Morgunblaðið - 03.05.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAl 1975
13
r/^~—
eftir JÓN AÐALSTEIN
JÓNSSON
Hverju eiga menn
að safna?
1 framhaldi af því, sem sagt
var i frímerkjaþætti 5. apríl sl.
um þá spurningu, hvort það
borgi sig að safna frímerkjum,
vil ég gjarnan víkja að öðru. Er
það spurningin um það, hverju
menn eigi að safna og á hvern
hátt. Kunningi minn, sem bæði
erfrimerkjasafnariogkaupmað-
ur, minnti mig á þetta atriði
fyrir nokkru. Rifjaðist þá upp
fyrir mér, að ég hef einmitt oft
verið spurður um þetta á liðn-
um árum. Ekki ætla ég mér þá
dul, að ég geti gefið lesendum
þáttarins viðhlítandi eða algild
svör, en ekki sakar að velta
þessu máli nokkuð fyrir sér.
Fyrst er þá að hafa í huga, að
söfnun frímerkja fer eins og
annað eftir fjárhag og vilja
manna. Að því leyti verður sér-
hver að ákveða söfnunarsvið
sitt sjálfur og hversu langt
hann treystir sér að fara. En ef
litið er til alls þorra manna og
þá einkum unglinga, er óhætt
að segja, að frumskilyrðið er að
kunna að takmarka sig í fyrstu,
byrja hægt og rólega, en auka
síðan söfnun sina að einhverju
sérstöku marki.
Flestir byrja á því að safna
frímerkjum síns lands, og þess
vegna skulum við líta fyrst á
Island. Frimerkjasögu landsins
má í raun og veru skipta í þrjá
kafla. Fyrsta timabilið er frá
upphafi isl. frímerkja 1873 og
til 1918, er Island varð full-
valda riki 1. des. þ.á. og aðeins í
konungssambandi við Dan-
mörku. Fyrstu frímerki eftir
fullveldið komu út 1920, og
voru þau með mynd Kristjáns
konungs X. Hefst þá annað
timabil frímerkjasögunnar og
stendur til stofnunar lýðveldis-
ins 1944. Þriðja skeiðið er svo
frá þeim tíma.
Eðlilegast er fyrir byrjendur
aó einskorða sig við frímerki
lýðveldisins. Þar má enn fá
flest frímerki við viðráðanlegu
verói, bæði notuð og ónotuð.
Min skoðun er sú, að skemmti-
legast sé að safna fyrst notuð-
um eða stimpluðum merkjum,
enda gerðu menn svo nær ein-
göngu allt fram á okkar daga,
sem nú erum miðaldra eða
eldri. Er alltaf mikil prýði að
hafa vel stimpluð frímerki i
safni sínu. Þá ma og benda á
það, að stimpluð merki eru oft-
ast mun ódýrari en óstimpluð,
svo að útgjöldin þurfa ekki að
verða tilfinnanleg.
Þegar búið er að ná saman
frímerkjum lýðveldisins, má
fikra sig aftur á bak og taka til
við merkin frá 1920—1944. Þar
fer þá að verða nokkru erfiðara
undir fót og brattsækið, þvi að
allmörg frimerki frá þessum ár-
um eru orðin torgæt og dýr,
jafnt stimpluð sem óstimpluð.
Um það geta menn sannfærzt
með því að líta á verðlista. Þó
er þetta ekki óvíðráðanlegt, en
hætt er samt við, að margur
verði að láta t.d. Alþingishátíð-
armerkin frá 1930 og frimerkin
frá 1933 með yfirprentuninni
Hópflug Itala 1933 biða um
sinn.
Siðast skyldi svo tekið við að
safna frimerkjum fyrir 1920.
Þvi tímabili má vissulega
skipta i tvo hluta. Fyrra tíma-
bilið er kennt við svonefnd
skildinga- og aurafrímerki, og
þar er víða um torsóttan og
krókóttan veg að fara i söfnun-
inni. Siðara timabilið hefst árið
1902 með útkomu fyrstu kon-
ungsfrímerkjanna meó mynd
Kristjáns IX. og lýkur 1918.
Segja má, að engum sé ofvaxið
að ráða við frímerki frá þessum
árum, enda þótt sum þeirra séu
orðin nokkuð dýr.
Þá urðum við sammála um
það, ég og kunningi minn, sem
ég vitnaði til hér framar, að
vara menn við að byrja of fljótt
á söfnun alls konar afbrigða. Er
sjálfsagt að geyma slíkt, þar til
menn hafa a.m.k. náð saman
flestum venjulegum merkjum.
Nú kann einhver að spyrja,
hvað sé afbrigði. Þar sem ekki
er unnt að svara því í mjög
stuttu máli, geymi ég þar til
næst að ræða um það.
Þegar Islandi sleppir, mun
vera algengast, að íslenzkir
safnarar snúi sér að frímerkj-
um annarra Norðurlanda, enda
má segja, að það sé eðlileg
þróun.
Nýlega las ég grein i sænsku
frimerkjablaði, þar sem rætt
var um það, hvaða löndum væri
heppilegast að safna með tiiliti
til útgáfu á ári hverju og eins
þess, hversu mörg merki
hlutaðeigandi land hefði gefið
út frá upphafi. Allt þetta hefur
auðvitað bæði áhrif á fjárútlát
safnarans og eins á það, hvort
búast megi við, að hægt verði
að koma sér upp göðu safni frá
ákveðnu landi án mikilla
erfiðleika. Þar sem ég býst við,
að einhverjir geti haft gagn af
hugleiðingum um þetta efni,
ætla ég síðar að víkja betur að
þessari grein og því, sem þar
kemur fram.
Vatnsmerki
I síðasta þætti fyrir hálfum
mánuði var sagt nokkuð frá
vatnsmerkjum i frímerkjum.
Jafnframt var getið um öfugt
vatnsmerki i 13 kr. frímerkjum
með mynd Ásgeirs Asgeirs-
sonar forseta. Ekki taldi ég
líklegt, að margar arkir hefóu
farið öfugt í prentvélina. Af
þeim sökum yrði það vafalaust
mjög eftirsótt af söfnurum. Nú
hefur mér verið sagt af
kunnugum, að a.m.k. 10 arkir
hafi fundizt ónotaðar af þessu
verðgildi með öfugu vatns-
merki. Eins hafa stimpluð
merki komið fram og það frá
póststöðvum viða að af landinu.
Eftir öllum sólarmerkjum að
dæma virðist þetta ó'fuga vatns-
merki ætla að verða mun
algengara en ástæða var til að
halda í upphafi. Þá hefur mér
einnig verið tjáð, að öfugt
vatnsmerki hafi komið fram í
ónotuðum örkum af 15 króna
merkjunum með mynd Asgeirs
forseta. Er þá tæplega langt í
það, að það finnist í stimpl-
uðum 15 kr. merkjum, ef það er
þá ekki þegar komið í leitirnar.
Af framansögðu má ljóst
vera, að finnsku prentararnir
hafa ekki verið of vel á verði,
þegar þeir lögðu arkirnar í
prentvélina. Enda þótt menn
geti tæplega úr þessu búizt við
stórhappi, þótt þeir finni öfugt
vatnsmerki í þessum forseta-
frímerkjum, er sjálfsagt að
athuga þau öll vandlega og
halda þeim sér, sem reynast
vera með slíku vatnsmerki.
Þrátt fyrir allt getur ekki hjá
þvi farið, að þau verði miklu
færri en hin.
MATSEÐILL
VIKVNNAR
Umsjón:
Hanna Guttormsdóttir
MANUDAGUR
Glóðarsteiktur fiskur,
hrátt salat,
hrisgrjónagrautur með kanil og
mjólk.
ÞRIÐJUDAGUR
Kjötíkáli (sjá uppskrift),
næst kartöflurnar. Hrærið egg-
inu saman við og þynnið deigið
smám saman með mjólkinni.
Mótið flatar kökur úr deiginu.
Veltið kökunum upp úr brauó-
mylsnu og brúnið þær á pönnu í
um 5 mín. á hvorri hlið. Hellið
mjólk, fisksoði og tómatkrafti á
pönnuna og látið fiskkökurnar
krauma í nokkrar mín. á pönn-
unni.
MIÐVIKUDAGUR
Fiskkökur með saltkjöti (sjá
uppskrift),
ávaxtagrautur.
FIMMTUDAGUR
Kartöflusalat
glóðarsteiktar eóa soðnar pyls-
ur,
makkarónusúpa.
FÖSTUDAGUR
Fiskbakstur með grænmeti
(sjá uppskrift),
brauðsúpa með þeyttum rjóma.
LAUGARDAGUR
Síld með rúgbrauði og smjöri,
kartöflur,
grænmetissúpa.
SUNNUDAGUR
Svínakótilettur með osti (sjá
uppskrift),
ferskjukaka(sjá uppskrift).
KJÖT 1 KÁLI
1 kg frampartur
'á hvftkálshöfuð
400 g kartöflur
1 laukur
'á tsk pipar
2tsk salt
1 rask smjör
1 dl vatn
Hitið smjör og vatn í potti.
Skerið kálið í ræmur, flysjið
kartöflur og skerið kjötið í bita.
Leggið allt í löginn i pottinum,
hafið kál efst og neðst. Stráið
salti og pipar milli laga. Lokið
pottinum með þéttum hlemmi
og látið réttinn sjóða við vægan
hita i 1'á—2 klst.
FISKBAKSTUR
MEÐ GRÆNMETI
500 g ýsuflök,
2 blaðlaukar,
2 msk. smjör,
SÓSA:
2 msk. smjör,
3 msk. hveiti,
3 dl. fisksoð,
'á dl rjómi,
1 eggjarauða,
2 dl rifinn ostur,
salt og pipar.
Skerið blaðlauk i þunnar
sneiðar og brúnið i smjöri á
pönnu. Látið í eldfast mót.
Roðflettið fiskinn, skerið í
stykki og raðið í mótin. Bræðið
smjörió í potti, hrærið hveitió
saman við og þynnið smátt og
smátt með fisksoðinu. Kryddið
með salti og pipar. Sjóðið í 5
mín. Sláið saman eggjarauðu og
rjóma og blandið saman við
sósuna. Hrærið vel í á meðan
(en má ekki sjóða). Blandið
ostinum saman við. Hellið sós-
unni yfir fiskinn og bakið við
250° C í 20 mín.
SVlNAKÓTILETTUR
MEÐ OSTI
6 svlnakótilettur,
smjör,
salt og pipar,
1 tsk paprika,
2 dl rjómi,
2 dl rifinn ostur,
Hreinsið og snyrtið
kótiletturnar og berjið þær lítil-
lega. Brúnið smjör á pönnu og
steikið kótiletturnar gulbrúnar
á báðum hliðum. Kryddið.
Athugið að hafa ekki mikinn
hita. Hellið rjómanum á pönn-
una og dreifið rifnum osti yfir.
Setjið hlemm á pönnuna og
sjóðið kótiletturnar i um 5 mín
Osturinn þykkir sósuna og ger-
ir hana ljúffenga. Berið
kótiletturnar fram með hris-
grjónum og hráu grænmetis-
salati.
FISKKÖKUR
KJÖTI
600 g beinlaus fiskur
100 g feitt saltkjöt
3 soðnar kartöflur
1 egg
1 dl mjólk
1 tsk salt
V* tsk pipar
5 msk brauðmylsna
50 g smjörlíki
2 dl fisksoð
1 dl mjólk
2 msk tómatkraftur
Hakkið kjötið og
tvisvar i hakkavél. Hakkið því
FERSKJUKAKA
MEÐ SALT- 125 g möndlur,
125 g sykur,
3 egg,
1 litil dós ferskjur,
Vt 1 þeyttur rjómi.
Afhýðið og rífið möndlurnar.
Hrærið saman sykri, möndlum
og eggjarauðum, blandið stíf-
þeyttum hvitum saman við.
Látið siga vel af ferskjunum,
raðið þeim i smurt eldfast mót,
kúpta hliðin látin snúa upp.
Hellið möndludeiginu í kring.
Bakið kökuna i 35—40 mín. við
fiskinn 175°C. Borin fram volg með
þeyttum rjóma.
Blðm ©
vikunnar
Víðir í lim-
gerði II (Salix)
Á slðustu árum hefur mjög
aukist áhugi fyrir ræktun lim-
gerða og þar sem vlðir er jafnan
fljótvaxinn og harðgerður verður
hann oft fyrir valinu. Skulu hér
taldar upp fáeinar tegundir sem
heppilegar þykja til þessara nota:
Viðja er mjög fljótvaxin, al-
gengt er að árssprotarnir verði
allt að metra á lengd og ef til vill
enn meira I góðum sumrum.
Alaskavíðir er einnig fljótvax-
inn með löng, grágræn blöð, oft-
ast silfurgljáandi á neðra borði,
skemmtileg til að sjá einkum þeg-
ar þau bærast fyrir golu.
ísl. Gulviðirinn er einnig tölu-
vert notaður I limgerði og getur
orðið öllu þéttari en áðurgreindar
tegundir.
Brekkuvlðir hefur undanfarinn
áratug og jafnvel lengur verið
eftirsóttasta viðitegundin i lim-
gerði og er ekki laust við að
sumir áliti hann einhverskonar
tizkufyrirbæri. En þvi verður ekki
á móti mælt að hann er afar
harðgerður, bæði vind- og frost-
þolinn og virðist standast furðu
vel okkar óstuðugu veðráttu.
Brekkuvíðir er fljótvaxinn og al-
gengt að árssprotar hans séu
60—80 cm.
Þeim sem er alvara með að
koma sér upp þéttu og fallegu
limgerði af þessum tegundum er
nauðsynlegt að klippa árlega svo
rækilega að eftir standi u.þ.b. 15
cm af fyrra árs vexti. Þvi miður
virðast margir mjög tregir að
klippa limgirðingar sinar, tima
hreinlega ekki að skerða um of
hina löngu árssprota og árangur-
inn verður sá að þeir sitja uppi
með óhrjálegan trjágróður með
löngum hálfberum greinum og
sem hvorki getur talist limgerði
né heldur stakstæð tré.
Tegundir þær sem nefndar hafa
verið eru mjög viðkvæmar fyrir
óþrifum sem sækir á nýju sprot-
ana og getur stórskemmt þá og
hnekkt vexti trjánna ef ekkert er
að gert.
Varla er hægt að ræða um viði i
limgerði að ekki sé getið þeirrar
tegundar sem mörgum finnst
hvað fallegust en það er Gljávíð-
ir. Hann kelur mun meira en hin-
ar tegundirnar og er þar af leið-
andi seinvaxnari. Gljávíðir laufg-
ast lika siðla vors en heldur svo
sinu fagurgræna gljáandi laufi
allt fram undir jólaföstu. og einn
kost, og hann ekki lítinn, hefur
hann framyfir hinar tegundirnar:
hann ver sig með prýði gegn
hverskyns óþrifum.
i limgerði eru venjulega hafðar
3—4 plöntur á hvern lengdar-
metra, HL/ÁB