fjáröflunar
eru margvíslegar og flestar
hefðbundnar.
I tilefni kvennaársins hafa
konurnar skipst á um aö lesa
bænina i upphafi messugjörð-
ar. Fræðslustarfsemi hefur
verið töluverð t.d. námskeið i
ræðumennsku, tungumálum,
hannyrðum o.fl. Framundan
er sýning á munum, er félags-
konur hafa unnió.
Að deila geði við aðra virðist
rikjandi — félagskonur fóru í
hópferð til Færeyja og nutu
gestrisni kvenfélagsins þar og
siðan endurguldu færeyskar
konur heimsóknina og gistu þá
á heimilum í sókninni. Sams-
konar gestaheimsóknir hafa
ástt sér stað milli kvenfélags
Ljósavatnshrepps i S,-
Þingeyjars. og kvenfélags Bú-
staðasóknar.
Árlega er haldinn sérstakur
hátíðafundur fyrir mæður fé-
lagskvenna og rosknar konur á
félagssvæðinu. Á mæðrafund-
inum i vetur nutu nokkrar
konur úr félaginu ieiðsagnar
Sigrúnar Hannesdóttur við að
semja, æfa og flytja skemmti-
dagskrá þar sem þær neyttu
óspart hæfileika sinna. Var
gerður svo góður rómur að
skemmtiatriðunum, að ekki
varð hjá komist að fara í sýn-
ingarferð likt og leikflokkar
gera og sýndu þær einu sinni
hjá öðru félagi og væri þarna
e.t.v. vísir að samstarfi milli
félaga.
I félagsheimilinu er starf-
rækt fótsnyrting fyrir aldraða,
karla og konur, og hafa félags-
konur umsjón með þvi, en
þessi þáttur i velferðarmálum
aldraðra er greiddur að hluta
úr borgarsjóði. Þessi þjónusta
er mjög fjölsótt.
Félagskonur hafa einnig tek-
ið að sér að ræsta kirkjuna í
sjálfboðavinnu. Umsjón og
hirðing fermingarkyrtlanna er
fastur þáttur vor og haust.
Auk starfsemi kvenféiags-
ins, sem öll er til húsa i kirkju-
byggingunni, hefur æskulýðs-
félag sóknarinnar þar bæki-
stöð. Félagsmenn i því hafa
tekið að sér að gæta barna
kirkj-ugesta meðan á guðsþjón-
ustu stendur og hefur einn
sóknarmanna gefið leikföng
handa börnunum. Á vegum
kirkjunnar er einnig dagiega
föndurstarfsemi fyrir börn á
aldrinum4—12 ára.
Borgarbókasafnið hefur úti-
bú i byggingunni — þar er auk
aðstöðu til lesturs hægt að
leika hljómplötur, spila, tefla
o.fl. af þvi tagi. Börn og ungl-
ingar í sókninni hafa notað
þessa aðstöðu mjög mikið.
Að loknum fundarstörfum
var boðið til kaffidrykkju og
var ríkulegt hlaðborð í hús-
næðinu, sem i framtíðinni
verður borðsalur og eldhús, en
á veggjunum voru til sýnis og
athugunar tillöguuppdrættir
að innréttingum, konurnar
ætla að standa straum af kostn-
aði við verkið eftir því sem
fjáröflun gefur tilefni til. Ein-
mitt í dag halda þær flóamark-
að í þessu augnmiði.
Yfir kaffibollum urðu fjör-
ugar umræður og sýndist sitt
hverjum um kvennaár og at-
ferli kvenna. Flestar voru sam-
mála um, að það eitt að vera
heimahúsmóðir væri ekki
dyggð í sjálfu sér — frekar én
það að vinna utan heimilis.
Engin leið væri að setja fram
tilskipun um að konur ættu að
vera heima eða hið gagnstæða,
eins og mörgum virðist hætta
til og konur jafnvel skiptast i
tvo hópa um hvort væri rétt-
ara. Aðstæður fólks og upplag
væri svo mismunandi, að hver
og einn yrði að líta í eigin barn
og meta sínar eigin kringum-
stæður og taka ákvarðanir
samkvæmt því. I þvi máli gæti
ekki verið nein opinber stefna
— einstklingurinn verður að
ráða ferðinni fyrir sig.
Konurnar í kvenfélagi Bú-
staðasóknar hafa valið sér
kjörorð sem þær hafa látið rita
á veggspjald og fest þannig
upp að við blasir i fundarsaln-
um og verki hvetjandi á við-
stadda um að leggja sig fram
bæði i félagsstarfi og öðru.
Gestir fundarins urðu snortnir
af inntaki kjörorðanna og
völdu þau sem fyrirsögn þess-
ara lína svo að þau gætu orðið
lesendum samskonar hvatn-
ing.
Frumvarp um fæðingarorlof
Frumvarp til laga um breytingu ð lögum
nr. 57 frá 27. april 1973, um atvinnuleys-
istryggingar, hefur nú verið lagt fyrir
Alþingi.
Efni frumvarpsins er á þá leiS, a8 konur,
sem forfallast frá vinnu vegna barns-
burðar, skuli njóta atvinnuleysisbóta í 90
daga samtals.
Þótt eðlilegast væri, að fæðingarorlof
væri greitt af Tryggingastofnun rfkisins,
er frumvarp þetta spor i rétta átt, enda
brýtur það ekki i bága við lög sjóðsins, en
algengt er, að lán eða önnur framlög séu
veitt úr honum til ýmissa framkvæmda,
t.a.m. nema framlög hans til húsnæðis-
lánakerfisins hundruðum milljóna árlega.
Samkvæmt lögunum um atvinnuleysis-
tryggingasjóð, er einnig heimilt að veita
styrk til þátttöku f starfsþjálfunarnám-
skeiðum, allt að því jafnhárri fjárhæð og
atvinnuleysisbætur eru og að auki að taka
þátt i ferðakostnaði og öðrum útgjöldum
þátttakenda.
Að allar konur í hópi launþega, skuli
hafa rétt til fæðingarorlofs er ekki álita-
mál, en grundvallarforsenda þess, að kon-
ur geti tekið þátt f atvinnulífi er, að
aðstaða þeirra til umönnunar ungra barna
sinna sé tryggð,. Ekki verður lengur unað
við það misrétti, að einungis opinberir
starfsmenn njóti réttar til fæðingarorlofs
og er þvi óskandi að frumvarp þetta hljóti
skjóta afgreiðslu sem lög frá Alþingi.
L.Ó.
I hvað fara hans peningar?
„Ertu með nýja tösku“?
„Já“, sagði eiginkonan „ég keypti hana fyrir
mfna peninga — ég fékk útborgað í dag“.
Dregið i Iflokki á þríðjudaginn.
Lausir miðar enn til solu, áðalumboðmu Vesturveri.
v7