Morgunblaðið - 03.05.1975, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 03.05.1975, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAl 1975 19 Ráku Kínverja fyrirniósnir Toronto, 2. mai. Reuter. • KANADlSKA útvarpið (CBC) segir að kínverskum diplómat hafi verið vfsað úr landi f Kanada og að hann hafi verið tengiliður njósnara f Bandarfkjunum og kfnverska sendiráðsins f Ottawa. 0 Utvarpið hefur eftir heimild- um I Washington að Kinverjinn hafi ekið í bil einu sinni i viku til Washington til að taka við upplýs- ingum um hermál og iðnaðarmál og farið síðan aftur til Ottawa þar sem kinverska sendiráðið hafi komið upplýsingunum áleiðis til Peking. Kínverjinn heitir Kul Ching An. Kanadíska utanríkisráðu- neytið hefur staðfest að hann hafi farið frá Kanada til Peking en neitar að segja af hverju. CBC segir að bandariska al- rikislögreglan, FBI, hafi komizt á snoðir um athafnir Kinverjans en ekkert viljað aðhafast til að spilla ekki fyrirhugaðri Peking-ferð Fords forseta siðar á þessu ári. Kanadiska stjórnin var treg til að reka manninn og bað kínversku stjórnina i kyrrþey að kalla hann heim að sögn CBC. Nú vinnur Ljubojevic ekki skák 0 ÞREMUR umferðum er lokið á alþjóðlegu skákmóti f Rovinj f Júgóslavíu. Meðal keppenda er Ljubomir Ljubojevic, Júgóslav- inn ungi, sem sigraði með mikl- um glæsibrag á Kanarfeyjamót- inu á dögunum. Þessum 24 ára gamla skákmanni hefur að sögn AP-fréttastofunnar gengið mjög illa á yfirstandandi móti, hefur tapað þremur fyrstu skákunum og er f neðsta sæti ásamt öðrum þekktum kappa, Svfanum Andersson, en hann tapaði tveim- ur fyrstu skákunum og sú þriðja fór f bið. Friðrik Ólafsson ætlaði að taka þátt f þessu móti en hætti við á sfðustu stundu, viidi frekar hvíla sig fyrir stórmótin seinnipart sumars. 0 Staðan eftir 3 umferðir í mót- Framhald á bls. 22 Allal MacEachen utanrikisráð- herra sagði í svari við fyrirspurn á þingi frá John Diefenbaker fyrrverandi forsætisráðherra að engin önnur ríkisstjórn hefði far- ið fram á að manninum yrði vísað úr landi. Hann sagðist ekkert fleira geta um málið sagt en at- ferli Kínverjans hefði verið ósam- rýmanlegt stöðu hans. Kiefenbaker sagði að ef öryggi landsins hefði ekki verið ógnað ætti stjórnin að vera óhrædd við að segja frá málinu I einstökum atriðum. En MacEachen kvaðst ekki vilja ræða það frekar þvi þá gæti hann spillt sambúð Kanada og Kína. Finnskir Stal- ínistar fá stuðn- ing frá Moskvu Moskvu 2. mai — Reuter. 0 „N'i IR tímar“, sovézkt tímarit um utanrikismál, réðst í gær harkalega á finnska vinstri mann- inn Ele Alenius, leiðtoga þing- flokks-lýðræðisfylkingar finnsku þjóðarinnar, vegna nýrrar bókar hans, „Finnska afbrigðisins", sem timaritið segir bjóða upp á „subbulegt endurskoðunardrasl" undir þvi yfirskini að það geti komið í stað kommúnískrar stjórnar af austur-evrópskri gerð. Árás þessi þykir sýna vel stuðn- ing Sovétleiðtoga við harðlinu- menn í hinum sundraða finnska kommúnistaflokki, sem aðild á að Lýðræðisfylkingunni. Stalinista- armur þess flokks hefur lengi haldið uppi gagnrýni á Alenius. Símamynd AP LOKAÁRÁSIN — Þessir stjórnarhermenn voru til varnar á brú rétt hjá Saigon þegar lokaárásin var gerð á borgina. Mótspyrna þeirra var fljótlega brotin á bak aftur og árásarherinn átti greiða leið inn í borgina. 10% fylgisaukning Ihaldsflokksins brezka — í bæjar og sveitarstjórnarkosningunum London 2. mai Reuter—AP 0 BREZKI thaldsflokkurinn fagnaði f dag sigri f bæjar- og sveitar- stjórnarkosningum f Norður- og Mið-Englandi og eru úrslitin talin verulegt áfall fyrfr stjórnina og Verkamannaflokk Harold Wilsons, en um leið uppörvun fyrir hinn nýja leiðtoga thaldsmanna, Margaret Thatcher. Þetta eru fyrstu kosningarnar eftir að hún tók við flokksfor- ystunni af Edward Heath f febrúar s.l. Fylgi lhaldsflokksins jókst um 10% og hann vann um 200 sæti, fyrst og fremst á kostnað Verkamanna- flokksins. Um var að tefla þriðjung sæta f 36 bæjar- og sveitarstjórnum f mikilvægum kjördeildum, þar sem Verkamannaflokkurinn hefur lengi haft örugga forystu. Ford til Sadat í fundar við Austurríki 0 Þó að kosningaþátttaka væri lítil, og talsmenn Verkamanna- flokksins segðu að fylgistapið væri ekkert meira en búizt hefði verið við, töldu talsmenn ihalds- manna það ljóst, að nú hefði verið snúið við þeirri þróun sem leiddi til fylgishruns flokksins í þing- kosningum tvívegis árið 1974. Stjórnmáláskýrendur telja að fylgistap Verkamannaflokksins spegli fyrst og fremst áhyggjur kjósenda vegna verðbólgu og efnahagsvanda, stórhækkana á útsvörum nýlega, og hækkun skatta á neyzluvörum á fjárlögum þeim sem lögð voru fram í siðasta mánuði. Frú Thatcher sagði samstarfs- mönnum sínum í flokknum í dag Framhald á bls. 22 Washington, 2. maí. Reuter. AP. 0 GERALD Ford forseti fer til Salzburg f Austurríki 1. júní og ræðir við Anwar Sadat Egypta- landsforseta um „leiðir til að efla samskipti landanna", að þvf er blaðafulltrúi hans skýrði frá f dag. Samkvæmt góðum heim- ildum munu þeir ræða nýjar friðartillögur Bandarfkjamanna sem hafa endurskoðað stefnu sfna f Miðausturlöndum. 0 Ford situr áður fund æðstu Víetnam setti víða svip sinn á 1. maí London 2. maf. Reuter. AP. • VERKAMENN I Suður- Vfetnam minntust 1. maf, alþjóðadags verkalýðsins, í fyrsta skipti í gær undir hinni nýju stjórn og verka- menn f öðrum löndum, bæði kommúnistalöndum og lýðræðislöndum, not- uðu tækifærið til að lýsa yfir stuðningi við Viet Cong. 0 I Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu, héldu verkamenn upp á daginn,„með nýjum byltingar- eldmóði" eins og útvarpið þar orð- aði það. Sigur Rauðu Khmeranna var meginstef i ræðum sem voru haldnar I tilefni dagsins i Peking og á kröfuspjöldum f göngum verkamanna. Hins vegar voru engar sérstakar kveðjur sendar vfetnömskum kommúnistum nema f ritstjórnargrein I Dagblaði alþýðifnnar þar sem sagði að upp- gjöf Saigon væri atburður sem hefði þýðingu um heim allan. Allir helztu forystumenn Sovét- ríkjanna með Leonid Brezhnev í broddi fylkingar söfnuðust saman á þaki grafhýsis Leníns og fylgd- ust með tveggja tíma göngu verkamanna á Rauða torginu. Valdamennirnir héldu enga ræðu f tilefni dagsins og gerðu það heldur ekki í fyrra. Tass-fréttastofan segir að sigri kommúnista í Suður-Víetnam og Kambódíu hafi verið fagnað í hátfðarhöldunum. Vestrænir fréttamenn sáu þó hvergi minnzt á Kambódfu á spjöldum og borð- um verkamanna og aðeins nokkur viðtekin slagorð eins og „kveðjur til ættjarðarvina í Suður- Víetnam". Eina hersýningin I Austur- Evrópu fór fram f Austur-Berlín þar sem skriðdrekar, eldflaugar og þung stórskotavopn fóru á undan hermönnum sem gengu gæsagang. Fulltrúar Vesturveldanna í Vestur-Berlfn mótmæltu hátíða- höldunum þar sem þau brytu í bága við samningana eftir heims- styrjöldina er banna vopnabúnað í borginni. Fjölmennustu hátfðahöldin í Vestur-Evrópu fóru fram í Vest- ur-Þýzkalandi þar sem Helmut Schmidt kanzlari og leiðtogi verkalýðssambandsins, Oskar Vetter, fögnuðu endalokum striðsins f Víetnam. I Portúgal efndu aðeins hópar öfgamanna til vinstri til hátíða- halda og þyrlur og flugvélar flugu yfir höfðum þeirra. Kommúnista- flokkurinn minntist dagsins með harðri árás á kosningasigur sósíal- ista og foringja þeirra, dr. Mario Soares. Á Spáni var gripið til vfðtækra öryggisráðstafana vegna mót- mælaaðgerða víða í landinu kvöldið áður. Nokkrir sósiaiistar voru handteknir þegar þeir ætluðu að gröf stofnanda flokks- ins til að votta honum virðingu. manna Atlantshafsbandalagsins i Briissel 29.—30. maí og fer til Spánar og Italiu. Jafnframt eru athugaðir möguleikar á því að Ford ræði við forsætisráðherra Israels, Yitzhak Rabin, að sögn blaðafulltrúa hans. Sadat forseti sagði i ræðu sem hann hélt á hátiðisdegi verkalýðs- ins í gær að nýjar friðartillögur Bandaríkjamanna miðuðu að þvi að koma í veg fyrir að aftur skap- aðist þrátefli i Miðausturlöndum eins og fyrir októberstriðið 1973 þegar hvorki rikti strið né friður. Sadat sagði einnig að hann og Ford hefðu nýlega haft samband sin í milli og samkvæmt áreiðan- legum heimildum i Kairó vill Ford dreifa athyglinni frá Viet- nam til heimshluta þar sem Bandaríkjamenn hafi brýnni hagsmuni. Ford ræðir við spænska leið- toga i Madfid 31. mai og 1. júni og samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum verða Franco hershöfðingi og Juan Carlos prins i þeirra hópi. Fimm ára samningur um afnot Bandaríkjamanna af spænskum herstöðvum i staðinn fyrir hern- aðarlega og efnahagslega aðstoð rennur út í september. Viðræður um endurnýjun samningsins hóf- ust í nóvember. Til Rómar fer Ford 1. júní eftir fundinn i Salzburg og ræðir við Giovanni Leone forseta og Aldo Moro forsætisráðherra. Hann gengur einnig á fund Páls páfa og ræðir við hann um mannúðarmál að sögn blaðafulltrúa forsetans. Jafnframt hefur verið tilkynnt að fyrirhugaðri opinberri heim- sókn Walter Scheel, forseta Vestur-Þýzkalands, til Bandaríkj- anna 2. júní hafi verið frestað til 16.—19. júni. Suður-Afríkustjórn: Ný réttindi Mökkumanna Höfðaborg 2. maí. AP — Reuter RlKISSTJÓRN Suður- Afríku tilkynnti f dag um til- slakanir f aðskilnaðarstefnu sinni f kynþáttamálum, sem ætlað er að koma til móts við meirihluta blökkumanna f landinu f sambandi við þær sáttatilraunir sem nú fara fram í landinu. Helzta atriði þessara nýju tilslakana er að afrfskir blökkumenn hafa nú rétt til að eignast heimili f „blönduðum" hverfum á hvft um vfirráðasvæðum og gildir sá eignarréttur til 30 ára. Þetta hefur blökkumönnum verið meinað f sjö ár. Blökkumenn hafa einnig m.a. rétt til að selja hús sin á þessum svæðum, en landið sjálft verður áfram eign sveitarfélagsins. Þá er réttur blökkumanna til að hefja framkvæmdir og viðskipti af ýmsu tagi rýmkaður í „hvít- um“ héruðum Suður-Afríku. Helen Suzman, einn helzti for- ystumaður stjórnarandstöð unnar, sagði að þessum tilslök unum fögnuðu allir afrískir borgarbúar, en annar stjórnar- andstæðingur, Harry Schwartz, kvað þær ná of skammt, þar eð blökkumönn- um væri enn meinað að eignast land á „hvítum" svæðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.