Morgunblaðið - 03.05.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.05.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAI1975 21 - •. . •' . * £ " > ■ ; ’ r ■ P» Hernaðarstaða Norðurlanda gagnvart Sovétríkjurium «f ð ~ o bifreiðar til umráða, auk þess sem þær hafi betri viðhaldsmöguleika. Hjá NATO segir hann tilhneig- ingu til að draga úr fylgibúnaði hersveitanna. Slæmar samgöngur á landi milli Norður- og Suður-Noregs segir Synnergren torvelda flutninga liðsauka að sunnan. A hinn bóg- inn hafi stöðugt verið unnið að því að bæta samgönguieiðirnar i austri, m.a. með lagningu járn- brauta ogþjóðvega frá höfnum við Eystrasalt. Hann segir — sem hef- ur vakið hvað mesta athygli, að unnið sé að samræmingu á um- ferð um sovézku og finnsku járn- brautirnar, sem hafi sömu spor- vidd, ennfremur að fyrirhugað sé að leggja fleiri línur milli land- anna og innan skamms muni fjór- faldast flutningamöguleikar Murmanskbrautarinnar. Segir Synnergren, að eftir járnbrautum og þjóðvegum megi flytja að minnsta kosti tólf herdeildir sam- timis til Finnlands frá Sovétrikj- unum. Jafnframt hafi flutninga- möguieikar um Eystrasalt verið stórauknir, m.a. með smíði sér- stakra flutningaskipa, þar sem aka megi herbifreiðum um borð og frá borði. Telur hann, að flytja megi samtals tiu herdeildir um Eystrasalt á tiu dögum og á sama tima megi flytja þrjár herdeildir flugleiðis. Ennfremur getur Synnergren þess, að um landa- mæri Finnlands og Noregs séu góðir vegir, sem geri kleift að flytja talsvert herlið i skyndi í báðar áttir. Loks er þess að geta, að Synner- gren hershöfðingi telur, að Sovét- menn hafi gefið Bandaríkjamönn- um rangar upplýsingar um fjölda kjarnorkuvopna, er þeir hafi yfir að ráða og að eldflaugasmíði þeirra hafi gengið hraðar fyrir sig en opinberlega er talið í Banda- rikjunum. Sem fyrr segir vakti hvað mesta athygli og umtal sú staðhæfing Synnergrens, að unnið væri að samræmingu járnbrautanna i Finnlandi og Sovétrikjunum og að sporvídd þeirra væri þegar hin sama. Ekki var þessum atriðum mótmælt opinberlega af hálfu Finna, en upplýst var i sænskum fjölmiðlum, að mörgum Finnum þætti þessi hluti skýrslunnar ill- girnislegur. Sagt var að finnski sendiherrann i Stokkhólmi hefði reifað málið i utanrikisráðuneyt- inu sænska og i Helsinki hefði sænski sendiherrann rætt málið við ýmsa ráðherra og forsetann sjálfan, er þeir hittust af ein- hverju hátíðlegu tilefni skömmu eftir að skýrslan var birt. Þetta atriði kom einnig til um- ræðu á blaðamannafundinum með Kalevi Sorsa, forsætisráð- herra Finnlands, hér i Reykjavik, en hanneyddimálinuþarmeð þvi að slá því upp í gamansemi. Hins vegar þótti einsýnt, að Sorsa hefði rætt þetta við Olof Palme, er þeir hittust á Kastrup-flugvelli, Sorsa á leið til Islands, Palme á heim- leið. Um miðjan marzmánuð ræddi Synnergren hershöfðingi þetta sjálfur við nokkra finnska blaða- menn, sem sænska utanríkisráðu- neytið hafði boðið til Svíþjóðar til að kynna sér stefnu Svia í varnar- málum. Þá hafði málið verið tengt ræðu Sorsa hér í Reykjavík um Kekkonen-áætlunina og var orðið talsvert hitamál. Var sums staðar jafnvel látið að því liggja, að Finnland hefði kosið að snúa sér í austurátt meira en góðu hófi gegndi og gæti hvenær sem er orðið eins konar Trójuhestur Rússaá Norðurlöndum. Finnsku blaðamennirnir spurðu Synnergren, hvort hann væri með skýrslu sinni að halda því fram, að Finnar væru með ráðnum hug að vinna að því, að unnt væri að flytja sovézkt herlið til Svíþjóðar. Hann tók því fjarri og sagði: „I skýrslunni segir ekk- ert um, að Finnland hafi meðvit- að reynt að útbúa þjóðvega- og járnbrautarnet sín svo, að þau verði sem nýtilegust til hernaðar- legra þarfa. Við höfum einungis bent á, að þetta samgöngunet milli tveggja nágranna hefur þró- azt með þessum hætti vegna sam- skipta þeirra." Og Synnergren bætti því við, að það vekti furðu sina, að staðhæfing þessi skyldi talin svo fréttnæm bæði í Finn- landi og Sovétrikjunum. Hins vegar viðurkenndi hann i samtal- inu við finnsku fréttamennina, að orðaval hans hefði kannski átt að vera nákvæmara, sérstaklega kynni orðið „samræming" að telj- ast athugavert, enda hefði það valdið óþörfum misskilningi. „Það stendur ekki til, að umræð- ur innan Svíþjóðar um stefnu okkar i varnarmálum valdi ná- grönnum okkar áhyggjum, sagði Synnergren. Við verðum því i framtiðinni, að íhuga nánar hvaða áhrif birting skýrslna um það mál getur haft þeirra á meóal.“ Innan Sovétríkjanna voru við- brögðin við skýrslu Synnergrens hin hörðustu. Tass sakaði hann um að „draga á ný upp úr maln- um hinar fölsku kenningar um að Svíum stafaði hætta af Sovétrikj- unum. Sömuleiðis væri hann að reyna að hrella almenning i N- Evrópu með því að sporvídd járn- brautanna i Finnlandi og Sovét- rikjunum væri hin sama og gera áframhaldandi uppbyggingu finnskujárnbrautanna tortryggi- lega. Síðan vísaði Tass til skrifa í blöðum finnskra kommúnista, þar sem talað hafði verið um, að Synnergren væri með skýrslu sinni að reyna að storka, deténte- stefnu stórveldanna og bætti því svo við sem sovézkri skýringu, að tilgangurinn væri að efla versn- andi stöðu áróðursmanna NATO, sem reyndu að leggja steina i götu samskipta Finnlands og Sovét- rikjanna, auka spennu í Norður- Evrópu og koma i veg fyrir, að menn sameinuðust um þá grund- vallarhugmynd, að þjóðir heims gætu lifað í friðsamlegri sambúð. Þessi gagnrýni TASS bergmálaði siðan í sovézkum blöðum. Bæði Synnergren og sænski Iandvarnarráðherrann létu opin- berlega í ljós furðu sína á við- brögðum Sovétmanna, enda þótt þeir væru ekki endanlega á sama máli um hvaða fjármagni skyldi verja til hermála. „Að sjálf- sögðu,“ sagði Holmqvist, „hefur yfirmaður sænska hersins rétt til að skrá og gefa skýrslu um þann herstyrk og þá hernaðarlegu möguleika, sem nánasta umhverfi okkar býr yfir. Það þýðir ekki endilega, að ástandið sé alvar- legra nú en fyrr, — en mig furðar. á þessum viðbrögðum Sovét- manna." Og Synnergren sjálfur sagði skýrslu sina á engan hátt til þess ætlaða að hræða almenning né marka pólitiska afstöðu, hún væri einungis greinargerð um herafla og hugsanlega herflutn- inga í Evrópu. Sér væri skylt að benda á þá tæknilegu möguleika sem fyrir gætu orðið i hernaði í nánustu framtið, og vegna þéss hve hernaðarlegar tækniframfar- ir ættu sér langan aðdraganda, gæti hann með sæmilegri vissu sagt fyrir um hvernig mál þessi myndu standa t.d. árið 1982. Þess bæri hins vegar að gæta að stjórn- málamerin vissu sýnu minna um hvernig þá yrði umhorfs á sviði alþjóðastjórnmála. Grænland íshaf TromsBjJ. Lófoten*^ Bodo pórshÖf Færeyjar Moskvá Hernaðarþýðing Norður- landa fer áfram vaxandi ályktar yfirmaður sænska hersins, Stig Synnergren hershöfðingi, Sagt frá skýrslu hans um hernaðar stöðu Svíþjóðar og viðbrögðum Sovétmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.