Morgunblaðið - 03.05.1975, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAI 1975
29
— Að hrærast. .
Framhald af bls. 28
heldur gekk hann til vinnu með
okkur strákunum hvern morgun
klukkan sjö með hamar og nagla I
höndum. Lýsing Nykvist á Per var
ekki ólík þvi sem ég hafði séð til
hans á íslandi.
„Per leggur lif sitt og sál i sér-
hvert verkefni. Hann gengur um
og málar, eða sker i veggi til að ná
fram ellimörkum, rífur upp torf og
tætir i sundur froðuplast — allt
eftir eigin uppskrift. Hann teiknar
ekki bara við skrifborð, langt frá
athöfninni sjálfri, heldur lifir og
hrærist i sjálfri smiðinni, og fram á
siðustu stundu er hann að breyta
einhverju og lagfæra. — Þannig á
góður kvikmyndagerðarmaður að
vinna, hann á að lifa og hrærast
með þvi verki sem er i sköpun."
— Voru þeir . . .
Franihald af bls. 28
ingarleysi í vióskiptum sinum við
erlenda sykurkaupmenn. Fólk á
þó eflaust erfitt með að trúa slíku
og vaknar þá ósjálfrátt upp sú
spurning hvort annað hafi vakað
fyrir innflytjendum en að gera
sem hagstæðust kaup fyrir is-
lenzka neytendur. Hér er um að
ræða viðskipti með hærri gjald-
eyrisupphæðir en við höfum efni
á að láta hanzkast með af gáleysi.
Þvi hlýtur það að vera eðlileg
krafa að hlutaðeigandi fyrirtæki
geri nánari grein fyrir viðskipta-
háttum sínum. Auðvitað kemur
það ekki til greina að tapi inn-
flytjenda vegna umræddra samn-
inga verði velt yfir á neytendur.
Það hljóta þeir að bera sjálfir,
eins og þeir erlendu spekúlantar
sem urðu að láta sér nægja að
gera samninga við harðari við-
skiptamenn en íslenzka heildsala.
JRörgnnblnbib
nuGivsincRR
^^-»22480
Skrifstofustúlka
vön vélritun óskast strax. Sumarvinna kemur til
greina.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist
afgr. Mbl. fyrir 8. þ.m. merkt: „vélritun —
7407".
Tilboð óskast
í nokkrar fólksbifreiðar, vörubifreið, 2ja tonna
kranabifreið (Wrecker) og nokkrar ógangfærar
fólksbifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9
þriðjudaginn 6. maí kl. 12—3. Tilboðin verða
opnuð á skrifstofu vorri kl. 5.
Sala varnaliðseigna.
LAUGAVEGUR 83
VERZLUNIN ER FLUTT
ALLT Á BARNIÐ
V % I \>?sA
Orlofshús
V.R.
Frá og með 5. maí nk. verða afgreidd dvalar-
leyfi í orlofshúsum Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur að Ölfusborgum í Hveragerði, III-
ugastöðum í Fnjóskadal og að Svignaskarði í
Borgarfirði.
Þeir, sem ekki hafa áður dvalið í orlofshúsum á
tímabilinu frá 2. maí til 1 5. september sitja fyrir
dvalarleifum til 1 0. maí n.k.
Leiga verður kr. 5.500.— á viku og greiðist við
úthlutun.
Dvalarleyfi verða afgreidd á skrifstofu V.R. að
Hagamel 4 frá og með mánudeginum 5. maí
n.k.
Úthlutað verður eftir þeirri röð sem umsóknir
berast gegn framvísun félagsskírteina.
Ekki verður tekið á móti umsóknum bréflega
eða símleiðis.
Verzlunarmannafélag Reykja víkur.
Naupungaruppboð
sem auglýst var í 2., 4. og 7. tbl. Lögbirtingarblaðsins 1975 á
fasteigninni Baugholti 13, Keflavík, þinglesin eign Ragnars Eðvalds-
sonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Skattheimtu ríkissjóðs
þriðjudaginn 6. maí 1975 kl. 1 0.00 f.h.
Bæjarfógetinn í Keflavík.
Systrafélagið Alfa
heldur flóamarkað og kökubasar að Hallveigar-
stöðum sunnudaginn 4. maí kl. 2 e.h. Margt
góðra muna og mjög ódýrt. Allur ágóði rennur
til líknarstarfs.
Stjórnin.
Auglýsing
um niðurfellingu söluskatts af nokkrum tegundum
matvöru.
Fjármálaráðherra hefur ákveðið að nýta heimild
í 22. gr. laga nr. 11 frá 28. apríl 1975 til að
fella niður söluskatt frá og með 1. maí 1 975 af
vörum, sem falla undir eftirfarandi tollskrár-
númer, sbr. lög nr. 6/1974 um tollskrá og
fleira:
Tollskrárnúmer Vöruheiti
07.01.20 Tómatar
07.01.31 Laukur
07.01.39 Annað nýtt grænmeti
08.01.10 Bananar, nýir
08.01.30 Ýmsir ávextir, nýir
08.02.10 Appelsínur, tangarínur.
mandarínur og klementinur
08.02.21 Sítrónur
08.02.21 Aðrir citronávextir
08.03.10 Fikjur, nýjar
08.04.10 Vinber, ný
08.05.00 Hnetur, nýjar
08.0610 Epli
08.06.20 Perur og kveður
08.07.00 Steinaldin, ný
08.08.00 Ber, ný
08.09.01 Melónur
08.09.09 Aðrir nýir ávextir
09.01.11 Kaffi í smásöluumbúðum
09.01.12 Kaffi í öðrum umbúðum
09.02.00 Te
18.05.01 Kakaoduft, ósykrað í
smásöluumbúðum.
18.05.09 Kakoduft, ósykrað í öðrum
umbúðum.
18.06.01 Kakaoduft, sykrað.
19.07.00 Brauð, skonrok og aðrar algengar
brauðvörur án viðbætts sykurs,
hunangs, eggja, feiti, osts eða
ávaxta.
19.08.00 Kökur kex og aðrar íburðameiri
brauðvörur, einnig með kakaoi
enda innihalda vörur þessar
minna en 30% af þunga af súkku-
laði.
Niðurfelling söluskatts tekur jafnt til innlendrar fram-
leiðslu er félli undir ofangreind tollskrárnúmer sem
innflutnings.
Undanþágur skv. auglýsingu þessari taka þó ekki til
sölu þessara vara í veitingahúsum, greiðasölustöðum.
smurbrauðstofum og öðrum hliðstæðum sölustöðum.
né heldur til sölu vara, sem unnar eru úr þessum
vörum.
Smásöluverslanir sem selja bæði söluskattfrjálsa og
söluskattskyldar vörur skulu halda innkaupum á
skattfrjálsum og skattskyldum vörum aðgreindum í
bókhaldi eins og nánar er ákveðið í reglugerð fjár-
málaráðuneytisins 30. april 1975 um það efni. Þær
verslanir, sem eiga birgðir af áður nefndum vörum í
byrjun maímánaðar 1975 og njóta vilja frádráttar frá
heildarveltu vegna þeirra við söluskattsuppgjör fyrir
þann mánuð, skulu senda skattstjóra birgðaskrá með
söluskattsuppgjöi fyrir þann mánuð, skulu senda
skattstjóra birgðaskrá með söluskattskýrslu fyrir mai-
mánuð.
Þeir aðilar, sem selja söluskattfrjálsar vörur til endur-
seljenda skulu halda þeirri sölu aðgreindri frá annarri
sölu á sölureikningum.
Fjármálaráðuneytið, 30. apríl 1975
ALLT MEÐ
EIMSKIP
Á næstunni ferma
skip vor til íslands,
sem hér segir:
ANTWERPEN:
Grundarfoss 5. Maí
Urriðafoss 12. Maí
Grundarfoss 20. Maí
Tungufoss 27. Maí
ROTTERDAM:
Grundarfoss 6. mai
Urriðafoss 1 3. mai
Grundarfoss 21. maí
Tungufoss 28. mai
FELIXSTOWE:
j Dettifoss 6. maí
Mánafoss 1 3. mai
Dettifoss 20 maí
í Mánafoss 27. maí
| HAMBORG:
Dettifoss 8 mai
Mánafoss 1 5. mai
j Dettifoss 22. maí
J Mánafoss 29. mai
í NORFOLK:
i Setfoss8.maí
i Fjallfoss 1 4. maí
; Brúarfoss 26. mai
Goðafoss 5. júní
] WESTON POINT:
Askja 14. mai
] Askja 27. maí
j KAUPMANNAHÖFN:
Múlafoss 6. mai
írafoss 13. mai
J Múlafoss20. mai
írafoss 27. maí
HELSINGBORG:
írafoss 14. mai
J Álafoss 20. mai
GAUTABORG
Múlafoss 7. mai
írafoss 1 5. mai
J Múlafoss 21. mai
írafoss 28. mai
j KRISTIANSAND:
Ljósafoss 9. mai
j Álafoss 21. mai
I GDYNIA:
Ljósafoss 5. mai
j Bakkafoss 2. júni
VALKOM:
Lagarfoss 20. mai
Bakkafoss 29. mai
1 VENTSPILS:
< Bakkafoss 31. mai.
3 Bretland
Minni vörusendingar í
gámum frá Birming-
ham, Leeds og Lond-
on um Felixstowe.
Upplýsingar á skrif-
stofunni, simi 27100.
Reglubundnar vikulegar!]
hraðferðír frá:
Antwerpen,
Felixstowe,
Gautaborg,
Hamborg,
rpj Kaupmanna
(| höfn
Ú Rotterdam.
------------
Í GEYMIÐ
auglýsinguna
ALLT MEÐ
öf
§
B
§
I
I
EIMSKIP