Morgunblaðið - 03.05.1975, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAl 1975
hrærast
„Ég stóð í eilífu stappi við leik-
stjórann á meðan ég var að kvik-
mynda Sölku Völku. Þetta var á
þeim tíma, þegar keyrslur (það er
að keyra myndavélina fram og
aftureða úr áhliði upptöku) voru
hvað mest að komast i tizku. Leik-
stjórinn heimtaði að ég væri stöð-
ugt að keyra vélina i allar áttir þó
efnið biði alls ekki upp á slikt. —
Ég sá hins vegar fyrir mér hlut-
lausa, kyrrstæða myndavél, sem
segði söguna blátt áfram án þess
að vera stöðugt á höttunum eftir
myndtrikkum. Okkur tókst aldrei
að brúa bilið á milti okkar og þvi
fór sem fór. Ég lagði mig allan
fram og reyndi að gera sem leik-
stjórinn bauð, en lenti auðvitað i
stöðugum árekstrum við efníð.
Leikstjórinn áttaði sig heldur ekki
nægilega vel á þvi að nota um-
hverfið. landið. Það hvarf ein-
hvern veginn i sjálft sig. Mér þykir
sagan sjálf skemmtileg, og þótti
gaman að kynnast Laxness litil-
lega. Hann var mjög elskulegur og
velviljaður, en ég skil að honum
hafi ekki þótt myndin góð. Ég var
honum sammála."
Nykvist horfir um stund annars
hugar út um gluggann og segir
svo: „Við vorum mjög einangruð á
meðan á upptökunni stóð, sér-
staklega i Grindavík, svo það var
fátt við að vera á kvöldin, eftir að
töku lauk. Það er ákaflega erfitt
að vinna í algerlega einangruðum
hóp ef ekki er hægt að snúa sér að
einhverju öðru og blanda geði við
aðra á kvöldin þegar maður er
hvildar þurfi.
Menn urðu mjög stressaðir og
sumir okkar Svianna fengu allra
handanna tilfinningaútbrot, — þá
saknaði ég þess að geta slakað á
og fengið mér einn tvo bjóra í
rólegheitunum. Ég man hvað
sænsku leikararnir voru orðnir úr-
vinda og þreyttir þegar þessu
lauk. Já — þetta var dálítið erfitt
allt saman En ég hafði gaman af
þvi að koma aftur til íslands."
Umræðurnar snúast aftur að
þýðingu Ijóssins fyrir kvikmynda-
tökumanninn, og Nykvist skýtur
inn nokkrum sprettilræðum af
sjálfum sér.
„I fyrsta skipti sem ég kynnist
kvikmyndaupptöku var ég sendur
með skilaboð til ákveðins leik
stjóra upp í filmuhús. Ég ráfaði
eftir nokkrum göngum og kom að
stórri hurð sem ég lauk upp án
umhugsunar. Þegar hurðin opnað-
ist fékk ég glampandi Ijós i augun
og blindaðist eitt augnablik. þvi
éo hafði gengið beint inn i miðja
kvikmyndaupptöku og grimmda-
leg rödd öskraði af öllum kröftum:
Hvaða helvitis eilifðarfifl æðir hér
inn þegar kveikt er á rauðu per-
unni hér úti — farðu til fjandans!
Mér brá svo illilega að ég tók
umsvifalaust til fótanna og ætlaði
að stinga af, en þá kom stelpa
Ég nota Ijós frá tilbúnum glugga æ meir þegar ég kvikmynda i upptökusal. Galdurinn er sá að útbúa vegg á ramma
sem síðan er hægt að lýsa í gegnum Venjulega virðast vel gerð leiktjöld raunverulegri í kvikmynd, en það umhverfi
sem leiktjöldin eru gerð eftir.
ögn órótt innan brjósts. Þá sagði
hann aftur: Ef þér mistekst ... —
Þá hvað? spurði ég. — Þá tökum
við allt aftur á morgun, sagði hann
og gekk svipbrigðalaust út.
Ég hafði búist við að hann botn-
aði setninguna öðru visi, með orð-
unum.......þá verðurðu rekinn".
Hann sagði mér lika sjálfur siðar
meir, að sú hafi upphaflega verið
ætlunin, en vegna þess að ég
hefði ekki litið undan þegar hann
einblindi á mig. hefði hann fenqið
traust á mér. Þetta þótti mér
kúnstugt.
Siðan byrjaði ég að taka min
fyrstu skot fyrir Bergman, og ég
get ekki sagt annað en að þessi
fyrsti dagur var mjög erfiður.
Bergman leitaði uppi allar þær
erfiðustu myndavélahreyfingar
sem honum gátu hugkvæmst, lét
mig taka 5—6 minútur i samfellu
með keyrslum, aðdrætti, eltingu á
hreyfingu i leikrýminu o.s.frv. Ég
var útkeyrður og dauðþreyttur eft-
ir átökin. Daginn eftir fengum við
svo fyrstu myndprufuna, og Berg-
man var ánægður — að þvi er
hann sagði siðar. En þarna um
morguninn, þegar hann hafði
skoðað prufuna, sagði hann að-
eins: „Við höldum áfram."
Þetta var upphafið að samstarfi
okkar og siðan höfum við getað
gefið hvor öðrum margt, hvor á
sinu sviði. Ég veit að Bergman
hefur haft afgerandi áhrif á þróun
mína sem kvikmyndatökumanns.
Kosturinn við Bergman er sá að
hann nær að virkja alla sem taka
þátt i upptöku myndanna. Allt frá
rafvirkja til leikara. Þegar hann
byrjar nýja mynd og handritið er
tilbúið i höfuðdráttum, fer hann
með allan hópinn á einangraðan
stað og leitar eftir áliti hvers og
eins, setur alla inn í efnið. Þegar
við byrjuðum á Töfraflautunni fór-
um við 30 saman norður i land og
dvöldum þar i algerri einangrun i
fjóra daga. Þá var upptakan rædd
frá öllum hliðum og allir fengu að
segja sitt. Siðan var stefnan mörk-
uð og ramminn ákveðinn. —
Svona vinnubrögð verða til þess
að gengið vinnur af áhuga: skapar
— finnur hlut sinn i verkinu, en er
ekki bara að hugsa um það hve-
nær eigi að hætta, eða hvort kom-
ið sé fram yfir venjulegan kaffi-
tíma. Ef menn gefa sig ekki alla i
upptökuna, hver einasti starfs-
maður, þá er aldrei hægt að búast
við miklum árangri. Stór hluti af
snilli Bergmans liggur i þvi hve
auðvelt hann á með að skapa
tiltrú þeirra er fást við upptökuna
á efninu, fá þá til að lifa og hrær-
ast með því listaverki sem er i
fæðingu."
Nykvist spjallar um hina ólíku
starfskrafta Bergmans og verður
tíðrætt um leiktjaldamálarann Per
A. Lindegren. Höfundur þessarar
greinar kynntist sjálfur Per litil-
lega þegar hann var á fslandi og
gerði leiktjöldin við Rauðu skikkj-
una. Ég var þá i Menntaskóla og
vann sem smiður um sumarið i
leiktjóldunum. En Per var ekki
bara sá sem málaði og horfði svo á
handverksmenn útfæra verkið,
Framhald á bls. 29
Sven Nykvist:
Sá sem ætlar að ná árangri i
kvikmyndagerð verður að
helga sig hverju nýju verkefni
óskiptur Hann verður að lifa
og hrærast með þvi
Hrafn
Gunnlaugsson
skrifar:
Að
með kvikmynd
sem vann við förðun hlaupandi á
eftir mér og taldi mér hughvarf.
Ég var svo hafður til reynslu sem
aðstoðarmaður myndatökumanns-
ins í nokkrar vikur, og svo smám
saman flæktist ég meir og meir í
þetta."
Eftir nokkra útúrdúra og fleiri
sögur í þessum stíl segir Nykvist:
„Eitt er samt nauðsynlegt að hafa
stöðugt í huga þegar fjallað er um
Ijósið. Maður verður að gæta þess
að festast ekki i alls konar kenn-
ingum og reglum um tilbúið Ijós
(þ.e.a.s. ekki dagsljós) í upptöku-
sal — þess vegna hef ég alltaf
tekið mikið af heimildakvikmynd-
um fyrir sjálfan mig.
Nokkrum árum eftir að ég byrj-
aði sem fastráðinn, tók ég mér
hálfsárs frí og fór til Afríku, þar
sem ég tók mikið af heimilda-
myndum við aðskiljanlegustu skil-
yrði — svo til alltaf með Ijósið í
huga."
Nykvist þagnar smá stund og
segir svo:
„Fari maður einn á veitingastað
og leiðist, er alltaf hægt að hugga
sig við að skoða Ijósið. Ef þú hefur
einu sinni náð tengslum við það
ertu aldrei einn. Ég fer stundum
aleinn á hina og þessa staði að-
eins til að njóta samspils Ijóss og
skugga, til að sjá hvernig Ijósið er
í ólíku umhverfi, hvernig fólk stýr-
ir Ijósinu í kringum sig."
Ég bið Nykvist að segja mér frá
kynnum sínum af Bergman.
„Það var þannig að Bergman
var langt kominn með upptöku
einnar af fyrstu myndum sínum og
þá varð kvikmyndatökumaðurinn
að hætta af persónulegum ástæð-
um. Ég var beðinn að hlaupa í
skarðið. — Ég hitti Bergman fyrir
utan upptökusalinn og kynnti mig.
Þá fór hann með mig inn I lítinn
búningsklefa, bað mig að setjast,
stillti sér síðan upp beint fyrir
framan mig og horfði beint í aug
un á mér og sagði: Ef þér mistekst
í dag, þá . . . — síðan stóð hann
hreyfingarlaus og einblíndi beint í
augun á mér. Við höfum ábyggi-
lega verið kyrrir í þessari stellingu
í 3—4 mínútur og mér var orðið
o
Stundir með
Sven Nykvist
- 2. grein
Voru þeir
blekktir?
eftir Pétur J.
Eiríksson
Getur það verið að sykurinn-
flytjendur nenni ekki að kynna
sér markaðsaðstæður áður en þeir
gera sín innkaup og láti útlenda
spekúlanta plata sig? Sú spurning
vaknar ósjálfrátt eftir lestur
fréttar á baksíðu Morgunblaðsins
á sumardaginn fyrsta, um þann
skell sem innflytjendur fengu við
að að kaupa mikið magn af sykri
á háu verði áður en heimsmark-
aðsverð „skyndilega" lækkaði.
Fyrirsögnin var sett upp I þá
spurningu hvort innflytjendur
ættu að bera tapið af viðskiptun-
um og er málflutningur þeirra,
eins og hann kemur fram I frétt-
inni svo makalaus að vart verður
komizt hjá því að gera nokkrar
athugasemdir.
I fréttinni segir að stærstu syk-
urinnflytjendurnir hafi gert
samning um kaup á 1500 tonnum
af sykri á meðan „verð var i
hærra lagi“, en verðið mun hafa
verið 1400 dalir fyrir hvert tonn.
Síðan hafi verðið lækkað um 550
dali að meðaltali, sem þýðir að
innflytjendur geta tapað allt að
123 milljónum króna á fyrr-
greindum samningum. Skýringin
á þvi að samningar voru gerðir
um svo mikið magn, sem að ofan
greinir, á svo háu verði er sögð
vera sú, „að sykurspekúlantar um
allan heim sögðu að sykur ætti
ekki eftir að lækka í verði og
ennfremur að hann yrði ófáanleg-
ur eftir stuttan tíma“.
Það þarf ekki mikla þekkingu
til að sjá að þessi skýring er ann-
að hvort ákaflega klaufaleg til-
raun til að slá ryki í augu almenn-
ings eða vitnisburður um rauna-
lega einfeldni og þekkingarleysi
af hálfu innflytjenda.
EKKI ÓVÆNT
Þeir sem minnstu tilraun hafa
gert til að fylgjast með markaðs
verði matvæla og hráefna, -vita
mætavel að verð á sykri hefur
stórlækkað að undanförnu og að
sú lækkun var hvorki skyndileg
né óvænt. Allt siðan í april á
siðasta ári fram í miðjan nóvemb-
er átti sér stað ört vaxandi hækk-
un á verði sykurs á heimsmark-
aði. Stafaði það af þvi að bændur
höfðu dregið úr sykurrækt vegna
lágs verðs og framboð var því
mjög lítið. Upp úr miðjum nóv-
ember varð hins vegar breyting á
og verð tók að lækka á ný. Þó að
nokkurra sveiflna hafi gætt má
segja að verðþróunin hafi verið
stöðug niður á við allt fram til
þessa dags, þannig að nú er sykur-
verð orðið meir en helmingi lægra
en það var i nóvember. Meðalverð
á sykri á Lundúnamarkaði vikuna
18. til 21. apríl s.l. var t.d. 600
dalir fyrir hvert tonn, samkvæmt
Investor’s Chronicle. Hér hefur
því ekki verið um verðfall að
ræða eins og segir í fréttinni,
heldur þróun sem hverjum þeim
sem fylgjast vildi með var auðvelt
að skilja.
Hafi verðlækkunin I nóvember
hins vegar komið innflytjendum á
óvart, þá er það engu að síður
óafsakanlegt. Orðrómur hafði þá
lengi gengið um að verð myndi ná
hámarki fyrir árslok 1974 og fara
síðan lækkandi, enda var séð
fram á mikla aukningu i ræktun
sykurrófna í Evrópu og víðar sem
hlaut að hafa þau áhrif á vænt-
ingu kaupenda og framboð, sem
leiða myndi til lægra verðs.
Bandaríska fyrirtækið J. Carvel
Flange, sem er fyrirtækjum og
ríkisstjórnum um allan heim ráð-
gefandi um stöðu og þróun mark-
aðsverðs á iðnaðar-og landbúnað-
arvörum, spáði þvi t.d. strax i
byrjun ágúst að sykurverð myndi
lækka á síðasta fjórðungi liðins
árs, og í september tímasetti fyr-
irtækið lækkunina um miðjan
nóvember og sagði að hún yrði
bæði mikil og áframhaldandi.
ÞEKKINGARLEYSI?
Flest bendir til að stærri inn-
flutningsfyrirtækin hafi sýnt
furðulegan klaufaskap og þekk-
Framhald á bls. 29